blaðið - 04.01.2006, Blaðsíða 16

blaðið - 04.01.2006, Blaðsíða 16
16 I SKOÐUN MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 2006 MaAÍð Að éta ósvífnina ofan í sig Á hvaða braut er Sjálfstæðisflokk- urinn eiginlega? Finnst Valhallar- mönnum upp á það bjóðandi að benda forseta lýð- veldisins á að fara í mál við ríkisstjórn- ina út af ákvæði í stjórnarskránni? Flumbrugangurinn og fljót- færnin virðast sérstaklega tilheyra þessari ríkisstjórn þegar kemur að samskiptum við forseta lýðveldisins. Sú ákvörðun ríkisstjórnarinnar að leggja það til við Alþingi að síðasta úrskurði Kjaradóms verði breytt og að sú tillaga gangi yfir alla sem úrskurðurinn náði til ber vott um þetta. Ríkisstjórninni láðist sem sé að athuga hvort gerðin stæðist stjórnarskrá. Á gamlársdag var viðtal við Geir Haarde formann Sjálfstæðisflokks- ins og tilefnið var það álit Eiríks Tómassonar lagaprófessors að sam- kvæmt ákvæði í stjórnarskrá mætti ekki lækka laun forseta íslands á því kjörtímabili sem hann hefur verið kosinn til. Geir var spurður um þá fyrirætlan ríkisstjórnarinnar að breyta niðurstöðu Kjaradóms í þessu ljósi. Svarið sem hann gaf var að innihaldi það að ef einhver teldi á sér brotið þá gæti viðkomandi bara farið í mál. Hér talar formaður stærsta stjórnmálaflokksins í land- inu. Við erum svo sem ýmsu vön úr þeim herbúðum frá fyrri tíð. Svo mæla börnin sem fyrir þeim er haft segir gamalt máltæki. Var annars ekki komið nóg af ósvífnum hort- ugheitum úr þessum ranni 1 garð forsetans? Var ekki líka komið nóg af virð- ingarleysi fyrir stjórnarskránni? Á hvaða braut er Sjálfstæðisflokk- urinn eiginlega? Finnst Valhallar- mönnum upp á það bjóðandi að benda forseta lýðveldisins á að fara í mál við ríkisstjórnina út af ákvæði í stjórnarskránni? Geir og Sjálfstæðisflokkurinn eru greinilega ekki búnir að læra það eftir fjölmiðlamálið að forsetinn er sérstakur vörslumaður stjórnar- skrárinnar og að hann getur ekki staðfest lagafrumvörp sem stríða gegn ákvæðum hennar. Þessi ákvörðun ríkisstjórnarinnar getur þess vegna ekki staðist. Nú verður Halldór Ásgrímsson forsætisráð- herra að ganga fram og biðja forset- ann og þjóðina forláts á flumbru- ganginum fyrir sína hönd og Geirs. Það er eina leiðin og þeir þurfa að sýna að þeir skammist sín. Það kann að vera að ungu hetj- unum í Heimdalli hafi fundist þessar sendingar snöfurmannlegar hjá Geir en almenningi í landinu fannst það ekki. Það er nefnilega fyrir löngu nóg komið af ruddaskap og ósvífni úr herbúðum Sjálfstæðis- flokksins gagnvart forsetaembætt- inu og stjórnarskránni. Stjórnmála- foringjar sem óvirða forsetann og stjórnarskrána ítrekað þurfa að hugsa sinn gang og þeim er svo sem mátulegt að þurfa að éta ósvífnina ofan í sig. Höfundur er alþingismaður http://www.jarsaelsson. is Jóhann Ársælsson 1400 mánaðarlaun fyrir brottrekstur: Eru Flugleiðir að tapa vitinu? Er hægt að taka mark á ræðum atvinnurekenda þegar þeir messa um hófstillt laun í samfélaginu? Eitt rótgrónasta fyrirtæki á íslandi er Flugleiðir, og á sér áratugalanga útrásarsögu. Það heitir núna FL- grúpp samkvæmt nýjustu nafntísku. Eigendur fyrirtækisins ráku tvo for- stjóra á árinu sem var að líða. For- stjórarnir tveir fá samkvæmt samn- ingum samtals 291 milljón króna fyrir að fara. 58 ár! Meðallaun á Islandi árið 2005 voru 207.800 krónur á mánuði samkvæmt Kjararannsóknanefnd. Brottrekstrarfé forstjóranna tveggja jafngildir því mánaðarlaunum 1400 venjulegra Islendinga. Með öðru lagi: Til að vinna sér inn þessi laun þurfa tveir meðaljónar að vinna í 700 mánuði hvor, eða í rúm 58 ár. Rétt er að nefna að síðari brottrekni forstjór- inn, Ragnhildur Geirsdóttir, hafði verið við forstjórastörf í fimm mán- uði þegar hún var látin taka pokann sinn. I sömu fréttum (RÚV) er