blaðið - 04.01.2006, Blaðsíða 20

blaðið - 04.01.2006, Blaðsíða 20
20 I TRÚMÁL MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 2006 blaöiö Að hjónabandið njóti vafans Er hjónabandið veraldleg stofnun? Nýársprédikun biskups íslands, Karls Sigurbjörnssonar, hefur vakið nokkra athygli síðustu daga vegna afdráttarlausra skilaboða er þar komu fram um málefni samkynhneigðra. Hvatti biskup í prédikuninni Alþingi og ríkis- stjórn íslands m.a. til þess að „láta hjónabandið njóta vafans“ þegar kæmi að því að vega og meta ákall samfélagsins eftir nýrri skilgrein- ingu á hjúskap sem væri óháð kyngreiningu; semsagt þeirrar kröfu að trúfélögum verði með breytingu á hjúskaparlögum gert kleift að ákvarða sjálf hvaða einstaklinga þau gefa saman. Við- hafði hann um leið fleiri ummæli sem tæpast má túlka á annan veg en að það sé biskups vilji - og þá þjóðkirkjunnar - að ríkið haldi að sér höndum þegar kemur að því að rýmka lagaheimildir samkyn- hneigðra frekar en þegar hefur verið gert. Samhljómur laga, trúar og siðar Segir biskup í prédikuninni að íjóðkirkjan hljóti að hika gagnvart jví „viðurkenndum grundvallar- íugtökum og viðmiðum sé þannig breytt,“ og hnýtir við að engin kirkja hafi stigið slíkt skref. „Löggjafinn getur á hverjum tíma skilgreint hvaða skilyrði séu fyrir hjúskap að lögum.[...] Til þessa hefur hjóna- band talist vera sáttmáli eins karls og einnar konu. Er það í samhljóm við grundvallarforsendu sem kristin trú og siður hefur byggt á frá öndverðu, og er sameiginleg öllum helstu trúar- brögðum heims. Enda í samhljómi við lífsins lög. Þessari forsendu getur íslenska ríkið breytt og komið til móts við margvíslegar þarfir, hvatir og hneigðir, og afnumið alla mein- bugi. [...] Hin aldagamla stofnun sem hjónabandið er er þá afnumin. Þjóðkirkjuprestar og forstöðumenn annarra trúfélaga hafa komið að hjónavígslum vegna þess að hér hefur Samrœður mannsins við sjálfan sig og guð sinn Að spenna greipar er innhverf athöfn Bænahald af einhverjum toga tíðk- ast hjá flestum, ef ekki öllum, þeim trúarbrögðum sem iðkuð eru af mönnum. Taka slíkar jafnan á sig form samræðna þess sem biður við sjálfan sig og þá um leið guð sinn, en margar útfærslur eru af athöfninni - bæði innan trúfélaga og milli þeirra - afar mismunandi er hvernig bænahald er ástundað og í hvaða umhverfi. Táknrænt gildi athafnarinnar er óumdeilanlegt og víst er að flestir agnúar hennar hafa til að bera einhverja merkingu og dýpri vísan, þó svo þeir sem hana stunda séu ef til vill ekki alltaf meðvitaðir um það. í vestrænum útfærslum af kristinni trú er al- gengur bænaháttur sá að biðillinn lúti höfði, lokar augum og spennir greipar meðan á bæn stendur. Hjalti Hugason, prófessor við Guðfræði- deild HÍ, segir þessa bænastellingu innhverfa - með henni sé athygl- inni beint inn á við. Flestar okkar bænastellingar komnar úr gyðingdómi „Til eru margar bænastellingar og flestar þeirra sem við ástundum eru teknar úr gyðingdómi,“ segir Hjalti. .Gyðingar báðust fyrir með upp- lyftum og opnum höndum. Sá sem biðst fyrir með opnum höndum er m.a. að sýna fram á að hann sé tóm- hentur, hafi ekkert að koma fram fyrir Guð með og sé í raun opinn fyrir gjöfum hans og reiðubúinn að taka við þeim. Bæn með upp-lyftum höndum felur svo gjarnan i sér lof- og þakkargjörð; þú