blaðið - 04.01.2006, Blaðsíða 26

blaðið - 04.01.2006, Blaðsíða 26
26 I FYRIR KONUR MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 2006 blaöiö Leiðtoga og samskiptaþjálíun tyrír konur - Dale Carnegie þjálfun á íslandi Dale Carnegie þjálfunin hefur notið mikilla vinsælda um áratuga skeið og vinsældir hennar hafa farið stig- vaxandi undanfarin ár á Islandi. Auk þess að vera með almenn nám- skeið býður Dale Carnegie á íslandi sérsniðin leiðtoga- og samskipta- námskeið fyrir konur. Markmið námskeiðsins eru að bæta sjálfs- traustið, samskiptahæfileika, tján- ingu og forystuhæfileika auk þess að leiðbeina konum um hvernig má hafa stjórn á áhyggjum og streitu, en þessir þættir eru i raun drifkraftar velgengni hvers konar og því ekki úr vegi að efla þá. Einnig er lögð mikil áhersla á markmiðasetningu. Unnur Valborg Hilmarsdóttir er einn þjálfara námskeiðsins, en hún segir þörf á að bjóða sérstök nám- skeið fyrir konur. „Mörgum konum finnst þær búa í karlaveröld og fyrir þær getur verið betra að vera í sérstökum kvennahópum á nám- skeiðinu en ekki í almennum hóp. I slíkum hópum verða viðfangsefnin óhjákvæmilega þau sem konur tak- ast á við í lífinu og tengdari þeirra reynsluheimi. Allarkonur, jafnt sem karlar, kannast eflaust við að finna fyrir óöryggi við nýjar eða framandi aðstæður. Þetta er allt saman hægt að bæta og fólk getur þjálfað með sér hæfileikana í að takast á við slíkar aðstæður.“ Allir geta bætt sig Aðspurð segir Unnur markmið þeirra sem sækja námskeiðin mis- jöfn, enda allskyns verkefni og vandamál sem konur takast á við dag frá degi. „Sumar vilja bæta viðhorf sitt til lífsins, aðrar vilja ná jafnvægi milli fjölskyldu og vinnu og enn aðrar koma til þess að bæta samskiptahæfileika sína. Þetta eru auð vitað ekki bara sértæk vandamál kvenna en beinast að þeim áskor- unum sem konur mæta daglega í lífinu. Námskeiðin mótast mikið af hópnum sem saman kemur hverju sinni og af þeim sökum hentar mörgum konum að vera í hóp með konum eingöngu." Eðli málsins samkvæmt eru mark- mið kvenna misjöfn og allar hafa þær eitthvað fram að færa, enda eru konur á ólíkum stöðum í lífinu hverju sinni. „Til okkar kemur mjög breiður hópur kvenna og í raun allir þjóð- félagshópar. Þarna eru heimavinn- andi húsmæður og eins þær sem standa framarlega í viðskiptalífinu. 99.......................... Þeir einstaklingar sem fara í gegnum nám- skeiðin uppgötva margt nýtt um eigin getu og auka eigið sjálfstraust. Það er ómetanlegt. Þegar til kastanna kemur erum við allar að takast á við sömu, eða alla vega svipuð, viðfangsefni í lífinu, sama hver starfstitilinn er”, segir Unnur og bætir við að þjálfunin hafi reynst konum afar vel og að gaman sé að fylgjast með árangri þeirra. „Auðvitað er það líka misjafnt hvernig konur standa að vigi hvað þessi atriði varðar. Það er auðvitað eitthvað sem á eins við um konur og karla - þetta er mismunandi eftir einstaklingum og sjálfstraust er mismikið hjá fólki. Engu að síður geta allir bætt sig á einhverjum sviðum. Þeir einstaklingar sem fara í gegnum námskeiðin uppgötva margt nýtt um eigin getu og auka eigið sjálfstraust. Það er ómetan- legt,“ segir hún að lokum. halldora@vbl.is Fersk og tín á ballinu - frábær nýjung frá Chanel Flestar konur kannast við það að förðunin fari eilítið á mis þegar líða tekur á kvöldið. Þetta á sérstaklega við þegar h a 1 d i ð er á böll eða aðrar skemmt- anir um helgar og förð- unin er íburðar- meiri, enda ófáar sem auka á farðann við sérstök tilefni. Oft vill svo verða að farðinn verður glansandi og gjarnan brussu- legur eftir nokkrar klukkustundir og eru þá góð ráð dýr. Ekki er fallegt að bæta endalaust við meikið eða púðrið og því getur verið erfitt að halda andlitinu sem skildi. Skemmtileg nýjung hefur litið dagsins ljós frá Chanel, en þeir selja nú sérstaka vöru sem spornað getur við óþarfa glans og leið- indum. Þetta eru þar til gerð blöð sem taka af glans og óvelkomin svita í andliti þegar þess þarf með. Blöðunum er dempað létt yfir andlitið og húðin verður falleg á ný. Ásamt blöðunum fylgir pakkning- unni spegill. Þess má geta að varan er afar hentug í veskið, enda fer Htið fyrir henni, hún er litlu stærri en lyklakippa. Kuldamaski fyrir konurnar - bólguna burt áfáeinum mínútum Allar konur kannast við bólgur og þrota í augum, bæði á morgnana og eftir erfiðan vinnudag. Þetta á ekki einvörðungu við eldri konur heldur einnig þær yngri sem eiga það til að bólgna í augum eftir svefninn, nú eða eftir allt saltið í jólamatnum sem óneitanlega setur svip sinn á margar konur. Þessi bólgueyðandi kuldamaski er tilvalinn fyrir þær konur sem vilja losna við bólgur um og í kringum augun en hann hefur einnig áhrif á allt andlitið þar sem hann er mjög stór og þekur vel. Hann er settur í kæliskápinn í um 15 mínútur og síðan settur á augun, en á meðan er um að gera að leggjast upp í sófa og slaka á í nokkra stund. Þá má auðvitað geyma hann í ísskápnum allan sólarhringinn og grípa til hans þegar þess gerist þörf. Einnig vinnur maskinn vel á hausverk og öðrum streitueinkennum sem gera ósjaldan vart við sig í amstri dagsins. Skemmtileg lausn á góðu verði, en maskinn kostar einungis 699 krónur og fæst í Spa-deild Debenhams í Smáralind.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.