blaðið - 04.01.2006, Blaðsíða 2

blaðið - 04.01.2006, Blaðsíða 2
2 I IWNLEWDAR FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 2006 blaöiö blaðiðB Bæjarlínd 14-16,201 Kópavogur Sími: 510 3700 • www.vbl.is FRÉTTASÍMI: 510 3799 netfang: frettir@bladid.net AUGLÝSINGADEILD: 510 3744 netfang: auglysingar@bladid.net Reykjavík: Björk hætt í VG Björk Vilhelmsdóttir Björk VU- helmsdóttir, borgarfull- trúi R-list- ans fyrir VG lýsti því yfir í gær að hún hefði sagt sig úr Vinstri hreyfingunni - grænu fram- boði og hyggð- ist bjóða fram í prófkjöri Samfylkingar og óháðra sem fram fer 11. -12. febrúar nk. Björk hyggst ekki ganga í Sam- fylkinguna, heldur mun hún bjóða sig fram sem óflokksbundinn full- trúa. í yfirlýsingu frá Björk segir að ástæða ákvörðunarinnar sé sú að hún vilji vinna að „Reykjavík- urmeirihluta" eftir kosningarnar í vor. Þar segist hún eiga við meiri- hluta Samfylkingar, óháðra, Vinstri grænna og annara ef með þarf, eins og hún orðar það. Stefán Jón ánægður, Arni Þór hissa Stefán Jón Hafstein, oddviti Sam- fylkingarinnar í Reykjavík segir ákvörðun Bjarkar vera fagnaðarefni. ,hún hefur verið farsæl i starfi og góður samstarfsmaður.“ Stefán seg- ist ekki eiga von á öðru en að sam- starf innan R-listans verði áfram gott til vors. Hann segir alla þá sem stutt hafa R- Iistann velkomna til starfa hjá Samfylkingunni og segir að Björk eigi örugglega samleið með þeim sem flokkinn skipa „til móts við ný tækifæri og nýja sókn í vor.“ Árni Þór Sigurðsson, odd- viti VG sagði á heimasíðu sinni að ákvörðun Bjarkar kæmi vissulega á óvart. Hann bendir á að Björk hafi áður sagt „að hún myndi virða nið- urstöðu félagsins í framboðsmálum. Þetta er vissulega hennar ákvörðun sem ég virði þótt ég harmi hana að sjálfsögðu." ■ Stjórnarformaður Fl Group: Einkennilegur málflutningur Stjórnarformaður FL Group gefur ekki mikið fyrir yfirlýsingar þingmanna í kjölfar frétta af starfslokasamningum viðfyrrum stjórnendur. Hann segir engum borgað fyrir að þegja. Skarphéðinn Berg Steinarsson, stjórnarformaður FL Group segir Jóhönnu Sigurðardóttur frjálst að hafa skoðanir á þeim samningum sem félagið hefur gert við fyrrum stjórnendur og núverandi forstjóra. Jóhanna hefur ásamt fleiri þing- mönnum eins og Merði Árnasyni og borgarfulltrúanum Árna Þór Sigurðssyni gagnrýnt samningana harðlega. í pistli á heimasíðu sinni segir Jóhanna að hluthafar FL Group ættu að reka stjórnarformann sem „leyfir sér að taka ákvörðun um nærri 300 milljón króna starfsloka- samninga til tveggja einstaklinga og slík ofurkjör til lykilstjórnenda að ein mánaðarlaun þeirra geta numið að lágmarki þremur til fjórum árs- launum lægst launaða fólksins." Hún segir almenning eiga að gera kröfu um að flugfargjöld fyrirtæk- isins lækki nú þegar, ella verði við- skiptum þeirra í meira mæli beint til samkeppnisaðila. Ennfremur vill hún að Alþingi og ráðuneyti endurskoði þá samninga sem gerðir hafi verið við Fl- Group um kaup á ferðum opinberra aðila. Mörður Árnason spyr í fyrirsögn á sinni vefsíðu hvort Flugleiðir (FL Group) séu að tapa vitinu. Hann segir fyrir- tækið koma almenningi og almanna- valdinu við með skýrari hætti en nokkuð annað einkafyrirtæki í land- inu enda hafi almenningur stutt fé- lagið og forvera þess með ráðum og dáð frá miðri síðustu öld. Einkennilegur málflutningur Jóhönnu er frjálst að hafa hvaða skoðun á þessu fyrirtæki sem hún vill rétt eins og öllum öðrum,“ segir Skarphéðinn. „Ég sé nú ekki ástæðu til að tjá mig sérstaklega um hvað hún segir i þessu máli frekar en öðrum." Aðspurður um hvernig áskorun þingmannsins um að Al- þingi og ráðuneyti endurskoði samn- inga sína við félagið hljómi í hans eyrum segir Skarphéðinn: „Alþingi hlýtur á hverjum tima að kaupa far- seðla hjá þeim sem bjóða hagkvæm- asta verðið. Ég geri ekki ráð fyrir því að það sé eitthvað annað sem ræður því hjá hverjum þeir versla. Mér dettur ekki í hug að ætla annað en að það sé eitthvað annað haft að leiðarljósi en ódýrasta verðið þegar þessir samningar eru gerðir.“ Skarp- héðinn varar við að rugla þessu tvennu saman og kallar það ein- kennilegan málflutning. „FL Group stendur í margvíslegum viðskiptum og ég veit ekki hvers vegna hún tekur þetta dæmi en ekki eitthvað annað.