blaðið - 04.01.2006, Blaðsíða 22

blaðið - 04.01.2006, Blaðsíða 22
. 22 I VIÐTAL MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 2006 blaöiö Eg elska alla Söngkonan Shady Owens - goðsögn í lifanda lífi Söngkonan Shady Owens er fyrir löngu orðin goðsögn í lifanda lífi. Lögin sem hún söng með Óðmönnum, Hljómum, Trúbroti og Náttúru eru orðin hluti af menningararfi íslendinga, lög sem nýjar kynslóðir læra í uppvextinum og syngja af sömu innlifun og foreldrar þeirra. Hið eiginlega nafn söngkonunnar er Patricia Gail Owens en hún tók upp nafnið Shady sem lista- mannsnafn á unglingsaldri, þá búsett í Bandaríkjunum. . Faðir hennar var banda- rískur og móðir íslensk og dvaldist hún mestan hluta aesku sinnar í Bandaríkj- unum. Árið 1967 kom Shady hingað til lands og settist að í Keflavík. Þar kynntist hún ungu tónlistarfólki og undir lok sjöunda áratugar- ins hóf hún að syngja með vinsælustu hljómsveitum íslands og tók þátt í þeirri . miklu tónlistarbyltingu sem átti sér stað á þessum tíma. Shady söng ásamt Jónasi R. Jónssyni á nýársdansleik '68 kynslóðarinnar í Súlnasal við góðar undirtektir gesta. Erna Kaaber hitti hana á Hótel Sögu og spjallaði við hana um lífíð og tónlistina rétt áður en hún flaug aftur heim til Bretlands. Blaðiö/Steinar 99.......................................................................................................................................... Það er eins og menn haldi að það borgi sig að fá eins mikinn pening og hægt er á meðan áhuginn á landinu varir. Þetta minnir svolítið á hamstur í búri sem hleypur stanslaust í hlaupahjóli án þess að hugsa neitt. • Hvernig voru tónleikarnir? ,Það var ofslega gaman á nýársdans- leiknum. Þú orðar það reyndar mjög vel því mér leið eins og þetta væru tónleikar. En auðvitað var þetta dansleikur. Það var bara svo mikil stemning og fólk söng með. Ég er mjög hissa á því hve vinsæl þessi lög eru enn í dag. Gamall vinur minn kom með dóttur sína með sér en hún er á tvítugsaldri. Hann var að segja mér að krakkar á þessum aldri bæði þekki og syngi lögin mín! Þetta finnst mér mjög undarlegt því ég söng ekki svo mörg lög. Ég hugsaði með mér hversu gaman það hefði verið ef ég hefði sungið fleiri lög á þessum tíma og ætti úr lengri laga- . lista að velja því þau njóta enn mik- illa vinsælda. Ég skil ekki af hverju fólk verður ekki leitt á þessum lögum. Það vill heyra þau aftur og aftur og allir syngja með.“ Erþetta ekki bara gullöldin í íslensku tónlistarlífi? Ja, það er skemmtilegt að þessi lög skuli standast tímans tönn svona vel. Það er ekki eins mikið úrval af lögum í dag sem munu eldast eins vel. Sum lög, eins og gömlu Bítla- lögin, eru lög sem eiga alltaf upp á pallborðið. Tónlistin skapar stemningu Heldurðu að sú tónlist sem verið er ■ að semja í dag muni frekar hverfa i öldur tímans? Sum já. Eins og rappið til dæmis. Mér finnst ólíklegt þegar allt aðrar tiskubylgjur hafa tekið við að fólk muni vilja syngja JO! það er náttúru- lega engin laglína til að syngja við í rappinu. Það vantar alla melódíu. Það er allt annað með gömlu Bítla- lögin. Þau hafa uppbyggingu og fal- lega laglínu. Skortir þjóðfélagsádeilur i textasmíð- ina i dag? Á öllum tímum er fólk sem syngur þjóðfélagsádeilur eins og Bob Dylan, og Bítlarnir gerðu eitthvað af því líka. En það var ekki alltaf sungið um það neikvæða. Lennon var ekki alltaf að syngja um stríðsrekstur og slíkt. Hann lagði mun meiri áherslu á hið jákvæða og góða. Það virðist ekki njóta sömu vinsœlda ídageðahvað? Þessi rappbönd snúast öll um gengi og stríð. Mér finnstþað mjög óhuggu- legt því að ungt fólk eltist við þetta. Þetta virðist ekki snúast um annað en að snúa niður andstæðinginn og koma á hann höggi, drepa. Það er óhugnanlegt. I þessari tónlist er ekki verið að fagna lífinu heldur þvert á móti. Auðvitað er þetta ekki allt svona, ég tek rappið bara sem dæmi. En svona tónlist fær mig til að líða eins og aldurinn sé að færast yfir þvi ég get bara alls ekki notið þessa. Sum rapplögin eru auðvitað nokkurs- konar blanda og hafa melodíu og ég kann ágætlega við þau en megnið af rapplögum æra mig. Ég hlusta enn á tónlist sem hefur góðar laglínur. Mér þykja Coldplay góðir en þar er varla á ferðinni nein ádeila. Þeir spila bara góða tónlist." I breskri sveitasælu Shady hefur verið búsett í Bretlandi síðastliðin tuttugu og sjö ár en hún yfirgaf ísland á hátindi söngferils síns. Shady býr í dag í útjaðri smábæj- arins Bury St. Edmunds í nágrenni Cambridge og nýtur þess að vera fjarri skarkala stórborgarinnar. „Ég nýt þess að búa í sveitinni. Það er svo rólegt og fallegt og fólkið er svo skemmtilegt og sérviturt og hefur sinn sérstaka húmor. Það er allt annað líf að búa í sveitinni en í London. Þar hefur allt breyst mikið. Samfélagið er orðið einn alþjóða- markaður og maður heyrir varla mælt á enska tungu lengur.“ Hvernig stóð á því að þú fluttist til Bretlands á hátindi frcegðarinnar á Islandi? „Ég hitti manninn sem ég varð ást- fangin af og fluttist með honum til hans heimalands og ég hef aldrei séð eftir því. Mér þykir alltaf gaman að koma í heimsókn til íslands en ég held varla að ég gæti búið hérna. Það hefur allt breyst svo mikið. And- rúmsloftið er ekki það sama lengur. Auðvitað er alltaf gaman að hitta vini og kunningja en hraðinn hér á Islandi er gífurlega mikill. Þetta er svo lftill staður en ég hef samt ekki séð aðrar eins umferðastíflur og ég sé hér, nema þá helst í L.A. og það er svolítið skrýtið." Allt er breytingum háð Finnst þér mikill munur á íslandi í dag ogþvísem það varþegarþú bjóst hérfyrir um þrjátiu árum? „Það er einhvern veginn meira áber- andi lífsgæðakapphlaupið hérna vegna þess að þjóðin er svo fámenn. Það hefur orðið gríðarlegur munur á stéttakerfinu hérna. Þetta var ekki svona þegar ég bjó hérna. Auðvitað

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.