blaðið


blaðið - 11.08.2006, Qupperneq 16

blaðið - 11.08.2006, Qupperneq 16
16 FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 2006 blaöið veiði veidi@bladid.net FISHER'S Motion, Gore-Tex 6 laga Gore-Tex vöölur og vöðlujakkar. Drcífing: Veiðihúsið • Hólmaslóð 4*101 Reykjavík • Sími: 562 0095 - 898 4047 Reynisvatn er mjög vinsælt hjá veiðimönnum enda nóg af fiski í vatninu og sjaldgæft að fólk fari tómhent heim. í vatninu er aðallega regnbogasilungur en einnig bleikja. Hægt er að leigja stangir og báta og er aðstaðan tilvalin fyrir starfsmannahópa sem og veislur af ýmsu tagi. Á staðnum er veitingasala, fjöldi grilla, innisalur og útipallar. 561 0752 og 093 7101 d, vatnasvæði fyrir aðeins 5000 krónur! Handbók með ítarlegum upplýsingum, kortum o.fl. fylgir! Fæst á ESSO, í veiðivöruverslunum og á www.veidikortid.is Nú ber vel í veiði! Fallin hreindyr Þaö er búiö að veiöa 121 hreindýr þaö sem af er af veiðitímabilinu eins og siá má á www.hreindyr.is. Þar af er búiö aö veiða 94 tarfa og þá 27 kyr. Það er því Ijóst aö nog er eftir af kvótanum en veiðarnar aukast oft þegar líöur aö lokum tímabilsins. Fegurð og kyrrð í íslenskri náttúru. Þessi mynd er tekin við Stekkjarskerjapoii á urriðasvæðinu við Laxá í Mývatnssveit. Veiöimaðurinn heitir Dagur Eyfjörð en ásamt honum á myndinni eru faðir hans, Jón Eyfjörð og Sigrún Soffía Halldórsdóttir. Þetta var fyrsti urriðinn sem Dagur veiðir i Laxá. Myndina tók Jóhanna Hinriksdóttir. Nú ættu veiðimenn að gæta sína á því að gleyma ekki myndavélinni heima næst þegar haldið er í veiði- ferð því fyrir fallegar myndir er nú hægt að vinna vegleg verðlaun. Hans Petersen og veiðivefurinn www.votnogveidi.is standa í sam- vinnu að keppninni. Guðmundur Guðjónsson ritstjóri vefsins segir viðtökurnar hafa farið fram úr björtustu vonum. „Það rignir yfir okkur myndum og flestar þeirra eru ákaflega glæsilegar. Við erum með tvo keppnisflokka, ann- ars vegar stemmingsmyndir og hins vegar fjölskyldumyndir. Með því reynum við að höfða til breiðari hóps en bara þeirra sem stunda ein- göngu harða laxveiði" Guðmundur segir að eftir rúma viku verði hægt að skoða allar myndir sem borist hafa í keppnina inn á www.votnog- veidi.is. „Við höfum hingað til verið að birta myndir á vefnum eftir því sem þær berast og hægt er að skoða margar mjög fallegar og fjölbreyttar myndir hjá okkur. Það er líka sérstaklega gaman að því hversu breiður aldurshópur hefur verið að senda okkur efni“ segir Guðmundur að vonum kátur með þessar góðu við- tökur. Það eina sem þátttakendur þurfa að gera er að senda myndir sínar á stafrænu formi í netfangið ritstjorn@votnogveidi.is og láta fylgja einhverjar upplýsingar um myndina, stað, stund og nöfn. Auk þess er nauðsynlegt að fullt nafn, netfang og símanúmer ljósmyndara komi fram. Keppnin mun standa út október og eru glæsileg verðlaun í boði fyrir bestu myndirnar. Veiðisagan mín: Veiddi náhval með handskutlu Árni Johnsen, stjórnmála- og blaða- maður, er mikill veiðimaður og hefur til að mynda veitt seli, rostunga og ísbirni. Ein af eftirminnilegustu veiði- sögunum segir hann vera þegar hann veiddi náhval en náhvalur er sjö metra hvítur hvalur sem er með um tveggja metra langa önn. „Ég var á veiðum með grænlenskum veiðimönnum í nyrstu byggð í heimi, Thule, og var á hafísnum um margra vikna skeið. Við þurftum að standa þolinmóðir á ísröndinni tímunum saman og hreyfa okkur ekki,“ segir Árni og bætir við að þó ísinn hafi verið einn og hálfur metri á þykkt mátti ekki ganga á honum því hvalirnir myndu heyra það. Borðaður hrár Náhvalurinn var veiddur með hand- skutlu eins og hefur verið gert í þús- undir ára á Grænlandi. „Við biðum þangað til náhvalirnir komu í færi og þá var skutlað í þá með pínulítilli ör sem er á litlu skafti. Örin stingst inn undir húðina og hvalurinn fer í kaf en hann kemst ekki í burtu þar sem bönd eru tengd skutlinum. Eins eru flotdufl tengd böndunum og það togar í hvalinn. Hvalurinn kemur því upp á yfirborðið en kafar aftur niður þar til hann er orðinn þreyttur. Þá er hvalurinn skotinn með riffli og dreginn upp á ísinn af mönnum og hundum. Það er byrjað á því að skera bita af hvalnum undir kviðnum, hvítt skinn sem nefnist Maddack. Bitinn er rúmlega sen- tímeter á þykkt en þetta er talinn veislumatur og er borðað hrátt á staðnum. Það er lítið bragð að þessu en það er eins með þetta og harðfisk, maður getur ekki hætt.“ Funheitt þrátt fyrir 40 stiga frost Árni hefur farið nokkrum sinnum á náhvalaveiðar þrátt fyrir mikið frost enda segist hann vera það vel klæddur að hann finni ekki fyrir því. „Ég er í selskinnskaníkur, sem eru selskinnsstígvél með ullargæru- sokk inn ( og hárin vísa inn. Ég er líka í ísbjarnarskinnsbuxum þar sem hárin vísa út og hreindýrsanor- akk þar sem hárin vísa út. Manni er því funheitt þótt það sé um 40 gráðu frost,“ segir Árni sem geymdi tönnina úr náhvalnum sem minjaa- grip og hún prýðir nú heimili hans. svanhvit@bladid.net ’emington Skotveiðivörur fást í næstu sportvöruverslun. Innflutningur og dreifing: Veiðiland ehf.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.