blaðið - 04.01.2006, Blaðsíða 30

blaðið - 04.01.2006, Blaðsíða 30
30 I ÍPRÓTTIR MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 2006 blaöid Ríkur Rússi keypti sig inn í Portsmouth Rússneski auðkýfingurinn Alex- andre Gaydamak hefur keypt helm- ings hlut í enska úrvalsdeildarliðinu Portsmouth. Gaydamak er sonur milljarðamæringsins Arcadi Gayda- mak sem á einnig ísraelska liðið Beitar Jerúsalem. Alexandre Gayda- mak hefur reyndar búið í Frakk- landi um margra ára skeið og hefur franskt ríkisfang. í tilkynningu sem Milan Mand- aric og stjórn Portsmouth sendu frá sér er ekki tilgreint hve há upp- hæðin er sem Gaydamak greiddi fyrir eignarhlut sinn í félaginu en hann og Milan Madaric eiga nú jafn stóran hlut í félaginu. í tilkynning- unni kemur fram að Gaydamak og Mandaric styðja Harry Redknapp framkvæmdastjóra félagsins eitt Harry Redknapp hundrað prósent og að þessi kaup komi ekki til með að hafa nein áhrif á hans starf. Þá kemur einnig fram að Mand- aric og Gaydamak ætla að endurnýja og stækka heimavöll Portsmouth, Fratton Park ásamt því að tryggja Harry Redknapp fleiri og betri leik- menn en Portsmouth er sem stendur í þriðja neðsta sæti ensku úrvals- deildarinnar sem er fallsæti. Samkvæmt nýjustu fréttum frá Englandi er talið að Harry Red- knapp fái um 20 milljónir sterlings- punda til að kaupa leikmenn nú í janúarmánuði. Mjög miklar líkur eru á að Frakkinn Laurent Robert sem leikið hefur með. Portsmouth fari til Benfica í Portúgal. Nelsen ákærður fyrir ummæli Ryan Nelsen leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Blackburn Ro- vers hefur verið kærður fyrir um- mæli í garð Mark Halsey dómara eftir leik Blackburn og Everton, 3. desember síðastliðinn. Mark Halsey rak þá Andy Todd félaga Nelsen af velli í leiknum fyrir að handleika knöttinn og það var nokkuð sem Nelsen var ekki sáttur við. Ummæli Nelsen voru þessi: „Hann hefur góða reynslu af því að reka leikmenn Blackburn af velli svo að þetta var bara eðlilegt". Svipað atvik átti sér stað í leik Blackburn og Liverpool og þar breyttist leikurinn einnig eftir að leikmaður Blakcburn var rek- inn útaf. „Þessi brottrekstur Andy Todd breytti leiknum og hið sama gerðist í leiknum gegn Liverpool og í báðum tilvikum var sami dóm- ari. Hann tók af okkur stig í þeim leik sem og í þessum leik gegn Ever- ton. Af einhverjum ástæðum hefur hann (Mark Halsey dómari) mjög mikla ánægju af því að reka leik- menn Blackburn af leikvelli", sagði Ryan Nelsen leikmaður Blackburn Rovers um Mark Halsey dómara sem dæmdi leik Blackburn og Ever- ton 3. desember. Nelsen hefur frest til 17. janúar til að koma með sína hlið á málinu til aganefndar enska knattspyrnusambandsins. Ryan Nelsen West Ham reynir að fá Glen Johnson Alan Pardew framkvæmdastjóri enska úrvalsdeildarliðsins West Ham United er sagður vilja fá Glen Johnson aftur til Upton Park. John- son sem er 21 árs er uppalinn hjá West Ham en fór til Chelsea í tíð Claudio Ranieri hjá Chelsea. John- son hefur ekki fengið mörg tæki- færi hjá Jose Mourinho og það eru taldar ágætar líkur á að hann snúi á ný til austur London. Pardew er sagður vilja kaupa piltinn frá Chelsea og kaupverðið hefur verið nefnt í kringum 4 milljónir sterl- ingspunda sem er jafnvirði um 450 milljónir íslenskra króna. Chelsea virðist ekki hafa nein not fyrir leik- manninn en Mourinho hefur spilað Paulo Ferreira eða William Gallas í stöðu hægri bakvarðar. Geremi var settur í bakvarðastöðuna í leik yfir jólahátíðina en Geremi leikur vana- lega á hægri kanti. Það er því ljóst að Jose Mourinho hefur litla sem enga trú á þessum efnilega bakverði sem á fjölmarga leiki fyrir undir 21 árs landslið Englands. Hamrarnir fá sóknarmann Alan Pardew framskvæmdastjóri enska úrvalsdeildarliðsins West Ham United hefur fest kaup á ísra- elska landsliðsmanninum Yaniv Katan. Kaupverðið er í lægri kant- inum eða um ellefu og hálf milljón íslenskra króna. Katan sem er 24 ára gamall kemur frá Maccabi Haifa sem er eitt af stórliðum ísraels en hann á 13 A-landsleiki fyrir ísrael. Katan samþykkti i9.desember síð- astliðinn að ganga til liðs við West Ham en þar er fyrir annar Israels- maður sem heitir Yossi Benayoun en hann hefur þótt standa sig afar vel eftir að hann kom til West Ham. Katan skrifaði undir fjögurra ára samning við West Ham og verður til- búinn að leika gegn Norwich