blaðið - 04.01.2006, Blaðsíða 23

blaðið - 04.01.2006, Blaðsíða 23
blaðió MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 2006 var hérna fólk sem var efnað og hafði það mjög gott en það var ekki svona yfirgnæfandi eins og það er núna. Það er greinilega mikið af mjög efn- uðu fólki á Islandi í dag. Þetta er í raun orðið eins og í stórborg þar sem munurinn á milli hinna fátæku og ríku er mjög greinilegur. En samt á svona litlu svæði.“ Sástu þessar breytingar eiga sér stað í heimsóknum þínum til Islands? „Það hefur mikið breyst á fimm árum. Eins og vegakerfið. Það virðist hafa breyst yfir nótt. Ég hef ekki hug- mynd um hvar ég er stödd stundum því það eru komnir nýir vegir og aðrir farnir. Ég reyni til dæmis að muna hvert þessi vegur, eða hinn, lá og get bara ekki kallað það fram. Þann tíma sem ég var hérna var vart nema malarvegur héðan úr Reykja- vík til Selfoss. Hvernig varð þetta svona á skömmum tíma? Þessar breytingar er líka að finna í íslendingum sjálfum. í viðmóti. Ég veit ekki hvernig ég á að lýsa því. Það er eins og Islendingar séu alltaf að selja sig. Það er mikið meira verið að selja ísland og allt sem íslenskt er. Þegar ég hugsa um það þá er kannski helsta skýringin á þessum hraða íslendinga sú að þeir séu að reyna að vinna upp forskotið sem aðrar þjóðir höfðu. Kannski þurfa Islendingar að gera allt í einu vegna þess að það tók þá svo langan tíma að vinna sig upp. Það var svo lengi rólegheitaandrúmsloft hérna á íslandi en núna er eins og allir séu að reyna að selja inn á landið, núna þegar áhugi útlendinga á landinu er aukinn. Það er eins og menn haldi að það borgi sig að fá eins mikinn pening og hægt er á meðan áhuginn á landinu varir. Þetta minnir svo- lítið á hamstur í búri sem hleypur stanslaust í hlaupahjóli án þess að hugsa neitt. Þetta var ekki svona hér áður. Auðvitað hefur alltaf verið ein- hver samanburður á milli fólks en það var ekki svona nauðsynlegt að taka þátt í kapphlaupinu eins og það er í dag. Fólki hafði val um það hér áður fyrr. Þetta er ein af ástæðum þess að ég gæti ekki búið hérna. Ég gæti ekki tekið þátt í þessu.“ Finnst þér andi hippaáranna alveg horfinn? „Heimurinn hefur breyst svo mikið. Það er allt á hundraðinu í dag. Það eru svo miklu meiri hraði á fólki og það snýst allt miklu meira um pen- inga. Það gerist allt út af peningum í dag. Þetta var allt öðru vísi hér áður fyrr. Þá var allt annar þankagangur og fólk var mun afslappaðra. Fólk þyrfti að læra að njóta þess betur sem það hefur fremur en að vilja alltaf meira. Af hverju þarf fólk svona mikið? Ég meina, ef maður missir öll hin efnislegu gæði, hvað á maður annað eftir en sjálfan sig? Og ef manni líkar ekki við sjálfan sig og finnur ekki hamingjuna í hinu smáa mun ríkidæmið þá einhverju breyta?" ■ Shady segist undrandi á hrööum breytingum á islensku samfélagi.Til aö mynda veit hún varla hvar hún er stödd f vegakerfi Reykjavíkur og segist hvergi annars staðar hafa séö viðlika umferðateppur nema þá helst í stórborgum eins og L. A. Stæltar stelpur mán mid og fös KL. 1 MÖMMUMORGNAR ÞRI OG FIM KL. 9.45 Stígðu skrefid mán mið og fös kl. Stígdu skrefið mán mið OG FÖS KL. 19 í FORM EFTIR 50 ÞRI OG FIM KL. 17.25 ÁFRÓ1 ÞRIOGFIM KL. 19.30 AFRÓ 2 MID OG FÖS KL. 18.30 MEÐGÖNGUJÓGA MÁN OG MIÐ KL. 20.4< Töffarar ÞRI OG FIM 6.30 i TÖFFARAR í TAKT MÁN MIQ Stæltar stelpur mán MIÐ Stæltar stelpur mán MIÐ Stæltar stelpur mán mið NYTT AR, BETRI KROPPUR! MAHSKEIÐ hefjast 9. janúar nk Skránirtg er hafin í síma 561 5100 og með tölvupósti simi@isf.is BAÐHÚSIÐ VoA BETRUNARHUSIÐ ÞREKHUSIÐ SPORTHUSIÐ AFLHUSIÐ sjá heimilisföng allrct stöðva isf á www.isf.is VERÐ: SIMI 561 5100 WWW.ISF.1S

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.