blaðið - 11.08.2006, Page 35

blaðið - 11.08.2006, Page 35
blaðið FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 2006 35 kolbrun@bladid.net Bovary Jennifer Jones sést hér í hlut- hennar í samnefndri kvikmynd. I skáldsögur Flauberts eraö finna bestu lýsingu á framhjá- haldi að mati sérfræöinga Penguin. Pexigui Hj1. MS Ul tjf Hugmyndin er sú að auðvelda al- menningi að velja sér gott lesefni. Flokkunin er nokkuð sérstök en þar má meðal annars finna lista yfir bestu geðsjúklingana í skáld- verkum, bestu skúrkana, bestu hetjurnar, bestu elskendurna og svo framvegis. Vitfirringar og elskendur Penguin telur að besta vitfirring- inn sé að finna í hinni mögnuðu bók Ken Kesey, One Flew Over The Cuckoo’s Nest og í öðru sæti er vit- firringurinn í Dagbók vitfirrings eftir Gogol. Best heppnuðu skúrk- arnir eru hins vegar í Karamazov bræðrunum eftir Dostójevskí en þar glíma persónur við ýmiss kon- ar siðferðislegan vanda og ekkert lát er á dramatískum atburðum. í öðru sæti er Innstu myrkur eft- ir Joseph Conrad og James Bond bókin Diamonds Are Forever er í þriðja sæti. Bestu elskendurnir eru í A Ro- om With A View eftir E M Forster. Cathy og Heathcliffe í Fýkur yfir hæðir eftir Emily Bronte verða að sætta sig við annað sætið og Don Juan Byrons hafnar í því þriðja. Besta kynlífið er í bók eft- ir Georges Bataille sem nefnist á ensku Story of The Eye. A Spy in The House of Love eftir Anais Nin er í öðru sæti og í þriðja sæti er hin margfræga bók Elskhugi lafði Chatterleys eftir D H Lawrance. Sérfræðingar Penguin völdu einn- ig bestu lýsingu á framhjáhaldi en það er að þeirra sögn að finna í meistaraverkinu Madame Bovary eftir Flaubert. I öðru sæti er Ther- ese Raquin eftir Emile Zola og Les Liasons Dangereuses eftir Pierre Choderlos De Laclos er í því þriðja. Hetjurog glæpir Bestu hetjurnar eru í David Cop- perfield eftir Charles Dickens sem er þvílíkt persónugallerí að leitun er að öðru eins. Bestu grátbækurn- ar eru svo í þessari röð: Mýs og menn eftir Steinbeck, The Age of Innocence eftir Edith Wharton og Hringjarinn frá Notre Dame eftir Victor Hugo. Besta hortuga stelp- an er Becky Sharp í hinni stórgóðu Vanityu Fair eftir Thackeray og Lo- lita Nabokovs er í öðru sæti Dr. Jekyll and Mr Hyde eftir Ro- bert Louis Stevenson er besta hroll- vekjan. I öðru sæti er Dracula eftir Bram Stoker og Frankenstein eftir Mary Shelley er í þriðja sæti. Besta lýsing á hnignun er í The Great Gatsby eftir F S. Fitzgerald. í öðru sæti er Vile Bodies eftir Evelyn Wa- ugh og Myndin af Dorian Grey eft- ir Oscar Wilde er í þriðja sæti. Besta glæpinn er að finna í Mai- gret og vofunni eftir George Simen- on, Hvítklædda konan eftir Wilkie Collins er í öðru sæti og Svefninn langi eftir Raymond Chandler í því þriðja. Og besta vísindaskáld- skapurinn er í Tímavélinni eftir HG Wells. A Itilefni 6o ára afmæli útgáfu sinnar á klassískum verkum hefur breska Penguin útgáfan gert lista yfir bestu klassísku bækurnar og persónur þeirra. Drakúla Þessi fræga saga Bram Stoker hefur oft veriö kvikmynduö og bókin kemst á lista Penguin yfir bestu