blaðið - 04.01.2006, Blaðsíða 28

blaðið - 04.01.2006, Blaðsíða 28
28 I FYRIR KONUR MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 2006 blaöið Fimmtán hlutir sem konur elska og eru þakklátar fyrir Vertu þakklát fyrir attt það góða i heimi hér Þegar þú ert svekkt og finnst allt og allir vera á móti þér, prófaöu þá aö rifja upp hluti og aðstæður sem eru þér kærar. Það er svo margt gott til í heiminum og margt sem við getum þó þakkað fyrir. Að klappa kettlingi, horfa á börn leika sér, sitja uppi í sófa með tebolla og teppi. Oftast eru það einföldu hlutirnir í lífinu sem gefa okkur mest. Ef þér dettur ekkert í hug sjálfri, þá er hérna listi sem telur upp hluti sem langflestar konur elska, hvort sem þeim líkar það betur eða verr. Til dæmis er sambandið við súkkulaði og kökur oft á tíðum ástar og haturssamband, en hvað getum við sagt? Súkkulaði Súkkulaði er eitthvað sem konur elska meira og meira því eldri sem þær verða. Með aldrinum þróast súkkulaðiáhuginn oft yfir á æðra stig þar sem við verðum sérfróðar um uppruna, tegundir, áferð, blöndur og bragð. Kökur Það er gaman að baka þær, skemmti- legt að bjóða upp á þær og alveg dá- samlegt að borða þær. Bækur Bækur fóru með okkur í undraheima hugarflugsins þegar við vorum litlar stelpur. f dag hjálpa þær okkur að gleyma stað og stund, og það sem er eflaust mikilvægast - slaka á. Góðar bíómyndir Hvort sem þú ferð með maka, kær- asta, vinkonu eða ein í bíó þá er alltaf gaman að maula popp í myrkrinu. Blóm Það er yndislegt að fá þau, gaman að gefa þau og gott að hafa þau í kringum sig hvort sem þau eru afskorin eða í pottum. Vetrarsólin í þá örfáu tíma sem hún brýst fram og yljar okkur í skammdeginu. Þegar hún glitrar á nýfallinni snjó- breiðu. Þegar hún tindrar á blautum rúðum og þegar hún bræðir svellið á útitröppunum. Hiti Frá teppi, hitapoka eða ást... Tónlist Hvaða tónlist sem er. Best er að vera ein, eða með gamalli vinkonu og syngja með. Svo ekki sé minnst á þegar verið er að taka til, hlaupa á brettinu, keyra í vinnuna, heim úr vinnunni og svo framvegis. Thank you for the music sungu Abba og það gerum við líka. Hátíðir, veislur, matarboð og partí Að halda góðar veislur getur nánast flokkast undir listgrein. Borðskreyt- ingar, hverjum þú býður, hvað er í matinn... allt þetta krefst natni og alúðar. Ein besta mynd sem gerð hefur verið um dásamlegt matarboð er Gestaboð Babette. Við erum allar með eina Babette inn við beinið. Vinátta, vinkonur og vinskapurinn Það er fátt skemmtilegra en að rækta vinskap. En vittu það þarf að rækta hann. Að segja “Við verðum að hafa samband,” en hafa svo aldrei samband mun enda með því að sam- bandið rofnar. Ef þú vilt halda í vini þá verðið þið að sameinast um að rækta þetta litla beð. Litirnir í allri sinni dýrð Prófaðu í heilan dag að taka bara eftir bláu og gulu. Eða rauðu og fjólu- bláu. Hvítu og bleiku.... Þetta getur hresst ansi mikið upp á grámyglu- legan hversdagsleikann. Lykt Ekki spara spari ilmvatnið of mikið. Ilmvötn renna út eins og allt annað. Notaðu það í það minnsta á sunnudögum, helst á hverjum degi. Af hverju ekki að lykta vel alla daga frá morgni til kvölds? Gæludýr Úúúú... þau eru svo krúttleg! Kakó, te og kaffi Hvar værum við ef ekki væri fyrir gott kaffi. Heimllið Heimilið okkar er endalaus upp- spretta