blaðið - 12.04.2006, Síða 12
12 I DEIGLAN
MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 2006 blaðiö
Barnamyndir í Skotinu
Sigríður Bachmann heldur Ijósmyndasýningu í Ljósmyndasafni
Reykjavíkur á 60 ára afmœlisdegi sínum.
Ljósmyndasafn Reykjavíkur opnar í
dag sýningu eftir Sigríði Bachmann.
Sigríður fagnar 6o ára afmæli sínu
og í tilefni af vorkomunni kaus hún
að sýna myndir af börnum sem hún
hefur tekið í gegnum tíðina. Mynd-
irnar eru í lit en Sigríður hefur aldrei
sýnt litmyndir fyrr. Sigríður hefur
meistarapróf í ljósmyndun og opn-
aði eigin ljósmyndastofu árið 1988.
Á síðustu árum hefur hún að mestu
fengist við fotogram-myndgerð sem
er ljósmyndatækni þar sem hlutir
eru lagðir á ljósnæman pappír og
lýstir og myndast þá negatíft form
hlutarins.
Sýning Sigríðar verður haldin í
Skotinu sem er nýr sýningarkostur
hjá Ljósmyndasafninu. Harpa
Björnsdóttir, verkefnisstjóri safns-
ins, segir Skotið vera nýjung sem
gefi tækifæri til að kynna hina mar-
víslegu þætti ljósmyndunnar, hvort
sem er landslagsljósmyndun, portr-
ett-ljósmyndun, blaðaljósmynun
eða ljósmyndun sem myndlist.
„Skotið er sýningaraðstaða sem við
erum að þróa og sýning Sigríðar er
þriðja sýningin sem haldin er þar.
Myndunum er einfaldlega varpað
upp á vegg og þannig verður þetta
að myndflæði,“ segir Harpa. Sýning
Sigríðar stendur til 7. júní.
Tíu þúsund dagar
Um þessar mundir stendur einnig
yfir í Ljósmyndasafninu sýningin
,10.000“ eftir ljósmyndarann Frið-
rik Örn. Heiti sýningarinnar vísar
til þess að 27 ár, eða um tíu þúsund
dagar, eru liðnir frá því að Friðrik
Örn eignaðist sina fyrstu myndavél,
Ein af myndum Sigríðar Bachmann sem finna má á sýningu hennar í Skotinu.
þá átta ára gamall. Friðrik Örn lærði
ljósmyndun við Brooks Institute í
Kaliforníu og bjó í átta ár í Banda-
rikjunum en býr nú og starfar í
Reykjavík. Á sýningunni má meðal
annars sjá myndaseríu af íslenskum
kvikmyndaleikstjórum, myndir
teknar um nótt á ýmsum árstímum
og fjölda polaroid-mynda frá hinum
ólíkustu stöðum. Sýning Friðriks
stendur til 24. maí.
Halla Tómasdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs fslands, verður fundarstjóri.
Fundad um horfur
í efnahagsmálum
Hádegisverðarfundur fer fram á
Grand Hótel í dag þar sem rætt
verður um horfur í íslenskum efna-
hagsmálum. Samkvæmt nýlegri
skýrslu Den Danske Bank eru horf-
urnar á íslenska markaðinum væg-
ast sagt slæmar og gefa ekki tilefni
til mikillar bjartsýni. Ekki eru þó
allir á eitt sáttir með niðurstöður og
úrvinnslu skýrslunnar og er mark-
mið fundarins að ræða um hver
staðan sé í raun og veru. Höfundar
skýrslunnar „Iceland: Geysir Crisis,“
frá greiningardeild Den Danske
Bank, taka þátt í fundinum.
Frummælendur fundarins verða
Lars Christensen frá Den Danske
Bank, Þórður Friðjónsson forstjóri
Kauphallarinnar,og Edda
Rós Karlsdóttir
forstöðumaður greiningardeildar
Landsbanka Islands.Til viðbótar
fyrirlesurum verða á pallborði
Carsten Valgreen frá Den Danske
bank, Arnór Sighvatsson aðalhag-
fræðingur Seðlabanka Islands og
Tryggvi Þór Herbertsson prófessor
og forstöðumaður Hagfræðistofn-
unar Háskóla ífdands. Fundarstjóri
er Halla Tómasdóttir framkvæmda-
stjóri Viðskiptaráðs Islands.
