blaðið - 12.04.2006, Qupperneq 16
16 I ÁLIT
MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 2006 blaöiö
Bla6iö/lng 6
Samþykkir Framsóknarfólk
að fórna Ríkisútvarpinu?
Þingmenn Sjálf-
stæðisflokksins
í hugsjónaham
Það var stolt þjóð
sem hóf útsend-
ingu nýs Ríkis-
útvarps 1930. Út-
varpið reyndist
fljótt verða eins
konar sál þjóðar-
innar og samein-
aði hana í sókn til
nýrra tíma. Það
var ekki aðeins
boðberi frétta og
veðurfregna heldur varð það aflvaki
menningar og sjálfstæðisbaráttu
þjóðarinnar og þeirri baráttu lýkur
aldrei. Ríkisútvarpið tók sér ból-
festu í innstu djúpum þjóðarsálar-
innar og varð eins og órjúfandi hluti
af hjartslætti hennar.
Þessum hjartslætti á nú að fórna,
sáttin um Rikisútvarp þjóðar-
innar er rofin af þeim sem ganga
erinda græðginnar, allt er falt fyrir
peninga.
Það var löngu vitað að frjáls-
hyggjuöflin í Sjálfstæðisflokknum
vildu selja Ríkisútvarpið og að nú-
verandi menntamálaráðherra gengi
erinda þeirra. Meira að segja nýráð-
inn útvarpsstjóri Páll Magnússon
getur ekki hamið óþreyju sína að
verða framkvæmdastjórinn í einka-
væddu útvarpi. Skrifar hann greinar
í blöð til dýrðar einkavæðingu Rík-
isútvarpsins sem er í raun stórpólit-
ískt mál. En öllu félagshyggjufólki
þykir það afar döpur staðreynd að
forysta Framsóknarflokksins skuli
ganga svo fús undir það jarðar-
men með Sjálfstæðisflokknum að
fórna mótspyrnulaust Ríkisútvarpi
þjóðarinnar.
„Einkavætt og selt"
Forystumenn í þingliði Sjálfstæð-
isflokksins fluttu fyrr i vetur frum-
varp um brottfall laga um Ríkis-
útvarpið. Flutningsmenn tala þar
tæpitungulaust: Fyrst skal það hluta-
félagavætt og svo selt :„Einkavæðing
RÚV: Með frumvarpi þessu er lagt
til að lög nr. 122/ 2000 um Ríkisút-
varpið verði felld úr gildi 1. janúar
2007 en nánar tilgreind ákvæði
þeirra verði tekin upp í útvarpslög
nr. 53/200. Stofnað verði hlutafélag
um rekstur Ríkisútvarpsins og það
selt.“
Einstaka stjórnarliðar reyna að
slá um sig sauðagæru og tala með
holum hljómi um að ekki standi
til að selja RÚV. Það er þó eins og
þeir finni á sér að enginn trúi þeim.
Nákvæmlega sama var sagt þegar
einkavæðing Landsímans hófst.
Hann yrði ekki seldur. Hvernig fór?
Jú, hann var seldur með grunnneti
og öllu saman þvert á gefin loforð og
gegn vilja meginþorra þjóðarinnar.
Forysta Framsóknar vill
fórna Ríkisútvarpinu
Sú var tíðin að Framsóknarmenn
hreyktu sér af því að þeim væri
treystandi til að standa vörð um
Ríkisútvarpið sem sameign allra
landsmanna. Þeir stæðu gegn hug-
myndum og vilja Sjálfstæðismanna
um að gera Ríkisútvarpið að hlutafé-
lagi. Þeir mundu tryggja það að Rík-
isútvarpið yrði áfram þjóðareign.
Nú er ljóst að forysta Framsóknar-
flokksins er að svikja öll þau loforð
og samþykkt kröfu frjálshyggjuafl-
anna í Sjálfstæðisflokknum um að
fórna Ríkisútvarpinu á altari frjáls-
hyggjunnar. Forysta Framsóknar-
flokksins er ofurseld markaðshyggj-
unni og einkavæðingaræðinu. Hvað
segja almennir flokksmenn um
þessa þróun?
Starfsmenn undir hæl forstjóra
Starfsfólk Ríkisútvarpsins er sam-
kvæmt frumvarpinu svipt rétt-
indum sínum og mun eiga starfsör-
yggi sitt og kjör undir geðþóttavaldi
forstjórans. Það kallast víst nútima
stjórnunarhættir. Hægt er að velta
því fyrir sér hvort mikið pláss væri
inni í slíku fyrirtæki fyrir einstak-
linga á borð við Jón Múla Árnason,
Pétur Pétursson og Margréti Indr-
iðadóttur, en raddir þeirra urðu
í áratugastarfi hjá RÚV í raun
þjóðareign.
