blaðið - 24.08.2006, Blaðsíða 22

blaðið - 24.08.2006, Blaðsíða 22
FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2006 blaöið 22 i Hótel Keflavík Hótel Keflavík hefur þótt eitt af glæsilegustu hótelum landsins. Það hefur þótt kær- kominn dvalarstaður fyrir þá sem vilja hvílast vel áður en haldið er af stað til annarra landa því þaðan er aðeins um fimm mínútna akstur að Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Aðstaðan er öll hin besta, enda um gott 4 stjörnu hótel að ræða og afþreying í mildu úr- vali en áhersla er lögð á að veita góða og persónulega þjónustu í hvívetna. Glæsilegur morgunverður er veittur árla morguns fyrir gesti hótelsins sem þurfa að fara snemma i flug og er þeim síðan boðinn akstur á flug- stöðina og geymsla á bílnum meðan dvalið er erlendis endurgjaldslaust, sem sparar ferðalöngum mikla fyrir- höfn. Eins hefur farþegum sem eru að koma úr morgunflugi þótt afar ljúft að koma við á Hótel Keflavík og fá sér staðgóðan morgunverð áður en ferðinni er haldið áfram. Hótelherbergin eru afar vel búin en aðbúnaðurinn er einn sá besti hér á landi. í hverju herbergi má meðal annars finna gervihnattasjónvarp, smábar, síma, peningaskáp, buxna- pressu, grill, ffíar myndbandsspólur og aðgang að þráðlausu Neti og í svítunum eru glæsileg nuddbaðkör. Gestamóttakan er opin allan sólar- hringinn og geta starfsmenn mót- tökunnar séð um að bóka skoðunar- ferðir og bflaleigubíla svo eitthvað sé nefnt en einnig er boðið upp á ferðir daglega í Bláa Lónið frá hótelinu. Veitingasalir hótelsins eru tveir. Veitingastaðurinn Jia Jia hefur að- setur í glerhýsinu sem áður var við Iðnó í Reykjavík og þar komast gestir í ljúfa stemningu í fallegu umhverfi. Eins hefur það verið vinsælt hjá hópum sem vilja næði frá öðrum gestum að nota Sólsetrið, en sá salur tekur allt að 50 manns í sæti. Á Hótel Keflavík er einnig hægt að leigja fundarsal en hann er innifal- inn ef hópur gistir á hótelinu. Hægt er að velja milli salarkynna Sólset- ursins, Café Iðnó eða fundarsalar á fyrstu hæð hótelsins auk minni herbergja allt eftir tilefni og fjölda. Hótelið útvegar skjávarpa, flettitöflu, vatn og skriffæri og því þarf ekki að hafa fyrir neinu. Á hótelinu er einnig að finna full- búna líkamsræktarstöð. Um er að ræða stóran æfingasal auk annarrar aðstöðu eins og ljósabekkja og gufu- baðs. Gestir komast í afbragðs nudd og dekur sem er tilvalið fyrir árshátíðina Staðsetningin er heldur ekki af verri endanum. Á Reykjanesi er að finna nokkrar af perlum íslenskrar náttúru svo sem hið rómaða Bláa Lón, Reykja- nesskagann og margt fleira. Hótel Keflavík er því tilvalið bæði fyrir árs- hátíðina og fundarhöldin eða fyrir þá sem eru á leiðinni í langferðir og vilja slappa af í fallegu og þægilegu um- hverfi áður en lagt er að stað. Nánari upplýsingará www.hotelkeflavik.is Hótel Búðir • • ■■Æ ■ HH Frá 1948 hefur hótel verið starf- rækt á Búðum og frá fyrstu tíð hefur það notið mikilla vinsælda innlendra sem erlendra ferðalanga. Hótelið hefur einstaka stöðu sem sveitahótel á íslandi, ekki síst vegna hins sérstaka andrúmslofts sem þar ríkir og frábærrar matargerðar sem borið hefur hróður þess víða um lönd. Hótel Búðir telst án efa eitt hið fallegasta á Islandi. Byggingin var hönnuð með sérstöku tilliti til forsögu staðarins, en um leið var fylgt þeim kröfum sem vandlátir gestir gera til sveitahótels á heimsmælikvarða. Eldhúsið hefur löngum verið álitið að- alsmerki hótelsins enda umtalað fyrir einstaka matreiðslu sjávarrétta, frum- lega forrétti og himneska eftirrétti. Girnilegir réttir með sjávarfangi og villibráð eru á boðstólum og fyrir utan gluggann skartar náttúran sínu feg- ursta en margir fullyrða að á Búðum sé að finna rómantískasta veitingastað á Islandi. Það er sjávarfang dagsins hverju sinni sem ræður matseðli kvöldsins, því á Búðum á lífræn matargerð og náttúrleg meðferð hráefnisins sér langa hefð. Ef Breiðafjarðarkolinn, með sinn sérstaka keim og þéttleika, hefur komið í net fiskimanna er hann kominn á disk í matsal Hótels Búða að kvöldi, kryddaður með jurtum úr hinu gróskumikla Búðahrauni. Allt í kringum Búðir er gnótt villibráðar: gæsir, rjúpur, svartfugl og skarfur, sem eru árstíðabundið á matseðli hótelsins. Á hótelinu er allur nauðsynlegur bún- aður til ráðstefnuhalds, svo sem mynd- varpi, hljóðkerfi, skjávarpi og fleira. Matsalurinn er hentugur til fundar- halda og má auðveldlegabreyta honum í ráðstefnusal. Vínstofan og Kortaher- bergið eru einnig tilvalin fyrir smærri fundi eða einkasamkomur. Hótel Búðir er vel í sveit sett þegar kemur að útivist og afþreyingu. Að- eins tveggja stunda akstur er frá Reykjavík að Búðum og því eiga fyrir- tæki og stofnanir auðveldlega heiman- gengt þangað til fundar- og ráðstefnu- halds. Kyrrðin í sveitinni og kraftur jökulsins mynda fyrirtaks umgjörð utan um hvert það verkefni sem bíður fundar- eða ráðstefnugesta. Starfsfólk hótelsins sér einnig um að útvega eða skipuleggja hverja þá afþreyingu eða útivist sem völ er á og er öll þjónusta til fyrirmyndar. I nágrenni hótelsins er að finna ýmsa afþreyingu. Þar er t.d. góður golfvöllur en eins geta gestir farið í hestaferðir, sjó- og vélsleðaferðir svo eitthvað sé nefnt. Umhverfið er hið fegursta og því tilvalið að fara i göngu- ferðir um sveitina og njóta tæra loftsins. Herbergin eru öll glæsilega hönnuð og þægindi eru í fyrirrúmi. Hótelið er því tilvalið fyrir þá sem gera kröfur og vilja njóta hins besta. Nánari upplýsingar á www.hotelbudir.is ENGAR MALAMIÐLANIR, NJOTUM UFSINS TK. FUILS!

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.