blaðið

Ulloq

blaðið - 13.05.2006, Qupperneq 10

blaðið - 13.05.2006, Qupperneq 10
10 I PRÉTTIR LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2006 blaöÍA Torfæruhjólamenn valda stórfelldum náttúruspjöllum Umhverfisspjöllafvöldumökumanna torfæruhjóla hafa aukist mikið á undanförnum árum og segja þeir sem best til þekkja að ástandið hafi aldrei verið jafnslæmt. Þó vandinn sé landlægur er hann einna mestur á suðvesturhorni landsins, ekki síst á Reykjanesi og í nágrenni höfuðborg- arsvæðisins. Skráðum torfæruhjólum hefur fjölgað mikið á undanförnum árum en einnig eru mörg óskráð hjól í umferð. „Nýskráning torfærumótor- hjóla (Enduro hjóla) jókst frá 13 - 15 hjólum á ári á tímabilinu 1994 - 1996 upp i tæplega 450 hjól á árinu 2004. Einnig má nefna að af þeim 1908 hjólum sem hafa verið forskráð hér á landi á síðustu 10 árum hafa einungis 1412 verið nýskráð,“ segir í skýrslu starfshóps umhverflsráðherra um vegi og slóða í óbyggðum sem unnin var á síðasta ári. Erfitt að hafa uppi á sökudólgum { skýrslunni segir jafnframt að tor- færumótorhjól séu kraftmikil og fjölmörg dæmi séu um skemmdir af völdum ökumanna sem farið hafa óvarlega. „Það er erfitt að sækja mál þar sem torfærumótorhjól koma við sögu vegna þess að pottur virðist brotinn í skráningu þeirra og eins vegna þess að erfitt er að hafa uppi á sökudólgnum." Ásgeir Eiríksson, sýslumanns- fulltrúi í Keflavík, tekur undir að utanvegaakstur mótorhjóla sé mikið vandamál og hafi verið undanfarin ár en lögreglu gangi illa að hafa uppi á ökumönnum hjólanna. „Þeir fara náttúrlega undan lögreglunni þegar þeir sjá hana þannig að það er ekki mjög auðvelt að ná þeim. Það lýsir kannski hug þessara manna þegar þeir fara undan lögreglu og skemma náttúruna í leiðinni,“ segir Ásgeir. Aðstöðuleysi vélhjólamanna Sumir telja að skýringar á utanvega- akstri torfærumótorhjólamanna sé meðal annars að leita í aðstöðuleysi þeirra. „Skipulögð samtök vélhjóla- manna hafa því miður ekki alltaf mætt nægum skilningi stjórnvalda i viðleitni sinni til að fá afmörkuð svæði og keppnisbrautir fyrir íþrótt sína. Nokkur bæjarfélög hafa þó tekið frá svæði og vonandi heyra skemmdir af völdum hjólanna brátt sögunni til,“ segir í skýrslu starfshóps umhverfisráðherra um vegi og slóða í óbyggðum. Vélhjólaíþróttaklúbburinn (VÍK), sem er stærsti félagsskapur vélhjóla- íþróttamanna á landinu og hagsmuna- samtök þeirra, hefur lengi barist fyrir því að fá viðunandi og varanlega æf- ingaaðstöðu fyrir félagsmenn sína. Árið 2003 fékk Vélhjólaíþrótta- klúbburinn úthlutað svæði í nágrenni Reykjavíkur sem nýtist félögum til æf- inga og keppni og í fyrra samdi VÍK ennfremur við sveitarfélagið Ölfus um afnot af Bolöldusvæðinu og Jós- epsdal fyrir íþróttina. Uppbyggingu Auglýsing - kjörskrá Borgarstjórnarkosningar 27. maí 2006 Kjörskrá Kjörskrá vegna borgarstjórnarkosninga 27.maí n.k.mun liggja frammi,almenningi til sýnis, í Ráðhúsi Reykjavíkur frá 17. maí n.k. fram á kjördag. Vakin er athygli á að kjörskrána verður einnig að finna á heimasíðu Reykjavíkurborgar: www.reykjavik.is. Kjósendur eru hvattir til þess að kynna sér hvort nöfn þeirra séu á kjörskrá. Athugasemdum við kjörskrána skal beina til borgarráðs. Borgarstjórinn í Reykjavík Bílaleigubílar erlendis sparaðu tíma, peninga og fyrirhöfn. bókaðu bílinn heima: &4616010 BILALEIGA AKUREYRAR Alamo þínar þarfir - okkar þjónusta. Bókanir erlendis | 