blaðið - 23.08.2006, Síða 16

blaðið - 23.08.2006, Síða 16
16 I ÁLIT MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÖST 2006 blaöÍA Strætóbílstjóri svarar Bjarna Sem bílstjóra hjá Strætó bs, fannst mér sorglegt að lesa grein sem birtist i Blaðinu 19. ágúst, undirskrifuð af Bjarna. Þar finnst mér hann vega ómaklega að bílstjórum Strætó. Ég fullyrði að við viljum gera vel, og gerum eins vel og við getum. En ekki gleyma því að við erum líka fólk... sem sagt mannleg. Ef aðstæður leyfa, stoppum við fyrir fólki sem auðsjáanlega er að missa af vagninum. Hvort sem það notar nú einhver alþjóð- leg tákn um að stöðva bifreiðina eða ekki. En þetta er því miður ekki alltaf hægt. Það gæti verið forvitnilegt að lesa bréf frá Bjarna ef hann lenti nú í því að vera að keyra bíl næstur á eftir strætó, sem allt í einu stoppar án nokkurrar við- vörunar og Bjarni er alveg óvið- búinn, þar sem hann sér ekkert hvað er að gerast fyrir framan vagninn. Og hann lendir þar af leiðandi aftan á vagninum. Mikið væri nú gaman, ef Bjarni myndi skrifa gott bréf þegar honum finnst gert vel við hann. Því ekki trúi ég því að hann upplifi eingöngu leiðindi af okkar hálfu. Þá væri hann varla strætófarþegi. Og það er ómak- legt að draga bílstjóra Strætó bs á þennan hátt inn í umræðu um tap fyrirtækisins. Og svona eitt heilræði í lokin til Bjarna. Og okkar allra. Bros og jákvæðni. Við komumst svo ótrúlega langt á því. Eftir Ingunni Guðnadóttur strætóbílstjóra nr. 167. Dapurleg seðlaprentun Um hina ónefndu arf- leifö Halldórs Ásgrímssonar. Jónas Bjarnason Tímamót eru nú þegar Halldór Ásgrímsson, ráðherra í um 20 ár og þekktur sem „faðir kvótakerfis- ins“, yfirgefur sviðið. En sum verkin blífa og ber þá hæst kvótinn, upphaf hans og breytingar allt frá 1.1.1984 þegar lögin, sem fólu í sér heimildir til kvótasetningar, gengu í gildi. Ástand þorsks var þá talið alvarlegt og því nauðsynlegt að grípa til stjórn- unar, sem gæti verndað fiskinn, til margra alda ein af meginstoðum sjálfstæðisins. „Lífið er saltfiskur“, sagði skáldið og eru þau orð að sönnu. f kveðjuávarpi formannsins ræddi hann minnst um þau verk, sem flestir munu minnast hans fyrir. „Ekki man ég að margar aðrar tillögur hafi verið uppi um þau mál,“ sagði hann stuttaralega. Þetta var fremur dapurlegt, formaðurinn í vörn þá hann vildi vera sterkur. Ástæður eru alkunnar, slæmt ástand þorsks og yfirþyrmandi frávik frá markmiðum. Orðin eru að því leyti rétt, að í upphafi voru uppi fáar áðrar hugmyndir um stjórnun þorsk- veiða aðrar en skömmtun á afla skv. tillögum Hafró þótt ýmsar aðrar leiðir hafi verið til; fáa óraði fyrir að einmitt þessi aðferð væri hættu- leg. Hún hefur leitt til vandræða alls staðar þar sem henni hefur verið beitt í útlöndum. Unnt hefði verið að beita sóknarstýrtingu eins og víða er erlendis, en andstæðingar til- greindu óteljandi sinnum afskræmt dæmi um íúðuveiðar í Kyrrahafi, fáránlegar kapphlaupsveiðar, en sóknardagar voru í gildi fyrir báta í nokkur ár. Auðvitað voru andstæð- ingar kerfisins margir, en þeir voru ekki samhljóma. En svo dundi ógæfan yfir. Árið 1990 var, að kröfu LlÚ o.fl., sam- þykkt að flytja mætti kvóta á milli aðila og skipa. Menn prísuðu alla hagræðinguna sem af hlytist. Um- svifalaust urðu heimildir að verð- mætum. Þær breyttust í peninga- seðla og þeir voru á háum vöxtum hjá almættinu og ráðuneytinu hans Halldórs, vegna hækkandi fiskverðs og mikillar eftirspurnar. Menn deildu ákaft og