blaðið - 08.07.2006, Page 19

blaðið - 08.07.2006, Page 19
blaðið LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2006 VIÐTALI 19 upplifa að það ranga sem þeir gera sé rétt. Heilbrigður allsgáður maður ákveður ekki að hlutverk sitt í lífinu sé að drepa fólk. Ég neita að trúa því að maður sé fæddur þannig og sé þannig að upplagi. Ég held að hann sé að breyta gegn betri vitund. Nema hann sé svo sjúkur að honum finnist að hann þurfi að gera þetta til að bjarga sér. Alveg eins og fíkill- inn sem ætlar sér að ná í fíkniefni veit að hann getur ekki með heiðar- legum hætti fjármagnað það en kýs að brjóta af sér til að geta það. Þá er ástandið orðið svo sjúkt að hann ræður ekki við það. Allt sem heitir samviska dofnar. Ég trúi því ekki að hlutskipti nokkurs manns sé að vera afbrotamaður alla ævi.“ Er ekki predikari Þú ert trúaður maður, trúin hefur mótað þig að miklu leyti, erþað ekki rétt? „Já, hún hefur gert það. Trúin er fullvissa um það sem maður vonar og sannfæring um þá hluti sem eigi er auðið að sjá. Það er margt sem fer á annan veg en ég vildi en ég get ekki einungis mótað allt við- horf mitt til fólks við það sem ég sé. Það getur verið að þarna sé eitthvað betra og eitthvað annað sem ég kem ekki auga á. Bænin hjálpar mér. Ég bið fyrir starfsfélögum mínum og bið fyrir fólki sem ég þarf að hafa afskipti af. En ég er ekki predikari og tel mig ekki alltaf hafa það eina rétta fram að færa. Enda hittir Guð hvern og einn í sínum kringumstæðum og hver og einn á sitt samfélag við hann. Besta predikunin er framkoman og eðli manns og eins að reyna að gera öðrum það sem maður vill að gert sé við sig. Ég finn styrk í því sem ég er að gera. Eg trúi því að máttur Guðs gefi okkur styrk til að gera betur. Hefurðu aldrei efast um tilvist Guðs? „Ég hef aldrei efast um Guð en ég er kannski stundum ósáttur við hann. Þá kemur nú yfirleitt í ljós að það var við sjálfan mig að sakast.“ Hefurðu séð marga lögreglumenn hcetta í starfi vegna þess að þeir taka hluti of mikið inn á sig? „Já, þeir hafa ekki getað tekist á við aðstæður. Ég held að menn þurfi að vera fæddir inn í þetta starf. Það er ekki fyrir hvern sem er. Menn verða að vera tilbúnir að gefa af sér. Þá reynir oft mjög á og menn taka oft mjög mikið inn á sig aðstæður sem þeir geta ekki stjórnað. Ég hef lent í slíku. Fyrir mörgum árum varð alvarlegt sjóslys í Vest- mannaeyjum þegar belgískur tog- ari strandaði og þrir menn fórust, læknir, björgunarsveitarmaður og skipverji. Þeir drukknuðu svo að segja fyrir framan augun á okkur lögreglumönnunum og björgunar- mönnum. Um þetta máttum við ekki tala. Við vorum bara harðir naglar og urðum að ganga inn í næsta verk. Þessi atburður fylgdi mér stöðugt. Fyrir nokkrum árum var ég beðinn um að skrifa um sérstakan atburð í lifi mínu. Ég settist við tölvuna og vissi ekki fyrr en ég hafði skrifað alla frásögnina. Þá var eins og byrði væri af mér létt. Ég losnaði frá þess- ari lífsreynslu. Maður má ekki fest- ast í lífinu með ákveðna byrði. Þá kemur bara næsta byrði þar ofan á og bagginn verður of þungur." Kynni af afbrotamönnum Nú hafa komið upp dœmi þar sem lögregla hefur sýnt hörku í starfi. Hvaðfinnst þér um það? „Við verðum að sýna festu og ákveðni en um leið hlýju og um- burðarlyndi. Það sem við gerum verður að vera eins vel gert og hægt er. Það getur virst harka í augum þeirra sem ekki þekkja til. En harka sem snýst um það að brjóta niður varnarlausan einstakling og sýna yfirgang og frekju gengur ekki. Ef við gerum rangt þá eiga þau mál að fara í ákveðinn feril og geta orðið dómsmál. En það eru afar fá tilfelli þar sem kvartað er undan harðræði lögreglunnar, en það er tekið á slíkum málum þegar þau koma upp. En við viljum ekki harkaleg samskipti. Við viljum þau alls ekki.