svo það að Hannes Smárason, núverandi for- stjóri hafi 4 milljónir á mánuði, og að sjö „lykilstjórnendur" hafi 154 milljónir á ári eða að meðaltali um 1,8 milljón á mánuði. Einkafyrirtæki? Kannski ætti að reikna þetta út i flugmiðum til Kaupmannahafnar eða Lundúna? Fyrirtækið Flugleiðir/ FLGroup getur nefnilega ekki svarað spurningum um þessi laun með því að okkur komi þetta ekkert við. Þetta fyrirtæki kemur íslenskum almenningi og almannavaldinu á íslandi við með skýrari hætti en nokkurt annað einkafyrirtæki á íslandi. Almenningur hefur stutt félagið og forvera þess með ráðum og dáð frá miðri síðustu öld, meðal annars með því að sætta sig um ára- bil við miklu hærra verð á ferðum íslendinga en útlendra ferðamanna. Ríkisvaldið hefur sömuleiðis staðið við bakið á fyrirtækinu áratugum saman og sífellt komið til hjálpar þegar á bjátar, jafnvel með hlutafé - síðasta augljósa dæmið voru ríkis- ábyrgðir sem félaginu voru fúslega veittar í hremmingunum eftir 11. september 2001. Fargjaldalækkun - og meiri skattur? Stundum er talað um að fyrirtæki eigi að sýna félagslega ábyrgð. Það hefur verið orðað þannig á bissness- máli að í rekstri fyrirtækja verði bæði að vinna í þágu hluthafanna (e. shareholders) og haghafanna (e. stakeholders, ísl. þýð. Pétur Blöndal!). Ég veit ekki hvað hluthafarnir segja við þessum útaustri fjár langt umfram allt sem getur talist eðli- legt. Við haghafarnir lítum hins- vegar þannig á að úr því fyrirtækið er svona svellríkt hljóti að vera framundan verulegar lækkanir á fargjöldum - fyrir utan stórauknar skattgreiðslur í almannasjóði. Og svo verður auðvitað gaman að heyra Samtök atvinnurekenda skýra afstöðu sína til launastefnunnar hjá FL. Ingimundur forstjóri íslands- pósts verður snöggur að því. Hann hlýtur að vera í æfingu... Höfundur er alþingismaður http://www.althingi.is/mordur/ Möröur Árnason Græðgisvæðing Auðvitað ættu hlut- hafar í FL Group að reka stjórnarfor- mann sem leyfir sé að taka ákvörðun um nærri 300 milljón króna starfslokasamn- inga til tveggja einstaklinga og slík ofurkjör til lykilstjórnenda að ein mánaðarlaun þeirra geta numið að lágmarki þremur til fjórum árslaunum lægst launaða fólksins. Almenningur á að gera kröfu til að flugfargjöld fyrirtækisins lækki nú þegar ella verði viðskiptum þeirra i meira mæli beint að samkeppnis- aðila FL Group. Alþingi og ráðuneyti ættu líka að endurskoða þá samn- inga sem gerðir hafa verið um kaup á ferðum vegna opinberra aðila við þetta fyrirtæki, sem nú hefur-tekið forystu í þeirra græðgisvæðingu sem stórfyrirtæki á íslandi hafa staðið fyrir undanfarin misseri til stjórn- enda. I forsætisnefnd Alþingis mun ég beita mér fyrir því að endurskoð- aðir verði samningar sem gerðir hafa verið um ferðir á vegum Alþingis við félagið. Þar hlýtur að vera hægt að ná fram hagstæðari kjörum og sparnaði á skattfé almennings við fyrirtæki sem eins og hendi sé veifað munar lítið um að reiða fram 300 milljónir i tvo starfslokasamninga. Græðgisvæðing í kjölfar einkavinavæðingar Umhverfi íslenskra fyrirtækja hefur gjörbreyst á undanförnum árum m.a. með miklum skattalækkunum fyr- irtækja og fjármagnseigenda, sem á samatímahefurleitttilaukinnaskatt- byrði fólks með lágar og meðaltekjur eins og margoft hefur fram komið. Fyrirtækin hafa nýtt þetta hagstæða skattaumhverfi í hamslausri græðgi til að bæta kjör stjórnenda. Þessi taumlausa græðgisvæðing fyrirtækj- anna sem birtist í ofurkjörum stjórn- enda og toppanna er svo úr öllu korti að það hlýtur að kynda upp mikið ófriðarbál á vinnumarkaðnum með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir íslenskt efnahagslíf og samfélagið í heild sinni. Ofurkjör stjórnenda hafa leitt til þvílíkrar gliðnunar i launa- kjörum að ég er þess fullviss að þessi þróun