blaðið - 24.08.2006, Blaðsíða 2

blaðið - 24.08.2006, Blaðsíða 2
2 I FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2006 blaftið Strætóbílstjórar segja mat einhæfan í mötuneyti: Vagnstjórar fullsaddir af örbylgjufæði ■ Hafa fengifr1944 rétti í fimm ár ■ Vilja fjölbreyttara fæði blaðiö__________ Hádegismóum 2,110 Reykjavík Sími: 510 3700 • www.vbl.is FRÉTTASÍMI: 510 3799 netfang: frettir@bladid.net AUGLÝSINGADEILD: 510 3744 netfang: auglysingar@bladid.net Stykkishólmur: Barinn þar til tennur losnuðu Maður á þrítugsaldri kærði líkamsárás í Stykkishólmi um síðustu helgi. Þá voru Danskir dagar og því margt um að vera í bænum. Maðurinn lenti í áflogum við annan með þeim afleiðingum að tennur losnuðu. Þrátt fyrir árás- ina gekk hátíðin afar vel að sögn lögreglu þó að mæting hafi verið ögn dræmari en á síðasta ári. Eftir Val Grettisson valur@bladid.net „Við lítum á þetta sem skyndibita," segir Valdimar fónsson, trúnað- armaður starfsmanna hjá Strætó bs., en nokkuð hefur borið á kvört- unum vegna einhæfs matarúrvals í mötuneyti þeirra. Fyrirtækið hefur boðið upp á ör- bylgjuréttinn 1944 í tæp fimm ár og mun það vera eini rétturinn sem er í boði. Ekki er boðið upp á annað en örbylgjuhitaðan mat og vart hefur orðið við pirring hjá starfsmönnum vegna þess. Þeir sem unnið hafa hvað lengst hjá fyrirtækinu smyrja frekar brauð og taka með sér í vinnuna en að hita réttinn kenndan við sjálfstæða Is- lendinga, samkvæmt Valdimari. „Menn eru orðnir ansi þreyttir á þessu,“ segir Valdimar og bætir við að pirringur starfsmanna hafi ekki farið framhjá nokkrum manni. Hann segir að trúnaðarmenn hafi bent á að fæðið sé ekki samkvæmt samningum en að hans sögn kveður þar á um að þeir eigi að fá mat að- sendan inn í mötuney tið og borga svo hráefnið. Fæðið er dregið af launum starfsmanna og er í ódýrara lagi eða um 250-300 krónur skammturinn. „Þegar maður borðar svona dag- lega þá verður maður fljótt leiður á þessu,“ segir Valdimar og bætir við að fæðið mætti vera fjölbreyttara enda mikið úrval af örbylgjufæði á markaðnum í dag. Starfsmannastjóri Strætó bs., Hörður Gíslason, segir að það sé eðlilegt að menn hafi mismunandi skoðanir á fæði fyrirtækisins. Hörður segir að 1944 réttirnir hafi þótt besta lendingin á sínum tíma og bendir einnig á að hægt sé að velja um marga rétti innan 1944 keðjunnar. Aðspurður hvort sátt sé um matarvalið segist hann telja að svo sé. Samkvæmt Starfsmannafélagi Reykjavíkur er það val atvinnurek- andans að bjóða upp á mat í vinn- unni. Að þeirra sögn mun valið standa á milli svokallaðs fæðisfjár eða matar en Strætó bs. velur seinni kostinn. Félagið bendir á að fyrir- tækið hafi komið til móts við flestar breytingar sem starfsmannafélagið hefur mælt með. Ekkert kveður þó á um í samningum hvað atvinnurek- andi skuli hafa á boðstólum þegar að mat kemur. Á förnum vegi Saknarðu herþotnanna? Birna Björnsdóttir Mirman, markaðsstjóri Ég upplifi engan söknuð, því ég fæ daglegan skammt af þeim þar sem ég bý í Bandaríkjunum. Steinunn Hulda Magnúsdóttir, nemi Já, það var fínt að hafa þær þarna. Við vorum öruggari. Jóhann Ingi Benediktsson, nemi Nei, það geri ég ekki. NÝB VALKOSTUIl Á Fiskislóð 26 • 101 Reykjavík • Sími: 578 4600 www.transport.is • transport@transport.is AFRIKUDAGAR www.zedrus.is Helgaropnun Laugd: 13:00-17:00 Z E D R U S persneskar mottur / húsgögn / gjafavörur Hlíðarsmára Vi S. 534 2288 Næringarfæröingur um 1944 réttina: Orkumiklir réttir „Mér hefur sýnst réttirnir vera mjög fjölbreyttir og orkumiklir að því er varðar samsetningu," segir Ól- afur Gunnar Sæmundsson næring- arfræðingur um réttina 1944. Hann segir að réttirnir virðist vera vel samsettir og séu alls ekki slæmur kostur. Um örbylgjufæði segir hann að tap næringarefna við þá eldun- araðferð sé nánast ekkert. Aðferðir við vinnslu matvæla sem síðan er ætlast til að hituð séu í örbylgjuofni eru háþróaðar og yfirleitt vandaðar að sögn Ólafs. „Miðað við manneldissjónarmið mætti alltaf vera meira af græn- meti og öðru,“ segir Ólafur en að öðru leyti virðist framleiðsluferlið vandað að hans mati. Ólafur segir fjölbreytni í fæðuvali skipta öllu máli og bendir á að svo sé um örbylgjuréttina. Segir 1944 hágæðavöru Að sögn Ólafs Gunnars Sæmunds- sonar næringarfræðings er örbylgju- matur oft afar vandaöur „Annars fær maður náttúrlega leiða á öllum mat ef maður neytir hans í sífellu, skiptir þá engu hvort um holla fæðu er að ræða eða ekki,“ segir Ólafur að lokum. Eggert Kristinsson, gullsmiður Já, ég sakna þeirra. Ingimar Ingólfsson, læknir Nei, farið hefur fé betra. Heiösklit Léttskýjað Skýjað Alskýjað Rignlng, lltilsháttar^-J? Rigning Súld is. Snjókoma ££-'■■- Slydda iÍJu Snjðél s íííi^jjIj4 Algarve 27 Amsterdam 18 Barcelona 28 Bertín 21 Chicago 18 Dublin 15 Frankfurt 20 Glasgow 16 Hamborg 20 Helsinki 21 Kaupmannahöfn 20 London 17 Madrid 31 Mallorka 28 Montreal 12 New York 23 Orlando 23 Osló 18 París 18 Stokkhólmur 21 Vín 24 Þórshöfn 12 A morgun Veðurtiorfur í dag kl: 15.00 Veðursíminn 902 0600 Byggt á upplýslngum frá Veðurstofu (slands

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.