Fylkjum liði og verjum
Ríkisútvarpið
Forysta Framsóknarflokksins
kyngir fórn Ríkisútvarpsins enda
samvinnuhugsjónin og félags-
hyggjan djúpt niðri í skúffu. Þeir
sem æmta þar á bæ eru fljótt kveðnir
í kútinn.
En fyrrverandi formaður og for-
sætisráðherra Sjálfstæðisflokksins,
Þorsteinn Pálsson, lætur málið til
sín taka. Sem kunnugt er hefur hann
mikla reynslu í starfi á fjölmiðlum
og ritstýrir nú Fréttablaðinu. 1 rit-
stjórnargrein 5. apríl sl. veltir hann
upp efasemdum um heilindin á
bak við hlutafélagavæðingu RÚV:„
Annað hvort er undirbúningurinn í
skötulíki eða ekki er allt með felldu
um raunveruleg áform að reka hér
menningarútvarp og sjónvarp með
nokkurri reisn og af þeim metnaði
sem einn getur yfir höfuð verið rétt-
læting fyrir rekstrinum".
Víst er að þjóðin er að vakna
til varnar hjartslætti sínum,
Ríkisútvarpinu.
Stjórnarandstaðan á Alþingi mun
sameinuð berjast fyrir hagsmunum
þjóðarinnar og gegn því að Ríkisút-
varpinu verði fórnað.
Þjóðin getur treyst því að þing-
menn Vinstri grænna munu i þeim
efnum ekki láta sitt eftir liggja.
Höfundur er þingmaður Vinstri-
hreyfingarinnargrænsframboðs
Eins og senni-
lega flestir
þekkja er oft gott
að útskýra flókn-
ari hluti með
einföldum sam-
líkingum til þess
að auka líkurnar
. y r/11 , . njui iui j.
á að fólk átti sig Guðmundsson
á því hvað verið .............
er að tala um.
Tökum sósíalisma sem dæmi. Án
efa eru þeir margir sem hafa ekki
hugmynd um það nákvæmlega út
á hvað sú hugmyndafræði gengur
i grunninn og halda sjálfsagt að
hún snúist fyrst og fremst um að
tryggja jafnrétti fólks í viðkomandi
þjóðfélagi. Það er þó fjarri sanni.
Staðreyndin er nefnilega sú að
þegar sósíalistar tala um jafnrétti
þá eiga þeir við eitthvað sem rétt-
ara væri að kalla jafnstöðu. Hug-
myndir þeirra ganga m.ö.o. ekki út
á að allir hafi jöfn réttindi heldur
að allir séu neyddir til að vera í svo
að segja nákvæmlega sömu hjólför-
Yfirleitt hrífst ég
af hugsjónafólki.
Að sjálfsögðu er
hrifningin þó háð
því hver hugsjónin
er. Það verður að
játast að hugsjón
þeirraBjarnaBene-
diktssonar, Birgis
Ármannssonar,
Drífu Hjartar-
dóttur, Guðjóns Hjörleifssonar, Guð-
laugus Þórs Þórðarsonar, Gunnars
Örlygssonar, Péturs H. Blöndals og
Sigurðar Kára Kristjánssonar eins
og hún birtist í þingskjali nr. 1056,
er ekki sérlega hrífandi. Þetta hug-
sjónaplagg þeirra félaga gengur út á
að svipta opinbera starfsmenn þeim
rétti að þeim skuli veitt áminning
áður en þeim er sagt upp störfum.
Áminningarskyldan, sem svo hefur
verið nefnd, var sett í lög og samn-
inga til þess að koma í veg fyrir
duttlungastjórnun.
Stjórnunarréttur á
kostnað réttlætis
Áminningarskyldan sem forstöðu-
maður skal hlíta gerir það nefnilega
að verkum að starfsmanni gefst
kostur á því að bæta ráð sitt eða eyða
misskilningi ef um slíkt er að ræða.
Þetta gefa ofangreindir þing-
menn Sjálfstæðisflokks-
ins greinilega lítið fyrir.
í greinargerð með frumvarpi þeirra
er gefin skýring á því hvers vegna
lagt er til að felld verði brott sú
skylda að gera áminningu að skil-
yrði þess að hægt sé að segja starfs-
manni upp störfum: Með kröfu
um formlega áminningu, segja
þingmennirnir “sé stjórnunarrétti
vinnuveitanda settar verulegar
skorður á kostnað skilvirkni og
hagkvœmni. Með frumvarpinu er
þannigstefnt að auknum sveigjan-
leika í rekstrarumhverfi stofnana
ríkisins og stuðlað að því að ríkið
eigi ávallt á að skipa hæfustu
99.............................
Þvert á móti þá er
þetta til þess fallið
að skapa hræðslu og
undirgefni, jafnframt
því sem hlaðið er undir
óhæfa stjórnendur.
unum, þá yfirleitt fyrir tilstuðlan
hins opinbera á einn eða annan
hátt.
Tökum eina svona einfalda sam-
Hkingu, sósíalískan fótboltaleik.
