blaðið - 04.01.2006, Blaðsíða 4

blaðið - 04.01.2006, Blaðsíða 4
4 I INNLENDAR FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 2006 blaöiö Kynferðisofbeldi: Allt að helmingi fleiri mál en tölur gefa til kynna Tölur ríkislögreglustjóra segja aðeins hálfa söguna. Fjöldi mála lenda aldrei á borði lögreglunnar. Kynferðisbrot sem skráð voru hjá lög- reglu voru 277 talsins árið 2004 sam- kvæmtnýlegriskýrsluembættisríkis- lögreglustjóra um afbrotatölfræði og fækkaði þeim um 23% frá árinu á undan. Sama ár voru 276 kynferðis- afbrotamál skráð hjá Stígamótum þar sem aðeins 17 enduðu á skrá lögreglu. Það er þvi ljóst að raun- verulegar tölur um kynferðisofbeldi gætu verið allt að helmingi hærri. Helmingi hærri tölur Samkvæmt skýrslu ríkislögreglu- stjóra voru 277 kynferðisbrot skráð hjá lögreglunni árið 2004 og þar af um 51 nauðgun. Árið 2003 bárust hins vegar á borð lögreglunnar 359 kynferðisafbrotamál og fækkaði því málum um 23% milli ára. Á sama tíma árið 2004 leituðu til Stígamóta 429 einstaklingar og voru þar af 228 að koma í fyrsta sinn. Af þeim voru 276 skráð sem ný mál og voru síðan 17 af þeim kærð til lögreglunnar. Það er því ljóst að a.m.k. 259 mál komust aldrei á skrá lögreglunnar og því gæti heildartalan á árinu 2004 yfir kynferðisafbrot verið allt að helm- ingi hærri en tölur lögreglunnar gefa til kynna eða 539 talsins. Vonandi minna ofbeldi Að sögn Guðrúnar Jónsdóttur, tals- konu Stígamóta, eru margar ástæður fyrir því að einstaklingar ákveða að kæra ekki mál til lögreglu. Málið gæti verið fyrnt og þá koma inn í hlutir eins og fordómar og sjálfs- ásakanir einstaklinga svo fátt eitt sé nefnt. Guðrún segir ennfremur að erfitt sé að meta hvort kynferðis- afbrotum sé að fjölga eður ei enda ómögulegt að vita hversu margir kjósa að fara ekki með málið lengra. „Eg hef engar forsendur til þess að vita það. Ég get aðeins vonað að það sé minna ofbeldi nú en áður. Við vonum það en við höfum enga mæl- ingu á þvi.“ Þá segir Guðrún mikla vakningu hafa orðið í samfélaginu eftir að Thelma Ásdísardóttir ákvað að segja sína reynslusögu. „Eftir síð- astliðið ár erum við bjartsýnar um meðferð þessara mála. Bæði vegna þess að Thelma hristi rækilega upp í samfélaginu og vegna mikillar samvinnu þeirra samtaka sem láta sig þessi brot varða. Þannig að við beittum miklum og sameiginlegum þrýstingi á stjórnvöld sem varð til þess að nú er verið að skrifa fram- kvæmdaáætlun gegn kynbundnu ofbeldi og það er verið að endur- skrifa hluta af kynferðisbrotakafla hegningarlaganna og við væntum mikils af því. Varðandi meðferð vændismála þá er það líka í skoðun þannig að öll þessi mál eru í vinnslu. Það er góð tilfinning." Icelandair: Flugvél rann frá landgangi Fjöldi flugfarþega þurfti að bíða í a.m.k. klukkutíma eftir að komast frá borði eftir að sterkar vindhviður ollu því að flugvél rann frá land- gangi við flugstöð Leifs Eiríkssonar í gærmorgun. Rann á hálkubletti Um var að ræða flugvél Icelandair með um 170 farþega sem var að koma frá Kaupmannahöfn 1 gær- morgun. Vélin átti upphaflega að lenda í Keflavík skömmu fyrir mið- nætti í fyrradag en hafði tafist úti vegna bilunar. Að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Við seljum bílana www.bilamarkadurinn.is Icelandair, var mikið hvassviðri í Keflavík þegar vélin lenti. „Þarna var aftakaveður og þegar vélin var komin að flugstöðvarbyggingunni og farþegar að ganga út þá kemur vindhviða sem veldur því að vélin færist til. Hluti farþeganna var kom- inn frá borði en það var ekki talið ráðlegt að halda áfram og því beðið eftir að veðrinu slotaði aðeins.“ Að sögn Guðjóns leið um klukkutími þangað til byrjað var að hleypa farþegum frá borði að ný. Talið er að framhjól vélarinnar hafi verið staðsett á hálkubletti sem olli því að framhluti vélarinnar byrjaði að hreyfast þegar vindurinn tók í með fyrrgreindum afleiðingum. Ekki urðu nein slys á fólki né skemmdir á búnaði. Guðjón segir álika atvik hafa átt sér stað áður en þau séu þó ekki algeng. „Það er að sjálfsögðu farið eftir öllum reglugerðum og því sem er við hæfi varðandi lend- ingar og öryggismál þegar flogið er Sterkir vindar ollu þvf aö flugvél rann frá landgangi. Blaöil/Fnkki að flugvellinum og lent. Það hefur þegar komið er að flugstöðvarbygg- sýnt sig að það gegnir stundum öðru ingunni. Þar eru öðruvísi vindar og máli þegar vélin er komin á jörðu önnur lögmál í gildi niður og svo ég tali nú ekki um Launamál: Verulegur árangur náðst -þrattfyrir allt Vihjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness hefur gagnrýnt Starfsgreinasambandið (SGS) fyrir að stuðla að þvi að launamunur almenns verkafólks og annara hópa hefur ekki minnkað, heldur aukist. Hann bendir á í því sambandi að kjarasamningur sem gerður var fyrir þennan hóp í mars 2004 hafi verið mun lakari en þeir samningar sem fylgdu í kjölfarið. Þetta á einnig við aðra samninga sem SGS kom að. Kristján Gunnarsson, formaður SGS segir ekki sanngjarnt að stilla hlutunum upp eins og Vilhjálmur Birgisson gerir í sínu máli. „Þegar maður veltir þessum tölum upp verður maður að skoða gildistim- ann á þeim samningum sem verið er að bera saman. Vilhjálmur er því eiginlega að bera saman appelsínur og epli.