blaðið - 29.04.2006, Side 32
32 I TÍSKA
LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2006 blaöiö
Rómantísk og kvenleg
Leikkonan Diane Kruger hefur löngum vakið athygli fyrir fallegan, rómantískan og kvenlegan stíl. Þrátt
fyrir að leikkonan hafi ekki markað mjög djúp spor í Hollywood muna margir eftir Diane Kruger sem hinni
gullfallegu Helen í myndinni Troy. Diane vildi ekki alltaf verða leikkona því hún hóf feril sinn sem mjög
farsæll ballettdansari. Ballettferill hennar tók þó fljótt enda þegar hún meiddist við x8 ára aldur. Diane hóf
þá að starfa sem fyrirsæta í heimalandi sínu, Þýskalandi, en var fljótt flutt til tískuborgarinnar París til að
ná meiri frama. Ekki leið á löngu þar til Diane hóf að sýna föt fyrir stærstu nöfnin í bransanum, Dior, Yves
Saint Lauren, Armani og Jill Sander ásamt því að sitja fyrir á forsíðu helstu tískutímaritanna. Þaðan lá leið
hennar á hvíta tjaldið en Wolfgang Petersen leitaði mánuðum saman að réttu konunni til að leika Helenu
af Troju, konu sem væri svo falleg að hún gæti sett af stað þúsundir skipa. Eftir að Diane þyngdist um 7 kíló,
samkvæmt fyrirmælum Petersen, fékk hún hlutverkið og sneri þar með á 3000 aðrar leikkonur.
A þessri mynd klæðist Diane aðsniðnum, Diane er gullfalleg og ein af þeim konum
rómantískum kjól svo vöxturinn fái að sem líta vel út í hverju sem er.
njóta sín. Enda ekki amalegur vöxturl
Diane klæðist stuttum, síðum og millisíð-
um kjólum sitt á hvað og virðist engan
kjósa umfram annan.
Diane Kruger var stórglæsileg á Golden Globe hátíðinni í rauðum og rómantískum
flauelskjól.
Ný sending:
Hvítu jakkafötin komin!
Nýjar aösniönar Bertoni
skyrtur í sumarlitunum.
Firði Hafnarfirði I Sími
ilcua
hafnarfjörður