blaðið - 04.01.2006, Blaðsíða 18

blaðið - 04.01.2006, Blaðsíða 18
18 I HEIMILI MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 2006 blaftid Fasteignakaupandi sér um hagsmuni kaupandans Kaup húsnœðis ex stœrsta fjáx- hagsskuldbinding einstaklings vera fyrirbyggjandi enda séu hags- munir kaupandans tryggðir. „Eg held að allir geti nýtt sér þessa þjón- ustu því eins og fyrirkomulagið er í dag þá er það fasteignasalinn sem gætir hagsmuna beggja aðila. Þetta er í rauninni viðbót við þessa lög- bundnu hagsmunagæslu fasteigna- salans. I flestum löndum er alltaf óháður aðili sem mætir með kaup- andanum í kaupsamninginn,“ segir Guðfinna og bætir við að auðvitað sé fasteignasalinn að reyna að fá sem hæst verð fyrir eignina. „Þess þarf hann að gæta fyrir seljandann en sé og allt þetta. Við erum því viðbót sem getur aðstoðað kaupandann, sagt honum til og passað upp á að öll gögn séu í lagi.“ Nauðsynlegt að þekkja réttarstöðu sína Guðfinna segir að þeir fasteignasalar sem hún hefur kynnt þjónustuna fyrir séu allir mjög jákvæðir og telja að það sé þörf fyrir þessa þjónustu. Enda segir hún að kaup íbúðarhús- næðis sé stærsta fjárhagsskuldbind- ing manneskjunnar á ævinni. „Þess vegna skiptir máli að einstaklingar 99.................................. Þess vegna skiptir máli að einstaklingar viti nákvæmlega hvaða skuldbind- ingu þeir gera og hver réttarstaðan er efeitthvað skyldi koma upp á. Eftir jól og áramót eru margir sem hugsa sér til hreyfings og setja íbúðir sínar á sölu. Þetta tímabil er jafnan annasamt hjá fasteignasölum enda vilja flestir vera komnir í nýju íbúðina fyrir eða um sumarið. Það er ekkert launungarmál að kaupsamningar, afsal, sölutilboð og annað sem tengist húsakaupum getur verið illskiljanlegt og flókið. Fasteigna- kaupandi er nýtt fyrirtæki sem sér um hagsmuni kaupandans og verndar hag hans í þessum frumskógi. Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir lögmaður er framkvæmdastjóri Fasteignakaupanda og hún segir fyrirtækið bjóða upp á nýja þjón- ustu fyrir kaupendur fasteigna sem leiðir þá í gegnum kaupferlið. „Við pössum upp á hagsmuni kaupand- ans, mætum með honum í kaup- samning og afsal og hann getur leitað til okkar áður en hann gerir tilboð í eignina. Við förum yfir öll gögn sem varða eignina, hjálpum honum að spyrja réttu spurning- anna og upplýsum hann um hver hans réttarstaða er við kaupin.“ Óháður aðili með kaupandanum Guðfinna segir þjónustuna í raun fasteignasalinn er náttúrlega í leið- inni að gæta þess að það sé passað upp á kaupandann. En að sjálfsögðu getur fasteignasalinn aldrei farið í einhverja kennslu með kaupand- anum hvað hann þarf sérstaklega að passa upp á, hver réttarstaða hans viti nákvæmlega hvaða skuldbind- ingu þeir gera og hver réttarstaðan er ef eitthvað skyTdi koma upp á. Það kemur fyrir að fólk lendir í vanda- málum sem væri hægt að koma í veg fyrir. Það sem getur til dæmis komið fyrir er að seljandinn á að Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir:„Það kemur fyrir að fólk lendi í vandamálum sem væri hægt að koma í veg fyrir." klára einhver ákveðin atriði eftir kaupsamning. Ef það myndi ekki ganga eftir þá myndum við setja inn í kaupsamninginn hvað væri hægt að gera til að ljúka málinu þannig að það tæki ekki einhverja mánuði aukalega að leysa ágreininginn." svanhvit@bladid.net Fyrstu áhrifskipta máli í sölu húsa Losa sig við gœludýr og vonda lykt Hver kannast ekki við að skoða heimili sem virkar fráhrindandi þegar í byrjun. Eignin sjálf þarf ekkert endilega að vera hræðilega útlítandi heldur getur þetta verið eitthvað smáatriði sem fælir fólk frá. Oftar en ekki er þetta eitthvað sem hægt er að laga auðveldlega. Hér eru nokkrir punktar sem skulu hafðir í huga við sölu íbúðar Kaupandi myndar sér skoðun á fyrstu sekúndunni og því er eins gott að sú skoðun sé jákvæð. Oj, vond lykt Vond lykt inni á heimili getur fælt margan kaupandann frá. Það er mjög fráhrindandi þegar heimili angar af sígarettulykt eða jafnvel gæludýralykt. Fáðu einhvern til að lykta heima hjá þér og fáðu hrein- skilnislegt álit. Ef það er vond lykt þá skaltu útrýma henni með hreinu og fersku andrúmslofti, en ekki fylla loftið af ilmvatni eða lyktareyðandi efnum. Loftaðu út í þó nokkurn tíma áður en íbúðin er skoðuð og þrífðu vel. Háværir hundar Dýr geta haft