461-6010 | 08-17 virka daga | ertendis@holdur.is | holdur.is þessara svæða er ekki enn lokið. Fyrr á árinu gerði Landgræðsla ríkisins samning við vélhjóladeild ungmennafélagsins Þórs í Ölfusi um afnot af sjö hektara svæði sem ætlað er til vélhjólaakstursíþrótta á Hafnarsandi við Þorlákshöfn. Svæðið uppfyllir öll skilyrði fyrir íþróttina og með tilkomu samn- ingsins geta vélhjólamenn stundað íþrótt sína á afmörkuðu svæði. Vélhjóladeildin hefur einnig gert samning við sveitarfélagið Ölfus um aðkomu þess að uppbyggingu svæðisins. Ekki eru allir trúaðir á að tilkoma afmarkaðra svæða fyrir torfærumót- orhjólamenn muni draga úr utanvega- akstri, svæðin verði fyrst og fremst notuð til æfinga og keppni en stór hópur muni halda áfram að aka um óbyggðir og valda náttúruspjöllum. Státa sig af náttúruspjöllum Vélhjólaíþróttaklúbburinn hvetur félagsmenn sína til þess að aka ekki utan vega og virða náttúruna. Sér- stök umhverfisnefnd starfar á vegum klúbbsins sem meðal annars hefur gefið út bækling um hvernig bifhjóla- menn eigi að ganga um landið og Mynd/Ámi Tryggvoson koma fram við annað útivistarfólk. Ljóst er að boðskapurinn nær ekki eyrum allra vélhjólamanna og þess þekkjast jafnvel dæmi að þeir birti myndir og gorti sig af utanvegaakstri á heimasíðum. „Dæmi um hugsunar- eða virðingarleysi gagnvart náttúru landsins er að finna á myndum af heimasíðu „torfærusamtaka". Myndir af utanvegaakstri þar sem menn státa sig af gerðum sínum,“ segir í skýrslu starfshóps umhverfisráðherra. Sumir telja að draga megi úr landspjöllum ökumanna torfæru- tækja með því að herða viðurlög við landspjöllum sem unnin eru með utanvegaakstri. Samkvæmt leiðbein- ingum ríkissaksóknara geta sektir fyrir brot af þessu tagi verið á bilinu 5.000 til íoo.ooo krónur en algengt er að þeir sem staðnir eru að verki fái um 20.000 króna sekt. Það fer eftir eðli og umfangi brotsins hve há sektin er auk þess sem hún hækkar ef ökumaður reynist réttindalaus eða hjólið óskráð. „Það eru nokkuð harðar refsingar við þessu. Ég veit ekki hvort það hafi til- gang að hækka refsingarnar. Þá flýja menn frekar undan lögreglunni," segir Ásgeir Eiriksson, sýslumanns- fulltrúi í Keflavík. Getur tekiö náttúruna áratugi að jafna sig Utanvegaakstur veldur margs konar skemmdum á gróðri og dýralífi. Erfitt er að afmá skemmdir á íslenskri náttúru enda liggur landið rétt sunnan við heimskautsbaug þar sem vaxt- artími gróðurs er stuttur og það getur tekið áratugi fyrir sárin að gróa. í síðasta mánuði greindi Land- IAN ANDERSON Ctlll græðsla ríkisins frá því að miklar skemmdir hefðu verið unnar á uppgræðslusvæði hennar á Héraðss- andi á Fljótsdalshéraði. Þar hafði verið ekið yfir viðkvæmt land á jeppum og mótorhjólum þar sem uppgræðsla hefur verið stunduð í tugi ára. Einnig hafa torfæruhjóla- menn unnið skemmdir á gróðri í Sandvík á Reykjanesi þar sem kvik- mynd Clint Eastwood, Flags of Our Fathers, var tekin að hluta til í fyrra. „Landgræðslan tók að sér að ganga frá eftir kvikmyndatökuna og stýra þeim aðgerðum. Núna er búið að tæta þetta upp á mótorhjólum. Það er svolítið magnað að það var mikið veður gert út af kvikmyndatöku þar sem menn gengu frá eftir sig en nú eru það mótorhjól sem eiga í hlut og það segir enginn neitt,“ segir Garðar Þorfinnsson, héraðsfulltrúi Land- græðslunnar á Suðurlandi. Umhverfisvernd Umhverfisvottun

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.