blaðið - 04.01.2006, Blaðsíða 32

blaðið - 04.01.2006, Blaðsíða 32
. 32 I MENNING MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 2006 blaAÍA Innilegt samband Veggmynd í egypsku grafhýsi gæti verið fyrsta lýsing á samkynhneigðu pari sem vitað er um. Grafhýsið er um fjögur þúsund ára gamalt og þar er að finna myndir af tveimur karl- mönnum í faðmlögum. Á sérstakri ráðstefnu í háskóla í Wales var fjallað um þessar myndir sem hafa vakið forvitni og vanga- veltur fornleifafræðinga allt frá því grafhýsið fannst árið 1964. Graf- ræningjar höfðu þá rænt það öllum verðmætum en veggjamyndir gefa margt til kynna um þá tvo menn sem þar voru grafnir. Á myndunum eru mennirnir hvað eftir annað sýndir saman, stundum haldast þeir í hendur, stundum eru þeir í faðmlögum og á tveimur myndum snertast nef þeirra en það var nán- asta snerting sem leyfð var í Egypta- landi hinu forna og jafngilti kossi. Eiginkonur mannanna og börn eru sýnd í bakgrunni. Á myndletri í grafhýsinu eru mennirnir sagðir vera í þjónustu faraósins og meðal verkefna þeirra var að sjá um hand- snyrtingu hans. Á ráðstefnunni í Wales komu fram kenningar um að myndirnar væru lýsing á samkynhneigðu sam- bandi. Andstæðingar þeirrar kenn- ingar segja að myndirnar gefi til kynna að mennirnir séu náskyldir, jafnvel tvíburar, og það útskýri inni- leikann milli þeirra. Grafhýsið er vinsæll ferðamannastaður og sam- kynhneigðir leggja gjarnan leið sína þangað. ■ Booker verðlauna- höfum hafnað Blaðamenn Sunday Times sendu á dögunum handrit að tveimur verð- launabókum til fjölda bókaforlaga. Útgefendur áttuðu sig ekki á því að þarna var um gömul og marglofuð verk að ræða og höfnuðu handrit- unum. Önnur bókanna er In a Free State eftir Nóbelsverðlaunahafann V.S. Naipaul en fyrsti kafli verks- ins var sendur til bókaforlaganna. Hin bókin er Holiday eftir Stanely Middleton. Báðar bækurnar komu út á áttunda áratugnum, hrepptu Booker verðlaunin og fengu frábæra dóma gagnrýnenda. Tuttugu bóka- forlög höfnuðu handritunum, þar á meðal virt forlög á borð við Blooms- bury og Time Warner. Blaðamenn Sunday Times höfðu ekki snert við handritunum á annan veg en þann að nöfnum aðalpersóna bókanna var breytt og sömuleiðis nöfnum höfundanna og þar með gefið í skyn að um væri að ræða handrit frá höf- undum sem væru að stíga sín fyrstu spor á rithöfundaferlinum. Snilld þessara verka fór algjörlega framhjá útgáfuforlögunum sem öll nema eitt sendu kurteisleg bréf þar sem þeir höfnuðu handritunum og sögðu þau ekki henta til útgáfu. Þessi niðurstaða hefur vitaskuld valdið furðu og er vandræðaleg fyrir viðkomandi forlög. Bent hefur verið á að bókaforlög séu upptekin af þekktum höfundum og ungu fal- legu fólki sem auðvelt sé að mark- aðssetja. Hæfileikar þurfi því oft að víkja fyrir umbúðum. Rithöfundur- inn Doris Lessing segir að bókafor- lög séu mun tregari nú en áður til að hlúa að hæfileikafólki. ■ Ævisaga poppgoðs Út er komin ævisaga söngvarans Sam Cooke en hann var fyrsta svarta bandaríska poppstjarnan. Hnefalei- kakappinn Cassius Clay sagði hann vera mesta rokksöngvara heims og baráttukonan Rosa Parks sagði að það að hlusta á tónlist hans væri „lyf fyrir sálina. Það er eins og Martin Luther King sé að tala við mann.“ Líf þessa frábæra söngvara og arfleifð hans vakti áhuga banda- ríska popp sérfræðingsins Peter Guralnick. Hann er höfundur tveggja binda ævisögu Elvis Presley og eftir það afrek sneri hann sér að Cooke. Afraksturinn er 750 blað- síðna ævisaga, Dream Boogie, The Triumph of Sam Cooke. Cooke varð . einungis 33 ára gamall og hin langa bók Guralnicks er sérlega ítarleg og fróðleg og sviptir hulunni af manni sem bjó yfir miklum persónutöfrum og vissi hvað hann vildi en var ekki alltaf geðugur. Cooke var skotinn til bana í des- Vínartónleikar Anton Scharin- ger. Syngur á Vfnartónleikum Sinfóníunnar. Vínartónleikar Sinfóníuhljóm- sveitar Islands, verða haldnir í Háskólabíó 4. til 7. janúar. Hljómsveitar- stjórinn