blaðið - 26.04.2006, Síða 2

blaðið - 26.04.2006, Síða 2
2 I FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2006 blaðiö blaöiö— Hádegismóum 2,110 Reykjavík Sími: 510 3700 • www.vbl.is FRÉTTASÍMI: 510 3799 netfang: frettir@ bladid.net AUGLÝSINGADEILD: 5io 3744 netfang: auglysingar@bladid.net Stal 30 þúsund plastfötum Fyrrum ríkissaksóknari Túrk- menistan, Kurmanbibi Atadz- hanova, grátbað Saparmurat Niyazov, f o r s e t a landsins, um fyrir- gefningu í þætti í rík- issjónvarpi landsins í gær.Atadz- Túrkmenbashi skilur hanova, ekki hvað einn maður sem sagðl hefur að gera við 30 af sér emb- þúsund plastfötur. ætti fyrr í þessum mánuði, er sakaður um að hafa stolið 25 bílum, 36 húsum, 2 þúsund nautgripum og 30 þúsund plastfötum af rík- isstjórn landsins. f sjónvarps- þættinum ávarpaði hann forset- ann, sem einnig gengur undir nafninu Túrkmenbashi, kallaði hann „Hinn mikla leiðtoga“, við- urkenndi stuldinn og bað um fyrirgefningu. Túrkmenbashi sýndi fyrrum ríkissaksóknaranum lítinn skilning og sagðist ekki skilja hvað einn maður hefði við 30 þúsund plastfötur að gera. Hann sagðist ekki geta fyrir- gefið honum glæpinn og að Atadzhanova yrði dæmdur til fangelsisvistar. Túrkmenbashi er leiðtogi fyrir lífstíð í landinu og er persóna hans ákaft dýrkuð. Kurmanbibi Atadzhanova var náinn sam- starfsmaður hans og sótti hann meðal annars sextíu manns til saka árið 2002 en þeir voru grun- aðir um að eiga aðild að morðtil- ræði við forsetann. Líktu mann- réttindasamtök sem fylgdust með réttarhöldunum þeim við réttarhöld í valdatíð Jósefs Stal- íns í Sovétríkjunum. Blaöiö/Steinar Hugi ískúludeginum fagnað Það var kátt á hjalla í Smáralind í gær þegar allir fengu ókeypis íkúlu frá Ben & Jerry's t tilefni alþjóðlega ískúludagsins. Þetta er í 28. sinn sem hann er haldinn hátíðlegur um heim allan þó Sameinuðu þjóðirnar hafi enn ekki lagt blessun sína yfir hann. Halldór blæs á krepputal Halldór Ásgrímsson, forsætisráð- herra, var ræðumaður á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins (SA), sem fram fór í gær og notaði hann tæki- færið til þess að mótmæla tali um yfirvofandi samdráttar- eða kreppu- ástand hér á landi. Benti hann m.a. á að fjármálaráðuneytið spáði tæplega 2% hagvexti á næsta ári og rúmlega 2,5% hagvexti á árunum 2008-2010. Það væri minni hagvöxtur en á und- anförnum árum, en samt hærri en verið hefur í flestum ríkjum Evrópu. Forsætisráðherra telur að menn vanmeti innri styrk íslenska hagkerf- isins, „ekki síst sveigjanleika þess og getu til að mæta utanaðkomandi sveiflum og bregðast við þeim á skjótan og árangursríkan hátt.“ Halldórs sagðisumahaldaþví fram að þörf væri á verulegri stefnubreyt- ingu í efnahagsmálum, en kvaðst ósammála því. Miklum breytingum og framförum fylgdi jafnan nokkur órói og þá væri einmitt hvað mest ástæða til þess að halda stefnufestu og ró. Efnahagsstefna ríkisstjórnar- innar hefði skilað miklum árangri sem meðal annars birtist í rúmlega 25.000 nýjum störfum hér á landi frá árinu 1995. „Með hringlandahætti og vanstillingu er hins vegar auðvelt að missa tækifærin út úr höndunum,“ sagði Halldór. Frumvarp um kjararáö til bóta Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Ögmundur Jónasson hyggjast bæði styðja frumvarp um kjararáð. Bæði telja þau þó að breyta beri fyrirkomulagi við ákvörðun launa þingmanna. Þingmenn stjórnarandstöðunnar í efnahags- og viðskiptanefnd taka undir gagnrýni Alþýðusambands íslands á nýtt frumvarp um kjararáð en hyggjast engu að síður styðja frumvarpið og kalla það skref í rétta átt. Eins og greint var frá í Blaðinu í gær hefur ASf skilað inn áliti á frumvarpið til nefndarinnar ar sem það er harðlega gagnrýnt. frumvarpinu er gert ráð fyrir að fimm manna kjararáð leysi kjaradóm og kjaranefnd af hólmi við að ákvarða laun æðstu embættismanna þjóðarinnar. Áættanleg málamiðlun Ögmundur Jónasson, þingflokks- formaður VG segist munu styðja frumvarpið eins og það er í dag þrátt fyrir að hann hefði viljað sjá frekari breytingar gerðar í þessum málum en hann hefur meðal annars lagt fram frumvörp þess efnis. „Fyrir mitt leyti mun ég styðja frumvarpið enda byggir það á samvinnu allra flokka á Alþingi.