blaðið - 08.07.2006, Blaðsíða 38

blaðið - 08.07.2006, Blaðsíða 38
38 IFÓLK LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2006 blaðið í PJÓWUSTU ROKKARA Undanfarna daga hefur þátturinn Rockst- ar: Supernova verið sýndur þar sem Magni í hljómsveitinni Á móti sól tekur þátt í. Magni er að sjálfsögðu landskunn- ur fyrir tónlist sína og á möguleika á að komast í hóp þeirra ríku og frægu. Ef Magni myndi vinna keppnina fengi hann að vera með í hljómsveit Tommy Lee, fyrrum trommuleikara Mötley Crue, Jason Newsted, fyrrum bassaleikara Met- allica, og Gilhy Clarke, fyrrum gítarleik- ara Guns&Roses. Allt eru þetta útjaskaðir rokkarar sem þurfa einhvern veginn að reisa við útbrunninn feril og það er varla hægt að hugsa sér betri leið en að gera það í beinni, fyrir sjónum alheimsins. Hugmyndaflugið er þó hvorki mikið né fjölbreytt íþessari uppákomu. Landsmenn margir hafa verið mjög upp- teknir yfir þessu öllu saman enda er það ekki á hverjum degi sem Islendingur fer til útlanda og reynir að ganga í augun á miðaldra rokkurum, eiginlega verða al- veg eins og þeir. Áður fyrr fóru víkingar til höfðingja víðs vegar um heiminn og buðu fram þjónustu sína, hjuggu mann og annan og voru leiddir til öndvegis við hirðina. Þegar heim var komið barst hróður þeirra víða. Að vera kóngsins mað- ur þótti betra en hlutabréfa eign í Marel eða Landsbankanum; vísitala orðstírsins hækkaði við hvern haus sem fauk. I dag er Magni mál málanna og allir styðja hann til dáða - hann á að flytja út. í Fréttablaðinu voru þrír aðilar spurðir álits á því hvort þeir ætluðu að horfa á Rockstar: Supernova. Sigurður Kári alþingismaður svaraði því til að hann myndi nú gera það því honum bæri skylda til þess að styðja landa sína hvar sem í heimi væru, í hvaða keppni sem er. Það hvarflaði alls ekki að Smáborgaran- um að svar Sigurðar Kára tengdist þeirri staðreynd að hann væri í pólitík, nei, þetta svar kom frá hjartanu. Sigurður Kári vill styðja landið, þjóðina og fólkið til góðra verka - hann er sannur stjórn- málamaður sem vill gera öðrum gott. Halla Vilhjálmsdóttir, leikkona, sagðist pottþétt ætla að horfa því Magni væri svo mikill töffari; hún þurfti ekki neina afsökun. Garðar Thor Cortes, óperusöng- vari, sagði að hann myndi væntanlega horfa fyrst íslendingur væri að keppa; hann hafðienga afsökun! HVAÐ FINNST ÞÉR? Jón Eggert Guðmundsson Ertu ekki orðinn þreyttur? Nei, nei ég er alveg eldhress. Maður styrkist bara á þessu þannig að ég er kominn í toppform núna. Ég er kannski svolítið dasaður eftir daginn en það er bara eðlilegt. Besta ráðið við því er að skella sér í heita pottinn og fara svo að sofa. Jón Eggert Guðmundsson þreytir Strandvegagöngu hringinn í kringum fsland til styrktar Krabbameinsfélagi fslands um þess ar mundir. I gær hafði Jón Eggert lagt að baki meira en 1417 km leið og sló þar með met Reynis Péturs Ing varssonar. Leikarinn Johnny Depp situr fyrir Ijósmyndurum er Pirates of the Caribean var sýnd í Frakklandi Leikkonan Brittany Daniel á frumsýn- ingu myndarinnar Little Man í Los Angeles Leikarinn Keenan Ivory Wayans heldur á leikaranum Porco á frumsýningu myndarinnar Little Man í Los Angeles HEYRST HEFUR... Skjár einn tók sig til og sýndi fyrsta þáttinn í Rockstar: Supernova í beinni útsendingu á mið nætti síðastlið | I j inn miðvikudag VIJ Virtist vera svo SKJARE,NN að utsendingin hafi gengið algjörlega snuðru- laust fyrir sig enda urðu engar truflanir sem er meira en sagt verður um útsendingarnar frá heimsmeistaramótinu í fót- bolta. Samkvæmt heimildum mun það þó ekki hafa verið hin- um færu sjónvarpsmönnum að þakka að þátturinn gekk svo vel, en nóg er af hæfileikafólki þar, heldur var þátturinn hrein- lega ekki sýndur beint. Og þá byrjar maður að efast hvort HM-mótið sé enn í gangi og að við séum hreinlega að horfa á endursýningar. Jón Óskar Hafsteinsson, lista- maður, hefur sýnt sig og sannað í listaheiminum und- anfarin ár og oftar HHHDRj en ekki hafa verk 1 hans hreinlega p -,3j selst upp á sýning- f um. Færri vita þó að hann hannaði útlitið þegar DV var endurreist og þykir mönnum að honum hafi tekist .yel til. Samkvæmt heimildum mun Mikael Torfa- son, aðalritsjóri Fróða, ekki einungis að vera að fá til sín fyrrum blaðamenn af DV held- ur hefur hann fengið Jón Óskar til þess að endurhanna öll tíma- ritin á Fróða og verður áhuga- vert að sjá afraksturinn. Margir ráku upp stór augu þegar Björk Jakobsdóttir, leikkona, og Heiða Ólafsdóttir, Idol-stjarna, mættu galvaskar á tónleika á Kaffi Viktor á fimmtu- dagskvöldið. Léku þær á alls oddi allt kvöldið og sýndist mönnum þær skemmta sér manna best. Athygli vakti þó að þær voru saman og heyrðist hvískrað að þær ætli hugsanlega að stofna eigin rokkhljómsveit í sárabót fyrir Heiðu sem ekki komst í Rockstar: Supernova raunveru- leikaþáttinn. valur@bladid.net Pavarotti jafnar sig eftir aögerð ,Hann er á góðum batavegi,11 segir um- boðsmaður Luciano Pavarotti sem gekkst undir skurðaðgerð vegna krabba- meins í brisi fyrir stuttu. Hinn 70 ára ítalski óperusöngvari var að undirbúa sig undir að fara til New York í síðustu vikur þegar læknar uppgötvuðu að hann var með illkynja æxli í brisinu. „Sem betur fer náðu þeir æxlinu öllu,“ segir Terri Robson, talskona óperusöng- varans. „Hann mun dvelja á sjúkrahúsi á meðan hann er að jafna sig en vonandi verður hann orðinn góður innan tíðar.“ Pavarotti er einn af þekktustu óp- erusöngvurum í heimí og hefur mjög svo rómaða tenórrödd. Hann fæddist í Modena í norður Ítalíu og fyrr á árinu söng hann við vetrarólympíuleikana í heimalandi sínu við mikinn fögnuð viðstaddra. Láræ &■ Llrus eftir Jim Unger 9-14 © Jim Unger/disl. by United Media, 2001 Súpa dagsins erbúin. Má ekki bjóða ykkur súpu morgundagsins í staðinn?

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.