blaðið - 04.01.2006, Blaðsíða 6

blaðið - 04.01.2006, Blaðsíða 6
6 I INNLENDAR FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 4: ÍANÚAR 2006 blaðið / sérflokki lÆTilUF\MHIlV/ítMí gegn sol og UV-geislum, auou, mmnka upplnun. g vernda okkar dýrmætustu eign. Er bíllinn þmn or íslenskir skólar: Fæstir nemendur á bekk í nýrri könnun á vegum Eurydice sem er stofnun sem fylgist með og mælir frammistöðu Evrópuríkja í menntamálum kemur fram að á íslandi eru fæst börn að meðaltali í hverjum bekk í grunnskóla. Rann- sóknin sýnir að meðaltalsfjöldi í hverjum átta ára bekk á íslandi er 14,4 nemendur. Þó ber að líta til þess eins og kemur fram í rannsókninni að tölurnar fyrir lönd eins og ísland og Grikkland skekkjast nokkuð vegna dreifbýlisskóla þar sem fá börn eru í hverjum bekk. Þrátt fyrir það eru tölurnar áhrifaverðar og ef litið er á hinn endann, það er að segja í hvaða löndum flestir nem- endur eru í hverjum bekk kemur Bretland áberandi verst út. 1 Eng- landi eru 26,2 í hverjum bekk, á Ir- landi eru börnin 24,2 og í Skotlandi 23,9. meðaltalið í rannsókninni var hins vegar 19,8 börn í hverjum bekk. Akralind 5 201 Kópavogur Sími 544-4640 www.autosport.is Avion Group: Lykilstjórn- endur kaupa Lykilstjórnendur í Avion Group keyptu í gær um 15 milljónir hlutabréfa í félaginu að verðmæti um 575 milljón Íaóna. Það var fyrirtækið True North Holding Group Limited sem keypti bréfin en það er í meirihlutaeign fjög- urra lykilstjórnenda Avion Group. Þetta kom fram í tilkynningu frá Kauphöll íslands í gær. Þá seldi Arngrímur Jóhannsson, stjórnar- maður f Avion Group 15 milljónir hluta í félaginu á genginu 38,3. Ferðaþjónustan: Nýtt ferðamála- ráð skipað Samgönguráðherra hefur skipað nýtt ferðamálaráð til fjögurra ára. Níu einstaklingar sitja f ráðinu en þeir eru Dagný Jónsdóttir, Gunnar Már Sigurfinnsson, Lára Péturs- dóttir, Sævar Skaptason, Gunnar Sigurðsson, Dagur B. Eggertsson, Pétur Rafnsson og Dóra Magnús- dóttir. Formaður er Einar Oddur Kristjánsson. Hlutverk ráðsins er að leggja fram tillögur til ráðherra um markaðs- og lcynningarmál ferða- þjónustunnar og vera ráðgefandi aðili fyrir ráðherra um áætlanir í ferðamálum svo fátt eitt sé nefnt. "BT Vaxtalausar léttgreiöslur! Njóttu hverrar stundar! Sjávarútvegur: Látið sverfa til stáls gegn sjóræn- ingjaveiðum á Reykjaneshrygg Landhelgisgœslan stóreykur eftirlit á Reykjanes-hrygg. Reynt að koma í vegfyrir löndun afla erlendis og að skipinfái þar nokkra þjónustu. íslensk stjórnvöld hyggjast láta sverfa til stáls gagnvart svonefndum sjóræn- ingjaveiðum á Reykjaneshrygg með auknu eftirliti og aðgerðum gegn þeim skipum og útgerðum, sem í hlut eiga. Aðgerðirnar munu fyrst og fremst felast í því að koma upplýs- ingum um skipin á framfæri við yfir- völd og fyrirtæki erlendis til þess að koma í veg fyrir löndun afla og sölu á kosti og eldsneyti til þeirra. Einar K. Guðfinnsson, sjávarút- vegsráðherra, kynnti á blaðamanna- fundi í gær hvernig reynt verður að uppræta ólöglegar og óábyrgar veiðar á úthafskarfa á Reykjanes- hrygg. Þær eru verulegar og miðað við fjölda skipa á svæðinu mun ekki óvarlegt að ætla að þau veiði um 20- 