lyftir höndum til Guðs til þess að lofa hann og tigna. Að spenna greipar má svo túlka í samhengi við þetta, það tengi ég þá helst við innhverfa bæn. Sá sem spennir greipar hallar gjarnan höfði líka og lokar augum og þá er athygl- inni beint frá hinu ytra, veraldlega umhverfi og að hinu innra, andlega. Þar með eru öll okkar tæki, skilning- arvit og líkami, nýtt til þess að beina athyglinni inn á við - við aðhöfumst ekkert með höndunum og horfum ekki í kringum okkur. Þannig stundar maðurinn sjálfsskoðun í samræðum sínum við skapara sinn og nær sambandi við hið guðlega." haukur@vbl.is Blaðið/Frikki Margir samkynhneigðir hafa áhuga á því aö staðfesta sambúÖ sína í húsum sem þessu ríkt samhljómur laga, trúar og siðar í þessum efnum.“ Tæpast má skilja orð biskups á annan veg en sem hvatningu til rík- isstjórnarinnar um að fella breyting- artillögu við hjúskaparlög sem þing- konan Guðrún Ögmundsdóttir hefur lagt fram, en verði hún samþykkt hafa þau trúfélög sem það vilja þar með heimild til þess að gefa saman í hjónaband einstaklinga af sama kyni. Þess má geta að þegar hafa Fríkirkjan í Reykjavík og Asatrúar- félagið lýst yfir vilja til þess að fram- kvæma slík hjónabönd. Breytingar á þessum lagaskilgreiningum hefðu í sjálfu sér engin áhrif á þjóðkirkjuna, henni væri enn sem áður frjálst að hafna þeim um giftingu sem hún vill á þeim forsendum sem henni þykja sldkkanlegar. ,,Á erfitt með að skilja hvað biskupi gengur til" .Breytingartillaga mín gengur ekki út á að skikka þjóðkirkjuna til þess að gefa saman samkynhneigða, heldur einungis veita þeim trúfélögum sem slíkt vilja heimild til þess. I lögum um staðfesta samvist er tekið fyrir að vígslumenn trúfélaga geti fram- kvæmt hana og það er sú klausa sem við viljum losna við. Ég held það sé eðlilegasti hlutur í heimi að trúfélög hafi þessa heimild, ekki síst í þjóð- félagi sem kennir sig við trúfrelsi,“ segir Guðrún Ögmundsdóttir og bætir við að prédikun biskups hafí komið henni mjög á óvart. „Ég tel fjarstæðukennt að það sé biskupsins að loka fyrir slíkt gagnvart öðrum trúarhópum og á satt best að segja erf- itt með að skilja hvað honum gengur til. Ég hef verið í góðu samstarfi við kirkjunnar menn og þykist vita að þar er unnin mikil vinna til þess að komast að skynsamlegri niðurstöðu um þessi mál fyrir kirkjuþingið 2007. Þegar maður les hinsvegar hvað biskup segir og skoðar þau viðhorf sem þar koma fram er erfitt að sjá annað en að hún sé til einskis.“ Hjónabandið er veraldleg stofnun Þess má geta að í viðtali við Blaðið nú á haustdögum útskýrði Sigur- jón Árni Eyjólfsson, héraðsprestur í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra. að hjónaband væri í lútherskum skiln- ingi veraldleg stofnun og kirkjuleg blessun hvorki skilyrði né forsenda þess. Sagði hann þá að „[...] í umræð- unni um hjónabandið almennt og staðfesta sambúð virðist gengið út frá því að hjónabandið sé sakrament og hjálpræðisleið, nokkuð sem því er ekki ætlað að vera. [...] Þessir hlutir virðast hafa riðlast í hugsunum fólks um hjónabandið, því er spyrt við kirkjulega giftingu.