“ Kristján segir hins vegar að því sé ekki að neita „að verkafólkið er í þessum samningum með rýr- ustu niðurstöðuna. „Ég er ekkert að skafa utan af því.“ Aðspurður að því hvers vegna SGS samdi ekki við hina hópana sína á svipuðum nótum og samið var við verkafólkið segir Kristján: „Vilhjálmur var nú þátttakandi í þessum samningavið- ræðum sjálfur, og neitaði að skrifa undir samninginn sem var svo sam- þykktur með miklum mun í hans félagi. Það er reyndar aðferðafræði sem ég kann ekki að skýra. En ég hef ekki svörin við þessu. Sennilega er það vegna þess að þar var annar við- semjandi, sem sagði nei. Ég þekki ekki til þeirra verkalýðsforingja sem vilja takmarka kjarabætur fólks- ins síns. En það er ekki mín skoðun að einhver mistök hafi verið gerð í þessum samningum." Kristján segir að ef menn skoði árangur í samn- ingum síðastliðinna tíu ára og beri saman við 30 árin þar á undan sé sá árangur alveg ótvíræður. „Ef við skoðum hækkun lægstu launa þá hefur þrátt fyrir allt náðst verulegur árangur." Blekið varla þornað Aðspurður að því hvort til greina komi að hafa annan hátt á samn- ingagerðinni í framtíðinni eins og Vilhjálmur hvetur til segir Kristján: „Það kemur allt til greina I framtíð- inni. Það er ekkert sem segir að við verðum alltaf að gera hlutina alveg eins. En mér finnst þessar pælingar hans Vilhjálms ekki alveg sanngjarnar því maður þarf að líta á samningstímann. Síðan þarf að líta á að töluverður tími er liðinn síðan samningurinn í mars 2004 var gerður og margt hefur breyst á stuttum tíma. Ég sat til dæmis uppi með það að gera samning fyrir félaga mína hér á Suðurnesjum og blekið var varla þornað þegar Eflingarsamningurinn var gerður sem setur allt á hliðina. Nú er verk- efnið einfaldlega það að finna leiðir til þess að komast í þau kjör. Ef maður Htur alltaf á þetta svona þá spyr maður, er nokkurn tíma hægt að semja?“ Vilhjálmur hefur sagt að menn ættu að skoða það að láta aðra hópa semja á undan almenna verka- fólkinu. Kristján segir svarið við því vera einfalt. „Þegar við höfum gert skammtimasamninga, þá gera hinir það bara líka. Ég held að það verði að skoða þetta mál allt í víðara sam- hengi en ég þræti ekkert fyrir það, að í svona þröngum samanburði, þegar bara er horft á prósenturnar þá hallar á okkur." Magnús Þór Hafsteinsson: Þingmaður leitar að loðnu Magnús Þór Hafsteinsson, þing- maður Frjálslynda flokksins nýtir tímann vel á meðan Alþingi er í jóla- fríi og hefur ráðið sig sem háseta á nótaskipið Víking AK 100 sem er í eigu HB Granda. Að sögn Magnúsar á heimasíðu sinni verður skipið við loðnuleit undan ströndum Aust- fjarða og var lagt úr höfn síðdegis í gær frá Akraneshöfn. Magnús býst við að verða kominn í land strax um næstu helgi. Hann segist búast við skemmtilegri ferð og að það verði gaman að „rifja upp gömul kynni af loðnunni”, eins og hann orðar það. Hann bætir við að hann vonist eftir góðum árangri við loðnuleitina enda sé það gríðarlega mikilvægt að hún sé til staðar, ekki bara fyrir loðnuflotann, heldur fyrir vist- kerfið í heild sinni. BlaöiÖ/StelnarHugi Kaupmáttur Minni aukning framundan Kaupmáttur launa mun aukast mun minna á þessu ári en þvi síðasta ef spá Greiningardeildar Islandsbanka gengur eftir. í Morgunkorni bank- ans í gær segir að á nýliðnu ári hafi kaupmáttur launa aukist um tæp- lega 3% en á þessu ári megi gera ráð fyrir að hann aukist aðeins um 1%. „Undanfarinn áratugur hefur verið launþegum hagfelldur og hefur kaupmáttur launa aukist um rúmlega 30% frá ársbyrjun 1996 til nóvemberloka 2005.1 því ljósi er kannski ekki furða að aðeins hægi á vextinum í ár“, segir í Morgunkorninu. Atvinna: Há laun á Islandi Árslaun á Islandi eru ein þau hæstu í Evrópu samkvæmt alþjóðlegum samanburði. Laun hér eru að meðaltali um 37% hærri en meðaltalið í löndum Evrópubandalagsins. Sé einungis horft til launa fyrir byggingavinnu eru laun jafnvel enn hærri eða sem nemur um 63%. Á móti kemur að hátt verðlag ýtir Islandi niður listann og þá virðast íslendingar líka þurfa að vinna mun lengur fyrir sínum launum en nágrannar þeirra I Evrópu.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.