blaðið - 04.01.2006, Blaðsíða 14

blaðið - 04.01.2006, Blaðsíða 14
blaði Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson. Ritstjóri: Karl Garðarsson. ÓÁBYRG ORÐ OPINBERS STARFSMANNS Staða samkynhneigðra hefur batnað stórum síðustu ár og áratugi og þrátt fyrir að fordóma sé enn að finna úti í samfélaginu þá fara þeir minnkandi. En eins og svo oft áður þá kemur reglulega bak- slag í baráttu þessa hóps fyrir sjálfsögðum réttindum sínum þegar opin- beraðar eru gamaldags og oft illa ígrundaðar skoðanir. Þannig gerist það því miður öðru hvoru að orð sem falla í opinberri umræðu verða til þess að efast verður um heiðarleika og einlægni einstakra manna, og jafnvel heilu hópanna, í að bæta raunverulega réttarstöðu samkynhneigðra. Það réttindamál sem mest hefur verið talað um síðustu daga og vikur snýr að rétti samkynhneigðra til að ganga í hjónaband. Nánar tiltekið er komin upp hávær krafa í þjóðfélaginu um að þjóðkirkja íslendinga viður- kenni þennan hóp og leyfi samkynhneigðum að staðfesta hjónaband sitt fyrir Guði. Eins mótsagnarkennt og það kann að hljóma þá er málið til umfjöllunar á Alþingi fslendinga, því gera þarf breytingu á hjúskapar- lögum svo kirkjan hafi lagalega heimild til slíkra giftinga. Það virðist liggja fyrir að meirihluti þingheims sé tilbúinn að taka það skref. En svo gerðist það í nýárspredikun biskups íslands, Karls Sigurbjörns- sonar, að hann kaus að taka málið upp. í upphafi sagði hann að kirkjan hefði í gegnum tíðina fagnað réttindabótum til handa samkynhneigðum og að þjóðkirkjan stæði heilshugar með þessum hópi. Strax í kjölfarið sagði biskup að til þessa hefði hjónaband talist vera sáttmáli eins karls og einnar konu, „enda sé það í samhljómi við grundvallarforsendu sem kristin trú og siður hafi byggt á frá öndverðu." Að lokum varaði hann þingmenn við og bað þá um að „leyfa hjónabandinu að njóta vafans.“ í fréttum NFS lét hann síðan hafa eftir sér eitthvað á þá leið að ekki ætti að kasta hjónabandinu á sorphauginn án þess að menn hugsuðu fyrst sinn gang. Það er engum blöðum um það að fletta að kirkjan er eitt íhaldsamasta afl samfélagsins og þannig ættu orð biskups kannski ekki að koma á óvart. Þessi tvískinnungur biskups er hinsvegar óþolandi. Hann segir fyrst að samkynhneigðir eigi að njóta aukinna réttinda - en bætir svo við að það megi samt ekki gerast innan þeirrar stofnunar sem hann fer fyrir. Þrátt fyrir að Karl Sigurbjörnsson sé einungis opinber starfsmaður þá hafa orð hans áhrif. Hann ætti því að gæta sín á að beita þeim ekki jafn óvarlega og raun ber vitni. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingar. Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur. Aöalsími: 510 3700. Símbréf á fréttadeild: 510.3701. Símbréf á auglýsingadeild: 5103711. Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is. Prentun: Prentsmiöja Morgunblaösins. Dreifing: (slandspóstur. NLP Nów-steeí-ð Neu.ro - LÍ.rtgustLo - Progrflm-nd.wg skóli tífsins wwvv.ckar'.com kari^ckari.corr. - ersjáL-^rnusttó C ólngL? - unwgnr j>íg C betrí LCínr.? - píwust -)>ór nð fáír steLy L -(sLg? - Br íLtthvnó C fnrL fCrcu. sern. at fú vLLt vLr.rcn bug 6? - FLr,ust \>ír nð öJruwc gnvcgL betur L LCflwu ewjiór? - e;ewgur Llln nj teLárn verteefvu- servc-þii bytjnr á? - FLr.rv.st pér erfLtt að bévvdln gngr,rýrú? Me8 NUP «8fer8u.rr. geturýú nuðveLdLega breytt LífL fírvu. og stenp«8 pLrtn eLgLrt frnrr-tLð. NLP er rtotnð nf fóLteL urr. nLLnrv. beLrw. servc befur r^ð ffábee-rurr. UgbMmMvUlk rL Fyfórssort mfnlp árnrvgrL L LLfLrvu. utpplýsLrtgnr L sLrwn: í?94-229a Netfnwg: tenrú®etenrL.eí)W. Ndrusteelðlð fer fraru. vlrtea daaa frá 30. jflrvúflr tlL ±Q. ■fcbrúar -frá teL xg-aa NÓrUlrí. uppLiýsi.rvqflr urvt NL.P rvcd fLrvrva á: www.6te.nrL.corvt 14 I ÁLIT MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 2006 blaöið "É& líEvJfii EKJCi íp TíKfl TiL í UFj$EjeGfwu Mínu o& va VíÞ VKKuie SHrJuM;... VTöflT’E'KiN&fl FJo&uRpn ára tíT»& 1,%Z PT fasrr'EKJvM Dýrabær viöskiptalífsins Skömmu fyrir áramót kynntu Kaup- höllin, Viðskiptaráð og Samtök atvinnulífsinsaðraútgáfuafLeiðbein- ingum um stjórnarhætti fyrirtækja á sérstökum blaðamannafundi Þar kom fram hjá forstjóra Kaup- hallarinnar að öllum skráðum félögum í Kauphöllinni bæri að fara eftir reglunum. Nýráðinn forstjóri vátryggingafélagsins Sjóvár sagði að reynslan af fyrri útgáfu reglnanna væri góð og sannaði að viðskiptalíf- inu væri fullkomlega treystandi til að setja sjálfu sér reglur og fara eftir þeim. Eins að skoða þyrfti hvort ekki mætti beita því, sem hann kall- aði sjálfsprottnum reglum, á fleiri sviðum. Hafa reglurnar dugað? Fréttir af þessum blaðamannafundi vöktu þá spurningu í hvaða tilfellum hinar sjálfsprottnu reglur hafi reynst svo vel. Eru ekki miklu heldur dæmi um hið gagnstæða? Þannig fer lítið fyrir að eigendur FL Group, sem er skráð félag í Kauphöllinni, hafi virt reglur um óháða stjórnar- menn. Þeir sem töldust óháðir í stjórn FL Group ákváðu í fyrra að hverfa úr stjórn félagsins, að sögn vegna þess að stjórnarformaðurinn virti ekki stjórnarreglur þess og trauðla ákvæði hlutafélagalaga um verkaskiptingu stjórnar og forstjóra. FL Group hefur verið eitt umtalað- asta og umsvifamesta félag í Kaup- höllinni síðasta hálfa árið. Hvorki heyrðist þó hósti né stuna þaðan þegar þetta gekk yfir og engin krafa vkðist komin fram um að í stjórn séu einhverjir óháðir stjórnarmenn. Þá var því haldið fram í skráningar- lýsingu Mosaic Fashion á liðnu ári að einn stjórnarmanna hið minnsta væri óháður. Það gleymdist hins vegar að geta þess að hann var þá á kafi í alls kyns ráðgjafarverkefnum fyrir stærsta eigandann, Baug Group, sem hafði mesta hagsmuni af því að skráningin gengi upp. Ráð- gjafastörfin leiddu til þess að hann fór í vinnu hjá Baugi Group og Dags- brún, en síðargreinda félagið er að stærstum hluta í eigu Baugs Group og annarra eigenda FL Group. Kauphöllin og forvígismenn hennar hreyfðu engum andmælum við þessum upplýsingum í skrán- ingarlýsingunni, sem voru rangar. Kannski er þessi stjórnarmaður hættur í stjórn Mosaic Fashion eða bara hættur að vera óháður. Sjálfsprottna regluverkið hrekkur skammt Sjálfspottnar reglur viðskiptalifsins virka þvi ekkert betur en boðorðin tiu. Þrátt fyrir tilvist boðorðanna hafa menn stolið, drepið og drýgt hór svo lengi sem elstu menn muna. Og það er jafnvel stolið og drepið, þó refsing hafi lengst af verið lögð við því í lögum. Hvorki sjálfsprottnar reglur né vald- og viðurlagabundnar reglur virðast þannig duga til að halda aftur af þvi