blaðið - 04.01.2006, Blaðsíða 17

blaðið - 04.01.2006, Blaðsíða 17
blaðið tólÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 2006 BÖRN OG UPPELDI I 17 Aðferðast til útlanda með lítil börn Góð ráð fyrir ykkur sem œtlið að ferðast með börn Það getur verið erfitt að ferðast með ung börn, allt frá ungabörnum og upp í fjögurra ára gamla grallara. Sérstaklega á þetta við um langferðir þar sem mörgum klukkustundum er eytt í sama rýminu svo sem eins og í flugvél eða rútu. Börnum hund- leiðist að sitja lengi á sama stað og vilja helst vera út um allt, alltaf. Það er því er um að gera að vera vel undirbúinn áður en ferðast er með börnin og hafa kynnt sér vel alla möguleika sem eru í boði. Það gerir ferðalagið miklu auðveldara ef allt er vel skipulagt fram í tímann og eins fyrirhafnarlítið og hægt er og auðvitað ánægjulegra fyrir litla ferðalanginn sem og alla hans sam- ferðarmenn. Hér eru nokkur ráð fyrir þá sem hyggja á ferðalag með börn sem auðvelda ferðina og eykur ánægju allra á flakkinu. Bleyjur • Útbúðu litla bleyjupoka þar sem þú ert með eina bleyju, þurrkur og krem (ef þarf) í hverjum poka og hafðu í sætisvasanum fyrir framan þig. • Skiptiborð eru um borð inni á sal- ernum vélanna. • Efþúertaðfaraaðskiptááeinum stórum þá er ágætt að kanna hvort flugfreyjur eða þjónar séu tilbúin til að aðstoða þig við að- gerðirnar með því að taka skipti- borðið niður fyrir þig. Eins er gott að spyrja hvar þau kjósi að bleyju- skiptin fari fram. Farangur • Börn sem borga a.m.k. 50% af full- orðinsgjaldi eiga rétt á venjulegri farangursheimild hjá Icelandair. • Ungabörn mega hafa með sér allt að 10 kg í farangur og auk þess kerru eða vagn. Einnig er leyfilegt að hafa burðarstól. Matur Flugleiðir koma vel til móts við þarfir fólks sem er að ferðast með börn. Hafa skal þó í huga að ungbarna- máltíðir og barnamáltíðir verður að panta fyrirfram, að minnsta kosti 24 tímum fyrir brottför eða þegar farseðlar eru pantaðir. • Fyrirungabörninerhægtaðpanta jógúrt og banana hjá Icelandair. • Heitt vatn er alltaf um borð til að hita upp pela og krukkur með barnamat. • Barnamaturinn um borð er skyr, Trópi, Cheerios, lasagna eða Caíz- one með kalkúnaskinu og osti. Um borð • Reyndu að bóka sætaröð þar sem eitt sæti er laust á milli foreldr- anna. Þannig getur annað ykkar hvílt sig á meðan hitt hugsar um barnið. Athugaðu líka að það er alltaf best að vera í sæti við ganginn • Taktu líka þinn eigin barnamat með, snakk og kex. Vertu viss um að hafa það sem barninu finnst best. • Um leið og þú sest í sætið, komdu þá helstu hlutum fyrir í sætisvas- anum fyrir framan þig. Hvað slær klukkan? • Fylgstu vel með klukkunni og sjáðu til þess að venjur barnsins fari mjúklega inn í nýjan staðar- tíma. Gerðu þetta í rólegheitum og aftur þegar þið komið heim. Hafðu það alltaf á bak við eyrað hvað klukkan er heima. margret@bladid.net Uppeldis Boðorðin 10 1. Þú skalt meta börnin þín eftir því hvernig þau eru, en ekki hvernig þú vilt að þau séu. 2. Líttu á sérhvert barn sem sjálfstæðan einstakling -ekki sem „krakkann'. 