Samkvæmt sósíalismanum (sem
og því afbrigði hans sem kallað
hefur verið jafnaðarstefna eða sósí-
aldemókratismi) er ekki nóg að
sömu reglur gildi um bæði liðin
sem taka þátt í leiknum, og að
allir leikmennirnir hafi sömu rétt-
indi, heldur er það svo að ef annað
liðið hefur sigur t.d. 5-2 þá þarf að
breyta stöðunni í 4-4 svo jöfnuður
sé tryggður. Tökum annað dæmi.
Nemendur þreyta próf í skóla og
hafa eins og gengur og gerist und-
irbúið sig misvel fyrir það. Einn
nemandi fær átta fyrir sína frammi-
stöðu á meðan annar fær tvo. Þetta
er auðvitað engan veginn í anda
sósíalismans og því fá báðir nem-
endurnir fimm svo allir séu nú
örugglega jafnir. Þetta hefur þó
vitanlega nákvæmlega ekkert með
jafnrétti að gera.
starfsmönnum sem kostur er á
hverju sinni og að fjármunir séu
nýttir á árangursríkan hátt...”
Þessi rök kaupi ég ekki. Völd stjórn-
anda eru vissulega tryggð en á
kostnað annarra starfsmanna.
Hvern er verið að styrkja?
En hverjir skyldu helst þurfa á
auknum lögbundnum völdum að
halda? Kraftmikill og sjálfsöruggur
stjórnandi talar augliti til auglitis við
starfsmann sem sinnir ekki starfi
sínu sem skyldi og segir honum að
til standi að víkja honum úr starfi og
hvers vegna. Hinn óöryggi forstöðu-
maður - að ekki sé minnst á hinn
sem er ranglátur duttlungastjórn-
andi - vill gjarnan komast hjá því
að eiga nokkur samskipti við þann
einstakling sem á að reka. Þessum
aðila vilja þingmennirnir koma
til aðstoðar og tryggja með lögum
heimildir hans til valdboðs, stjórn-
unarréttinn einsog þetta er kallað.
Þingmennirnir aðhyllast greinilega
forstjórahyggju, en hún byggir á
því að ráða eigi forstjóra sem síðan
hafi “sveigjanleika” til að skáka
hinu starfsfólkinu til að vild. Það
er mín sannfæring að þetta tryggi
ekki hinu opinbera hæfustu starfs-
mennina eins og þingmenninrnir
staðhæfa. Þvert á móti þá er þetta til
þess fallið að skapa hræðslu og und-
irgefni, jafnframt því sem hlaðið er
undir óhæfa stjórnendur.
Sjónarmið starfsfólks
Frumvarpshöfundar minna á það
í greinargerð að sams konar frum-
varp hafi komið fram frá fjármál-
aráherra fyrir fáeinum árum. Þeir
hefðu jafnframt mátt láta þess getið
að þáverandi fjármálaráðherra vildi
virða sjónarmið heildarsamtaka op-
inberra starfsmanna, sem andmæltu
frumvarpi hans og færðu fyrir því
ítarleg rök. Þess vegna varð úr að
ráðherra dróg frumvarp sitt til baka.
Sennilega gefa sjálfstæðisþingmenn-
irnir átta lítið fyrir röksemdir frá
samtökum launafólks. í sjálfu sér er
ekki hægt að gagnrýna þá fyrir að
beita sér í málum sem þeim finnst
vera brennandi réttlætismál. Þó verð
ég að segja, að glæsilegri hugsjónum
hef ég kynnst um dagana en þeirri
hugsjón að vilja auðvelda forstjóra
að reka starfsmann skýringarlaust.
Höfundur er alþingismaður
Svona virkar sósíalisminn í raun
og veru í grunninn í einfaldaðri
en engu að síður réttri mynd. Auð-
vitað munu ófáir vinstrimenn þver-
taka fyrir þetta, en staðreyndin er
engu að síður þessi. í grundvallar-
atriðum er hugmyndin ævinlega
sú að það sé ekki nóg að fólk hafi
jöfn réttindi heldur eigi hið opin-
bera að grípa inn í, þegar sumir ein-
staklingar hafa fyrir lífinu og ná
árangri en aðrir gera það ekki, og
jafna stöðu þeirra. Þá gjarnan með
einhverjum sértækum aðgerðum
eins og það er kallað (t.d. með
svokallaðri „jákvæðri mismunun",
„kynjakvótum" og „fléttulistum“
svo dæmi séu tekin), enda gengur
ekki að mati vinstrimanna að fólk
sem hefur fyrir lífinu, hvort sem
það er með því að leggja á sig lang-
skólanám eða öðru, hafi það betra
en þeir sem ákveða af einhverjum
ástæðum að gera það ekki.
www.ihald.is
Jón
Bjarnason
Sósíalískur fótboltaleikur
Ögmundur
Jónasson