“ Skilja má orð Sigurðar á þann veg að í lútherskum skilningi sé samfé- lagsins og ríkisins að ákvarða hvaða skilningur er lagður í hjúskaparhug- takið á hverjum tíma fyrir sig og ekki nauðsynlegt að leita álits þjóðkirkju eða trúarrita á því. Kirkjunni sé þá um leið frjálst að ákvarða hvaða samvistarformum hún kýs að veita blessun, ef einhverjum. Er ekki að sjá annað en að þetta samræmist ágæt- lega því að kyngreining sé fjarlægð úr lagalegum skilgreiningum okkar á hinni veraldlegu stofnun hjónabandi, sé tryggt að þjóðkirkjunni sé eftir sem áður í sjálfvald sett hvaða vígslur hún framkvæmir. „Samþykkt breytingartillögunnar setti þrýsting á þjóðkirkjuna" „Ég veit ekki hvort það séu fréttir fyrir biskup, en í tæpan áratug hefur verið í gildi lagalegur gjörningur sem jafngildir laga- og siðferðislegu hjóna- bandi og kallast staðfest samvist," sagði Hrafnhildur Gunnarsdóttir, for- maður Samtakanna 78 í samtali við Blaðið. „Vígslumenn sumra trúfélaga hafa lýst því yfir að þeir vilji fram- kvæma þennan gjörning fyrir sam- kynhneigða, en þeir hafa enn sem komið er ekki rétt til þess að gera það. Biskup virðist af einhverjum ástæðum beita sé gegn því að þeim sé veittur hann með lagabreytingu. Gaman væri að vita hvaða ástæður liggja þar til grundvallar.“ Blaðið innti biskup skýringa á því hvers vegna hann vceri mótfallinn lagabreytingunum. Biskup sá sér vegna anna ekki fœrt að mœta til viðtals, en sendi svohljóðandi svar í tölvupósti: „Prestar og forstöðumenn trúfélaga hafa verið opinberir vígslumenn við hjónavígslu enda verið sameigin- legur skilningur trúfélaga á því hvað um væri að ræða. Slík sátt væri ekki fyrir hendi varðandi staðfesta sam- vist. Þetta er umdeilt mál innan þjóð- kirkjunnar og flest skráð trúfélög gætu ekki tekið að sér að gegna þess- ari þjónustu sem breytingartillagan fer fram á. Það er nokkuð ljóst að samþykkt breytingartillögunnar nú myndi setja þrýsting á þjóðkirkjuna. Ekkert löggjafarþing hefur sett trúfé- lögum fyrir í þessum efnum.“ haukur@vbl.is Hlutfall skírðra barna breytilegt milli ára Nokkuð hefur þó dregið úr skírnumfrá 1992 Þegar rýnt er í tölur þjóðkirkjunnar um skírnir frá árunum 1992-2004 má sjá að fjöldi framkvæmdra skírn- arathafna er ansi rokkandi og því er erfitt að álykta nokkuð um þróun í aðra hvora áttina - þ.e. hvort að þeim foreldrum sem láta skíra börn sín fari fækkandi ár frá ári. Svo dæmi sé tekið voru árið 1999,4100 börn lif- andi fædd, en skfrnir á vegum kirkj- unnar voru 4052 talsins. Sker árið sig þannig frá árunum á undan og eftir, en þá var hlutfall milli skírðra og lifandi fæddra talsvert lægra. Þó má draga þá ályktun að nokkuð hafi dregið úr skírnum síðustu fimmtán árin ef miðað er við tölur þjóðkirkj- unnar um framkvæmdar skírnir árið 2004, en þá voru þær aðeins um 3100 m.v. rúm 4200 árið 1992. Þegar meðfylgjandi tafla er skoðuð skal haft í huga að tölur frá fáeinum prestaköllum vantar fyrir árin 2003 og 2004. Því má gera ráð fyrir aðeins hærri skírnartölu á þeim árum. Hlutfalli milli lifandi fæddra á árinu og skírðra ætti svo að taka með þeim fyrirvara að oft eru börn skírð síðar, t.d. fjölgar þeim sem skírð eru í tengslum við fermingar. Vfirlit 1992 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 Öll prófastsdæmi Skfrnir 4258 3761 3782 4052 3848 3547 3604 3428 3097 Lifandi fæddir á árinu 4609 4151 4179 4100 4315 4091 4048 4142 4234 Hlutfall skírðra af lifandi fæddum: 92% 91% 91% 99% 89% 87% 89% 83% 73%

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.