blaðið

Ulloq

blaðið - 13.05.2006, Qupperneq 17

blaðið - 13.05.2006, Qupperneq 17
blaðið LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2006 SAGA I 17 Jóhannes Páll páfi stendur (opnum bíl og heilsar mannfjöldanum á Péturstorginu I Róm í þá mund er tilræðismaður hans Mehmet Ali Agca hef ur skammbyssu sína á loft (sjá hring á myndinni til vinstri). Heimshornaflakkarinn Jóhannes Páll II páfi hafði setið þrjú ár á páfastóli þegar reynt var að ráða hann af dögum árið 1981. Hann var fyrsti Pólverjinn sem varð páfi og fyrsti páfinn í 456 ár sem ekki var ítalskur. Jóhannes Páll II páfi tal- aði nokkur tungumál reiprennandi og var óþreyttur við að ferðast um heiminn og hitta fólk. Fyrir vikið naut hann mikillar hylli almenn- ings. Hann heimsótti meira en 100 lönd og áætlað er að hann hafi farið 27 sinnum í kringum jörðina. 1 febrúar á síðasta ári var hann lagður inn á sjúkrahús og lést hann tveimur mánuðum síðar. Tvær millj- ónir manna flykktust til Vatíkans- ins til að vera við útför hans sem Jóhannes Páli páfi II var óþreyttur við að ferðast um heiminn og fara út á meðal fólksins. talið er að hafi verið sú stærsta í mannkynssögunni. Jóhannes Páll páfi var haldinn Parkinsons-sjúkdómnum sem gerði það að verkum að hann átti erfitt með að ganga og tjá sig í mæltu máli. Þrátt fyrir veikindin hélt hann áfram að ferðast um heiminn og það var ekki fyrr en á allra síðustu árum ævi hans að hann fór að draga úr ferðalögum. Jóhannes Páls páfa er einkum minnst fyrir andstöðu hans gegn kommúnisma og fyrir að hafa brúað bilið milli kaþólskra og fólks af öðrum trúarbrögðum. Joseph Ratzinger kardináli var kjörinn páfi eftir andlát Jóhannesar Páls II og varð Benedikt XVI. Jóhannes Páll II páfi var yfirlýstur andstæðingur kommúnismans og stuðningsmaður verkalýðssamtak- anna Samstöðu i föðurlandi sínu Póllandi og því ekki ólíklegt skot- mark kommúnista. í kjölfar frekari yfirheyrslna yfir Agca voru þrír Búlgarar og þrír Tyrkir handteknir sem komu fyrir rétt árið 1985. Réttarhöldin yfir sakborning- unum sex runnu út í sandinn þegar Agca, sem átti að vera aðalvitni, breytti framburði sínum á ný, lýsti því yfir að hann væri Jesús Kristur og sagði að heimsendir væri í nánd. Að þessu sinni sagði Agca að Guð hefði í raun fyrirskipað sér að skjóta páfann og árásin tengdist þriðja leyndarmáli hinna heilögu meyjar í Fatima. Samkvæmt kaþólskri trú birtist María mey þremur hirðingja- börnum árið 1917 í portúgalska bænum Fatima og deildi með þeim þremur skilaboðum. Fyrstu skila- boðin spáðu fyrir um seinni heims- styrjöldina, þau seinni risi og falli Sovétríkjanna og þau þriðju (sem enn voru hulin leynd árið 1985 þegar réttarhöldin áttu sér stað) hafa verið túlkuð sem spádómur um tilraun til að ráða páfa af dögum. Páfi óskar Agca náðunar Hulunni var ekki svipt af þriðja Fa- tima-leyndarmálinu fyrr en árið 2000, sama ár og stjórnvöld á Ítalíu náðuðu Agca. Jóhannes Páll páfi hafði lýst yfir þeirri ósk sinni að hann yrði náðaður á seinni hluta tíunda áratugarins. Hann var fram- seldur til Tyrklands þar sem hann hóf afplánun átta ára dóms fyrir morðið á Abdul Ipecksi. Þegar Jóhannes Páll páfi lá baná- leguna snemma á síðasta ári sendi Agca honum batakveðjur og varaði hann jafnframt við því að heims- endir væri í nánd. Eftir andlát páfa þann 2. apríl lýsti bróðir Agca því yfir að Mehmet Ali og fjölskylda hans syrgði páfa sem hefði verið mikill vinur þeirra. Agca fór fram á að fá að vera við útför páfa en tyrknesk stjórnvöld höfnuðu beiðni hans. Mehmet Ali Agca var látinn laus úr fangelsi i Tyrklandi í janúar á þessu ári en náðunin var dregin til baka skömmu síðar. Upphaflega var hann látinn laus á þeirri forsendu að hann hefði þegar tekið út stærstan hluta fangelsisdómsins í fangelsi á Italíu en hæstiréttur Tyrklands snéri þeim úrskurði við og mátti hann því snúa aftur í klefa sinn. Öryggisverðir stumra yfir páfa skömmu eftir tilræðið. Páfi var fluttur særður á sjúkrahús þar sem hann náði fullum bata.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.