“ Varðandi málflutning Marðar um að flugmiðar hljóti að lækka í kjölfar þessara frétta segist Skarphéðinn ekki skilja þingmanninn. „Það ríkir hér umtalsverð samkeppni sem ég geri ráð fyrir að aukist á þessu ári. Eg sé ekki hvaða máli þessi umræða skiptir í því sambandi. Við munum standa okkur eins og við getum í þeirri samkeppni en ef þessir ein- staklingar eða aðrir kjósa að versla hjá öðrum getum við lítið gert í því.“ Hann segist ekki vilja eltast við það þó einstakir þingmenn kjósi að not- færa sér þessar fréttir í einhverju öðru samhengi en efni standi til. Engum borgað fyrir að þegja Skarphéðinn bendir einnig á að samningarnir við stjórnendur fé- lagsins eru löngu gerðir. „Það er ekki eins og við höfum verið að gera þá núna. Við erum einfaldlega að standa við samninga sem félagið er aðili að. Með fullyrðingum á borð við þær að við séum að borga háar fjárhæðir fyrir fimm mánaða starf eru menn að snúa hlutunum á haus. Ragnhildur hafði unnið hjá frirtæk- inu í alllangan tíma. Þegar samning- urinn er gerður eru menn svo sann- arlega með eitthvað annað í huga en það að hann skyldi endast svo stutt.“ Hann segist undrast fréttaflutning þar sem ýjað er að því að Raghildi Geirsdóttur hafi verið borgaðar 130 milljónir fyrir að þegja um sam- skipti sín við stjórnendur FL Group. ,Ég veit ekki yfir hverju hún ætti að þegja. Þetta er bara í samræmi við samning sem gerður var löngu fyrir hennar starfslok. Þannig að það er ekkert verið að borga henni fyrir að þegja, það er bara ekki rétt.“ ■ Neytendasamtökin: Vilja fulltrúa í nefnd Neytendasamtökin vilja fá fulltrúa í nefnd sem forsætisráðherra ætlar að koma á fót og fjalla á um mat- vælaverð á íslandi. Þetta kom fram í formlegu bréfi sem samtökin sendu forsætisráðherra i gær. Eðlilegt að samtökin eigi fulltrúa Halldór Ásgrímsson, forsætisráð- herra, lýsti því yfir í áramótaræðu sinni að hann hygðist koma á fót nefnd sem hefði það hlutverk að ræða matvælaverð á íslandi og koma með tillögur til úrbóta. Þetta kemur í beinu framhaldi af skýrslu Samkeppniseftirlitsins sem birt var í síðasta mánuði þar fram kom að matvælaverð hér á landi er 42% hærra en meðalverð í Evrópu. í gær sendu svo Neytendasamtökin forsætisráðherra bréf þar sem þeir óskuðu formlega eftir því að fá full- trúa í nefndina. Að sögn Jóhannesar Blalil/SteinarHugi Matvælaverö er hæst á Islandi samanbor- ið við önnur Evrópulönd. Gunnarssonar, formanns Neytenda- samtakanna, er eðlilegt að jafn stór samtök eigi fulltrúa í nefndinni. „Við teljum að við höfum ýmislegt til málanna að leggja og við teljum eðli- legt að samtök ney tenda eigi fulltrúa í nefnd þar sem er verið að fjalla um matvælaverð eins miklu máli og það skiptir heimilin í landinu.“ Verður skoðað Nú þegar hefur Hallgrímur Snorra- son, Hagstofustjóri, verið skipaður formaður nefndarinnar en ekki hefur verið tekin frekari ákvörðun um skipan nefndarinnar. Stein- grímur Olafsson, upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins, segir stefnt að því að nefndin taki til starfa fljót- lega í þessum mánuði en að öðru leyti sé ekki búið að ganga frá öðru varðandi hana. „Erindi Neytenda- samtakanna verður tekið fyrir og skoðað með opnum huga. Það er hvorki búið að loka á það né neitt slíkt. Þannig að þetta erindi verður skoðað með opnum huga.“ ■ Dagsbrún: Mannabreyt- ingar Markaðsverð Dagsbrúnar hf. hækk- aði um 8,1% eftir að tilkynnt hafði verið um mannabreytingar í yfir- stjórn félagsins í síðustu viku. Eins og kunnugt er tók Gunnar Smári Egilsson við forstjórastóli félagsins af Eiríki Jóhannssyni og þá var Ari Edwald ráðinn sem forstjóri 365 ljós- vaka- og prentmiðla. ■ DAG Gunnar Smári Egilsson opið virka daga 10.00-19.00 laugardaga 10.00-18.00 sunnudaga 11.30-18.00 Sími 544 2332 www.adesso.is SKYR DRYKKUR ferskt og gott O Heiðsklrt 0 Léttskýjað ^ Skýjað ^ Alskýjað Rigning, lítilsháttar //' Rigning ) 1 Súld sjsSnjðkoma Sjj Slydda \~j Snjðél ^~j Skur Amsterdam 01 Barcelona 09 Berlín 0 Chicago 04 Frankfurt 02 Hamborg 0 Helsinki -03 Kaupmannahöfn -02 London 06 Madrid 08 Mallorka 11 Montreal -09 New York 03 Orlando 10 Osló -04 Paris 02 Stokkhólmur -02 Þórshöfn 08 Vín 01 Algarve 14 Dublin 07 Glasgow 07 8° /// /// /// b /// /// /// 8° b /// /// /// /A / // Veðurhorfur í dag ki: 15.00 Veðursíminn J02 0600 Byggt á upplýslngum frá Veðurstofu fslands I b ir /// O 5° A morgun

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.