blaðið - 29.04.2006, Page 28

blaðið - 29.04.2006, Page 28
28 I MATUR LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2006 blaóiö RAGGA ÓMARS, MATREIÐSLUMEISTARA ÖNDVEGISELDHÚS s Þegar maður er í harðri baráttu í veitingageiranum er nauðsynlegt að fylgjast með því sem er að ger- ast í bransanum hér heima og úti í heimi. Islenskir matreiðslumenn eru ótrúlega seigir að fara erlendis og sækja nýjustu tisku og strauma í matreiðslu, bæði þegar kemur að matnum sjálfum og einnig öllu sem tengist útlitinu eins og leirtaui og græjum. Ef maður fer út að borða hér heima þá er fjölbreytnin á veitinga- stöðum ótrúlega öflug að mínu mati og það gerir það svo skemmtilegt að fara út að borða. Sumir eru ennþá í gömlu klassíkinni og aðrir að þreifa fyrir sér í svokölluðum „fusion" mat- reiðslu þar sem alls kyns hráefni er blandað saman með áhrifum frá mismunandi matarmenningu, eins og asísk matreiðsla blandast í frönsku klassíkina. Ég fór aðeins að pæla í þessu um daginn og ég held að menn hafi alltaf reynt að finna eitthvað nýtt og sniðugt sem hægt væri að bjóða forvitnum matargestum upp á og þar með brjóta upp gamlar hefðir. Rétt eins og þegar menn voru að bjóða upp á naut og humar saman í einum rétti í gamla daga, það hefur nú þótt vera smá „fusion'. Enn í dag er þetta eðlilegur hlutur á mat- seðlum á veitingastöðum og það er fjölmargt kjötmeti sem passar með alls kyns sjávardýrum. Það getur verið gaman að prófa sig áfram með slíkar blöndur, eins og að vefja parm- askinku utan um einhvern fisk eða andarlifur „foie gras“ smurt ofan á eða gefið með skelfiski. Svo er klass- ískt að vera með „crispy“ beikon með steiktum fiski svo eitthvað sé nefnt. Uppskriftin sem fylgir með í dag er skemmtilegur og einfaldur forréttur þar sem risahörpuskel er vafin í parmaskinku með blómkáls- mauki og soyasmjörsósu Fyrir fjóra. 8-12 Risahörpuskeljar (fer eftir hvaö menn vilja hafa stóra skammta) 4-6 parmaskinku sneiðar (skornar í helm- ingaeftirendilöngu) 4 sneiðar grillaður eggaldin í krukku (eða grilla sjálf) 4 sneiðar af geitaosti (má líka nota annan ost) 4blöð afsalvíu salvíuna. Vefjið parmaskinkunni utan um og steikjið á vel heitri pönnu upp úr smá olíu í ca t lA mín á hvorri hlið. Saltið og piprið. Blómkálsmaukið Vi blómkálshaus (skorin í litla bita) Vi I rjómi 1/21 mjólk 1 msk smjör salt og pipar orðið alveg mjúkt. Sigtið mjólkina frá en geymið hana. Síðan er blóm- kálið maukað í mixer ásamt smjör- inu og kannski smá af mjólkinni. Smakkað til með salti og pipar soyasmjör 4 msk soyasósa 4 msk brætt smjör 1 msk sítrónusafi Öllu blandað saman í potti og hitað Setjið fyrst geitaostinn ofan á hörp- Aðferð: Sjóðið blómkálið í mjólk- una, síðan eggaldin og þar á eftir inni og rjómanum þar til það er Kveðja, Raggi BlaÖiÖ/Frikki uietoQ GRILL í HÆSTA GÆÐAFLOKKI Það sem gerir Weber grillin framúrskarandi er jöfn dreifing hita sem sparar gas, öll steiking verður jafnari og betri. Weber endist lengur og heldur útliti sínu. Þess vegna er Weber fjárfesting! Gott hráefni kallar á alvöru grill! HÚSASMKUAN GARÐHEIMAR 1« P>M wr imiuuhut www.weber.is Glæsilegt einbýlishús með sundlaug í nýrri hluta La Marina. í húsinu eru 3 svefnherbergi og tvö baðherbergi. Góðlóðalltí kringum húsið með sundlaug. Húsið er á mjög góðum stað nálægt verslunum og veit- ingastöðum í nýrri hluta La Marina. Glæsilegt einbýlishús á 2 hæðum. Á neðri hæð hússins eru 2 svefnherbergi, stór stofa, eldhús og baðherbergi. Á efri hæðinni er stórt herbergi, baðherbergi, solarium og útisturta. Húsið er 4 ára gamalt og mjög vel með farið með sameiginlegri sundlaug. Upplýsingar um sölu www.suninveslmentsl.com infoð' suninvestmentsl.com (0034) 646 930 737 Verð á eign 299.500€ Verð á eign 189, 000€ Upplýsingar um leigu www.ahc-propcrties.co.uk info(<< 'abc-properties.co.uk (0034) 609 430 253 Vaxtaprósenta frá 2

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.