hrollvekjur sögunnar. Sögur neöan jaröar Laugardaginn 12. ágúst kl:16:00 opna nokkrir listamenn frá ýmsum löndum sýningar sínar í Nýlistasafninu. Pétur Már Gunnarsson frá íslandi , Johann Maheut frá Frakklandi og Toshinaro Sato frá Japan standa saman að sýningunni Sögur neðan jarðar. Annar hluti sýningarinnar mun fara fram í Frakklandi 2007 og munu þá fleiri íslenskir listamenn slást með í förina. Pétur Már Gunnarsson hefur haldið fjölda sýninga hér á landi og erlendis. Hann stundaði nám við Listaháskóla íslands og við Listaakademíuna í Vínarborg. Um skeið var hann stjórnarformaður Nýlistasafnsins. Johan Maheut starfar í París og hefur sýnt víða um heim. Hann vinnur fyrst og fremst með inn- setningar og Ijósmyndir. Toshinari Sato stundaði nám við listaháskólann í Tókýó og við lista- háskólann í Grenoble í Frakklandi. Hann hefur sýnt víða um heim og nú síðast í Masataka Hayakawa galleríinu í Tókýó. Sýning þeirra stendur til 3. sept- ember Afturelding í stærsta bóka- klúbb Þýskalands Það besta í klassíkinni Bertelsmann bókaklúbburinn í Þýskalandi aetlar að gefa út Aftureldingu eftir Viktor Arnar Ingólfsson en bókin kom út fyrir skömmu hjá Verlagsgruppe Lubbe og náði hátt á metsölulist- ann þar í landi. Viktor Arnar hefur átt góðu gengi að fagna í Þýskalandi og útkoma Aftureldingar í bókaklúbbnum er enn eitt dæmi um að vegur hans þar fari vaxandi. Áður hefur komið út hjá Bertelsmann Flateyjargáta eftir Viktor, en sú bók hefur verið þaulsetin á þýskum metsölulistum. Bertels- mann bókaklúbburinn er einn sá stærsti í Þýskalandi og útgáfa í honum þýðir mikla útbreiðslu á bókinni og ómetanlega kynningu á höfundinum. Viktor Arnar ætlar að fylgja eftir velgengni sinni í Þýskalandi og mun í haust taka þátt í glæpa- sagnahátíðinni Mord am Hellweg. Hátíðin er tvíæringur og kynnt sem stærsta alþjóðlega glæpa- sagnahátíðin í Evrópu. Fangaflutningar til Alcatraz menningarmolinn Á þessum degi árið 1934 var hópur fanga sem taldir voru stórhættulegir umhverfi sínu fluttir til eyjunnar Alcatraz við San Francisco flóann. Fangarnir voru þeir fyrstu sem gistu Alcatraz fyrir utan herfanga sem þar voru fyrir frá þeim tíma er þar var herfangelsi. Fleiri hópar fanga voru fluttir þangað seinna í mánuðinum, þar á meðal var A1 Capone. Árið 1934 var Alcatraz breytt í fangelsi með svo öfluga öryggisvörslu að útilokað átti að vera að flýja þaðan. Á þeim árum sem Alcatraz fangelsið var í notkun reyndu nokkrir tugir fanga að flýja þaðan en ekki er vitað til að nokkrum hafi tekist það. Menn voru annaðhvort skotnir á flótta eða drukknuðu í sjónum. Einum manni tókst að synda í land en var hand- tekinn þar sem hann lá örmagna á meginlandinu. Árið 1962 flúðu þrír menn frá Alcatraz en ekkert er vitað um afdrif þeirra. Líklegast er að þeir hafi drukknað en ekki er útilokað að þeir hafi náð landi og farið huldu höfði eftir það. Robert F. Kennedy dómsmálaráðherra lét loka Alcatraz fangelsinu árið 1963. Árið 1972 var fangelsið opnað almenningi og rúm- lega milljón manns heimsækja það ár hvert.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.