blaðið - 30.06.2006, Side 1

blaðið - 30.06.2006, Side 1
 Frjálst, óháð & ókeypis! ■ HEILSA: ■ DEIGLAN: Pilla gegn offitu Búa til stærsta dýr ~r - JP jarðar á Húsavík | SlÐA 24 146. tölublað 2. árgangur föstudagur 30. júní 2006 Lata stelpan óttast ekkert Þrír ungirfemínistar hafa hreiðr- að um sig í hjarta borgarinnar með það að markmiði að draga úr ótta samfélagsins gagnvart því sem það þekkir ekki. „Sum- ir strákar halda því fram að femínistarséu ógnvekjandi og stórhættuleg kvendi sem séu að taka störf af körlum. Við þekkjum samt nokkuð marga karlkyns femínista og flestir vin- ir okkar eru mjög jafnréttissinn- aðir," segir Elín Björk Jóhann- esdóttir sem ásamt Uglu Egilsdótturog Rakel Adolphsdóttur vinnur skapandi sun um % ■ ÍPRÓTTIR HM í máli og myndum Heimsmeistaramótið í knatt- spyrnu hefur verið sérlega glæsi- legt til þessa. Blaðið tók saman myndasyrpu af mótinu. HM-stemning föl í Kína Kínverskur athafnamaður, Li Jie, býður kínverskum knattspyrnu- áhugamönnum upp á að anda að sér stemningunni á vellinum á HM í Þýskalandi gegn vægu verði. Li Jie selur loft sem er pakkað í þar til gerðar umbúðir rétt eftir að vell- irnir eru slegnir fyrir leikina. Þeir Kínverjar sem hafa ekki tök á því að ferðast til Þýskalands geta því keypt sér HM-stemninguna í poka fyrir litlar fjögur hundruð krónur og andað henni að sér eftir þörfum meðan þeir horfa á leikina í sjón- varpi. Li Jiu býður upp á loft frá vel- flestum leikvöllum keppninnar. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Li Jiu kemst í fréttirnar fyrir nýstár- legar viðskiptahugmyndir. í fyrra lokuðu stjórnvöld fyrirtæki Jians sem seldi lóðir á tunglinu. Yfirvöld eru nú að skoða hvort sala á HM- lofti standist lög. BMií/Frikki FJÖRUFERÐ Þau Egill, Garðar og Ásta skelltu sér í fjöruferð í góða veðrinu á höfuðborgarsvæðinu í gær. Haldið var út á Seltjarnarnes þar sem krakkarnir spreyttu sig í þeirri þjóðlegu iðju ai fleyta kerlingar. Stefnt að stofnun sérstakrar Þjóðaröryggisdeildar lögreglu Ráðgert að leggja fram frumvarp á komandi þingi um stofnun 25-30 manna deildar sem sinni forvirkum rannsóknarúrræðum. Verður undir ströngu eftirliti dómstóla og Alþingis. Eftir Andrés Magnússon Björn Bjarnason, dómsmálaráð- herra, vill setja á laggirnar Þjóðar- öryggisdeild undir embætti ríkis- lögreglustjóra, sem muni hafa það hlutverk helst að koma í veg fyrir hryðjuverk og skipulagða glæpa- starfssemi með forvirkum rann- sóknarúrræðum. Líklegt er talið að lagt verði fram frumvarp þessa efnis á næsta þingi og telur ráðherra að það muni njóta pólitísks hljóm- grunns langt út fyrir stjórnarliðið. 25-30 manna deild Dómsmálaráðherra kynnti í gær matsskýrslu sérfræðinga Evrópu- sambandsins um hryðjuverkavarnir þar sem stofnun slíks embættis var lögð til. Voru hann og hollenski sérfræðingurinn dr. Niels Bracke fyrir svörum á fundinum. Fram kom í máli þeirra að hætta á hryðju- verkum og röskun allsherjarreglu væri talin lítil hér á landi, en Björn ítrekaði að hann teldi skynsamlegra að fara þessa leið heldur en að hafa ekkert aðhafst ef einhver voðaverk væru framin hér á landi. í máli dr. Bracke kom fram að slík Þjóðaröryggisdeild þyrfti að hafa um 25-30 manns á að skipa til þess að geta sinnt hlutverki sínu. Þar horfa menn fyrst og fremst til hryðjuverkastarfsemi og skipu- lagðri glæpastarfsemi, en einnig var bent á að margt fleira væri í verka- hring hennar og var til dæmis tekið eftirlit með fótboltabullum, líkt og rækt hefur verið með góðum ár- angri á HM í fótbolta þessa dagana. Nokkuð er vikið að svonefndum „forvirkum rannsóknarúrræðum" í skýrslunni, enda verður hlutverk deildarinnar einkum að afla og greina upplýsingar með það fyrir augum að koma í veg fyrir að glæpir séu framdir. Gert er ráð fyrir að meðal úrræðanna séu hleranir og eftirlit með einstaklingum, en fyrst og fremst mun deildin fara yfir gögn og ábendingar frá öðrum deildum lögreglu, ríkisstofnana og embætta. Fram kom í máli þeirra Björns og dr. Brackes að nauðsynlegt væri að Þjóðaröryggisdeild starfaði með leynd, verkefni hennar væru þess eðlis. Þrátt fyrir að ýmis rök gætu hnigið að algeru sjálfstæði slíkra stofnana taldi dr. Bracke að smæð íslenska stjórnkerfisins gerði slíkt ómögulegt, á landinu öllu starfaði 671 lögregluþjónn. Á verði gagnvart varðmönnunum Frá Norðurlöndum hefðu menn enda ágæta reynslu af því að slíkar deildir störfuðu innan lögreglunnar. Þær hefðu þó eðli máls samkvæmt meira sjálfstæði en gengi og gerðist. Ráðherra lagði áherslu á að þó lagt væri til að deildin starfaði með leynd, gæti hún þó engan veginn farið sínu fram. Hún myndi líkt og önnur lögregluembætti lúta aðhaldi dómstóla og vegna viðkvæms eðlis hennar væri ástæða til sérstaks eftirlitshlutverks Alþingis með Þjóðaröryggisdeild. Þurfum að taka mark á mati sérfræðinga Aðspurður um þörfina fyrir eftir- litsstofnun af þessu tagi kvað Björn mat sérfræðinganna liggja fyrir og að mark bæri að taka á því. Þörfin hefði komið æ betur á daginn að undanförnu eftir því sem samstarfi við aðrar þjóðir í öryggismálum hefði orðið nánara, þó ekki væri nema til þess að njóta viðurkenn- ingar, sem jafngildur aðili að samfé- lagi öryggis- og löggæslustofnana á Vesturlöndum. Til þess að vinna að framgangi málsins hefur dómsmálaráðherra stofnað starfshóp til að vinna úr til- lögum í matsskýrslunni og að þeim ákvæðum nýsettra laga um lögreglu- mál, sem fjalla um greiningu og áhættumat. í hópnum eru Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri og formaður hans, Sigríður Björk Guð- jónsdóttir, sýslumaður á ísafirði, Jó- hann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, Arnar Jens- son, aðstoðaryfirlögregluþjónn og Stefán Eiríksson, skrifstofustjóri í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, en Hólmsteinn Gauti Sigurðsson, lögfræðingur í dóms- ogkirkjumála- ráðuneyti, er ritari hópsins. andres.magnusson@bladid.net

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.