blaðið - 04.01.2006, Blaðsíða 37

blaðið - 04.01.2006, Blaðsíða 37
blaðið MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 2006 DAGSKRÁI 37 EITTHVAÐ FYRIR... ...hláturtaugamar ............ Syng þótt falli regn Söngkonan Tony Braxton lét ekki skúrir á sig fá þegar hún söng fyrir áhorfendur í hinni árlegu rósaskrúögöngu i Kaliforniu í fyrradag. Það þykir tíðindum sæta að regn skuli hafa fallið þar sem síðast gerðist það árið 1955. Skrúðgangan er haldin ár hvert í aðdrag- anda úrslitaleiks ameríska háskólaboltans, Rose Bowl. Osturinn gleður Jennifer Woody Allen tekur upp á Spáni Eymd dóttur Rod Stewart Heyrnartól valda heyrnarskaða Heyrnartól, líkt ogþau semfylgja iPod spil- urum og fjölmörgum öðrum ferðahljóm flutningstœkjum, geta valdið alvarlegri heyrnarskerðingu samkvœmt nýjum rann- sóknum. „Enginn veit fyrir víst hversu hátt fólk hlustar á tónlist í spilurum sínum. Hins vegar vitum við að ungt fólk vill hlusta á háværa tónlist og hafa sjaldnast áhyggj- ur af skertri heyrn“, segir Dean Garstecki, stjórnarformaður við deild samskiptatækni og vandamálum henni tengdri við Northwestern há- skólann. Heyrnartólunum er komið fyrir í eyrunum og geta magnað hljóð um allt að níu desibel. Þetta samsvar- ar hávaðamuninum á vekjaraklukku og slátturvél. Þrátt fyr- ir að heyrnartólun- um sé komið fyrir í eyranu geta umhverf- ishljóð komist á milli og því hækka margir enn meira í græjunum með tilheyrandi skaða. Vísindamenn hafa reynt að vara við skaðanum sem getur orðið af notkun á heyrnartólum sem þess- um frá árinu 1980 þegar fyrstu vasadiskóin komu á markað. Með lengri endingu rafhlaðna 0 g aukinni geymslugetu y*" MP3 spilara er fólk í enn meiri hættu en áður þar sem það verður sí- fellt lengur fyrirskaðleg- um áhrifum tónlistarinnar. Lausnin Garstecki segir að einfaldasta og besta lausnin á vandamálinu sé að takmarka notkun á heyrnartólum. „Þeir sem nota heyrnartól sem fara inn í eyrað ættu að takmarka notk- unina við 30 mínútur á dag. Hins vegar geta þeir sem nota heyrnartól sem svipar til eyrnaskjóla hlustað í allt að klukkustund.“ Einnig segir Garstecki að mikilvæg- ast sé að hlusta ekki á tónlist af hærri styrk en nemur 60% af heildarstyrk. Þá bendir hann einnig á að hægt sé að fá heyrnartól sem passa betur að eyranu og útiloka umhverfishljóð svo óþarft er að hækka í botn. Árið 2005 var líklega ekki hennar besta, en Jennifer Aniston er þó hæstánægð. Þrátt fyrir fréttirnar um að Brad Pitt sé að ættleiða börn Angelinu Jolie, myndi Jennifer ekki vilja breyta neinu. Hún sagði: „Ég myndi ekki vilja breyta neinu af því leiðinlega sem kom fyrir mig frá síðasta ári og þar til nú. Eitt er öruggt, og það er að ég ætla að taka mér frí til að ferðast. Mig langar til Grikklands og annarra landa.“ Fyrrum stjarnan úr sjónvarpsþátt- unum „Vinir“ vildi ekkert gefa upp um meint samband sitt við Vince Vaughn, en hún sagði hins vegar frá því hvernig henni tekst að halda sér svona jákvæðri. Hún er aðdáandi hatha-jóga og stundar það hvern dag. Hún sagði: „Ég held að jóga hjálpi til við að halda líkama mínum sterkum, og ef hann er sterkur hjálpar það mér til að sofa betur, virka betur á daginn og vinna vinnuna mína betur. Svo drekk ég líka heilu lítrana af vatni. Vatn, vatn, vatn, og næg- ur svefn.“ Jennifer er líka með góð ráð til að öðlast hamingju: „Einfaldir hlut- ir gleðja mig. Sólsetur. Að vera með vinum mínum. Vín- flaska og ostar gleðja mig mikið.“ Ef þið eru þunglynd eftir jól og áramót, er gott ráð að eyða svolitl- um tíma með oststykkinu sínu. Höfundurinn og leikstjórinn Woody Allen sagði á mánudag, að hann myndi taka næstu mynd sína upp á Spáni á næsta ári. Allen mun skrifa og leikstýra myndinni á ensku, en hún er framleidd af fyrirtæki sem er í Barcelona, Mediapro, og notar hann bæði alþjóðlega og spænska leikara í henni. Engin smáatriði um sjálfa myndina eru gefin upp á þessu stigi málsins. „Ég er mjög hamingju- samur að fá að vinna með Mediapro og gera mynd á Spáni,“ sagði Allen. „Ég vona að ég geti notið dvalarinnar á Spáni, en það land er mér mjög kært.