blaðið - 08.07.2006, Blaðsíða 26

blaðið - 08.07.2006, Blaðsíða 26
26 I TILVERAN LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2006 blaðið Einhleypir og aumingjar I kjölfar sambandsslita stúlku í mínu nánasta umhverfi fór ég að velta fyrir mér hvað við látum bjóða okkur í sambandi. Ég er viss um að flestir kannast við einhvern sem leyfir maka sínum að koma illa fram við sig. Margir hafa jafnvel sjálfir verið í þess háttar sambandi. Ég segi leyfir því þegar á botninn er hvolft stjórnum við því hvernig fólk kemur fram við okkur. Við setjum fólki mörk og látum það vita hvort við sættum okkur við tiltekna hegðun. Af hverju sætta margir sig við virð- ingarleysi og dónaskap maka? Erum við svona örvæntingarfull að vera í sambandi að við látum bjóða okkur hvað sem er? Er krafan í þjóðfélag- inu kannski sú að allir verða að vera hluti af pari til þess að vera gjaldgeng og þess vegna sættum við okkur við maka sem á okkur ekki skilið? Ég veit það satt að segja ekki. Sem betur fer virðist þetta oft eldast af fólki. Þegar við erum ung göngum við oft í gegnum skeið þar sem við eltumst við fólk sem kann ekki að meta okkur. Sorglegast er þegar fólk eyðir öllu lífinu með maka sem metur það ekki að verðleikum og kemur jafnvel fram við það af virðingarleysi. Ég þekki eina ágæta konu sem er einmitt í sambandi sem hún hefur sjaldan verið sátt í. Þótt hún sé á sextugsaldri býr hún ennþá með manninum sem hefur sært hana ítrekað. Hún kynntist honum ung að aldri og varð vitanlega ást- fangin upp fyrir haus. Kannski var ástin endurgoldin, ég veit það hrein- lega ekki. Sambandið gekk aldrei fullkomlega, hann drakk of mikið og átti það til að láta reiði sína bitna á henni. Þrátt fyrir að hafa stuðning fjölskyldu sinnar vísan ákvað hún að halda sambandinu áfram. Hana hafði alltaf langað að eignast börn en maðurinn átti þegar eitt barn og fannst það nóg. Hún þurfti ekki að hugsa sig lengi um til að ákveða að hann væri meira virði en einhver ófædd börn. I dag, þrjátíu árum síðar, eru þau enn saman, ef saman má kalla. Fyrir mörgum árum hófu þau að sofa í sitthvoru svefnherberg- inu enda höfðu þau hvort sem er ekki snert hvort annað í enn fleiri ár. Hann drekkur upp á hvern dag og veltir sér lítið upp úr því hvað hún gerir, svo framarlega sem mat- urinn er á borðinu á réttum tíma Hún heldur framhjá honum með manni sem er, rétt eins og manninum hennar, alveg sama um hana. Ég held, og vona, að fáir séu í svipaðri stöðu og þessi blessaða kona. En þetta vekur mann svo sannarlega til umhugsunar. Það verður að viðurkennast að það eru frekar konur sem lenda í svona aðstæðum. Sennilega vegna þess að konur virðast vera með lægra sjálfsmat auk þess sem þær eru meðvirkari og því ólíklegri til að yfirgefa aum- ingjana. Ég velti því fyrir mér hvort þetta geti tengst því hvernig litið er á einhleypa í samfélaginu. Það er æskilegt og skemmtilegt að vera einhleypur fram til þrítugs. Eftir það _ eruflestirvin- komnir í samband og það virðist vera kominn tími á hina einhleypu. Það vill náttúrlega enginn vera piparjónka en aftur á móti er pipar- sveinn hlaðið jákvæðri merkingu. Piparjónkur eru bitrar, einmana, jafnvel eilítið grimmar og eiga venju- lega nokkra ketti. Það er kannski ekki nema von að konur velji frekar drykkfelldan og leiðinlegan eigin- mann frekar heldur en það dapra líf sem blessaðar jónkurnar lifa. Reyndar líkjast þær „jónkur“ og „sveinar“ sem ég þekki ekki goðsögn- inni um piparjónkur, þau lifa hins vegar afar ljúfu lífi enda er frelsið skiljanlega meira. Samt sem áður finnst flestum sú hugmynd að vera einir í ellinni ömurleg og því enda þeir kannski frekar í sambandi við maka sem er ekki samboðinn þeim svanhvít@bladid. net HEIMAVÖRN SECURITAS - ÖRYGGISKERFI FYRIR HEIMILIÐ Ertu með skipulagsáráttu? Skipulag hefur löngum verið talið góður eigin- leiki í fari manna. Það er talað um að góðir starfsmenn séu skipulagðir, falleg íbúð er vel skipulögð og skipulag er álitið vera hinn mesti kostur. Að sama skapi er skipulagsleysi frekar neikvœtt orð og er talið tengjast óreiðu og öng- þveiti. Hins vegar er mögulegt að vera ofskipu- lagður ogþað getur í raun haft neikvœð áhrifá lifsgœði einstaklings. Hvað með þig, ertþú með skipulagsáráttu? Taktu prófið ogþá kemstu að því - efþú þorir. IHvernig raðarðu bókum í