blaðið - 24.08.2006, Blaðsíða 29

blaðið - 24.08.2006, Blaðsíða 29
Kjarni málsins r-M Þreytandi flugþreyta Margir fTnna fyrir flugþreytu þegar þeir hafa ferðast mikið. Sem betur fer er hægt að gera ýmsilegt til að koma í veg fyrir hana. Fyrst ber að nefna að það er sérstaklega mikilvægt að sofa vel áður en ferðalagið hefst. Eins er best að forðast áfengi, bæði í ferðinni sjálfri og fyrir hana. Gott er að borða hollar máltíðir sem eru næring- arlega vel samsettar og það er um að gera að borða ekki yfir sig. Svo má vitanlega ekki gleyma hreyfingunni en það er nauðsynlegt að hreyfa sig í ferðinni sjálfri. Eins er gott að aðlagast nýjum tíma og borða og sofa á svipuðum tíma og heimamennirnir. Heilsa og hollur matur Það er vel hægt aö koma í veg fyrir flugþreytu meö þvíaö huga vel aö heilsu og hollu mataræöi. Miðað við aö 65 eintökum af Morgunblaðinu sé dreift í 30 skipti. blaðið FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2006 Það er löngu komið úr tisku að reykja. Það er ekki bara dýrt og óhollt heldur er líka verið að skaða náungann með óbeinum reykingum. Hvi ekki að nota haustið til að hætta, það eru til ótal aðferðir og hjálpartæki til þess. En fyrst og fremst er það viljastyrkurinn sem ræður för. Góð heilsa er ekki eínungis að vera laus við sjúk- dóma heldur er það lífsstíll. Hvort sem það er að fá nægan svefn, slökun eftir erfiðan dag eða að eiga áhugamál til að nostra við. Umfram allt þurfa allir að vera góðir við sjálfa sig. Vegna aukinna umsvifa í blaðadreifingu óskar Morgunblaðið eftir að ráða fólk á öllum aldri í blaðburð víða á höfuðborgarsvæðinu sem fyrst. Algengt Flest börn pissa undir áöur en þau ná sex ára aldri en þetta er algengt vandamál. Pissaó undir Tugir ef ekki þúsundir barna undir sex ára aldri pissa undir á næturnar og vandamálið er því mjög algengt. Læknar hafa hins vegar aldrei náð að útskýra af hverju börn pissa undir og af hverju þau hætta því á ákveðnum aldri. En það er talið vera eðlilegur hlutur I þroska barna og flest börn vaxa upp úr því eftir ákveðinn tíma. Að pissa undir er því sjaldnast hluti af stærra tilfinn- ingalegu vandamáli þó það geti vissulega verið raunin. Þrátt fyrir að þetta vandamál sé algengt getur þetta verið álag á fjölskylduna. Börnin skammast sín jafnan og finna fyrir samviskubiti og eins finna foreldrar fyrir vonleysi því þeir geta ekki hjálpað barninu. Það er því um að gera að reyna að gera lítið úr þessu og muna að þetta líður hjá. Hættan ekki bara x flugt Aukin hætta á blóðkekki Blaðberi hjá Morgunblaðinu fær að meðaltali 30.915 kr. á mánuði fyrir klukkustundar langan hressandi göngutúr.* Ti! viðbótar kemur þungaáiag og greiðslur fyrir aidreifingar tvisvar í viku. Vinsamlegast hafið samband í síma 569 1440 eða sendið tölvupóst á netfangið bladberi@mbl.is. Það er möguleiki á að fá blóðkökk í alls kyns farartækjum, ekki bara flugvél, samkvæmt nýlegri rann- sókn sem birtist á Timesonline. co.uk. Ef ferðast er í meira en fjór- ar klukkustundir í flugvél, bíl, lest eða rútu eykst hættan á að fá blóð- kökk. Þær líkur eru ekkert meiri ef ferðast er í flugvél heldur en öðrum farartækjum. Hópur vísindamanna rannsakaði 2000 manns sem voru með blóðkökk í æð og fundu út að 233 þeirra höfðu ferðast í meira en fjóra klukkutíma í einu. Ferðalög í farartæki tvöfaldaði því hættuna á að fá blóðkökk í æð. Sumir hópar í meiri hættu Hættan var mest fyrstu vikurnar eftir ferðalagið og einstaka hópar, til dæmis konur sem voru á pillunni, voru í meiri hættu en aðrir. Hættan á að fá blóðkökk var tífalt meiri hjá of feitu fólki og fjórum sinnum meiri hjá einstaklingum sem voru hærri en 1.90 metrar. Þeir sem voru lægri en 1.60 metrar voru í fimm sinnum meiri hættu á að fá blóðkökk heldur en aðrir. Skortur á hreyfingu Suzanne Cannegieter, ein af rann- sakendunum, sagði að af þessum nið- urstöðum mætti draga þær ályktanir að hættan við að fá blóðkökk í æð tvö- faldist hjá ferðalöngum, sama í hvaða farartæki þeir ferðast. Einstakling- um sem eru óvenjulega háir, lágir eða þéttir er hættara við að fá blóðkökk en öðrum. í niðurstöðum rannsókn- arinnar kom ekki fram hvers vegna ferðalangarnir fengu blóðkökk en gert var ráð fyrir að skortur á hreyf- ingu væri sennilega ástæðan. 11 !4H

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.