blaðið - 13.05.2006, Qupperneq 46
46 I ÍPRÓTTIR
LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2006 blaóió
Valsmenn verða íslandsmeistarar
íslandsmótið í knattspyrnu hefst á morgun. Blaðið fjallar um liðin sem taka þátt í Landsbankadeildinni í
knattspyrnu í sumar ogspáir í spilin. Samkvœmt úttekt Blaðsins munu Valsmenn standa uppi sem sigurvegarar.
I.Valur
Valsmenn voru sann-
kallað spútniklið Is-
landsmótsins í fyrra,
þá nýkomnir upp úr
1. deildinni, og mikil
uppbygging hefur átt sér
stað hjá Hlíðarendamönnum undan-
farin tvö ár. Liðið hefur misst marga
leikmenn en fengið aðra firnasterka
í staðinn og er óhætt að fullyrða að
valinn maður verði í hverju rúmi hjá
Valsmönnum í sumar. Valur hefur
leikið vel á undirbúningstímabilinu
og meðal annars lagt að velli FH og í A,
sem almennt eru talin tvö af þremur
sterkustu liðum landsins. Willum Þór
Þórsson getur valið úr góðum sóknar-
mönnum og fyrir aftan þá leikur ís-
lenski Brasilíumaðurinn Guðmundur
Benediktsson. Kjartan Sturluson er
öruggur markvörður, vörnin er traust
og miðjan sterk. Valur mun fljúga
vængjum þöndum í sumar.
2. FH
Allan Borgvardt,
einnbestileikmaður
íslandsmótsins fyrr
og síðar, er horfinn
á braut. Sömuleiðis
Jón Þorgrímur Stef-
ánsson, Heimir Guð-
jónsson og þá verður
Auðunn Helgason ekkert með vegna
erfiðra meiðsla. í lið íslandsmeistar-
ana hafa verið hoggin stór skörð. Á
sama tíma hafa önnur íslandsmeist-
araefni bætt við sig leikmönnum og
þarf Hafnarfjarðarmafían því að hafa
talsvert meira fyrir hlutunum en í
fyrra. Þrátt fyrir blóðtöku hefur FH
einn sterkasta og breiðasta hóp deild-
arinnar en ef Tryggvi Guðmundsson
verður ekki í banastuði er líklegt að ís-
landsmeistaratitillinn bóki flugmiða
frá Hafnarfirði i haust.
3. lA
Skagamenn áttu
gott tímabil í fyrra
og hafa fengið
f;óðan liðsstyrk fyrir
slandsmótið í ár. Ól-
afur Þórðarson hefur yfir fín-
asta mannskap að ráða og reynsla
bræðranna Bjarna og Þórðar mun
vega þungt, þó líklegt sé að sá síðar-
nefndi verði að einhverju leyti frá
vegna meiðsla. Arnar Gunnlaugsson
er einnig heimkominn en telja verður
óliklegt að hann Gunnlaugsson verði
maðurinn sem raðar inn mörkum
fyrir ÍA, líkt og fyrir rúmum áratug
síðan. Akurnesingar hafa nógu sterkt
lið til þess að fara alla leið en Vals-
menn og FH-ingar eru líklegri til að
þrauka til enda. Skagamenn verða
gulir... en glaðir? Meira svona mátu-
lega sáttir!
4.KR
„Mótlæti er til að sigr-
ast á“ söng kóngur
kónganna og KR-
ingar hafa svo sann-
arlega gengið á móti
vindinum á undirbún-
ingstímabilinu. I hjörð sebrahestanna
vantar tilfinnalega leiðtoga í líkingu
við Þormóð Egilsson eða Sigurvin Ól-
afsson en Gunnlaugur Jónsson gæti
þó mögulega sinnt því hlutverki. Það
verður að teljast ólíklegt að Vesturbæj-
arstórveldið ríði feitum hesti í sumar,
en slæmt gengi um vorið hefur þó oft
þýtt ríkulega uppskeru um haustið
og aldrei að vita nema Vesturbæingar
beri höfúðið hæst allra undir lok
móts.
5. Fylkir
Fylkismenn hafa
orðið fyrir blóðtöku
og misst nokkrar
af sínum helstu
stjörnum. Það eru
hins vegar sömu stjörnur og hafa
brugðist því ár eftir ár að koma með
hinn langþráða íslandsmeistaratitil
í Árbæinn. Svo bregðast krossbönd
sem önnur. Á blaðinu lítur Fylkir
út fyrir að tefla fram slakara liði en
áður, en Þróttararnir þrír hafa verið
að koma sterkir inn og þá eru ungu
strákarnir til alls líklegir. Enginn býst
við miklu af appelsínuhernum og ein-
mitt þá eru þeir líklegastir til afreka.