3. Sinntu sjálfum/sjálfri þér og ekki lifa lifinu í gegnum börnin þín. 4. Taktu vel eftir öllu sem vel er gert, hvort sem það er i smáu eða stóru -og veittu því viðurkenningu. 5. Láttu börnum þínum í té, óyggjandi upplýsingar eftir fremsta megni. Treystu þeim síðan til að vega þær og meta og draga af þeim eigin ályktanir. 6. Þú skalt ekki láta börn þín nota þig eða misnota, vegna þess að það skaðar ÞAU. 7. Þú skalt fela börnum þinum ábyrgð hvenær sem færi gefst svo að sjálfstæði verði þeim ekki um megn. 8. Gerðu börnum þínum ljóst að þú elskir þau án skilyrða hvort sem ákvarðanir þeirra falla þér í geð eða ekki. 9. Gefðu börnum þínum ráð- rúm til að gera sér grein fyrir afleiðingum gjörða sinna, í stað þess að halda yfir þeim hlífiskildi eins og þú hefur tilhneigingu til. 10. Þú skalt gleðjast innilega þegar forsjár þinnar er ekki lengur þörf -því þá hefur þú haft árangur sem erfiði. Fjarnám meö áherslu á starfstengt nám Kvöldskóli wmmmm Byggingagreinar Efnisfræði, framkvæmd og vinnuvernd og grunnteikning. Tækniteiknun Húsateikning, raflagnateikning, innréttingateikning, vélateikning, AutoCad og grunnteikning. Tölvubraut Forritun, gagnasafnsfræði, vefsíðugerð, vefforritun, netstýrikerfi og vélbúnaður. Upplýsinga- og fjölmiðlabraut Allar greinar í grunnnámi upplýsinga- og fjölmiðlabrautar; eins og myndbygging og formfræði, myndgreining, týpógrafía og grafísk hönnun, myndvinnsla og marg- miðlun, hljóðtækni, Ijós- og litafræði, inngangur að fjölmiðlun. Bygginga- og mannvirkjagreinar Verklegt og bóklegt grunn- og framhaldsnám. Rafiðnanám Grunnnám rafiðna 2. önn. Rafvirkjun 3.-7. önn. Listnám Ýmsir áfangar í kjarna og á kjörsviði almennrar hönnunar. Öflugur undirbúningur fyrir framhaldsnám í hönnun. Upplýsinga- og fjölmiðlagreinar Grunnnám upplýsinga- og fjölmiðlagreina. Undirbúningur fyrir nám í grafískri miðlun, vefsmíð, Ijósmyndun, nettækni, prentun og bókbandi.. Tækniteiknun Fjölbreyttir áfangar í AutoCad. Meistaraskóli Allar stjórnunar- og rekstrargreinar. Meistaraskóli Allar rekstrar- og stjórnunargreinar. Faggreinar byggingagreina. Almennt nám Enska 212, ENS303, grunnteikning, STÆ202, algebra og föll, STÆ 303, stærðfræði, UTN103, notkun upplýsingatækni og tölva í námi. Almennt nám Bókfærsla, danska, eðlis- og efnafræði, enska, félagsfræði, fríhendisteikning, íslenska, grunnteikning, spænska, stærðfræði, tölvugreinar, þýska, notkun upplýsingatækni og tölva. Innritun og greiðsla á neti stendur yfir og er opin til 15. jan. 2006 á www.ir.is. Kennsla einstakra áfanga er með fyrirvara um nœga þáttöku. Allar frekari upplýsingar í síma 522 6500 eða á vefskólans www.ir.is. Innritun og greiðsla á neti stendur yfir og er opin til 4. jan. 2006 á www. ir. is. Innritun með aðstoð verður í matsal skólans, þri. 3. og mið. 4. jan., frá kl. 16-19. (Hœgt er að greiða með peningum, debet- eða kreditkorti). Kennsla hefst mán. 9. janúar 2006. Kennsla einstakra áfanga er með fyrirvara um næga þátttöku. IÐNSKÓLINN f REYKJAVÍK

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.