sköpunargleði, öryggis og sælu. Heima er best. Góðar leiðir að markmiðinu: Verður þú grennri, hraustari og reyklausari árið 2006 Þaö er spennandi og hvetjandi aö sjá möguleikana sem eru framundan þannig aö gott er aö skrifa niður þaö sem þig langar aö ná fram. í kjölfar áramóta og áramóta- heita virðast allir ætla að verða grennri, fallegri, betri, hraustari og reyklausari á nýju ári. Það er svo sem ekkert mál að lofa og lofa en muntu standa við áramóta- heitið? Stóðstu við þau markmið sem þú settir þér á síðasta ári eða áttu kannski enn eftir að ljúka þeim? Tilgangurinn með að setja sér markmið er að ná þeim og stundum útheimtir það einhverja vinnu. En eins heimskulega og það hljómar þá sleppa mörg okkar þeim hluta og svo veltum við okkur upp úr því af hverju við náðum ekki markmiðum okkar. Ef þú ert loksins tilbúin/n til að setja þér markmið í þeim tilgangi að ná þeim þá eru hér nokkar góðar leiðir. En gleymdu ekki að þú þarft að nota þær til að þær virki! Takmörkun Takmarkaðu metnað þinn. Þú getur ekki gert allt og fengið allt, sama hve mjög þig langar til þess. Auk þess er auðveldara að ná markmið- unum séu einhverjar skorður settar á þau. Settu þér nokkur markmið og haltu þig við þau. Þegar þeim mark- miðum er náð er lítið mál að setja önnur. Hægt og rólega muntu því fá allt sem þú vilt. Hvaðviltu? En hvað er það sem þú virkilega vilt. Vertu nákvæm og skilgreindu vel hvað það er sem þú vilt. Hugs- aðu um það og skipuleggðu það. Ekki bara segja að þú viljir betri bíl heldur segðu að þú munir leggja fyrir ákveðna upphæð á mánuði til að kaupa nákvæmlega þessa gerð af bíl. Þú munt æfa nákvæmlega þetta oft í viku til að ná þessari ákveðnu þyngd. 99...................... Segðu sjálfri þér að þú sért það sem þú vilt verða og þú munt vinna þeim mun hraðar til að ná markmiði þínu. Draumar verða að veruleika Hafðu forgangsröðina á hreinu. Þú átt ekki að einbeita þér að því sem þú vilt heldur að því hvernig þú ætlar að ná því sem þú vilt. Eins og áður kom fram þá er tilgangur þess að setja sér markmið að ná þeim. Ef þú bara vilt og vonar þá muntu gera það sem eftir er ævinnar. Það er þegar þú ákveður að gera eitthvað í því sem draumar verða að veruleika. Markmiðabók Skrifaðu markmiðin niður. Það er spennandi og hvetjandi að sjá mögu- leikana sem eru framundan þannig að gott er að skrifa niður það sem þig langar að ná fram. Vertu eins ljóðræn og hagsýn og þú vilt vera því þetta er eingöngu fyrir þig og engan annan. Lestu markmiðin þín yfir oft og reglulega til að gleyma engu. Njóttu þess Taktu einn dag í einu og eitt skref í einu. Litill hóll virðist alltaf vera risastór áður en þú hefur göngu en það breytist þegar þú ert lögð af stað. Ef þú þarft að missa 30 kíló byrjaðu bara á því að missa fyrstu fimm, svo næstu fimm og svo framvegis. Gefðu sjálfri þér tíma til að njóta þess að ná markmiðum þínum. Feikaðu það Notaðu imyndunaraflið. Hefurðu ekki heyrt máltækið: „Ef þú ert ekki að meika það þá skaltu feika það“. Gerðu drauma þína að veruleika. Segðu sjálfri þér að þú sért það sem þú vilt verða og þú munt vinna þeim mun hraðar til að ná markmiði þínu. En fyrst og fremst skaltu hafa trú á þér, því þú ert sú eina sem getur látið drauma þína rætast. Stattu þig, stelpa! svanhvit@bladid. net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.