blaðið - 04.01.2006, Blaðsíða 10

blaðið - 04.01.2006, Blaðsíða 10
10 i ERLENDAR FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 2006 blaöiö Gasflutningar í eðlilegt horf Gert var ráðfyrir aðgasflutningar til Evrópu kœmust í eðlilegt horfígœrkvöldi. Ekki virðist vera lausn í sjónmáli ígasdeilu Rússa og Úkraínumanna þráttfyrir alþjóðlegan þrýsting. Gömul kona sem býr í nágrenni Kiev, höfuðborgar Úkraínu, ber eldivið inn á heimili sitt eftir að rússneska fyrirtækið Gazprom skrúfaði fyrir gasflutninga til landsins. Rússar unnu að því í gær að koma gasflutningum til Evrópu í eðlilegt horf en verulega dró úr þeim í kjöl- far þess að skrúfað var fyrir gasflutn- inga til Úkraínu. Javier Solana sem fer með utanrík- ismál hjá Evrópusambandinu reyndi að fá Rússa og Úkraínumenn að samningaborðinu út af gasdeilunni í gær. Philippe Douste-Blazy, utanrík- isráðherra Frakklands, hvatti einnig stjórnvöld í löndunum tveimur til að komast að samkomulagi í gasdeil- unni og láta hana ekki hafa meiri áhrif á gasflutninga til Evrópu. Lausn ekki í sjónmáli Þrátt fyrir þrýsting annarra ríkja virðist ekki vera lausn í sjónmáli í deilunni og hafa samskipti land- anna tveggja verið með stirðara móti. Rússar saka Úkraínumenn um að stela gasi sem ætlað er ríkjum í mið- og vesturhluta Evrópu. Úkra- ínumenn neita þeim ásökunum þó að þeir hafi lýst því yfir að þeir muni taka toll af gasinu fari hitastig niður fyrir -2 gráður. Rússar fara fram á að Úkra- ínumenn greiði rúmlega fjórum sinnum hærra verð fyrir gas en þeir hafa gert. Gassala til Úkraínu hefur verið niðurgreidd frá tímum Sovétríkjanna en nú vilja Rússar samræma gasverð því sem gildir á almennum markaði. Úkraínumenn segja aftur á móti að með aðgerð- unum séu Rússar að reyna að grafa undan ríkisstjórn landsins. Viktor Júsjenkó, forseti Úkraínu, þykir hliðhollur vesturveldunum og hafa stjórnvöld i Moskvu ekki farið leynt með óánægju sína með það. Banda- ríkjamenn hafa varað Rússa við því að beita orkuþvingunum i póli- tískum tilgangi. Norður Kóreumenn setja Bandaríkjmönnum stólinnfyrir dyrnar: Fara fram á að viðskiptaþvingunum verði aflétt Norður Kóreumenn segjast ekki ætla að halda áfram viðræðum um eyðingu kjarnavopna nema Bandaríkin aflétti viðskiptaþving- unum sem þau lögðu á ríkið vegna meintrar peningafölsunar og pen- ingaþvættis. Rodong Sinmun, tals- maður Kommúnistaflokks Norður Kóreu, hvatti Bandaríkin til að hindra ekki viðræður sex þjóða um eyðingu kjarnavopna með því að af- létta þvingununum. „Það er ómögu- legt að halda viðræður sex þjóða og sitja gegnt mótherja sem leitast við að einangra okkur og bæla okkur,“ sagði hann. Samþykktu eyðingu kjarna- vopna í september Eftir viðræðulotu í september sam- þykktu Norður Kóreumenn að eyða kjarnavopnum sínum gegn ýmsum diplómatískum og efnahagslegum friðindum auk þess sem öryggi landsins yrði tryggt. 1 nóvember sögðu Norður Kóreumenn aftur á móti að viðskiptaþvinganir stæðu í vegi fyrir framförum. Bandaríska fjármálaráðuneytið bannaði bandarískum fjármála- stofnunum í september að eiga við- skipti við Banco Delta Asia bankann í Macau sem það sakar um að vera yfirvarp fyrir peningafölsun Norður Kóreumanna. Mánuði síðar settu bandarisk yfirvöld átta norður-kór- esk fyrirtæki á svartan lista vegna gruns um að þau tækju þátt í dreif- ingu gereyðingarvopna. Auk Bandaríkjamanna og Norður Kóreumanna eiga Kínverjar, Japanir, Rússar og Suður Kóreumenn aðild að