mun marka tímamót og hafa varanleg áhrif til breytinga í íslensku samfélagi í átt til aukins ójöfnuðar og misskiptingar. Græðgisvæðingin sem kemur í kjölfar einkavinavæð- ingar mun marka upphaf breytinga á islensku samfélagi. Þjóðin mun í auknu mæli skiptast í ríka og fátæka og stéttskipting sem þegar hefur skotið rótum hér á landi mun enn aukast. Við þessu verður að bregð- ast. Hvet ég til þess að Alþingi skoði af alvöru tillögu sem nú liggur fyrir Alþingi um þróun á valdi og lýðræði á Islandi á s.l. árum og afleiðingum þess m.a. fyrir efnahags- og atvinnu- lif og með tilliti til eigna- og tekjutil- færslna i þjóðfélaginu. Höfundur er alþingiskona http://www.althingi.is/johanna Jóhanna Sigurðardóttir Höfdað til öfundar og afbrýðisemi Borgar Þór Ójöfnuður er að verða tískuorð í íslenskum stjórn- málum. Stjórnmála- menn á vinstri vængnum tönnlast á meintum ójöfn- uði í samfélaginu Einarsson flutni r við hvert tækifæri.............. Mikil velgengni ein- stakra aðila í íslensku viðskiptalífi gerir þessum stjórnmálamönnum auðveldara fyrir að höfða til öf- undar og afbrýðisemi og nýta þessar lægstu hvatir mannsins sjálfum sér til framdráttar. Þrátt fyrir að einstakir menn og konur hafi hagnast verulega á við- skiptum sínum síðustu ár og miss- eri, þá er staðreyndin engu síður sú að óvíða á byggðu bóli ríkir meiri jöfnuður milli einstakra þjóðfélags- hópa en hér á landi. Og það er með öllu tilhæfulaus áróður að launabil á almennum markaði fari vaxandi. Engar tölulegar upplýsingar benda til þess og í raun er um hreina blekk- ingu að ræða þegar slíku er haldið fram. Þetta sýna meðal annars tölur hagstofunnar: vitaskuld að skapa eftirspurn eftir auknum afskiptum hins opinbera. Þannig þjónar allur þessi málflutn- ingur því markmiði í raun að færa stjórnmálamönnum völd og heim- ildir til að útdeila verðmætasköpun samfélagsins eftir eigin höfði. Fyrst og fremst lýsir þessi mál- örvæntingu íslenskra vinstrimanna. Með auknu frelsi og svigrúmi einstaklinga til góðra verka hefur á skömmum tíma tekist að skapa áður óþekkta velmegun i íslensku samfélagi. Það má vel vera að það sé fallið til tímabundinna vinsælda að höfða til öfundar og afbrýðisemi meðal einstakra þjóðfé- lashópa - það yrði ekki í fyrsta sinn sem íslenskir vinstrimenn beittu þeim brögðum. Á næstu mánuðum mun þessi áróður um ójöfnuð og óréttlæti fær- ast í aukana. Það kemur í hlut okkar sem berjumst fyrir frelsi einstak- lingsins og lágmarksríkisafskiptum að koma í veg fyrir að þessi tilbún- ingur nái tilætluðu markmiði. I frjálsu samfélagi eiga allir jöfn tækifæri. I samfélagi sem lýtur að meira eða minna leyti duttlungum stjórnmálamanna eru tækifærin Ársbreyting reglulegra launa á almennum vinnumarkaöi eftir starfsstétt 2005 Stjórnendur Sérfræðingar Tæknar og sér- menntað starfsfólk Skrifstof ufólk Þjónustu-, sölu- og afgreiöslufólk Iðnaöarmenn Verkafólk 1. ársfjórðungur 7.2 6.2 6.9 7.4 10.1 7.6 2.ársQórðungur 5.5 4.7 5.1 5.9 7.2 7.3 6.8 3.ársQórðungur 4.9 4.5 4.7 4.6 5.3 5.6 6.0 4. ársfjórðungur Þessar tölur sina auðvitað að laun eru almennt að hækka mjög mikið, jafnvel of mikið að margra mati. En það er með engu móti hægt að lesa út úr þessum tölum að sú þróun sé að eiga sér stað um þessar mundir að bil milli einstakra tekjuhópa fari vaxandi. Ætlunþeirrasemstandafyrirþeim áróðri að hér sé að skapast ófremdar- ástand vegna misskiptingar auðs er ekki jöfn, heldur þeirra sem stjórn- málamenn hafa velþóknun á. Það er slíkt samfélag sem íslenskir vinstri- menn vilja koma á - út á það gengur hin svokallaða velferðarstjórn sem þeir hyggjast koma á að loknum al- þingiskosningum i maí á næsta ári. Höfundur erformaður Sambands ungra sjálfstœðismanna www.sus.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.