blaðið - 24.08.2006, Blaðsíða 18

blaðið - 24.08.2006, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2006 blaðið Nýr rafknúinn smábíll frá Volvo? Ekki er það nú alveg svo, að Volvo sé að setja á markað nýjan smábíl. En Volvo smíðaði samt þennan smávaxna XC90 jeppling, sem notaður var í sérverkefni á nýafstöðnu Evrópumeistaramóti í frjálsum íþróttum í Gautaborg. Smfðaðir voru fjórir bílar þessarar gerðar, en þeir eru í hlutfallinu 1:5 miðað við þessa venjulegu XC90, sem kaupa má hjá Brimborg. Sérverkefni þessara rafknúnu, fjarstýrðu smábíla var að aka með spjót, sleggjur og kringlur á íþróttavellinum, frá þeim stað þar sem kastáhöldin lentu og aftur að kastteignum. Volvo hefur því miður ekki uppi áætlanir um að framleiða fleiri eintök af þessum smáu en knáu XC90. bilar@bladid.net Peugeot ráðgerir lúxuskerru Peugeot 908C er sannarlega rennileg lúxuskerra. Hjólatrillur henta vel I útkeyrsiubfHnn • • Allt fyrir , VORUHUSIÐ Brettariiilur Þrðnogangalyftarar Wave 50 * Rafmagns lyftarar Raftrytkjr handlangartnn iBMBMux cnouin otauiTi cnoum creuuti. cnauirt Laöstir skápar fyrir Hillukerfi og fatnað og skápar fyrir persómriega muni smávörulagerinr E3MBCAUIX Hurðir, veðurhllfar Logimat lagertumar og vörubryggur (eMwi GS2E!23 Áratuga reynsla og þekking við skipulagningu vöruhúsa x&J-'J V STRAUMUR HRADBERG www. straumur.is HÆTTIÐ AÐ PRÍLA! RAFSTÝRÐAR YFIRBREIÐSLUR FYRIR VÖRUBÍLA, VAGNA OG GÁMA G.T. ÓSKARSSON VESTURVÖR 23,200 KÓPAVOGUR SÍMI 554 6000 www.islandia.is/scania Franska ljónið á veginum, Peugeot, hefur mjög sótt í sig veðrið upp á síðkastið og hafa margir hrifist af auknum þrótti í hönnun þessa gam- algróna franska bílaframleiðanda. Allt bendir til þess að þeir séu enn að færast í aukana og frábært dæmi um það er 908 RC, sem er mögn- uð sportlímúsína með 700 hestafla V12 vél undir húddinu. Og hún er ekki bara til þess að sýnast því undir yfirborðinu leynist nýi kapp- akstursbíllinn frá Peugeot, sem keppa mun í Le Mans á næsta ári. Þessi lúxusútgáfa verður hins vegar kynnt á bílasýningunni í París í næsta mánuði. 908 RC er ætlað að leysa flaggskip- ið 607 af hólmi, sem er eilítið komið til ára sinna, og mun vafalaust veita bílum á borð við Citroén C6 og 5-lín- unni frá BMW verðuga samkeppni. Hönnunin hefur tvímælalaust heppnast afar vel, því hún gefur allt til kynna í senn: afl, hraða, lipurð og lúxus. Hún er fremur óvenjuleg á Hönnun Peugeot Hún erekki lakari að aftan en framan. Að innan Allt er klætt í leðri og ekkert til sparað. ____________ margan hátt, sumpart af fagurfræði- legum ástæðum, en verkfræðin gerði einnig sínar kröfur. Þannig liggur farþegarýmið óvenju framarlega, einfaldlega til þess að koma vélinni fyrir með góðu móti þar fyrir aftan. V-12 vélin er 5,5 lítra og er sögð ná 100 km hraða á þremur sekúndum sléttum. Um hámarkshraðann vill Peugeot lítið gefa upp annað en að hann sé eitthvað yfir 300 km/klst.! Undirvagninn liggur lágt og er rennisléttur, en vindskeið sprettur upp að