bókahillur? a) Ég raða þeim nú yfirleitt eftir stærð. b) Eftir innihaldi bóka, lit á kápu og hæð. Svo er ég með uppfærðan bókalista þar sem ég get fundið hverja bók samstundis. c) Mér finnst samræmið mikilvægt þannig að ég raða þeim eftir hæð og lit á kápu. d) Þær eru nú yfirleitt í einhvers konar stafla þar. 2Hvað einkennir líf þitt? a)Líf mitt er hálfgerð óreiða. b)Ég kem í veg fyrir óvænta atburði með góðu skipulagi. b) Vel en stundum finnst mér þau ekki standa síg alveg í stykkinu. c) Eins vel og mér er fært. d) Vel en ég á það til að reyna að stjórna þeim sem getur skapað leiðindi. Þegar þú leitar þér að hús- gögnum hvað ræður vali þínu? a) Þau þurfa að henta öðrum húsgögnum og rýminu fullkomlega. b) Ég kaupi það sem mér finnst flottast í það skiptið. c) Helst eitthvað sem er algjörlega í ósam- ræmi við allt annað heima hjá mér. c)Skemmtun og hvatvísi. dJReglum, skipulagi og rólegheitum. d)Ég reyni að kaupa það sem mér finnst fallegt en það þarf lika að passa við annað heima hjá mér. 3Hvernig lítur skrifborðið þitt út? a)Þar er allt á sínum stað og í raun- inni er fátt annað þar utan síma og tölvu. b)Ég mætti vera duglegri að taka til á því, draslið hleðst fljótt upp. c)Ég hef mitt skipulag, þó það sjáist ekki fyrir óreiðu. d)Ég reyni að halda því hreinu og það tekst oftast hjá mér. 4Hvað væri það versta sem gæti gerst? a)Mér er illa við allt óvænt og breyt- ingar eru ekki af hinu góða. b)Að heimurinn myndi farast eða eitthvað (þá áttina. c)Að ég missti stjórn á hlutunum. d)Að ég myndi missa ástvin. 5Hvernig kemurðu fram við ástvini þína? a)Af ástúð og umhyggju en ég mætti vera duglegri að heyra í þeim. 7Hvernig skipuleggurðu fataskápinn? a)Buxur í einni hillu og peysur í ann- arri. Einfalt og þægilegt. bJSkipti út fötunum eftir árstíðum en annars eru þau röðuð eftir lit, gæðum og til hvers þau eru nýtt. Ég á mjög stóran fataskáp með mörgum hirslum. c)Eftir litum því þá er auðvelt að finna hvað hentar hverju. d)Skápurinn er yfirleitt tómur og fötin eru í hrúgu á gólfinu. Frábært skipulag, ég þarf aldrei að leitaaðflík. 8Hvað finnst þér um skipu- lagið í lífi þínu? a)Skipulag hentar mér því ég óttast hið óvænta í lífinu. b)Hvaða skipulag? c)Mér finnst skipulag nauðsynlegt en það hefur stundum neikvæð áhrif á fólk í kringum mig. d)Það mætti vera meira skipulag i Iffi mínu. Teldu stigin: 1. a)2 2. b)4 c)3 d) 1 a) 1 3. þ) 3 c)2 d) 4 a)4 4. b) 2 c)1 d) 3 a) 3 5. b) 1 04 d)2 a) 1 6. b) 3 02 d)4 a)4 7. b)2 01 d)3 a)2 8. b)4 03 d) 1 a) 3 b) 1 04 d) 2 0-9 stig: Skipulag spilar ekki stórt hlutverk f þínu lífi og þú ert langt frá þvi að vera skipu- lagður einstaklingur. Sennilega er meira um óreiðu, öngþveiti og rugling f lífi þfnu en það hentar sumum. Það mundi sennilega ekki skaða þig ef þú reyndir að skipuleggja þig örlítið betur. Líklegt er að þú hefðir meiri tima til að lifa lífinu. Hver veit, það sakar ekki að prófal 10-18stig: Þú hefur náð hæfilegu jafnvægi í skipu- lagi þínu og ef eitthvað er mættirðu vera aðeins skipulagðari. Þú virðist ekki hafa miklar áhyggjur af tilverunni og gerir það sem þér hentar. Þú þráir ákveðna reglu í lífinu en vilt hins vegar ekki láta binda þig niður. Þetta er jákvætt og gott viðhorf. 19-25 stig: Það skiptir þig miklu máli að hafa skipu- lag í lifinu. Þú óttast óvænta atburði og þvf hentar skipulagið þér vel. Hins vegar má ekki lita fram hjá góðu hlutunum I lífinu þótt hræðsla sé til staðar. Með því að skipuleggja líf þitt út í ystu æsar skil- urðu ekki eftir rúm fyrir hið óvænta sem gæti allt eins verið gleði, hamingja og skemmtun. Prófaðu að slaka á einstaka sinnum, hver veit nema þú hafir gott af því! 26-32 stig: Það er ekkert launungamál að þú ert með skipulagsáráttu. Þetta er eitthvað sem hefur vart farið fram hjá þér eða ástvinum þinum. Ef skipulaginu er ábótavant þá finnurðu fyrir lamandi ótta. Þess vegna finnurðu fyrir ákveðinni þörf fyrir að stjórna aðstæðum og fólkinu i kringum þig. Þetta getur hins vegar ver- ið þreytandi til lengdar og því ættirðu að skoða gjörðir þinar. Eina leiðin tii að vinna á ótta er að takast á við hann. Leyfðu þér að rusla til á skrifborðinu, að gleyma afmæli einhvers og að henda föt- unum á gólfið eftir sturtu. Síðast en ekki síst skaltu njóta þess að vera til.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.