mótmæltu því að útgerðir væru að seilast í hald á þjóð- areigninni, yfirlýstri í lögum. Segja má að menn hafi deilt allar götur síðan. „Þeir handhafar seðlanna sem eru á móti kerfinu rétti upp hendur,“ gæti jafngilt ábendingu Halldórs um að hann muni ekki eftir öðrum tillögum um fiskveiði- stjórnun. Margir höfðu varað við því að handhafar kvóta myndu selja hann burt frá smábyggðunum, sem síðan legðust af. Mikil ósköp, kvót- inn fór að rjátlast burt frá byggðum, stórum einnig, en margar skýrslur voru skrifaðar um hagræðingu og það væri hún ein sem væri að verki; enginn gæti staðið gegn afli hagfræðilögmálanna. En svo fór að brydda á öðru, sem verra var, verulegum og óvæntum aflasamdrætti á tíunda áratugnum, svo miklum að skjálfti fór um Skúla- götu 4. Þá áttu ráðamenn að átta sig, en Halldór faldi sig í utanríkis- málum. „Fiskleysisguðinn“ sagði bara veiða minna, en eitthvað var bogið við það, margir skynjuðu það en þögðu samt, útvegurinn var orðinn að hluthöfum í fyrirtækinu Kvótaeigendafélag lslands“ og Hall- dór varð enn ekki var við aðrar til- lögur. Eitthvað ógnvænlegt hlaut að vera að, útreikningar Hafró rangir eða bara að kvótakerfið að bregðast. En ráðherrar sögðu að það séu ekki kerfi sem minnki veiðistofna heldur veður og veiðar, en aðrir vildu vita hvert væri eðli skortsins. En þorsk- urinn náði að rísa upp um sinn og svo fór hann niður aftur og Hafró sagði; „ofmat, minnkum aflann,“ yf- irleitt hafi verið veitt meira en lagt hafi verið til og þar lægi hundurinn grafinn. Á síðustu árum fór að berast vitn- eskja frá útlöndum um að dregin veiðarfæri yllu þróunarbreytingum, úrkynjun, með langvarandi stærð- arflokkun í veiðum, en aðrir sögðu þau valda botnskemmdum; það er sýnilega hliðin, en úrkynjun er bara unnt að staðfesta með tölfræði um vöxt og kynþroskastærðir; þannig er ekki unnt að sanna neitt. Sumir fræðingar segja að þetta sé umdeilt, en menn kveða ekki vandamál í kútinn með því einu. Tilraunir með eina fisktegund hafa staðfest það sem margir höfðu óttast. - En hvað hefur það með kvótakerfið hans Halldórs að gera? Auðvitað gat hann ekki vitað fyrir 20 árum það sem fræðingar rífast um nú. En með geirneglingu heimilda, seðlaprent- uninni, er bæði búið að skapa mik- inn auð og jafnframt mikinn skaða og ekki er víst að unnt verði að bæta úr honum yfirleitt, þorskur kominn í þriðjung af fyrirheitum. Hvernig stöðva menn farartæki á mikilli ferð þegar menn eiga það ekki einu sinni? Umferðarreglur duga skammt þegar menn vita ekki hvert ferðinni er heitið og sjálfur upphafs- maðurinn er þrjóskur og vill hafa verið vitur í upphafi. Hann átti að sýna slaka á stolti sínu á tíunda ára- tugnum og viðurkenna breyskleika mannlegra kennisetninga um illa þekktan lífheim. Það er vitað hvað gera þarf, en það er eins erfitt og að skipta um mynt án þess að hún sé verðlögð fyrst og áður en tekin er upp ný. Það væru snöfurleg eftir- mæli ef aðeins hátt eldsneytisverð getur komið þorski til bjargar. - Það sem helst hann varast vann, varð að koma yfir hann. Höfundur er efnaverkfrceðingur. Þjóðhyggja hefur verið Jóni Sig- urössygi, nýkjörcium formanni Fram- ' sóknarflokksins, tamt hugtak, en ekki hafa allir verið á eitt sáttir i hverju hún felst. En er nokkuö þjóölegra en þegar glímt er á pingvöllum undir hinu unga Islands merki? \jTÍnt Hvað er þjóðhyggja? Þjóðhyggja og þjóðræknisstefna merkja í raun alveg hið sama sem þjóðleg félagshyggja en Framsókn- armenn