6. Keflavík
Keflvíkingar áttu fínt
tímabil í fyrra en
munuþurfaaðhafa
sig alla við til þess
að fylgja því eftir.
Hörður Sveinsson
var drjúgur í fram-
línunni og skarðið
sem hann skyldi eftir sig verður
vandfyllt. Á móti kemur að Ingvi
Rafn Guðmundsson hefur jafnað sig
af meiðslum og mun mæða mikið á
honum á miðjunni. Keflvíkingar hafa
fengið til sín nokkra erlenda leikmenn
og er þeim ætluð stór hlutverk í lið-
inu. Frammistaða þeirra mun eflaust
ráða miklu um hvar Bítlabæjarmenn
hafna í deildinni og má því með sanni
segja að Keflavík sé óskrifað blað fyrir
sumarið.
7.Víkingur
Vörn Víkinga var
þéttari en Berlínar-
múrinn í í. deildinni í fyrra og var
lykilþáttur í því að liðið tryggði sér
sæti í Landsbankadeildinni á ný. En
þeir sem hafa ekki eytt allri ævinni
í að fylgjast með fótbolta vita hver
örlög Berlínarmúrsins urðu og hvort
Víkingsvörnin verður brotin á bak
aftur þegar þeir spila aftur á meðal
þeirra bestu verður spennandi að
sjá. Magnús Gylfason þarf að fóðra
leikmenn sína á sama galdraseyði og
hann gaf Eyjamönnum 2004. Týndu
synirnir Grétar Sigfinnur Sigurðsson
og Viktor Bjarki Arnarson verða afar
mikilvægir.
8. Breiðablik
„Hvað er grænt og
fellur á haustin?" I ár
verðurþað ekki Breiða-
blik. BÍikar sigruðu 1.
deildina í fyrra með
yfirburðum og hafa,
með sinn bráðefnilega mannskap,
burði til þess að verða spútniklið
deildarinnar í ár. Hafa haldið sínum
bestu leikmönnum og fengið Marel
Baldvinsson og Norðmanninn Stig
Krohn Haaland sem ættu að verða
þeim góður liðsstyrkur. Fleiri bitar
eru sagðir á leiðinni og einhverjir
hafa haldið því fram að sjálfur Arnar
Grétarsson ætli að ganga til liðs við
sína gömlu félaga í sumar. Þjálfarinn
Bjarni Jóhannsson er og eldri en tvæ-
vetur í bransanum og ætti að geta gert
góða hluti fyrir Kópavogsmenn.
9.ÍBV
Eftir frábært tíma-
bil 2004 fór hálft
ÍBV-liðið og eftir
tímabilið í fyrra fór
afgangurinn. Vestmanna-
ingar tefla því fram útlendingaher-
sveit til blands við unga og óreynda
leikmenn og fátt bendir til þess að sá
pottréttur verði vænlegur til árang-
urs. Þó að hráefnið komi ekki frá Arg-
entínu gæti Guðlaugur Baldursson
hins vegar galdrað ýmislegt úr mann-
skapnum og ekki er hægt að ganga að
neinu vísu þegar Islandsmeistararnir
í að afsanna fallspár eru annars vegar.
Ef ÍBV heldur sér uppi verður það
vissulega sannkallað Tyrkjarán. Ja,
eða Úgandarán!
lO.Grindavík
Á pappírunum virð-
ast Grindvíkingar
ekki vera með nægi-
lega sterkan hóp til
að halda sér uppi. En
þannig var það líka í fyrra,
og árið þar áður, og árið þar áður...
Menn ættu því að varast að leggja líf
sitt undir að Grindvíkingar falli, þó
að vissulega bendi flest til þess að það
verði örlög þeirra. „Við lifum aðeins
einu sinni... og því er um að gera að
nýta hvert tækifæri sem best,“ söng
Grindvíkingurinn Kalli Bjarni og það
þurfa sveitungar hans svo sannarlega
að gera ætli þeir sér áframhaldandi
veru í Landsbankadeildinni. Sinisa
Kekic, Paul McShane og Jóhann Þór-
hallsson eru fljótt á litið þeir sem
mest mun mæða á.
bjorn@bladid.net
1. Valur
2. FH
3. ÍA
4. KR
5. Fylkir
6. Keflavík
7. Víkingur
8. Breiðablik
9. ÍBV
10. Grindavík
Hvað segja kempurnar?
Hörður Magnússon, íþróttafréttamaður á Sýn.
