blaðið - 04.01.2006, Blaðsíða 38

blaðið - 04.01.2006, Blaðsíða 38
38IFÓLK MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 2006 blaðið SVEFN OG VITFIRRA Smáborgarinn er alveg endalaust ab velta fyrir sér svefni þessa dagana. Hann fékk sæng íjóla- gjöf, og hefur því nákvæmlega ekkert á stefnu- skránni annaö en aðmæta ívinnuna með herkj- um,og drífa sig svo heim aftur til að leggjast upp í rúm með nýju sængina. Þannig á það líka að vera í janúar, dimmasta og kaldasta mánuðl ársins, hér á Islandi. Það er alltaf jafn- merkilegt að velta fyrir sér fyrirbærinu „svefn". Við mannskepnurnar eyðum einum þriðja af ævi okkar sofandi, miðað við það að við sofum sirka átta tima á sólarhring. Smáborgarinn fer nú reyndar létt með að sofa to eða n tíma á sólarhring, en finnst hins vegar hryllilegt til þess að hugsa að ef hann gerði það að stað- aldri, allt árið um kring, svæfi hann tæplega helming ævi sinnar. Það er víst ekki bæði sleppt og haldið, ekki bæði sofið vært, og vak- iðoggert eitthvað skemmtilegt. Eitt er þó víst: Það að sofa er manninum jafnmikilvægt og að nærast, eða að hafa öruggt húsaskjól. Ef svefn- inn er tekinn af manninum byrjar hann smám saman að missa einbeitingu, missir svo stjórn á útlimum og svo getur farið að hann missi hreinlega vitið ef hann sefur ekki í langan tíma. Smáborgarinn missir reyndar strax vitið, bara ef hann sefur illa eða lítið í eins og eina nótt. Því er það sérlega leiðigjarnt þegar kött- ur Smáborgarans tekur upp á því að vera glað- vakandí á nóttunni, og tekur það á taugarnar. Síðastliðna nótt var kötturinn afar sprækur og tók að veiða höfuð Smáborgarans með þvi að stökkva á það, Smáborgaranum til mikils ama. Svo fór, eftir að Smáborgarinn hafði gef- ið kettinum tvær aðvaranir, að upp úr sauð. Tók þá Smáborgarinn köttinn og þrumaði honum inn í stofu úr svefnherberginu og las yfir honum fonnælingamar. Kötturinn skildi þessi skýru skilaboð, hringaði sig upp ofaná teppi uppi í sófa og steinsofnaði. Smáborgar- inn lá hins vegar titrandi af réttlátri reiði uppi í rúmi, og vegna alls adrenalínslns var hann nú glaðvaknaður. Undlr morgun þegar hann sofnaði var síðasta hugsun hans: „Ég sleppi því bara að fara að sofa, ég er svo hress núna hvort eð er. Þá verður ekkert mál að vakna og mæta í vinnuna." Fljótlega eftir þetta rotaðist Smáborgarinn, og það þurfti yfimáttúrulegt átak, meö tilheyrandi loforðum um að fara beint að sofa eftir vinnu, til að rrfa sig undan nýju, hlýju sænginni og fara á fætur. [ kvöld verður svo áreiðanlega ekkert spennandi að fara að sofa snemma, og svona heldur boltinn áfram að rúlla... HVAÐ FINNST ÞÉR? Sigurjón Þórðarson, þingmaður og Hegranesgoði Hvað finnst þér um ummæli biskups? „Þetta er rugl í honum. Trúfélög í landinu eiga að fá að ráða sínu helgihaldi sjálf. Mér finnst að menn eigi ekki að skipta fólki eftir kynhneigð sinni, þar eiga önnur sjónarmið að ráða. Mér finnst að biskupinn eigi nú að hafa í huga þá góðu speki: „Aðgát skal höfð í nærveru sálar.“ Ég átta mig eigin- lega ekki á því hvað hann er að fara. Svona hluti á biskup ekki að láta út úr sér. Þetta er mitt mat, annars verður hann bara að haga sínum orðum eins og hann kýs sjálfur. En hann er nú einu sinni ríkisstarfsmaður, svo ég má nú hafa skoðun á orðum hans. Hann er ekki i sömu stöðu og Gunnar í Krossinum.“ Orð biskups í sambandi við breytingar á hjúskaparlögum hafa vakið athygli. Hann sagði meðal annars að hjónabandið „eigi það inni hjá okkur, að við allaveganna köstum því ekki á sorphauginn alveg án þess að hugsa okkar gang." Nýr leikfélagi fyrir Kate Pete Doherty er ef til vill endanlega orðinn fyrrverandi kærasti því til Kate Moss hefur sést í skíðabrekkum, að kyssa síðhærðan pilt. Kate hefur fundið sér svolítið sætan, en fremur ungan, félaga til að leika við á skíðasvæðinu í Aspen yfir nýja árið. Samkvæmt Daily Mirr or hefur Kate verið að kyssa og knúsa hinn tuttugu ára gamla Jamie Burke, upprennandi tónlistarmann sem fór í hinn fræga og virta einkaskóla Charterhouse. Er Kate búin að finna í honum vel menntaðan, og virðulegan lífsförunaut sem er góð tilbreyting frá hin- um óútreiknanlega Pete? Fyrrum skólafélagar Jamie halda nú ekki: „Jamie leit alltaf á sig sem „slæman strák“ í skólanum,“ sagði bekkjarfélagi hans. „Hann var alltaf að nást við reykingar, og fannst það mjög svalt. Svo leit hann líka stórt á sig í kvennamálum, og nú þegar hann hefur náð sér í Kate Moss verður hann eflaust óþolandi.