blaðið - 26.04.2006, Page 12

blaðið - 26.04.2006, Page 12
12 I DEIGLAN MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2006 blaAÍÖ Vítisvélar og fyrirlestrar i Salnum Útskriftartónleikar og -fyrirlestrar tónlistardeildar Listaháskóla íslands í Salnum í Kópavogi í kvöld. Með skinku oq osti Fulleldaðir og tilbúnir JVtHl||tI$ á pönnuna eða í ofninn! „„■dmnnunrhoi,, Ein af myndum Hjörleifs sem sýnd er í Öskju, náttúrufræðihúsi Háskóla Islands. Náttúra íslands í myndum Hjörleifs í dag verður opnuð ljósmyndasýning í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla íslands, í tilefni af 70 ára afmæli nátt- úrufræðingsins og náttúruljósmynd- arans Hjörleifs Guttormss'onar. Sýndar verða 28 myndir úr stóru ljósmyndasafni Hjörleifs sem teknar voru á árunumi968-2003. Það er Landvernd sem stendur að sýningunni. Myndirnar eru frá öllum landshlutum og endurspegla fjölbreytileika íslenskrar náttúru. Flestar eru þær stækkaðar í íoocm og þykja njóta sín vel í birtunni í Öskju. Ljósmyndirnar sem sýndar eru verða til sölu þegar sýningunni lýkur. Hagnaður af sölunni mun renna til Lögverndarsjóðs náttúru og umhverfis sem hefur það hlut- verk að styðja málafylgju sem varðar almenna hagsmuni um verndun náttúru og umhverfis. Eitt af meg- inverkefnum sjóðsins um þessar mundir er að fjármagna málaferli vegna mats á umhverfisáhrifum Norðlingaölduveitu í Þjórsárverum. 1 tilefni af opnun sýningarinnar mun Hjörleifur halda stutta kynn- ingu í sal 132 í Öskju í dag. Þar mun hann greina frá þeim stöðum sem myndirnar 28 sýna. Kynning þessi er opin og allir velkomnir. Sýningin stendur yfir til 18. maí og er opin alla daga nema sunnudaga. Ljósmyndirnar frá sýningunni má einnig finna á heimasíðu sam- takanna www.landvernd.is. Miðvikudaginn 26. apríl verður verkið Vítisvélar eftir Hallvarð Ás- geirsson frumflutt í Salnum í Kópa- vogi. Verkið er útskriftarverk hans frá Listaháskóla Islands, en hann útskrifast af Nýmiðlabraut Listahá- skólans nú í vor. Var það í annað sinn sem útskrifað er af þeirri braut. Fyrir tónleikana halda tveir útskriftarnemendur í tónlistar- fræðum og tónlistarkennslu fræði- lega fyrirlestra um lokaverkefni sín. Það eru þær Þorbjörg Daphne Hall sem heldur fyrirlestur um ættjarð- arlög og Aðalheiður Margrét Gunn- arsdóttir sem heldur fyrirlestur um mátt tónmenntakennslu og viðhorf 11 ára barna til tónmenntarkennslu. Ryðmíski þátturinn og andrýmishugmyndir ,1 Vítisvélum leitast ég við að nota ryþmíska þáttinn sem drifkraft í tónlistinni. Við þetta blandast önnur áhrif, þar sem ég hef gengið út frá andrýmishugmyndum, þ.e. hugmyndum um tóna sem flæða yfir hverja aðra. Sú hugsun smitast „f Vítisvélum leitast ég við að nota ryþmíska þáttinn sem drifkraft í tónlistinni," segir Halivarður Ásgeirsson, sem frumflytur verkið i kvöld. síðan yfir í þetta verk, sem var líka óbeint ætlunin. Samt sem áður er nýr útgangspunktur fyrir hendi,“ segir Hallvarður um verk sitt. Hallvarður verður þrítugur á þessu ári. Hann lék sjálfan sig í kvik- myndunum Varði fer á vertíð og Varði goes Europe eftir Grím Hákon- arson, en einnig kom út geisladiskur með tónlistinni úr myndinni. Um þessar mundir er hann meðlimur í Stórsveit Nix Noltes sem gaf út geisla- diskinn Orkideur Havaí í fyrra. Hver er máttur tónmenntarkennslu? Aðalheiður Margrét Gunnarsdóttir hefur starfað sem tónmenntakenn- ari og kórstjóri í Álftanesskóla frá ár- inu 2001. „Ég hef oft heyrt frá fólki á mínum aldri að það hafi verið svo leiðinlegt að læra tónmennt í grunn- skóla. Eftir að ég hafði sjálf staðið í sporum tónmenntakennarans vökn- uðu hjá mér vangaveltur um það hvort ég væri að gera eitthvað sem krökkunum þætti skemmtilegt. Var ég að glæða hjá þeim áhuga á tón- list? Hefur tónmenntakennslan þró- ast í átt að því að gera fagið ánægju- legra fyrir nemendurna? Á að vera skemmtilegt að læra tónmennt? Við þessum spurningum og fleirum reyni ég að finna svör í ritgerð minni,“ segir Aðalheiður. „Ég fór í fjóra grunnskóla á höf- uðborgarsvæðinu og setti fram spurningar fyrir nemendur í 6. bekk um líðan þeirra og viðhorf til tón- menntakennslu. Þá ræddi ég einnig við tónmenntakennara þeirra til að bera saman áherslur í kennslunni. Niðurstöður könnunarinnar verða ræddar i tengslum við þróun og hefðir í tónmenntakennslu á Islandi sem ég geri grein fyrir í byrjun rit- gerðarinnar," segir Aðalheiður enn fremur. Fyrirlestur Þorbjargar hefst kl. 20, fyrirlestur Aðalheiðar kl. 20.40 og tónleikar Hallvarðar kl. 21.30. Fyrirlestur í Háskóla íslands Runólfur Smári Steinþórson, prófessor við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Islands, flytur erindið „Stefna í raun og veru: Dæmið um Háskóla ís- lands" í málstofu Hagfræði- og Viðskiptafræðistofnunar í dag. í fyrirlestrinum verður fyrst gefið yfirlit yfir stefnumiðaða stjórnun, en einnig verður fjallað um nýjar áherslur i fag- inu og þær settar í samhengi við stefnumótunarvinnu sem fram hefur farið í Háskóla Is- lands. Að lokum er fjallað um lykilspurningar og sjónarhorn i rannsóknum á stefnumiðaðri stjórnun í praxis. Málstofan hefst klukkan 12.20 í Odda og eru allir velkomnir. Samtíma- bókmenntir í Québec Fransk-kanadíski rithöfundur- inn Lise Tremblay heldur fyr- irlestur hjá Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í dag. Lise Trem- blay mun rekja stuttlega sögu bókmennta í Québec og fjalla um helstu strauma og stefnur í þarlendum bókmenntum í dag. Þá tekur hún fyrir kvenrithöf- unda og bókmenntir innflytj- enda sem kosið hafa að skrifa á frönsku, þrátt fyrir að það sé ekki þeirra móðurmál. Fy rirlesturinn verður fluttur á frönsku en hann verður þýddur jafnóðum á íslensku. Að honum loknum fara fram umræður á ensku. Lise Tremblay er fædd árið 1957 í bænum Chicoutimi í Québec-fylki í Kanada. Hún hefur sent frá sér fjórar bækur, þrjár skáldsögur (La péche blanche 1994, L’hiver de pluie 1997, La danse juive 1999) og eitt smásagnasafn, La héronniére 2003. Lise Tremblay hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir verk sín og er meðal fremstu rithöfunda í Québec.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.