blaðið - 29.04.2006, Page 24
24 I VÍSINDI
LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2006 MaöÍA
Island hentar vel fyrir
gervigreindarrannsóknir
ISIR félag íslands um gervigreind
og vitvísindi verður formlega
stofnað á Gervigreindarhátíðinni
í Borgarleikhúsinu í dag en und-
irbúningur að stofnun þess hefur
staðið yfir í tæpt ár.
ISIR stendur fyrir The Icelandic Soci-
ety of Intelligence Research og er
hugarfóstur Hrafns Þorra Þórissonar
tölvunarfræðinema við Háskólann í
Reykjavík. Hrafn Þorri segir að hann
og félagar hans hafi byrjað að vinna
að undirbúningi félagsins fyrir um
ári í kjölfar þess að þeir hlutu styrk frá
Evrópusambandinu. „Við þurftum
að leggja grundvöllinn að því hvað
skyldi gert og hver væru helstu mál-
efnin sem við vildum snúa okkur að
áður en við myndum formlega stofna
félagið," segir hann. ESB-styrkurinn
dugði þó aðeins fyrir grundvallarút-
gjöldum og því hafa í raun allir sem
unnið hafa að undirbúningsvinn-
unni gert það í sjálfboðastarfi.
Þarf að efla áhuga á gervigreind
Eitt af meginmarkmiðum ISIR er
að efla áhuga á gervigreind og vitvís-
indum á fslandi. „Ég vildi að ísland
sneri sér meira að þessum málum
vegna þess að þau eru í gífurlegri
uppsveiflu erlendis og allar spár
benda til þess að svo verði áfram. fs-
land er í raun mjög vel sett til þess
að takast á við svona rannsóknir,
sérstaklega hvað varðar hugbúnaðar-
þáttinn. Við erum með háhraðanet-
tengingar, mjög gott menntakerfi,
góð tengsl á milli skóla, heilbrigða
samkeppni milli nemenda sem ýtir
undir nýsköpun og samskipti,“ segir
Hrafn. Jafnframt hyggst félagið
standa að reglulegum fundum og
fyrirlestrum og stuðla að kynnum og
samstarfi fólks með ólíka reynslu- og
menntunarbakgrunn.
Margir tengja gervigeind einkum við
vísindaskáldskap en hún kemur á ýmsan
hátt við sögu í daglegu lífi okkar.
Mikil uppsveifla hefur verið í um-
fjöllun og rannsóknum á gervigreind
hér á landi frá því að Gervigreind-
arsetur Háskólans I Reykjavík var
stofnað fyrir um ári. Engu að síður
telur Hrafn Þorri mikilvægt að upp-
fræða fslendinga um hvað felist í
gervigreind enda hafi margir ekki
hugmynd um það. „Gervigreind
snýst í raun og veru bara um það að
líkja eftir greind í náttúrunni í tölvu,“
segir Hrafn Þorri. Tölvan bregst þá á
rökrænan hátt við upplýsingum og
tekur ákvarðanir líkt og til dæmis
manneskja myndi gera.
Látum tölvur sjá um
leiðinleg verkefni
Hrafn telur mjög mikilvægt fyrir
mannkynið að geta nýtt sér þá mögu-
leika sem í því felast að geta gætt
tölvur greind og látið þær sjá um
ýmis hversdagsleg verkefni. „Það er
BlaSiö/FMi
Hrafn Þorri Þórisson formaður ISIR - fé-
lags um gervigreind og vitvísindi. Eitt af
meginmarkmiðum ISIR er að efla áhuga á
gervigreind og vitvísindum á fslandi.
svo mikið af stórum vandamálum í
heiminum eins og hungursneyð og
hryðjuverk. Því fleiri leiðinleg og
tímafrek verkefni sem tölvur geta séð
um fyrir okkur þeim mun meiri tíma
höfum við til að leysa þessi alvarlegu
vandamál. Heimurinn er sífellt að
verða flóknari og það þarf að vinna
úr sífellt meiri upplýsingum og við
þurfum hjálp við það,“ segir Hrafn.
Sem dæmi um hagnýta notkun
gervigreindar bendir Hrafn Þorri á
læknavísindin. „Það eru til róbotar
sem skera upp hárnákvæmt, miklu
nákvæmar en læknar og koma
þannig í veg fyrir mistök. Sömuleiðis
nýtist hún við greiningar. Það er til
dæmis nýkomið til sögunnar tæki
sem greinir krabbameinstilfelli mun
hraðar og fyrr, allt að hálfu ári fyrr,
en maðurinn gæti ger t,“ segir hann.
