blaðið - 04.01.2006, Blaðsíða 8

blaðið - 04.01.2006, Blaðsíða 8
8 I ERLENDAR FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 2006 biaöíö Fjöldagröf finnst í Chile Talið er að um 100 fórnarlömb herforingjastjórnar Augusto Pinochet hafi verið grafin á svœðinu en síðar fjarlœgð. Gröfin fannst á landi þýsks prests og barnaníðings sem starfaði í skjóli herforingjastjórnarinnar. Talið er að í fjöldagröfinni í Chile hafi um 100 fórnariömb herforingjastjórnar Augusto Pinochet verið grafin. Sprengingar í Nepal Tvær sprengingar urðu í ferða- mannabænum Pokhara í Nepal í gær. Fleiri sprengingar áttu sér stað í bænum og tveimur öðrum nóttina áður. Skömmu áður höfðu uppreisnarmenn Maóista bundið enda á einhliða vopnahlé sitt og er hætta talin á að ofbeldi muni færast enn frekar í aukana á næstunni. Ekki er vitað til þess að nokkur hafi slasast í sprengingunum í bæjunum þremur. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á sprengingunum en uppreisnarmenn liggja undir grun. Alberto Fujimori fyrrverandi forseti Perú. Framsal Fujimori Yfirvöld í Perú fóru í gær fram á það við yfirvöld í Chile að þau fram- seldu Alberto Fujimori, fyrrverandi forseta Perú, svo að hægt verði að rétta yfir honum út af ákærum um mannréttindabrot og spillingu. Fujimori hefur verið í stofufangelsi í Chile síðan hann kom óvænt til landsins fyrir tveimur mánuðum frá Japan. Þar hafði hann dvalist síðan hann hrökklaðist úr landi eftir að stjórn hans hrundi vegna spillingarhneykslis árið 2000. Menn lokast inni í námu Björgunarmenn voru vonlitlir um að það tækist að bjarga 13 mönnum sem höfðu lokast inni í námu í Vestur Virginíu í Bandaríkjunum í gær eftir að hafa mælt magn kolsýrings í námunni. Magn kolsýr- ings reyndist vera rúmlega þrisvar sinnum meira en talið er öruggt. Yfirmaður hjá námafyrirtækinu sagði að þrátt fyrir slæmar niður- stöður væri ekki öll nótt úti enn og möguleiki á að námaverkamenn- irnir væru enn lifandi. Náman lokað- ist í kjölfar sprengingar á mánudag og lokuðust mennirnir inni 78 metrum fyrir neðan yfirborð jarðar. Dómari f Chile hefur fyrirskipað rannsókn á ómerktri fjöldagröf sem nýlega fannst í fyrrum þýskri hólm- lendu í suðurhluta Chile. Mann- réttindahópar segja að yfirmenn hólmlendunnar hafi aðstoðað herfor- ingjastjórn Augusto Pinochet við að bæla niður andstöðu vinstri manna á sínum tíma. Talið er að tugir líka hafi verið grafin á svæðinu sem áður kallaðist Colonia Dignidad en hafi síðar verið fjarlægð. Á síðasta ári tók ríkið við svæðinu. Fyrrverandi yfirmaður þess, Paul Scháfer, er í fangelsi vegna misnotkunar á börnum og mannréttindabrota. Sérfræðingar sem starfa á svæð- inu segja að þó að þeir hafi ekki fundið neinar líkamsleifar séu þeir fullvissir að þar hafi lík verið grafin og síðar flutt í burtu. Þeir segja enn- fremur að fleiri ómerktar grafir kunni að vera á svæðinu þar sem talið er að um 100 vinstri sinnar hafi verið líflátnir. Þýskur nasisti og barnaníðingur Paul Scháfer, fyrrverandi nasisti og babtistaprestur, setti hólmlenduna Ráðherrar Líkúdbandalagsins í ríkis- stjórn ísraels munu segja sig úr stjórninni á sunnudag. Benjamin Netanyahu, leiðtogi Likúdbanda- lagsins, greindi frá þessu í gær. Fylgi flokksins