City í bikarkeppni enska knattspyrnusam- bandsins um næstu helgi. „Alla mína ævi hefur mig dreymt um að leika á Englandi svo að þetta er mikill hamingjudagur fyrir mig. Ég vona að mér gangi vel með West Ham og ég hlakka mjög til að hitta nýju félagana,“ sagði Yaniv Katan við fréttamenn í dag. Stúlknalið Keflavíkur Fulltrúar frá Liverpool kynna fótboltamót Um næstu helgi koma hingað til lands fulltrúar frá Liverpool- Knowsley fótboltaskólanum til að kynna alþjóðlegt unglingamót í knattspyrnu. Mótið hefur nú verið haldið ár hvert frá því 1997. Mótið hefur vaxið ár frá ári og meðal frægra einstaklinga sem hafa tekið þátt í mótinu má nefna Wayne Rooney. „Þetta mót er alveg stór- kostlegt og er í heila viku. Þarna er leikinn topp fótbolti og gefur heima- mönnum tækifæri til að mæta liðum frá liðum alls staðar að úr heim- inum. Ég á mjög góðar minningar frá þessu móti og fékk gullskóinn á mótinu sem ég tók þátt í en þá var ég 12 ára og lék fyrir Pye FC árið 1998,“ sagði Wayne Rooney meðal annars um þetta mót. Að sögn Harðar Hilmarssonar framkvæmdastjóra IT-ferða sem standa að heimsókn Liverpool manna til íslands, tóku fjögur ís- lensk lið þátt í mótinu á síðasta ári. Fram, Fylkir, KA og stúlknalið Keflavíkur. Það verður opinn kynningar- fundur í fundarsal ÍBR í íþróttamið- stöðinni í Laugardal á laugardaginn klukkan 12.00. Það er hægt að panta tíma hjá þessum ágætu Englendingum til að fræðast um mótið með því að hringja i Hörð Hilmarsson hjá IT- ferðum í síma 588-9900. Mark Halsey dæmdi í mótinu í fyrra Sutton til Everton? Gordon Strachan framkvæmda- stjóri skoska félagsins Celtic hefur staðfest að líkur séu á að Chris Sutton leikmaður hðsins gæti verið á fórum frá félag- inu í þessum mánuði. Sutton hefur ekki verið ánægður hjá Strachan og talið er líklegast að Everton verði það hð sem kaupir Sutton frá Celtic. I samningi Sutton við Celtic er klásúla þar sem gefur honum leyfi til að fara nú í janúar ef honum þóknist svo. Eitt er víst að Everton veitir ekki af ff am- herjum en liðinu hefur gengið afleitlega það sem af er leiktíð og gengið mjög illa að skora. FerVieritil Englands? Samkvæmt ítölskum íjölmiðlum eru miklar líkur á að Christian Vieri leikmaður með AC Milan yfirgefi herbúðir félagsins eftir skamma dvöl en hann hefur ekki náð sér á strik með Milan- liðinu. Vieri sem er 33 ára hefur látið hafa eítir sér að hann vilji leika á Englandi áður en hann leggur skóna á hilluna ffægu. Vieri hefur aðeins skorað eitt mark í 8 deildarleikjum með AC Milan og vih ólmur fá að spila meira. Hann er ávallt varamaður en helstu sóknarmenn AC Milan, Alberto Gilardino og Andryi Shevchenko hafa verið iðnir við að skora mörkin í vetur. Vitað er af áhuga Tottenham en nú velta menn því fyrir sér hvort Greame Souness ffamkvæmda- stjóri Newcastle þurfi ekki að fá sóknarleikmann til sín þar sem Michael Owen verður frá næstu 3 mánuðina að minnsta kosti vegna fótbrots. Auk þessara hða eru spænsku liðin Real Betis og Espanol nefnd sem hugsanlegur kostur fyrir Christian Vieri. Manichefer tilChelsea Portúgalski leikmaðurinn Nune Maniche sem leikið hefur með rússneska liðinu Dynamo frá Moskvu er á leiðinni til Chelsea á Englandi. Hugsanleg félagaskipti Maniche hafa verið nokkuð í umræðunni að undan- fórnu en hann hefiir ekki verið sáttur í Moskvu effir að hann fór þangað síðasthðið sumar frá Porto í Portúgal. Maniche er miðjumaður en hann kemur til Chelsea á lánssamningi með kaup í huga næsta sumar og þá yrði kaupverðið um 565 mifljónir íslenskra króna.„Ég vonast til að komast í gegnum læknisskoðunina svo ég geti farið að leika með Chelsea síðar í þessum mánuði. Ég tel dagana þangað til. Ég hef fengið tilboð frá öðrum stórliðum Evrópu en þegar Chelsea sýndi áhuga þá kom ekkert annað lið til greina. Það væri einfaldlega bull og vitleysa hjá mér ef ég hafnaði tilboði Chelsea, þar sem ég hef þekkt framkvæmdastjórann og marga leikmenn hðsins í mörg ár. Mourinho er lykfllinn að því að ég fer til Chelsea en hann heftir reynt að fá mig til sín í nokkurn tíma“, sagði Nune Man- iche í samtali við fréttamenn. Chelsea veitir kannski ekki af miðjumönnum þar sem Michael Essien er meiddur og óvíst hversu lengi hann verður frá keppni og þá er Geremi á förum í Afríkukeppnina sem og sóknarmaðurinn Didier Drogba.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.