30.000 tonn á ári. Einar kvað engar vísbendingar um að sjóræningjaveiðar af þessu tagi hefðu aukist að undanförnu, en á hinn bóginn hefðu tæknilegir mögu- leikar á eftirliti á svæðinu aukist, ástæða væri til þess að hafa áhyggjur af úthafskarfastofninum og þolin- mæði manna gagnvart þessum ólög- legu veiðum væri á þrotum. Utan lögsögu íslands Svæðið er utan íslenskrar lögsögu þannig að Landhelgisgæslan hefur ekki heimild til þess að fara um borð í skipin, en þó eru nokkur brögð að því að skipin fari inn fyrir 200 sjómílna efnahagslögsögu Islands. Landhelgisgæslan beitir margvís- legri fjarkönnun til þess að fylgjast með svæðinu, m.a. gervihnatta- myndum, en við þær er stuðst þegar eftirlitsflug Landhelgisgæslunnar er skipulagt. Með þeim hætti er grennslast fyrir um skipin og upp- runa þeirra og í framhaldinu verður þess freistað að gera þeim erfiðar fyrir, svo erfitt að útgerð þeirra verði þeim óarðbær. Fyrst og fremst verður það gert með því að gera þeim óhægt um löndun aflans í Evrópu og vestan- hafs, en einnig með því að beina því til hafnaryfirvalda að meina þeim að taka land og fyrirtækjum að selja þeimþjónustu. „Fyrirtæki, sem vönd eru að virðingu sinni, vilja auðvitað ekki eiga í viðskiptum við sjóræn- ingja," sagði sjávarútvegsráðherra og kvaðst vongóður um að upplýsinga- miðlun íslenskra stjórnvalda yrði til þess að gera sjóræningjana óalandi Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgis- gæslunnar og Gylfi Geirsson, forstöðumaður fjarskiptaþróunar. og óferjandi á helstu mörkuðum. Fyrsta skrefið er að senda ítarlegt bréf til stjórnvalda og sjávarútvegs- fyrirtækja, einkum í Evrópu. Þegar veiðar hefjast síðar á árinu verður gripið til frekari aðgerða. Einar sagð- ist vonast til þess að árangur yrði af þessum aðgerðum þegar á næstu vertíð. Eftirlitið fyrst og fremst úr lofti og aðgerðir bréflegar Georg Kr. Lárusson, forstjóri Land- helgisgæslunnar, var á fundinum og sagði hann aukið eftirlit á Reykjanes- hrygg fyrst og fremst felast í auknu eftirliti úr lofti. Jafnframt yrði reynt að halda úti varðskipum á því eftir því semtök væru á. Gylfi Geirsson, forstöðumaður fjar- skiptaþróunar og fjareftirlits Land- helgisgæslunnar, gerði grein fyrir því hvernig tækninýjungar hefðu eflt mjög möguleika gæslumanna til fjarkönnunar á svæðinu, en til þess er gervihnattatækni nýtt. Með þessu aukna eftirliti gæsl- unnar verður sérstök áhersla lögð á að fylgjast með umskipun afla á hafi úti og leið hans á markað. Reynt verður að fá þá sem veita skipunum þjónustu til að láta af því og koma þannig í veg fyrir að þau geti landað illa fengnum afla. Haft verður sam- band við þau fánaríki sem skipin eru skráð í og leitað liðsinnis þeirra til að koma böndum á þessar ólöglegu veiðar. Blaiið/Stelnar Hugi Sungið yfir leiði stofnandans (gærmorgun komu félagar (Karlakór Reykjavíkur saman við leiði Sigurðar Þórðarson- ar, tónskálds og storfnanda kórsins í tilefni af því að 80 ár eru liðin frá stofnun kórsins. Lagður var blómsveigur á leiði Sigurðar og nokkur lög sungin. AutoSport Bílaleiga Við erum með bíl handa þér!

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.