mjög neikvæð áhrif á verðandi kaupendur. Sumir eru hræddir við hunda og ketti, sérstak- lega er slæmt ef hundurinn er hávær og flaðrar upp um alla gesti. Hafðu því hemil á þeim dýrum sem búa á heimilinu og komdu þeim jafnvel að heiman í stuttan tíma. Óhrein baðherbergi Það má eiginlega segja að baðher- bergið sé hjarta heimilisins, að minnsta kosti er það eitthvað sem verður að vera í topp standi þegar á að selja íbúð. Fyrst og fremst verður baðherbergið að vera hreint og snyrtilegt. Fáðu þér nýtt sturtu- hengi, ný handklæði í stíl og settu svo fallegt blóm í gluggann. Smá- atriðin skipta máli. Kveiktu Ijósin Dimm herbergi hafa mjög svo fælandi áhrif enda vilja kaupendur sjá íbúðina nákvæmlega. Fjarlægðu dimm og þung gluggatjöíd, sjáðu til þess að það séu perur í öllum stæðum, málið herbergi í ljósum litum og hafið gluggana hreina. Pöddur Losaðu þig við alla óvelkomna gesti. Enginn vill búa í ibúð sem pöddur halda stanslaust partí í. Ást við fyrstu sýn? Fyrsta áhrifin eru alltaf mikilvæg- ust. Vertu viss um að það fyrsta sem kaupandinn sér, útidyrahurðin, garð- urinn, inngangurinn, sé snyrtilegt og fallegt. Kaupandinn myndar sér skoðun á fyrstu sekúndunni og því er eins gott að sú skoðun sé jákvæð. Skítug gólf Jafnvel þótt gólfefnið í íbúðinni sé gert úr gulli þá lítur það alltaf illa út ef það er skítugt eða illa út lítandi. Hitt er annað mál að ljótt parket eða annað Ijótt gólfefni má gera töluvert fallegra með þvi einu að bóna það og þrífa vel. Kaupendur virðast láta sig varða hversu vel gólfið lítur út enda getur ljótt gólfefni verið mjög frá- hrindandi við fyrstu sýn. Troðið hús Sumir vilja hafa mikið af hlutum í kringum sig, bæði húsgögn sem og alls kyns dót. Það er gott og blessað en til að auðvelda sölu er best að lofta aðeins um íbúðina. Fáið að geyma eitthvað af húsgögnunum ef stofan eða svefnherbergið er of troðið. Eins er gott að pakka niður eitthvað af puntinu. Kaupandinn þarf að geta ímyndað sér sitt dót inni i íbúðinni og það er ekki hægt ef hún er troðfull af alls kyns drasli. Auk þess lítur plássið út fyrir að vera meira ef dótið er minna og íbúðin lítur öll betur út. Dautt hús Þrátt fyrir að hægt sé að losa aðeins um drasl og gera íbúðina söluvænni þá má alls ekki gjörsneyða hana öllu lífi. Það verður að sjást að einhver býr þarna, enda er það forsenda þess að einhver vilji búa þarna. Hafið því endilega heimilislegt og huggulegt. Til að mynda lífga blóm, persónu- legar myndir, litir og kerti alltaf upp á ibúðir og gera þær einstaklega notalegar. Kertavax á húsgögnum eða teppi get- ur verið hvimleitt vandamál. Vanda- mál sem hægt er að vinna bug á. Góð heimilisráð Svitablettir Það myndast ekki svitablettir á boli eða skyrtur ef svitalyktar- eyðirinn fær tækifæri til að þorna áður en farið er í fótin. Áður en flík er þvegin þá er best að nudda svæðið undir hönd- unum upp úr óblönduðum þvottalegi. Ef það hefur þegar myndast svitablettur í flíkþá skal nudda hann upp úr ediki. Flíkur þar sem svitablettir eiga það til að myndast skal þvo á hæsta mögulega hita sem flíkin þolir í þriðja hvert skipti. Illa lyktandi uppþvottvél Ef það er alltaf vond lykt í uppþvottavélinni þá skal fyrst athuga hvort sían sé nokkuð full eða hvort matarafgangar leynist einhvers staðar í vélinni. Hellið slatta af ediki í botn vélarinnar, látið standa í klukku- stund og setjið vélina í gang. Varalitur Venjulega er hægt að fjarlægja varalit úr flík með alkóhóli. Náðu í tvö handklæði og leggðu annað þeirra niður. Settu flíkina á handklæðið og láttu varalitablettinn vísa niður. Dýfðu hinu handklæðinu í alkóhól og ýttu varlega við blettinum aftan frá. Endurtakið þar til bletturinn er farinn. Kertavax Ef kertavax festist í teppi þá er besta leiðin að fylla pönnu af ísmolum. Settu pönnuna beint ofan á vaxið þar til það er frosið fast. Brjóttu síðan vaxið með hamri og fjarlægðu það. Ef einhver blettur situr eftir þá má fjarlægja hann með sápulegi. Ef kertavax festist á einhverju öðru, svo sem kerta- stjaka, skálum eða diskum, má fjárlægja það með sjóðandi heitu vatni. Settu hlutinn undir rennandi, heitt vatn og von bráðar rennur vaxið burt. Djúpsteikingarlykt Til að losna við djúpsteik- ingarlykt má sjóða einn bolla af vatni ásamt 2 tsk af ediki í nokkrar mínútur.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.