blaðið - 04.01.2006, Blaðsíða 24

blaðið - 04.01.2006, Blaðsíða 24
24 I TÆKI OG TÓL MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 2006 blaöiö Tœki og tól, böl eða blessun? Hátœknirannsóknir á svefnerfiðleikum Það líður sennilega sjaldan sá klukkutími sem við notum ekki tæki eða tól af einhverju tagi. Það getur meira að segja reynst erfitt að vakna án tækja því vekjaraklukkur eru jú auðvitað tæki. Að opna ísskáp- inn eða taka upp símann er svo stór hluti af okkar daglega lífi að um leið og þessi tæki bila verður uppi fótur og fit og allt lagt í sölurnar til að laga þau sem fyrst. Fólk er orðið svo háð tækninni að það getur verið erfitt að vera án hennar. Sum tæki eru svo fljót að breytast að fólk þarf að hafa sig allt við til að fylgjast með. Allt í einu þarf að skipta gamla afrugl- aranum út fyrir nýjan stafrænan myndlykil til að geta notið alls þess sem er í boði. Vídeótækið er um það bil að úreldast og DVD spilarar hafa tekið við. Sjónvarpið er líka að horfa fram á nýja kynslóð veggsjónvarpa, plasmaskjái og hvað þetta heitir allt saman. Stafrænar myndavélar eru líka orðnar sjálfsagður hlutur af til- verunni og þeir sem ekki eru með myndir af sér og sínum nánustu á vefnum eru varla gjaldgengir í okkar ágæta tækjasamfélagi. í flestum tilfellum eru ný tæki til bóta og auðvelda okkur lífið en fyrir þá sem eiga erfitt með að læra á ný tæki getur þetta verið til trafala. Eldra fólk á oft erfitt með að læra á ný tæki og svo er líka til fólk sem hefur lítinn áhuga á stafrænum myndlyklum og DVD spilurum sem þarf að tengja hárrétt saman til að fá herlegheitin til að virka. En tæki eru ekki aðeins bundin við heimilið. Þeir sem eiga við van- heilsu að stríða njóta einnig góðs af nýjum tækjum og með hátækni á heilbrigðissviði verður líka auðveld- ara að greina ýmskonar kvilla og koma með lausnir í framhaldinu. Frá örófi aldra hafa tæki og tól endurspeglað mannlega hæfni hvers tíma og með því að skoða gömul verkfæri er hægt að segja til um á hvaða stigi þróunar fólk var á þeim tíma. Tæki eru afsprengi hugvits nú sem áður og þróun tækja heldur áfram svo lengi sem mennirnir eru hugsandi verur. Saga krullu- járnanna á íslandi í gegnum tíðina hafa konur lagt ýmislegt á sig til að líta vel út. Frá örófi alda hefur ákveðin tíska verið í hárgreiðslu og misjafnt hvort hárið átti að vera stutt eða sítt, liðað eða slétt. Um 1920 styttist hártíska kvenna og þá kom fram þörf fyrir að liða hárið. Upphaflega var hárið mótað með geli og síðan voru fingur og burstar notaðir til að ná fram liðum í hár. „Fyrstu krullujárnin sem komu til íslands voru hituð á eldavél eða á ofni og eru frá því í kringum 1930,“ segir Gerður Róbertsdóttir deildar- stjóri varðveislu á Árbæjarsafni. ,Þegar járnin voru orðin snarpheit voru þau sett í hárið og það krullað. Járnið var hægt að klemma saman en það var allt úr járni sem þýðir að handföng þess hafa líka hitnað og því hefur verið óþægilegt að vinna með það. Á millistríðsárunum voru einnig notaðar einhvers konar krulluklemmur til að fá bylgur í hárið og reyndu konur jafnvel að sofa með þær.“ Gerður segir að fyrstu krullujárnin hafa líklega verið flutt inn frá Bretlandi eða Dan- mörku. „Fyrsta Hárgreiðslustofan sem stofnuð var á íslandi var líklega stofnuð um 1930 og þar voru notuð krullujárn og hárþurrkur, sem voru nýjustu tæki þeirra tíma.“ Gerður segir að upp úr 1950 hafi fyrstu rafmagnskrullujárnin komið til íslands og urðu þá mjög vinsæl. ,Til að fá liði í hárið er einnig hægt að nota rúllur og karmenrúllur urðu mjög vinsælar upp úr 1970. Þær voru þægilegri en gömlu rúll- urnar og það tók styttri tíma að fá liði í hárið með þeim heldur en með gömlu rúllunum. Karmenrúllurnar voru á standi sem var stungið í samband þannig að rúllurnar voru heitar þegar þær voru settar í hárið“, segir Gerður. Núna er flóran í krullujárnum mikil og bæði hægt að fá járn til að slétta og krulla hárið. Einnig má finna rúllur af öllum stærðum og eerðum að ógleymdu permanentinu. Á tímabili voru svokölluð vöfflujárn vinsæl. Svo getur hver og einn valið það tæki sem hentar hárinu best. hugrun@bladid.net Hvað mælir svefnrannsóknartæki? Haraldur segir að tækið mæli heila- línurit, augnrit, hjartalínurit, vöðva- rit og einnig er hægt að segja til um mismunandi svefnstig t.d. draum- svefn og djúpsvefn. Um 20% stríða einhvern- tíma við svefnerfiðleika „Margir hafa áhuga á að skoða öndun í svefni en kæfisvefn er algengur svefnkvilli. öndunarhlé getur truflað svefninn en ef nokkur tíu sekúndna hlé verða á öndun á klukkutíma er það nægjanlegt til að greinast með kæfisvefn. Talið er að um 4% karla og 2% kvenna eigi við kæfisvefn að stríða." Haraldur segir að með svefnrannsóknum sé hægt að skoða hvernig öndun er háttað í svefni. Tækið sem mælir öndun- arþætti kallast Embletta, og er frá árinu 2000 og hefur verið selt víða um heim. „Önnur orsök svefnerfið- leika eru fótakippir sem verða svo öflugir að fólk vaknar upp.