“ Hefurðu gert eitthvað rangt í starfi? „Ég reyni að gera rétt en ef ég geri rangt þá viðurkenni ég það. Ég tel að þannig eigi það að vera. Því miður hendir það okkur öll að gera ekki rétt og þá eigum við að bæta fyrir það og gera betur næst. Ég hefði viljað gera marga hluti betur. í mínu starf þarf maður að taka ákvörðun á augnabliki um hand- töku á fólki. Maður hugsar eftir á: Hefði verið hægt að gera það öðruvísi? Gefa sér meiri tíma til að ræða við viðkomandi? Oft getur maður það ekki á staðnum vegna ástands fólks. Ég sé mest eftir því að hafa ekki gefið mér meiri tíma eftir á þegar runnið er af fólkinu til að ræða við það og fara í gegnum atburðinn. Þetta hefði ég oft viljað gera miklu betur. Við erum breysk, þótt lögreglumenn séum. Það eru menn að meiri sem viðurkenna mistök sín. Það versta sem maður gerir er að þverskallast við og telja sig alltaf gera rétt. Það er hættuleg- asta fólkið.“ Hefurðu kynnst mörgum afbrota- mönnum persónulega? „Já, mjög mörgum og sumir eirra eru meðal bestu vina minna. g get nefnt dæmi um ungan mann sem framdi mjög alvarlegt afbrot. Ég handtók hann, tók af honum skýrslu, lokaði hann inni og fór fram á gæsluvarðhald. Auð- vitað var hann mjög ósáttur við það. Málið fór fyrir dóm og hann var dæmdur í fangelsi. Við héldum sambandi og það kom að því að hann skildi aðstöðu mína og áttaði sig á að ég varð að vinna mál hans eins og ég gerði. Við urðum miklir vinir og þegar hann gifti sig sagði hann við mömmu sína að ég væri fyrsti maðurinn sem hann ætlaði að bjóða í brúðkaupið. Ég trúði því ekki. Ég var maðurinn sem kom honum í fangelsi. Ég hef fylgst með mjög mörgum sem hafa búið á götunni og eru drykkjumenn til margra ára. Ég heilsa þessu fólki hvar sem er, í hvaða ástandi sem það er í. Þegar það nær sér á strik og hefur nýtt líf gleðst ég og hef samband við þetta fólk og það kemur til mín. Það snerti mig til dæmis mjög þegar ég nýlega hitti góðan vin minn sem hafði búið á götunni með kærustu sinni í mörg ár og þau náðu sér á strik. Nú eru þau komin með stóra íbúð, tvö yndisleg börn og allt gengur vel, þau eru hamingjusöm. Fátt gæti glatt mig meira. Með vilja og guðs hjálp og góðra manna komast menn á þann stað sem þeir vildu alltaf hafa verið á. Þetta kostar mikla baráttu en ef fólk er tilbúið að leggja mikið á sig þá sigrar það. Þá er mikilvægt að við sýnum þessu fólki vinskap og dáumst að breytingunni. Við eigum ekki að dæma. Við megum ekki segja að eitthvað sé útilokað eða vonlaust. Það er alltaf von.“ kolbrun@bladid.net Leikvellir Reykjavíkurborgar eru reknir af íþrótta - og tómstundasviði Reykjavíkur og ætiaðir börnum á aldrinum 2ja til 6 ára, til þroskavænlegra útileikja í öruggu umhverfi. íþrótta- og tómstundasvið Reykjávíkur i Fríkirkjuvegi 11 Sími 411 5000 5 Bréfsími 411 5009 I www.itr.is I itr@itr.is íJS*" I ÞINU HVERFI Leikvellir ITR eru ætlaðir börnum til þroska- vænlegra útileikja í öruggu umhverfi. Þeir eru staðsettir við: I sumar eru vellirnir opnir frá 9-12 og 13-16.30 Gjald fyrir hverja heimsókn aðeins 100 kr. Arnarbakka8 Frostaskjól 24 Fróðengi 2 Malarás 17 Njálsgötu 89 Rauðalæk21a

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.