blaðið

Ulloq

blaðið - 30.06.2006, Qupperneq 15

blaðið - 30.06.2006, Qupperneq 15
blaðið FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2006 DEIGLAN I 15 Lárus Einarsson uppiýsingafuiltrúi Færeyskra daga setur upp aðstööu í Bleika Pardusinum Fœreyskir dagar Nú um helgina verður hin árlega fjölskylduhátíð Færeyskir dagar haldin í Ólafsvík og er þetta í níunda sinn sem bæjarhátíð þessi er haldin. Lárus Einarsson er upp- lýsingafulltrúi Færeyskra daga. „Hátíðin var fyrst haldin árið 1998 og upphafsmenn hennar voru þrír Færeyingar í Ólafsvík og makar þeirra. Það er því kannski engin tilviljun að hátíðin sé til- einkuð Færeyingum því þeir tóku mikinn þátt í atvinnulífi Ólafs- víkur. Árið 1958 voru Færeyingar um 20% af fjölda bæjarbúa.“ En hvað er það sem gerir Færeyska daga færeyska fyrir utan nafnið og upprunann? „Það er skerpikjötið, súpan og annar færeyskur matur sem við höfum alltaf verið með. Færeyskur matur hefur þannig iðu- lega verið hér á boðstólum, aðallega svona smá smakk,“ segir Lárus. Spilað á Bleika pardusinum Fjölbreytt dagskrá er í boði alla helg- ina og má nefna að Ronja ræningja- dóttir kemur í heimsókn svo og Tóti tannálfur og Sölvar súri. Þá verður haldin söngkeppni fyrir börn og ung- linga, kassabílarallý, bekkpressu-, golf-, og bryggjumót. Einnig verður dansatriði frá eldri borgurum í Ólafs- vík. Dansleikir verða haldnir bæði kvöldin og á föstudagskvöld mun Hoskiebrothers spila á bryggjuballi en á laugardagskvöld mun hljóm- sveitin I svörtum fötum leika fyrir dansi. „Þetta er fyrir alla aldurs- hópa og dagskrá báða dagana, frá morgni til kvölds. Hoskiebrothers er ný hljómsveit sem var stofnuð af tveimur bræðrum búsettum á Ólafsvík. Þeir spila alla músík og eru frekar léttir. Þeir munu spila í Bleika pardusinum en það er gamla salthúsið. Við höfum innréttað það og lagað en það er eingöngu notað á Færeyskum dögum," segir Lárus. Gífurlega vel sótt Hátíðin hefur frá upphafi verið vel sótt og virðist fólk koma hvaðanæva af landinu og sama fólkið aftur og aftur. „Þetta hefur verið svona á bilinu 4 þúsund - 9 þúsund manns sem hafa mætt á hverju ári. Sumir telja að það hafi farið yfir 10 þúsund manns árið 2003 þegar allt var talið. í Ólafsvík búa um 1200 manns en við höfum hingað til náð að taka við þessum fjölda. í fyrra mátti nú varla vera meira og var tjaldað þar sem hægt var að tjalda, inni í görðum og hvar sam grasblettur var. Fyrir hátíð- ina í ár eru nú þegar nokkrir mættir á svæðið til að fá bestu stæðin. Mjög öflug gæsla verður á staðnum í samvinnu við sýslumann og lögreglu á Snæfellsnesi. „Það verður mjög öflug gæsla út af ung- lingadrykkju og við viljum beina þeim tilmælum til fólks að senda ekki unglinga undir lögaldri," segir Lárus. Þá er fólk minnt á að huga vel að fatnaði og klæða sig eftir veðri. Dagskrána í heild sinni er hægt að nálgast á snb.is. Hvalahátíð á Húsavík Hin árlega Hvalahátíð á Húsavík verður haldin í dag, föstudag, og á morgun. Þá verður byggð 33 metra löng steypireyður úr svörtum sandi í suðurfjörunni á Húsavík í dag. Öllum er velkomið að taka þátt í að búa til stærsta dýr jarðarinnar. Ásbjörn Björgvinsson, forstöðu- maður Hvalasafnsins á Húsavík, segir að hátíðin hafi farið vaxandi ár frá ári en þetta er fimmta árið sem hún fer fram. „Þetta er í og með gert til að vekja athygli á því að það er ýmislegt hægt að læra um hvali, þetta eru ekki bara spikklumpar úti á sjó sem eru að éta okkur út á gaddinn eins og sumir halda fram. Það er markmiðið að gera eitthvað skemmtilegt úr þessu fyrir krakka sem og fullorðna. Fá liðið niður í fjöru og leika sér þar. Maður er nátt- úrlega sjálfur alinn upp við það að leika sér i fjörunni en hér er þessi æðislega fjara fyrir neðan bæinn, kilómetri á lengd og um 100 metrar á breidd,“ segir Ásbjörn. Það verður margt um að vera á Hvalahátíð og má nefna að Arn- grímur flugkappi kemur í heimsókn á listflugvél sinni á meðan bygging steypireyðarinnar stendur yfir. I kvöld verður síðan Ómar Ragnars- son með myndasýningu og fyrir- lestur í Hvalasafninu sem hann kallar „Landið sem líður hjá“. Uppblásinn Keikó Á laugardeginum verður farið í skrúðgöngu með uppblásinn hval frá Hvalasafninu að hafnarvoginni þar sem hópurinn verður vigtaður um klukkan 14.00 en svo hefst sandkastalakeppni í suðurfjörunni fyrir alla fjölskylduna. „Við förum í skrúðgöngu með Keikó en við eigum slíkan uppblásinn í fullri stærð. Síðan vigtum við hópinn og sjáum hvaða þyngd við náum að hvalígildi. Fyrst vorum við bara ígildi hnísu þegar lítið var um fólk, síðan höfr- unga en náðum ígildi hrefnu í fyrra. Hópurinn er þannig að þyngjast en við náum sennilega seint steypireyð. Við þyrftum að fá 1.770 manns til að 33 metra steypireyður verður byggð í fjörunni á Hvalahátíð á Húsavík jafna þá þyngd,“ segir Ásbjörn. Allir þátttakendur fá aðgöngu- miða að Hvalasafninu og veitt verða verðlaun fyrir skemmtilegustu listaverkin. Að lokum mun Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsam- taka íslands, flytja fyrirlestur á Hvalasafninu á laugardag. Fyrir- lesturinn kallar hann: „Hvalir í umhverfisumræðunni“. KB LIFEYRIR ... þú átt það inni! Þegar þú þarft ekki lengur aö mæta til vinnu eftir langa starfsævi viltu njóta lífsins. Búöu þig undir spennandi starfslok meö því aö ávaxta skyldu- og viöbótarlífeyrissparnaöinn þinn hjá KB þanka í KB Lífeyri. Yfir 70 þúsund einstaklingar eru meö lífeyrissparnaö sinn í KB Lífeyri og þeir sem eru einnig (viöskiptum viö KB banka njóta enn betri kjara í bankaþjónustu. Kynntu þér þá kosti sem í boöi eru í næsta útibú KB banka, hringdu í ráögjafa í síma 444 7000 eöa faröu á kblifeyrir.is KB BANKI KB Lífeyrir samanstendur af Frjálsa lífeyrissjóönum, Vista og Lífeyrisauka.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.