“ Talið er að um 20% fólks eigi við svefnerfiðleika að stríða einhvern- tíma á ævinni og getur svefnleysi verið hættulegt þegar til lengri tima er litið. Annað algengt vanda- r / hrotur. Biðlisti í svefnrannsóknir misjafn Þeir staðir sem bjóða upp á svefn- mælingar hér á landi eru geðdeild og lungnadeild Landspitalans, Reykja- lundur, Læknasetrið i Mjódd og Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Haraldur segir að vanalega sé ein- hver biðlisti í svefnrannsóknir en hann sé þó mislangur. „Algengasta svefnvandamálið eru erfiðleikar með að sofna eða að fólk vaknar um miðjar nætur. Ef fólk á erfitt með að sofna er lítið sem svefnmæling getur gert en ef fólk er að vakna upp um miðjar nætur má e.t.v. rekja það til ákveðins svefnmynsturs sem svefn- rannsóknir geta sýnt fram á“, segir Haraldur. mál í svefni eru hrotur en þá er hægt að setja fólk í blásturstæki en oft er byrjað á því að láta fólk hafa góma sem heldur öndunarveginum opnum og á að koma í veg fyrir hugrun@bladid.net Það nýjastafyrir tœkjafíklana Hœgt að horfa á myndbönd í mp3 spilurum Skráðu bílinn á www.bilamarkadurinn.is ðm/rttf V SmtUiumtt 46 £ • Xá* Það nýjasta á markaðnum erlendis er mp3 spilari sem hægt er að horfa á myndbönd í. Tækið er ákveðið mót- spil við nýja iPodinn frá Apple þar sem hægt er að horfa á myndbönd. Þessi nýi mp3 spilari er ekki kom- inn til landsins en svar Sony við vax- andi eftirspurn eftir tæki sem getur spilað tónlist, sýnt ljósmyndir og myndbönd er PSP eða Playstation Portable. „PSP byggir á hinni geysivinsælu Playstationtölvu en nú er hún orðin að lófatölvu og fólk getur spilað leiki, horft á kvikmyndir eða spilað tónlist hvar og hvenær sem er“, segir Krist- inn Theódórsson verslunarstjóri í Sony center. „PSP er með 4,3 tommu breið- tjaldsskjá sem er ótrúlega skarpur og flottur. PSP tekur bæði minnis- kubba Sony Memorystick Duo og litla geisladiska sem kallast UMD. Fólk getur því sett eigið efni á allt að 2GB minniskubba, en það geta verið um 6 klst af kvikmyndum, fjöld- inn allur af ljósmyndum eða mp3 tónlistarskrám.“ Kristinn segir að í Sony center megi líka finna mikið úval af mp3 spilurum með 1GB minni sem hafi verið mjög vinsælir. „Þeir mp3 spil- arar sem við erum með eru með inn- byggða lithium rafhlöðu sem ekki þarf að tengja við rafmagn heldur er hægt að hlaða með þvi að tengja beint við tölvu. Eftir aðeins 3 mín- útna hleðslu er hægt að spila í allt að þrjá tíma.“ hugrun@bladid.net Tœki sem greina mismunandi tegundir svefnerfiðleika Hvernig sefur þú? Fjölmargir eiga við svefnerfiðleika að stríða í styttri eða lengri tíma. Algengsta svefnvandamálið eru erfiðleikar með að falla í svefn eða að fólk vaknar upp um miðjar nætur og nær ekki að festa svefn aftur. Svefnkvillar fylla um 70 flokka. Á íslandi eru stundaðar svefnrann- sóknir og framleidd tæki til svefn- rannsókna. Þannig getur fólk fengið úr því skorið hvers konar svefnkvillar hrjáir það og fengið viðeigandi meðhöndlun. „Við framleiðum tæki og hug- búnað til að halda utan um rekstur svefnrannsókna", segir Haraldur Þorsteinsson sálfræðingur og svefn- tæknifræðingur hjá Flögu Medcare. „Fysta svefnrannsóknartækið sem Flaga hannaði kallaðist Embla og var notað til mælinga á svefni bæði inn á spítölum og i heimahúsum. Svefn- rannsóknartækið sýndi stafrænar upptökur á svefni og var það smátt í sniðum. Síðan hélt þróunin áfram og arftaki fyrsta tækisins var 16 rása tæki sem gat tekið upp á 200 riðum fyrir hverja rás. Með þessu var hægt að greina svefn og svefnerfiðleika nánar en áður var unnt. Þegar búið er að rannsaka svefninn þarf að vinna gögnin og skrá gæði svefnsins, öndun og síðan birtast skýrslur sem gefa ákveðna niðurstöðu.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.