sem almennt er talin óæskileg hegðun manna. Sjálfsprottnar reglur viðskipta- lífsins kunna að lýsa vonum og væntingum þeirra, sem þær settu á blað. Lengra ná þær ekki. Þær eru á vissan hátt eins og yfirlýsing dýranna í Dýrabæ George Orwells, um að öll dýrin á þeim bæ skyldu jöfn. I viðskiptum ætla allir að vera góðir og heiðarlegir. I Dýrabæ var reglum breytt og þær sveigðar að hagsmunum svínanna, sem þar náðu völdum, og þau urðu jafnari en önnur dýr. Hið sama gildir um hinar sjálfsprottnu reglur viðskiptalífsins. Enginn, sem viðskipti stundar, kærir sig um að fara eftir sjálfsprottnu regl- unum, þegar hann þarf að skara eld að eigin köku. I viðskiptum verða alltaf einhverjir jafnari en aðrir, eins og glöggt má sjá af viðbrögðum viðskiptalífsins við ákvörðunum Yfirtökunefndar Kauphallarinnar. Þegar nefndin hefur komist að raun um að yfirtökuskylda hafi myndast í skráðum hlutafélögum hafa forsvars- menn þeirra gefið skít i niðurstöðu nefndarinnar á kostnað minnihluta hluthafa. Eftir situr nefndin marklaus og kveðst ekkert geta gert því hún hafi ekki völd til að framfylgja ákvörð- unum sínum. f Dýrabæ viðskiptlífsins eru öll dýrin jöfn en þó sum jafnari en önnur. Höfundur er útgefandi Blaðsins. Klippt & skoríð Fyrir norðan eiga Sjálf- stæðismenn ekki orð ^ ^ ™ fyrir ánægju sinni með að hafa tekist að kljúfa — , Samfylkingunaþarsembæði M Oktavfa Jóhannsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, og Sigbjörn Gunnarsson.fyrrumþingmaðurAlþýðuflokks- ins eru gengin til liðs við þá. Þau bæði, sérstak- lega Sigbjörn, hafa sterkan kjarna í kringum sig, sem gæti skipt hundruðum atkvæða. Sagan segir að þar sem Ijóst sé að Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri fari á þing strax í næstu kosningum þá sé búið að ganga frá þvf að Sig- björn verði næsti bæjarstjóri Akureyringa. A vef Mannlífs (www.mannlif.is) er fullyrt að Samtök atvinnulffsins (SA) hafi boðið llluga Gunnarssyni, hagfræðingi og fyrrverandi aðstoðarmanni Davfðs Oddssonar, að verða fram- kvæmdastjóri samtakanna eftir að Ari Edwald gekk á mála hjá Baugi. Nú má efast um að stjórn samtakanna hafi sprett svo úr spori um áramótin við að finna arftaka Ara, en lllugi kveðst hafa verið jafnundrandi og aðrir þegar Reynir Traustason ritstjóri Mannlffs bauð honum starfið með þessum hætti. Hitt er annað mál að fáir eru sjálfsagt betur hæfir í starfið en lllugi. Iáramótaávarpi forsætis- ráðherra ræddi Halldór Ásgrímsson m.a. um 1 þjóðgarðinn á Þingvöllum og vakti máls á því að mikilvægt kl\pptogskorid@vbl.is væri „að lögin frá 1930 verði f heiðri höfð en þar segir að Þingvellir við öxará skuli vera frið- lýstur helgistaður allra íslendinga". Vef Þjóð- viljinn (www.andriki.is) bendir á í gær á örlítil mistök (málflutningi Halldórs: „Já það er mikilvæg t að lögin frá 1930 verði i heiðri höfð. Ekki siður var mikilvægt að lög nr. S9/192S um friðun Þingvalla væru haldin í heiðri, en þau giltu þar til þau voru afnumin með lögum nr. 47/2004 um þjóðgarðinn á Þingvöllum. Þess vegna vill Vefþjóðviljinn taka undir og gera að sinni ósk Halldórs Ásgrímssonar um að lögin frá 1930 verði I heiðri höfð. Hvaða lög sem það eru. Lögin við alþingishátiðarljóðin kannski".

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.