Peter Guth kemur nú í tíunda sinn til þess að stjórna Vínartónleikunum Sinfóníunnar. Öryggi hans á stjórnendapahinum og ekki síður fínlegur galsaskapurinn hafa aflað honum vinsælda hér- lendis. Söngvarinn Anton Schar- inger, sem einnig er Austur- riídsmaður, hefur sungið allar þekktustu óperur Mozarts víða um heim auk þess sem hann hefur tekið þátt í mörgum upp- tökum á verkum tónskáldsins. Tónleikarnir verða alls fjórir í ár, þeir fyrstu í kvöld, mið- vikudaginn 4. janúar klukkan 19.30, fimmtudag og föstudag á sama tíma en klukkan 17.00 laugardaginn 7. janúar. Sam Cooke. Út er komin ævisaga söngvar- ans sem var skotinn til bana einungis 33 ára gamall. embermánuði árið 1964. Hann var drukkinn og hafði verið að skemmta sér með stúlku og þau fengu sér gist- ingu í módeli í subbuhverfi Los Ange- les þar sem stúlkan rændi hann og hafði meira að segja af honum fötin. Cooke leitaði hennar með þeim afleiðingum að eigandi mótelsins, kona, beindi byssu að honum og skaut hann til bana. Hún bar fyrir sig sjálfsvörn og var sýknuð. Margt er enn á huldu um málið. Endalok Cooke voru kannski í samræmi við lífsstíl hans. Hann var kynlífsfíkill og sótti í samskipti við gleðikonur. Samstarfsmaður hans sagði: “Sam gekk ætíð framhjá góðri stúlku til að ná sér í hóru.“ Guralnick ræddi við vini og sam- starfsmenn söngvarans við vinnslu bókarinnar. Enginn viðmæland- anna virtist hafa þekkt Cooke náið eða hafa þótt innilega vænt um hann, ekki einu sinni eiginkona hans Barbara sem átti ekki sæla daga í hjónabandinu. Allir viðmæl- endur viðurkenna þó að Cooke hafi verið sterkur persónuleiki. Sam- starfsmaður hans Herp Albert sagði: „Hann virtist soga í sig allt súrefnið i herberginu, öll athyglin beindist samstundis að honum.“ ■ Ekki lag um marijúana Sönghópurinn Peter, Paul and Mary naut mikilla vinsælda á popptím- anum. Eitt þekktasta lagið sem þau sungu er Puff the Magic Dragon, sem virðist vera saklaust barnalag. Þrálátar sögusagnir hafa hins vegar verið um það árum saman að lagið fjalli um marijúananeyslu. Orðið „puff er sagt tákna eiturlyfjaneyslu og landið „Honah Lee“ á að vera Hanalei á Hawai en það er þekkt fyrir mikla marijúana ræktun. Höf- undarnir harðneita að þetta hafi verið ætlun þeirra. Leonard Lipton, sem samdi textann, segir hann vera undir áhrifum frá ljóði Ogden Nasg, The Tale of Custard the Dragon. Meðhöfundur lagsins, Peter Yarrow, segir að á þeim tíma sem lagið var samið hafi hann verið of saklaus til að hafa vitneskju um eiturlyf. ■ Peter, Paul and Mary voru ekki að syngja um marijúana Blyton eftirlæti fullorðinna Bækur Enid Blyton um „Hin fimm fræknu” voru nýlega valdar eftirlæt- isbarnabækur fullorðinna í skoðana- könnun í Bretlandi. Þátttakendur í könnuninni voru um 2700, allt full- orðnir. Sigurinn var naumur því Narníubækur C.S. Lewis fylgdu fast á hæla Blyton bókanna. Blyton átti líka bókina í þriðja sæti sem er The Faraway Tree. í fjórða sæti varð Hob- bitinn eftir Tolkien, Kalli og súkku- laðiverksmiðjan eftir Roald Dahl varð í því fimmta. Svarti blakkur eftir önnu Sewell varð í sjötta sæti og Ævintýraeyjan eftir Robert Louis Enid Blyton. Bækur hennarum hin fimm fræknu voru á dögunum valdar eftirlætisbarnabæk- ur Breta. Stevenson lenti í sjöunda sæti. Þess má geta að Hringadróttins- saga Tolkiens varð í tíunda sæti. Enid Blyton var gríðarlega afkastamikill rithöfundur og skrifaði um 700 skáldsögur á ferl- inum og 7000 smásögur. ■ 109 SU DOKU talnaþrautir Lausn síðustu gátu 5 3 7 4 9 8 6 2 1 8 2 6 5 7 1 4 9 3 1 4 9 3 2 6 8 5 7 4 5 3 7 6 2 1 8 9 9 8 2 1 3 4 7 6 5 6 7 1 8 5 9 2 3 4 2 6 5 9 4 7 3 1 8 3 1 4 6 8 5 9 7 2 7 9 8 2 1 3 5 4 6 Su Doku þrautln snýst um að raða tölunum frá 1 -9 lárétt og lóörétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aöeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Gáta dagsins 8 8 4 3 2 3 1 5 6 8 5 9 8 5 3 3 1 7 2 3 9 1 6 1 7 8

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.