blaðið

Ulloq

blaðið - 13.05.2006, Qupperneq 20

blaðið - 13.05.2006, Qupperneq 20
20 I VIÐTAL LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2006 blaðið Heilagt hlutverk skopmyndateiknarans Skopteikningar Halldórs Bald- urssonar, sem birtast daglega í Blaðinu, hafa vakið mikla athygli. Skopteiknarinn vinsæli er fæddur árið 196; og útskrif- aðist frá Myndlista- og handíða- skólanum árið 1989. Hann hefur unnið sem skopmyndateiknari fyrir Viðskiptablaðið frá stofnun þess árið 1995. Hann hefur mynd- skreytt um tuttugu barnabækur og unnið fyrir auglýsingastofur. Halldór hlaut hönnunarverðlaun Félags islenskra teiknara árið 2006 fyrir myndir í Dýr eftir Tove Appelgren og bók þeirra Kristínar Helgu Gunnarsdóttur Fíasól í hosiló fékk Bókaverðlaun barnanna 2006. „Ég teiknaði mikið sem krakki og tætti í mig pappírinn. Pabbi var kennari og kom með ljósritun- arblöð úr skólanum og ég teiknaði og litaði og henti myndunum jafn- óðum. Ég vildi helst ekki að nokkur sæi þær. Myndlistin var afþrey- ingin mín,“ segir Halldór. „Þegar ég var ellefu ára byrjaði ég að teikna skopmyndir af kennurunum og uppskar fyrir vikið nokkra athygli nemenda. Teiknikennarinn var hins vegar ekki mjög hrifinn. Ég var feiminn og inn í mig sem barn og sérstaklega sem unglingur. Fyrir svoleiðis krakka var gott að sitja í einrúmi og fá útrás við að teikna allt heimsins óréttlæti eða bara teikna allt það sem mig lang- aði til að vera að gera þá stundina. I dag geta svona gaurar bara sökkt sér í fyrstu persónu skotleik í Playstation. Ég man ekki eftir því að teikni- hæfileikar mínir hafi þótt sérstakir en ég var innst inni meðvitaður um að þetta væri eitthvað sem ég ætti að gera. Mesta hvatningu fékk ég frá móður minni. Hún var kennari eins og faðir minn og mjög meðvit- aður uppalandi. Eiginlega var hún uppeldis-„sjéní“. Hún sagði mér að ég ætti að fara þessa leið. Hún hafði ekki eins mikinn skilning á pönk- tónlistinni sem mér fannst rétt að hljómaði undir, helst alveg í botn. Eftir á að hyggja skil ég hana. Fyrsta skopmyndin sem ég teikn- aði eftir pöntun var fyrir Stéttabar- áttuna. Þá var ég tólf ára og mágur minn sem var kommúnisti fékk mig til að teikna mynd sem sýna átti stemmninguna á 1. maí. Mynd mín sýndi einn mann og hund í um- hverfi þar sem var vægast sagt léleg stemmning. Ég var rekinn med det samme. Ég fór að ráðum móður minnar og ákvað að helga mig myndlistinni. Draumurinn á þessum tíma var að verða skrípateiknari. Á tímabili var ég reyndar svo raunsær að ég ákvað að verða auglýsingateiknari og arki- tekt. En einhvern veginn lendir maður í því að gera það sem maður vill gera. Ég er kominn á þá skoðun að listamenn verði að fylgja köllun sinni. Það er ágætt hlutskipti." A móti ráðandi öflum Teikningar þínar í Blaðinu eru pól- itískar skopmyndir. Hverju ertu að reyna að náfram íþeim? „Þetta er minn vettvangur til að tjá mig um skoðanir mínar á pólitík, fréttum og daglegu lífi. Vinir mínir segja stundum að ég sé gefinn fyrir að vera á móti ráðandi öflum. Það er viss andstaða í mér. Ég horfi á allt með gagnrýnum augum, senni- lega eins og blaðamenn verða líka að gera. Hlutverk skopteiknarans er að koma auga á gallana á því sem borið er á borð fyrir okkur og benda á þá. Hann verður líka að standa vörð um litla manninn. Ég hef ekkert á móti auðmönnum. Mér fannst alltaf vanta auðmenn á íslandi til að styrkja menningu og sumir hafa staðið sig ágætlega í því. En auðmenn hugsa væntan- lega mikið um eigin hag og það er heilagt hlutverk skopmyndateiknar- ans að taka afstöðu með litla mann- inum. Hann getur ekki gengið í lið með þeim sterku og sparkað í litla manninn. Að teikna skopmynd er ekki bara spurning um að vera fyndinn heldur líka að hafa eitthvað að segja. Það er svo afstætt hvað er fyndið. Ef einhver segir mér að skopmynd eftir mig sé ekki fyndin þá get ég svarað því að ég hafi bara verið að koma ákveðinni skoðun á framfæri. Það skiptir mig líka miklu máli að myndin sem ég teikna sé góð. Að hún sé listaverk. Ég er ekki feiminn við að segja að ég sé listamaður." Hlægilegir stjórnmálamenn Ertu pólitískur? „Auðvitað er ég rammpólitískur. Skopmyndateiknari hlýtur að vera pólitískur. í pólitík myndi ég stað- setja mig á miðjunni. Ég aðhyllist einstaklingshyggju fólks sem hefur samfélagslega meðvitund." Þú teiknar mjög mikið af myndum af stjórnmálamönnum. Finnst þér stjórnmálamenn vera hlœgilegir?

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.