“ Ögmundur segist hins vegar hafa viljað fyrir sitt leyti sjá þetta mál vera leyst með öðrum hætti. „Ég hefði viljað að ákvarðanir um launakjör alþingismanna og ráðherra yrðu teknar af þinginu sjálfu." Hann segir þá afstöðu byggja á því að þannig væri hægt að kalla einhverntilábyrgðarþegarákvarðanir um launamál valda deilum. Það væri að sögn Ögmundar sannarlega hægt gagnvart Alþingismönnum. „Hins vegar er stigið skref í þessa átt í þessu frumvarpi. Einnig er búið í haginn fyrir að fækkað verði verulega þeim sem fá sín laun samkvæmt úrskurði kjaradóms eða kjaranefndar og stefnt verður að því að fjölmennir hópar embættismanna eins og prestar og prófessorar semji um sín laun eins og aðrir.“ Ögmundur segir að þrátt fyrir að ekki sé kveðið á um þetta í frumvarpinu þá sé búið í haginn fyrir það að þróunin verði á þá leið í framtíðinni. „Ég hef vissulega gert tillögur um öðruvísi fýrirkomulag á þessum málum sem ég hefði frekar viljað sjá verða að veruleika, en þetta er málamiðlun sem ég ætla að fella mig við.“ Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmda- stjóri ASÍ er ósáttur við að ákvörðun um lífeyrisréttindi . kjörinna fulltrúa sé ekki inni í frumvarpinu. Ögmundur segist oft hafa lýst því yfir að kjörnir fulltrúar eigi að hafa sömu lífeyrisréttindi og aðrir landsmenn. „En það er minnihlutasjónarmið í þinginu og þetta mál var aldrei lagt upp þannig að tekið yrði á lífeyrisréttindunum. Hins vegar er vísað til réttinda á borð við lífeyriskjörin í frumvarpinu og kjararáði er gert að líta til slíkra réttinda við ákvörðun kjara þessara hópa.“ Skref í rétta átt „Ég held að það sé engum blöðum um það að fletta að með þessu frumvarpi er verið að gera jákvæðar breytingar sem ættu að koma til móts við þá gagnrýni sem fram kom á lögin um síðustu áramót," segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar. „Hitt er svo annað mál, að það er ekki verið með þessu að taka á öllu því sem lýtur að starfskjörum þingmanna eins og Gylfi benti réttilega á í viðtali í Blaðinu í gær.“ Ingibjörg segist efnislega geta tekið undir sjónarmið ASf þess efnis að þingmenn eigi ekki að fá að ákvarða hluta sinna launa sjálfir. „En það er spurning hvort það mál eigi að leysa í þessari atrennu eða hvort við eigum að vinna okkur í þá átt" Ingibjörg segir frumvarpið því tvímælalaust skref í rétta átt þrátt fyrir að ekki sé tekið heildstætt á kjaramálumþingmanna. „Enþað var ekki það verkefni sem nefndinni var falið og því ekkivið hana að sakast í því efni. Ég held að það sé til bóta að samþykkja þetta frumvarp og þá er jafnframt hægt að taka ákvörðun um hver næstu skref í þessum málum verða. Við eigum að mínu mati að fara í þá átt sem ASÍ bendir á því það er auðvitað eðlilegast að líta á kjaramálin sem eina heild." Ingibjörg bætir því við að það sé einnig brýnt að reyna að ljúka breytingum á eftirlaunamálum þingmanna en óvíst sé hvort það takist. „Það mál er statt hjá forsætisráðherra, hann getur ekkert komið sér undan því.“ 's'qrænmeti sérmerkt þér! HeMMdltO Léttskýjaðii*-*. Skýjaö Alskýjaö'’ • -■ Rigning, litilsháttar‘~^Rigningiíy.Súld “ SnJókoma.i£Ái. Slydda^^ SnJöélH^Skúr Algarve Amsterdam 19 13 Barcelona 22 Berlín 19 Chicago 04 Dublin 13 Frankfurt 16 Glasgow 11 Hamborg 15 Helsinki 08 Kaupmannahöfn 09 London 16 Madrid 23 Mallorka 22 Montreal 04 NewYork 07 Orlando 21 Osló 08 París 15 Stokkhólmur 10 Vín 21 Þórshöfn 06 Veðurhorfur í dag kl: 15.00 Veðursíminn 902 0600 Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu íslands

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.