Fundurinn fer fram á ensku og
hefst klukkan 12.00 og er gert ráð
fyrir að hann standi yfir í tvo tíma.
Miðaverð er krónur 4.800 en félags-
menn FVH greiða 3.000.
alvoru
orkudrykkur
Rýmum fyrir nýjum vörum .
Fluguhnýtingarefni - 30°/o ðfsl.
Fatnaður, takmarkað magn - allt að 70®/o afsl.
Kaststangarsett - allt að 60% afsl.
Refahár til fluguhnýtinga á 100 kf. pokinn
Önglartil fluguhnýtinga á 10 kr. Stk.
Leigu-vöðlur og stangir - 60®/o afsl.
Fyrirlestur
í Odda
„Óefnislegar _ eignir í efnahags-
reikningi“ er yfirskrift erindis
Einars Guðbjartssonar, dósents
við viðskipta- og hagfræðideild
Háskóla Islands, sem flutt
verður í dag klukkan 12.20. Mál-
stofan fer fram í Odda í stofu 101
og er öllum opin.
I fréttatilkynningu segir:
„Óefnislegar eignir fyrirtækja
hafa vaxið hratt á síðustu árum,
m.a. vegna framrásar íslenskra
fyrirtækja og uppkaupa þeirra
á öðrum fyrirtækjum. I árslok
2001 voru óefnislegar eignir fyr-
irtækja um 10% af heildareign
þeirra fyrirtækja sem skráð
voru á íslenskan hlutabréfa-
markað. En hver er staðan í dag?
Hversu stórt er hlutfall óefnis-
legra eigna af heildareignum ís-
lenskra fyrirtækja í dag? Einar
mun velta þessum spurningum
upp í erindi sínu og varpa ljósi á
hver staða mála er í dag.“
Skólinn og samkynhneigð
Frœðslufundur FAS ífélagsmiðstöð Samtakanna 78 í kvöld
I kvöld klukkan 20.30 stendur FAS,
félag foreldra og aðstandenda sam-
kynhneigðra, fyr'r fræðslufundi
sem hefur yfirskriftina „Skólinn
og samkynhneigð.“ Harpa Njáls,
formaður FAS, segir að markmið
fundarins sé að efla fræðslu og auka
umræðu um samkynhneigð innan
skólakerfisins.
„Á aðalfundi í fyrra var ákveðið að
eitt af markmiðum FAS yrði að setja
á stofn starfshóp um fræðslumál
og er fundurinn í tengslum við það.
Þessi starfshópur hefur sent bréf
til allra skólastjóra grunn- og fram-
haldsskóla á höfuðborgarsvæðinu
og beðið um að þeir komi erindinu á
framfæri við kennara, námsráðgjafa
og skólahjúkrunarfræðinga," segir
Harpa. Harpa segir að fundurinn
sé opinn öllum en því sé sérstaklega
beint til foreldra og aðstandenda
samkynhneigðra að mæta.
FAS var stofnað árið 2000 og er
aðskilið Samtökunum 78. Harpa
segir félögin starfa náið saman enda
vinni þau að sama málefninu. „Við
höfum verið með fundi tvisvar í
mánuði í vetur og erum alltaf með
fund annan miðvikudag í mánuði í
Samtökunum. Þar hittumst við og
tökum fyrir ákveðið efni og ræðum.
Þá höfum við einnig verið með opna
fræðslufundi í fundarsal Þjóðarbók-
hlöðunnar,“ segir Harpa.
Fundurinn fer fram í félags-
miðstöð Samtakanna 78 og heftt
klukkan 20.30. Fundarstýra verður
Ingibjörg S. Guðmundsdóttir, vara-
formaður FAS.