viðræðunum. Viðræður um eyðingu kjarnavopna f Norður Kóreu eru í óvissu vegna kröfu Norður Kóreumanna. Fimm ítalskir ferðamenn gíslar í Jemen: Setið um mannræningja Jemenskar hersveitir höfðu í gær þrengt hringinn um mannræningja sem tóku fimm ítalska ferðamenn sem gísla. Ræningjarnir hóta að taka gíslana af lífi verði ráðist á þá. Yfirvöld segja umsátrinu ætlað að frelsa gíslana og handtaka glæpa- mennina sem stóðu að ráninu. „Við munum ekki sýna þessum glæpa- mönnum neina linkind sem hafa skaðað orðspor þjóðar okkar, efna- Sjáið myndirnar á www.bilamarkadurinn.is i 46 £ • "Tjtéwd S. 567 1800 hagslíf og ferðamannaiðnað,“ sagði heimildarmaður í innanríkisráðu- neyti Jemens. Yfirvöld hafa neitað að taka þátt í samningaviðræðum við gíslatöku- mennina, en sendinefnd ætthöfð- ingja hefur reynt að komast að sam- komulagi við þá. Heimildarmaður innan lög- reglunnar sagði að gíslarnir fari fram á að átta félögum í gengi sem þeir tilheyra verði sleppt en þeir voru handteknir fyrir ættarvíg. Hundruð manna mótmæltu gísla- tökunni f Sanaa, höfuðborg Jemen. Stuðningur bandarfskra hermanna við stefnu George Bush, forseta, f (rak hefur dvínað samkvæmt nýrri könnun. Stuðningur her- manna dvínar Stuðningur við stefnu George Bush, Bandaríkjaforseta, í Irak hefur minnkað á meðal bandarískra hermanna samkvæmt árlegri könnun tímaritsins Military Times. Nú segjast 54% þátttakenda vera hlynntir stefnu hans í landinu en voru 63% fyrir ári síðan. Stuðningur við heildarstefnu forsetans hefur einnig minnkað úr 71% í fyrra í 60% nú. Þó að forsetinn njóti talsvert meiri stuðnings meðal hermanna en almennings i Bandaríkjunum hafa vinsældir hans einnig dvínað meðal þeirra. Military Times segir að líklegt sé að niðurstöður könnunarinnar eigi effir að hleypa nýju lífi í umræður um stefnu bandarískra stjórnvalda í írak. Upplýsingar um dánartfðni sjúklinga einstakra hjartaskurðlækna á Bretlandi verða aðgengilegar á Internetinu. Dánartíðni sjúk- linga á Netið Breska heilbrigðiseftirlitið hefur í hyggju að birta upplýsingar um dánartíðni sjúklinga einstakra hjartaskurðlækna. Stefnt er að því að upplýsingarnar verði öllum aðgengilegar á Internetinu eftir um fjóra mánuði. Þær munu gera sjúklingum kleift að velja sér lækni eftir árangri hans. Enn eru þó margir skurðlæknar sem neita að láta upplýsingar um dánartíðni af hendi sem gerir það að verkum að gagnagrunnurinn gefur ekki alveg rétta mynd af ástandinu. Sumir skurðlæknar telja að ekki eigi að gera upplýsingarnar opinberar þar sem það muni gera það að verkum að meiri lfkur séu á að skurðlæknar neiti að taka að sér tvísýnar aðgerðir. Landvistar- leyfi í skiptum fyrir kynlíf Bresk yfirvöld hófu í gær rannsókn á frásögn dagblaðsins The Sun að starfsmenn einnar stærstu innflytj- endaskrifstofu landsins hefðu veitt útlendingum landvistarleyfi gegn kynlífi. Fyrrverandi starfsmaður miðstöðvarinnar sem er f úthverf- inu Croydon fyrir sunnan London sagði að starfsmennirnir hefðu mis- notað aðstöðu sína til að fleka fallegar konur úr hópi umsækjenda á meðan umsóknum fólks sem „ekki hefði úthtið með sér“ hefði verið hafnað. „Þetta eru alvarlegar ásak- anir og ég mun ganga úr skugga um að þær verði ítarlega rannsakaðar," sagði Tony McNulty, innanríkisráð- herra. „Augljóslega mun ég ekki lfða þess háttar hegðun.“ Um 300.000 umsóknir um landvistarleyfi eru afgreiddar á hverju ári f miðstöðinni.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.