“ Annar fyrr- um skólafélagi sagði: „Þetta er gjörsamlega óraunverulegt. Við vorum í tímum með þessum gaur fyrir tveimur árum, og nú er hann byrjaður með fallegustu fyrirsætu í heimi. Við erum orðlausir.“ Reimleikar í húsi Gwyneth Gwyneth Paltrow trúir að reimt sé í húsi sínu. Hún og maður hennar, Chris Martin söngvari Coldplay, segja að það sé slæm orka í 3.5 milljóna punda húsi þeirra í Belsize Park í Norðvestur London. Hún hefur beðið höfuðstöðv- ar Kabbalah í London að koma og særa út illa anda fyrir sig. Tíu félagar í Kab- balah munu koma og lesa upp sálma og blása í horn gert úr hrútshornum, og er þetta hluti af særingunni. Kelly elskar "neðanjarðarbirgi" Ozzy Rokkarinn Kelly Osbourne hefur tekið upp á því að sofa í „neðanjarðarbyrg- is-herbergi“ föður síns því það er myrkasta herbergið í húsinu. Söngkonan krefst þess að byrgja alla birtu úti þegar hún sefur því henni líkar best við svartamyrkur, og leyniherbergi Ossy hefur orðið fyrir valinu sem svefnher- bergi. Hún útskýrir: „Pabbi á svona sjónvarpsherbergi sem mamma hefur alltaf kallað neðanjarðarbyrgið, því þar er alveg kolniðamyrkur. Mér datt í hug að sofa þar út af myrkrinu, og þar er líka þægilegasti sófi allra tíma.ég er alveg með þetta herbergi á heilanum." 510 3744 blaöiö^ eftir Jim Unger Pssst! Viltu sjá fljúgandi furðuhlut? HEYRST HEFUR... FL Group tók formlega við rekstrinum á Sterling flugfélaginu og Maersk í dag og reynir þá á næstunni fyrir alvöru á hæfni stjórnenda til að reka félögin réttum megin við núllið.Ólgan í kringum starfloka- samninga Sigu r ð a r Helgasonar og Ragn- hildarGeirs- dóttur er langt í frá búin og sögðu hluthafar skoð- un sína á málinu með því að selja bréf í félaginu við opnun markaðar í gærmorgun á sama tíma og flest önnur félög hækk- uði í verði. Hannes Smárason og félagar urðu því að treysta á á gullfiskaminni landans - og sjá. Bréf í FL Group hækkuðu um meira en 1 prósent í lok dagsins. Hallgrímur Snorrason hag- stofustjóri er í forsvari nefndar sem á að skoða mat- vælaverð hér á landi, en eins og kunnugt er það eitt hið hæsta í veröldinni. Stefnan er tekin á það að ná fram verðlækkun og á nefndin að koma með tillögur til úr- bóta. Af ýmsu er að taka, hátt gengi krónunnar hefur ekki skilað sér í lægra vöruverði til neytenda og gildir það jafnt um matvöru sem aðra vöru. Svo virðist því sem innflytjendur og seljendur taki aurinn i eigin vasa. Þá má ekki gleyma hlut hins opinbera - Hallgrímur og félagar mættu gjarnan byrja á að skoða álögur ríksivaldsins. Líklegast er þó að niðurstöður þessarar nefndar fari sömu leið og svo margra annarra - beint í skúffuna. Lítið hefur borið á Bobby Fisher undanfarna mán- uði, en hann mun una hag sínu nokkuð vel í bókaverslunum hérlendis. Þannig sást til hans í bókabúð Máls og menning- ar í fyrra- dag, ásamt frú, þar sem þau dáðust af myndum í ónefndri bók. Fischer mun hafa fengið tilboð um háar fjárhæðir ef hann snéri aftur að skákborð- inu, en sagan segir að hann hafi hafnað því með öllu. Þá á hann erfitt um vik með að ferð- ast til útlanda þar sem hann á framsal til Bandaríkjanna yfri höfði sér. Notts County, lið Guðjóns Þórðarsonar, er í þrett ánda sæti í fjórðu efstu deild Englands. Þetta er ekkert sér- stakur árangur og er hugsan- legt að eig- endaskipti séu fram- undan hjá félaginu og munu b r e s k i r p e n i n g a - menn hafa áhuga á að kaupa þetta elsta knattspyrnufélag heims. Á slíkum stundum velta menn ætíð fyrir sér stöðu fram- kvæmdastjórans. Sjálfur mun Guðjón hafa nokkrar áhyggjur af stöðu mála. FJ G R O U P

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.