Gervigreind
úr bílskúrnum
Gervigreindarhátíðin 2006 verður
haldin í fyrsta skipti í dag en stefnt er
að því að hún verði árviss viðburður
héðan í frá. Sigrún B. Gunnhildar-
dóttir umsjónarmaður hátiðarinnar
segir að aðstandendur hennar vonist
til að auka áhuga íslendinga á gervi-
greind og efla rannsóknir á þessu
sviði hér á landi. „Gervigreind er
vaxandi svið og það sýna allar rann-
sóknir að velta í þessum geira mun
margfaldast á næstu árum,“ segir
hún. „Það er mjög margt að gerast í
gervigreindarrannsóknum á Islandi
um þessar mundir en almenningur
veit samt mjög lítið um gervigreind,"
segir Sigrún og bendir á að hátíðinni
sé öðrum þræði ætlað að bæta úr því.
Hátíðin er því ekki síður fyrir almenn-
ing en innvígða tölvunarfræðinga.
Tvískipt dagskrá
Á hátíðinni munu fulltrúar gervi-
greindariðnaðarins á íslandi segja
þátttakendum og gestum frá ýmsum
verkefnum og rannsóknum á þessu
sviði og svara spurningum. Dagskrá
hátíðarinnar er tvískipt en hún hefst
með fyrirlestrum í Borgarleikhúsinu
kl. 13. Þar verður einnig ISIR félag
um gervigreind og vitvísindi stofnað
formlega auk þess sem frumflutt
verða tónverk eftir nemendur við
Listaháskóla Islands og Háskólann í
Reykjavík.
Dagskránni í Borgarleikhúsinu
lýkur kl. 15 og heldur þá öll hersingin
yfir götuna í gamla prentsmiðjuhús-
næði Morgunblaðsins. Þar verða
fýrirtæki og aðrir sem tengjast gervi-
greindariðnaðinum hér á landi með
kynningarbása auk þess sem boðið
verður upp á veitingar. Jafnframt
munu þátttakendur í hinni svo köll-
Blaðið/Frikki
Sigrún B. Gunnhildardóttir umsjónarmað-
ur Gervigreindarhátíðar.
uðu Bílskúrsgervigreindarkeppni
kynna verkefni sín. Hátíðinni lýkur
síðan rétt fyrir kl. 17 með verðlauna-
afhendingu í keppninni þar sem veitt
verða verðlaun í niu flokkum.
Gervigreind kerfi úrgömlu drasli
Sigrún B. Gunnhildadóttir segir að
bílskúrsgervigreindarkeppnin sé
einkum ætluð byrjendum. „Þeir
eiga að búa til gervigreind kerfi á
sem einfaldastan og ódýrastan hátt.
Þess vegna köllum við þetta bílskúrs-
gervigreind. Það er miðað við að fólk
geti notast við drasl úr bílskúrnum
eins og til dæmis gamlar tölvur,“
segir hún. Öllum er heimil þátttaka í
keppninni og koma þátttakendur úr
ýmsum áttum þó að háskólanemar
í tölvunarfræði eða verkfræði séu í
meirihluta.
SiáttuuéiamarKaðurinn .»\V\Öö
Ný verslun á Vagnhöföa 8 . « |
Bestu verðin í bænum
Flymo
Electrolux
4 Hö án drífs
með safnara
Verð nú kr. 27.900.-
Verð áður kr. 34.900.-
4,75 Hö án drífs
með safnara
Verð nú kr. 29.900.-
Verð áður kr. 34.900.-
18 Ho Bnggs & Stratton
Besta verðið í bænum kr. 249.000
Fylgir grassafnarí
NYTT
Bríggs & Stratton orf
4 gengis (þarf ekki að blanda
oliu við bensin - minni hávaði)
Verð nú 26.900.-
Verðáður 37.900.-
15% afsláttur af annarri vöru i verslun (nema sláttutraktorum)
Rafmagns vélsög
Verð 7.900.-
ilMjDHgipir
fyrír atvinnumenn
Flymo loftpúðavél
25% afsláttur
Verðfrá 14.990.-
Á TILB0ÐI
Bensin velsög
Verð kr. 14.900
12” án blaðs, verð 74.900
14” án blaðs, verð 76.900
SlattuueiamarHaðurinn
Viðgerða- og varahlutaþjónusta fyrir sláttuvélar og reiðhjól
s: 517 2010
Opið 10 -14 laugardaga