aftan þegar tilteknum hraða er náð. En þrátt fyrir að 908 RC sé sport- bíll að uppruna er hann ekki síðri lúxuskerra, að innan er allt saum- að í leðri í bland við króm og ál, en fyrir miðju frammi í er snertiskjár þar sem græjunum, loftræstingu og leiðsögutölvu er stjórnað. Leiðist mönnum innvolsið eru þeir svo ekki í vandræðum með að horfa út fyrir hann, því framrúðan nær alveg aft- ur fyrir framsætin. Þrívíddarleiðsaga Fyrr á þessu ári bárust af því fregn- ir að Volkswagen og vefrisinn Google hefðu tekið höndum saman til þess að þróa nýja kynslóð leiðsögutækja í bílum. Verður þar byggt á þeim gögn- um sem liggja að baki hinum vinsæla kortavef Google (maps.google.com), bæði gervihnattarmyndum, þrívídd- arkortum af landslagi og byggð, auk nákvæmra vega- og götuupplýsinga. Leiðsögutæki hafa mjög rutt sér til rúms undanfarin ár, enda gerast umferðarmannvirki æ flóknari og óskiljanlegri. Þau eru þó þeim tak- mörkum háð að geta aðeins sýnt leið- ina á tvívíðum skjá, eins og gerist á hefðbundnum kortum. Hið nýja leiðsögukerfi Volkswagen og Google mun brjótast úr þeim hlekkjum með því að bregða á skjáinn þrívíddar- kortum sem sýna landslagið, kenni- leiti og einstakar byggingar, auk vegakerfisins. Kerfið verður tengt Netinu og mun birta jafnóðum upplýsingar um færð, hvernig umferð sækist, tafir og ann- að slíkt, en leiðsögukerfið mun velja leiðina með hliðsjón af þeim upp- lýsingum. Auk þess verður þar að finna upplýsingar um bensínstöðvar, veitingastaði og aðra þjónustu alls konar, þannig að bílstjórinn getur ekki aðeins leitað bestu leiðarinnar að áfangastað, heldur einnig óskað upplýsinga um bestu kínversku veit- ingastaðina í nágrenninu, svo dæmi sé tekið. Fyrirhugað er að fyrstu leiðsögu- tæki þessarar gerðar verði að finna í bílum frá Volkswagen árið 2008. ■ Forstjóri General Motors hefur tilkynnt að bílarisinn hyggist smíða glænýja útgáfu af Chevrolet Camaro, sem vafa- laust mun gleðja margan áhuga- manninn um ameríska vöðvabíla. Hugmyndaútgáfa af Camaro stal senunni á síðustu bflasýn- ingu Detroit og blés lífi í gamlar glæður um heim allan með þeim afleiðingum að GM bárust und- irskriftalistar og bænaskjöl, en sumir gengu svo langt að senda inn bankaávísanir sem tryggingu fyrir innborgun. Þeir hrósa happi nú, enda fremstir á listanum. Markaðurinn er vitaskuld fyrst og fremst vestanhafs, en hermt er að Chevrolet-umboðsmenn (Evrópu sýni hinum nýja Ca- maro líka mikinn áhuga. ■ Ford ætlar að taka forystuna vestra um hinar hreinu dísilvélar, en 2008 árgerðin af F-Series Super Duty pallbílnum, sem gengið hefur [ endurnýjun lífdaga, verður þannig knúin. Undir húddinu verður 6,4 lítra Po- wer Stroke vél, en hún er sögð hreinlátasta og hljóðasta dísilvél, sem Ford hefur smíðað, en út- blásturinn á að vera ámóta og úr bensínvél. Að sögn talsmanna Ford verður ekki látið staðar numið þar, heldur vilja þeir taka afgerandi forystu á þessu sviði vestanhafs.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.