“ Allen hefur að undanförnu leitað út fyrir landsteina heima- lands síns, Bandaríkjanna, til að fá fjármagn til kvikmyndagerðar, og því var síðasta mynd hans, Match Point, gerð í Englandi árið 2004. Hann gerði svo framhaldið ári síð- ar með leikkonunni úr Match Po- int, Scarlett Johansson, og mun sú mynd sem fékk heitið Scoop rata í bíóhúsin síðar á árinu. DAGUR ÞRJÚ Þetta er að verða erfiðara en í fyrstu. Wrigley's Extra Eucalyptus er tuggið af áfergju og ég þreifa eft- ir plástrinum á upphandleggnum á háftíma fresti til að vera viss um að hann sé þarna örugglega. Ég held ég sé ábyggilega að slá heimsmet í kaffidrykkju. Að minnsta kosti er Sjónvarpið, 21.25 Aukaleikarar (2:6) (Extras) Bresk gamanþáttaröð eftir Ricky Gervais og Stephen Merchant, höf- unda Skrifstofunnar. Hér er fylgst með aukaleikurum sem láta sig dreyma um að fá bitastæð hlutverk í kvikmyndum. Sirkus, 20.30 Party at the Palms (7:12) Playboy fyrirsætan Jenny McCarthy, fer með áhorfend- ur út á lífið í Las Vegas. Jenny kem- ur sér fyrir ásamt stripp- urum, hótelgestum sem eru til í allt, og síðast en ekki síst, aragrúa af frægum stjörnum sem eru komnar til að taka þátt í fjörinu. ég komin langt yfir ráðlagðan dag- skammt en hef ákveðið að vera ekk- ert að ergja mig á því í bili. Ég tækla kaffidrykkjuna síðar. Ég er að sjálf- sögðu sérlega fegin að þurfa ekki að standa úti í rokinu að þjónka við þrælslundina en verð að viður- kenna að ég sakna þess samt svolít- ið. Það hjálpar ekkert að horfa á eft- ir vinnufélögunum stökkva út með rjúkandi kaffibollana á klukkutíma fresti. Það hlakkar samt svolítið í mér þegar liðið kemur rokbarið og illa lyktandi til baka. Það hjálpar til að þola ögrandi háðsglósurnar en töluverðri vantrú er fyrir að fara varðandi þetta reyk- bindindi mitt. Það er alltént ekki mikla tiltrú að finna hjá reykinga- mönnum á vinnustaðnum. Tja, og jafnvel ekki heldur hjá hinum reyk- lausu. Það eru þó nokkrir vinnufé- lagar jákvæðari að eðlisfari en aðr- ir og það er stuðningur í því. Hún Heiða hefur gerst sérlegur stuðnings- aðili minn og tekur með mér vatns- pásur og gaukar að mér hughreyst- andi athugasemdum. Auðvitað er þetta bindindi á mína ábyrgð, minn vilja sem þarf, en það er gott að fá stuðning. Dóttir Rod Stewart, Sarah Streeter, varð fyrir miklu áfalli þegar hún sá myndir í blöðum af föður sínum með nýja barninu hans, Alastair, því hann hegðar sér ennþá eins og hún sé ekki tiL Hún er nú 42 ára, en var getin þegar Rod Stewart var aðeins 18 ára, og eyddi hún fyrstu 4 árum ævinnar á barnaheimili, þar til hún var ættleidd. Hún komst að því hverj- ir foreldrar hennar voru við 18 ára ald- ur. Streeter segir: „Hann gleymir hve mörg börn hann á þegar hann er spurður um það í viðtölum. Eg líð fyrir það að ég eigi stóra fjölskyldu þarna úti sem ég mun líklega aldrei hitta. Auðvitað var ótrúlegt þegar ég uppgötvaði að Rod Stewart væri faðir minn og ég ætlaði varla að trúa því í fyrstu. Ég ákvað þó að hitta hann, en nú vildi ég óska að ég hefði ekki gert það. Það var greinilegt að hann var bara að láta undan þrýstingi með að hitta mig, og þetta var óþægilegt fyrir okkur bæði. Mér leið eins og aðdáanda, ekki eins og ættingja. Ég bjóst nú aldrei við því ^ að hann yrði eins og alvöru pabbi, en ég vonaði að við myndum þróa með okkur vinasam- band. Mest af öllu vildi ég þó að hann viður- kenndi mig, og ekki V\ láta eins og ég sé * V ekkitilíviðtöl SkjárEinn, 21:00 Queer Eye for the Straight Guy. Samkynhneigðu tískulöggurnar í QueerEyefor the Straight Guy koma aftur í nýrri þáttaröð. Eins og áður gera þær sitt besta til að bjarga gagn- kynhneigðum karlmönnum frá slóðaskap með því að kenna þeim að klæða sig almennilega, hugsa um húð og hár og læra að meta fín- an mat og menningu. ...píparsveina

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.