hefur mælst lítið í skoðana- könnunum síðan Ariel Sharon, for- sætisráðherra, yfirgaf hann og stofn- aði eigin flokk, Kadima. Brotthvarf ráðherranna fjögurra mun að öllum líkindum hafa lítil áhrif á ríkis- stjórnina enda stutt til kosninga en þær fara fram 28. mars. Sharon sagði sig úr Líkúdbanda- laginu vegna ágreinings við hægri sinnaða flokksfélaga sem voru mót- fallnir brotthvarfi Israelsmanna af Gasaströnd á síðasta ári og frekari heimkvaðningu herliðs frá land- nemabyggðum á Vesturbakkanum. Aðeins eru sjö ráðherrar eftir i stjórn Sharons eftir brotthvarfið og fylgdu þeir honum allir í Kadima. Áður höfðu ráðherrar Verkamanna- flokksins sagt af sér. Sharon getur útnefnt nýja ráðherra tímabundið eða gegnt störfum þeirra sjálfur. Stefnir í sigur Sharons Þrátt fyrir auknar áhyggjur af á laggirnar árið 1961 eftir að hann hafði flúið til Chile frá Þýskalandi til að koma sér undan ákærum um misnotkun á börnum. Hún er um 13.000 hektarar að stærð og er talið að flestum íbúum hennar hafi verið heilsu Sharons stefnir í sigur hins nýja flokks hans í kosningunum í lok mars. Forsætisráðherrann mun gangast undir hjartaaðgerð á haldið þar gegn vilja þeirra. Sam- kvæmt skýrslu sem þjóðþing Chile lét gera um Colonia Dignidad var hún eins konar „ríki í ríkinu" sem Scháfer stjórnaði vegna náinna tengsla sinna við valdastétt ríkisins. morgun og tekur því Ehud Olmert, aðstoðarforsætisráðherra Israels, við skyldustörfum hans á meðan. Björgunarmaður ásamt leitarhundi á vettvangi slyssins. Harmleikur í skautahöll Að minnsta kosti ellefu fórust þegar þak skautahallar hrundi í litlum bæ í suður Þýskalandi. Fjögurra var enn saknað síðdegis í gær. Flestir hinna látnu voru börn og unglingar. Um 50 manns voru í skautahöllinni þegar þakið gaf sig síðdegis á mánudag og slösuðust 34 þeirra, þar af 18 alvarlega. Sólarhring eftir að slysið átti sér stað leituðu björgunarmenn enn í rústunum en vonir manna um að finna fleiri á lífi höfðu þó dofnað. Síðdegis í gær þurfti að fresta björg- unaraðgerðum vegna hættu á hruni. Ekki er ljóst hvað olli því að þak byggingarinnar gaf sig en mikill snjór hafði safnast saman á því. Byggingin var ríflega þrjátíu ára og segja sumir bæjarbúar að viðhaldi hennar hafi verið ábótavant. Angela Merkel, kanslari Þýska- lands, lýsti í gær yfir samúð sinni með fórnarlömbunum og hrósaði björgunarmönnum sem ynnu í kapp við tímann að því að finna þá sem kynnu að hafa komist lífs af. Slysatíðni klapp- stýra tvöfaldast Tíðni meiðsla í röðum klappstýra í Bandaríkjunum rúmlega tvöfaldað- ist frá 1990 til 2002 samkvæmt rann- sókn sem birt var í gær. Áætlað er að um 208.800 ungmenni á aldrinum 5 til 18 ára hafi þurft að leita til heilsu- gæslu og sjúkrahúsa vegna meiðsla sem tengdust klappstjórn á þessu tímabili. Flestir þeirra sem slösuð- ust voru á aldrinum 12 til 17 ára og algengust voru meiðsli á fótleggjum, hæl og ökkla. Talið er að aukna slysatíðni megi skýra með því að atriði klappstýranna krefjist meiri fimleikahæfni og lipurðar en áður. Ráðherrar Líkúd yfirgefa stjórnina Ráöherra Líkúdbandalagsins í ríkisstjórn Ariels Sharon munu segja sig úr henni á sunnu- dag. orkudrykkun

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.