hafa jafnan notað það hugtak um meginstefnu sína og grunnviðhorf. Með þessari orðanotkun er lögð áhersla á þá sögulegu og hugmynda- fræðilegu staðreynd að þjóðleg félags- hyggja Framsóknarmanna er ekki byggð á sósíalisma eða stéttarhyggju heldur á rætur í sömu arfleifð og for- sendum sem sjálfstæðisbaráttan og endurreisn íslenskrar menningar og samfélags. Þarna er jarðvegur og rætur Fram- sóknarstefnunnar í félagsmálahreyf- ingum og menningarstarfi, ung- mennafélögum, samvinnufélögum, ræktunarsamtökum hvers konar og þjóðfrelsisstarfi. Þarna má líka sjá virk tengsl Fram- sóknarstefnunnar við samvinnu- stefnuna og ekki síður við þjóðlega frjálslyndisstefnu, en leiðtogar sjálf- stæðisbaráttunnar kenndu sig við þá stefnu. Vel má sjá sams konar tengsl í sögu Venstre sem kallar sig „Dan- marks Liberale Parti“. Þjóðhyggja er ekki þjóðrembingur stórþjóðanna í Evrópu sem fyllti 20. öldina hryllingi, heldur hugsjónir um þjóðfrelsi, sjálfsvitund og þjóð- armetnað smáþjóðanna sem risu úr öskustó i Evrópu og náðu sjálfstæði og endurreisn, sumar með miklum fórnum. Félagsmálahreyfingar stórþjóð- Hugtakið þjóöhyggja skilgreint nánar. Jón Sigurósson anna miðuðust að miklu leyti við arf og vandamál iðnbyltingarinnar, með verkalýðshreyfingu í farabroddi, en samféíög smáþjóðanna einkenndust af öðrum atvinnuháttum og þar var þjóðfrelsisbaráttan mikilvægari en stéttabarátta. Þjóðhyggja er ekki kynþátta- hyggja eða útlendingahatur, einangr- unarstefna eða innilokunarstefna. Allt slíkt byggist á vanmetakennd, uppgjöf og flótta. Smáþjóð verður þvert á móti að ganga fram full raun- sæis og sjálfsvitundar og metnaðar og mannast á heimsins hátt því að öðrum kosti er hún komin á undan- hald til uppgjafar. Af sjálfu leiðir að nýjum landsmönnum er fagnað inni- lega því að þeir koma hingað til að verða hluti þjóðarinnar og þannig efla þeir og styrkja samfélagið. Sú menning sem þeir flytja með sér verður hér til eflingar, fjölbreytni og örvunar menningar og mannlífs í landinu. Þjóðhyggjan er það afl sem tendr- aði endurreisn og sjálfstæðisbaráttu íslendinga á sinni tíð. Því er ekki svo háttað að í stjórn- málunum takist á hægristefna/ sér- hyggja/ einstaklingshyggja annars vegar og sósíalistisk jafnaðarstefna/ stéttarhyggja hins vegar. Miðjan í ís- lenskum stjórnmálum er ekki einhver misjafnlega heppileg blanda, rugl eða hræringur annarra hugmynda eða stefnumiða. Miðjan er sjálfstæður hugmyndafræðilegur póll sem á sér sínar eigin stjórnmálasögulegu og hugmyndasögulegu rætur, og það er arfleifð evrópskrar þjóðhyggju eða þjóðræknisstefnu undirokaðra smá- þjóða álfunnar. Það hefur aldrei verið brýnna en nú að þessi sjónarmið njóti sín og hljóti umfjöllun og athygli, á tíma opnunar, hraðra breytinga, vaxandi viðskiptaumsvifa og alþjóðavæð- ingar. Til þess að geta tekið þátt í þessu öllu af innri styrk og metnaði þurfum við einmitt að vita vel hver við erum, hverjar eigin forsendur okkar eru, hvaðan við komum og hvert við viljum halda. Það stendur Framsóknar- mönnum næst að veita þjóðinni landleiðslu og leiðsögu í þessu. Þetta er eitt af sögulegum hlutverkum Framsóknarmanna. Höfundur erformaður Framsóknarflokksins. Greinin hirtistfyrst á vef Björns Inga Hrafnssonar (www.bjorningi.is) en nokk- ur umrœáa hefur spunnist um merkingu hugtaksins „þjóðhyggja", sem hinn nýkjörni J'ormaður hefur sagt vera eitt helsta inntak framsóknarstefnunnar.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.