Meistararnir:
,FH, ÍA og Valur munu líklega berj-
ast um titilinn að þessu sinni. Ég tel
að FH-ingar séu með sterkasta liðið
þrátt fyrir að þeir hafi misst marga
góða leikmenn. Þeir hafa fengið
nýja leikmenn eins og Sigurvin Ól-
afsson og tvo Dani sem eru kannski
spurningarmerki. Ég held að FH-
ingar verði ekki eins sterkir og í
fyrra en þó nægilega sterkir til að
vinna mótið. Eins eru að koma upp
ungir og mjög efnilegir leikmenn og
kannski munu einhverjir af þeim
koma til með að spjara sig.
Skaginn er búinn að fá sterka leik-
menn í ár, þá Þórð, Bjarna og Arnar
Gunnlaugs. Það hefur verið helsta
vandamál Skagamanna undanfarin
ár en á móti kemur að þeir eru búnir
að missa Gunnlaug Jónsson og það er
mikil blóðtaka. En Skaginn er með
marga unga og spræka stráka og
munu gera harða atlögu að þessum
titli.
Valsmenn eru með mjög heilsteypt
og traust lið. Þeir hafa sterka vörn og
munu eflaust koma til með að byggja
á henni og svipaðri spilamennsku og
í fyrra. Þá mun Garðar Gunnlaugs-
son eflaust koma til með að skora ein-
hver mörk fyrir þá.“
Fallbaráttan:
,Ég held að það verði þrjú eða fjögur
lið sem berjist í neðri hlut-
anum í ár; Grindavík, ÍBV,
Breiðablik og kannski
Víkingur. Nýliðarnir eiga
oft erfitt fyrir en Breiða-
blik er þó að mörgu leyti
óskrifað blað. Ég held að
KR og Fylkir verði svo um
miðja deild og Keflvíkingar fyrir
ofan miðju.“
Leikmennirnir:
„Það verður spennandi að fylgjast
með Skagamönnunum þremur;
Þórði, Bjarna og Arnari. Það verður
fróðlegt að sjá hvort Tryggvi
Guðmundsson nær að halda
uppteknum hætti í marka-
skorun og eins hvort að nýi
Daninn, Allan Dyring, nær
að slaga upp í Állan Borg-
vardt. Maður veit ekki hvað
Marel Baldvinsson kemur til
með að gera hjá Breiðablik en hann
hefur verið að spila vel á undirbún-
ingstímabilinu. Björgólfur Takefusa
gæti svo kannski verið sá maður sem
gerir eitthvað fyrir KR-ingana.“
Gylfi Orrason, knattspyrnudómari til margra ára.
Meistararnir:
,Ég held að baráttan verði á milli
þessara stóru liða, eins og sagt
er. Ég geri ráð fyrir því að KR,
FH og Skaginn komi til með að
berjast um titilinn enda hafa
þau bætt vel í sinn hóp. Ég held
að FH-ingar séu með sterkasta
hópinn og það þarf vissulega að
vinna titUinn af þeim. Þeir voru með
frábæran hóp í fyrra og þrátt fyrir að
það hafi orðið breytingar á liðinu held
ég að þeir séu ekki með mikið veikara
lið.
Þrátt fyrir að KR-ingum hafi ekki
gengið sem skyldi á undirbúningstíma-
bilinu þarf það ekki að þýða mikið og
ég held að Teitur sé alveg rólegur yfir
því. Þegar komið er út í Islandsmótið
sjálft skipta æfingaleikir,
Reykjavíkurmótið og deilda-
bikarinn engu máli.
Á Akranesi er svo auðvitað
mikill hugur í mönnum eftir
heimkomu bræðranna og það
gæti auðvitað lyft þeim upp á
hærra plan.
Svo er það nú yfirleitt þannig
að eitthvað lið blandar sér óvænt í bar-
áttuna en hvaða lið það verður er erfitt
að segja um. Valsmenn komu svolítið
á óvart í fyrra og þó það sé oft erfitt að
viðhalda svona góðum árangri hafa
þeir alla burði til að blanda sér í topp-
baráttuna líka.“
Fallbaráttan:
.Nýliðarnir verða þeir sem eiga einna
erfiðasta sumarið fyrir höndum.
Nýliðunum bíður alltaf það erfiða
verkefni að ná fótfestu í deildinni og
maður gerir ráð fyrir því að það verði
eins erfitt hjá Breiðablik og Víkingi
og það hefur verið hjá nýliðum und-
anfarinna ára.“
Leikmennirnir:
,Það er alltaf svakalega gaman að
sjá leikmennina sem eru að koma
til baka úr atvinnumennskunni og
spennandi að sjá hvernig þeir koma
út. Svo verður athyglisvert að sjá í
hvaða gæðaflokki Daninn sem FH-
ingar fengu er og ef hann kemst með
tærnar þar sem Borgvardt hefur hæl-
ana eru þeir í góðum málum.“
Gylfi Orrason