blaðið - 24.08.2006, Blaðsíða 8
8IFRÉTTIR
FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2006 blaóiö
Neytendasamtökin gagnrýna gjaldtöku:
Hækki vöruverð
Óeðlilegt er að láta neytendur
standa undir rekstrarkostnaði
nýrrar Byggingastofnunar að mati
Neytendasamtak-
anna. Þetta kemur
fram í umsögn sem
samtökin sendu um-
hverfisráðuneytinu í
síðustu viku.
Samkvæmt drögum að
frumvarpi um mannvirki er gert
ráð fyrir því að sett verði á lagg-
irnar Byggingastofnun sem taka á
yfir starfsemi nokkurra opinberra
stofnana í heild eða að hluta. I
drögunum er áætlað að stofnunin
verði að hluta til fjármögnuð með
gjaldtöku af byggingavörum.
f umsögn Neyt-
endasamtakanna
segir að slík gjald-
taka muni leiða
til hækkunar
á verði bygginga-
vara sem muni
leggjast hvað þyngst
á neytendur. Telja samtökin eðli-
legra að þeir sem nýti sér þjónustu
stofnunarinnar borgi fyrir það
beint samkvæmt gjaldskrá.
Alvöru Qallahjól
SÍÐUSTU DAGAR
ÚTSÖLUNNAR
20% afsláttur á útsölunni
FJALLAHJOLABUÐIN FAXAFENI 7
S: 5200 200 wv.w.gap.is MAfJ - FÓS KL 9-1» LAÚ. KL 10-16
Stíflan í vinnslu
Kárahnjúkastífa
verður vöktuð þegar
safnað veröur f lónið í
septemberlok.
Mynd/RAX
Sérfræðingar verja Kárahnjúkastíflu:
Það mun leka úr
Kárahnjúkastíflu
■ Öfgar í fjölmiðlum ■ Búast við að 5 rúmmetrar á sekúndu leki úr stíflunni
Eftir Atla fsleifsson
atlii@bladid.net
„Ég myndi ekki segja að þessi sérfræð-
inganefnd Landsvirkjunar væri neitt
sérlega óháð,“ segir Árni Finnsson,
formaður Náttúruverndarsamtaka
íslands um blaðamannafund Lands-
virkjunar. Þar sátu hönnuðir og stjórn-
endur Kárahnjúkastíflu auk nefndar
sérfræðinga fyrir svörum þar sem
staða framkvæmdanna var kynnt.
„Sérfræðingarnir eru hluti af þessu
teymi sem Landsvirkjun hefur lengi
haft til ráðgjafar. Þeir hafa veitt ráð-
gjöf um eftirlit og hafa haft áhrif á
hönnun stíflunnar. Ég er ekki að
segja að þetta séu óhæfir menn, en
tel það vera blekkingu af hálfu Lands-
virkjunar að halda því fram að þetta
sé óháð nefnd.“
Friðrik Sophusson, forstjóri
Landsvirkjunar, segir umræðuna
öfgakennda. „Menn hafa gripið til
ýmissa orða sem eiga alls ekkert við
þegar rætt er um stífluna og fram-
kvæmdirnar á Kárahnjúkum. Til-
gátur hafa verið um að leka muni úr
lóninu, mikið rætt um að ákveðin
stífla í Brasilíu hafi brostið og þannig
mætti áfram telja “
„Við styðj-
umst við álit
sérfræðinga."
Fríðrik
Sophusson, forstjóri
Landsvirkjunar.
Friðrik segir að farið sé í fram-
kvæmdirnar og undirbúning þeirra
með þeim hætti sem best getur talist í
heiminum. „Við styðjumst við álit sér-
fræðinga sem eru þekktir um allan
heim og þekkja stíflugerð betur en
allir aðrir og þeir segja stífluna vera
örugga.“
Byrjað verður að safna vatni í Háls-
lón í síðari hluta septembermánaðar.
Lónið mun fyllast til hálfs i haust og í
vetur, en næsta sumar verður safnað
áfram í lónið þar til það fyllist.
Að sögn Friðriks verður stíflan
vöktuð allan þann tíma sem það
tekur að fylla lónið. „Við verðum með
umfangsmikið net mælitækja til að
kanna hvernig stíflan sjálf og berg-
grunnurinn bregst við fargi vatnsins.
Við höfum alltaf gert ráð fyrir að
stíflan leki, eins og allar aðrar stíflur
gera.“ Samkvæmt upplýsingum frá
Landsvirkjun er talið að lekinn geti
orðið um fimm rúmmetrar á sekúndu
í upphafi og minnkað siðan eftir því
sem framburður árinnar myndar set
sem þéttir lónið.
Rannsóknir árið 2004 leiddu (
ljós að mörk sprungusvæðisins ná
inn í Hálslón og að stíflustæðunum.
„Strax í upphafi var gert ráð fyrir að
slíkar hreyfingar gætu orðið á jarð-
skorpunni. Stíflan var hönnuð fyrir
og byggð til að standa af sér jarð-
hræringar sem þarna gætu orðið, en
því til viðbótar gripu menn til nýrra
aðgerða til að slíkar jarðskorpuhreyf-
ingar auki ekki lekann eða skapi ein-
hverjar hættur," segir Friðrik.
Undanfarið hefur talsvert verið
fjallað um skemmdir á steypukápum
í háum stíflum erlendis. „Itrekað
hefur verið fullyrt að stífla í Brasilíu,
ekki ósvipuð Kárahnjúkastíflu, hafi
brostið fyrr á árinu og sé ónýt. Þetta
er ekki rétt, en lónið í Brasilíu tæmd-
ist vegna bilunar í veitugöngum og
safnað verður vatni í það á ný eftir
að viðgerð ganganna lýkur í lok þessa
árs,“ segir Friðrik og bætir við að
sig fyllingarefnis Kárahnúkastíflu,
sem gæti valdið skemmdum, sé
mun minna en gerðist með stífluna
í Brasilíu.
Ómar Ragnarsson:
Rukkar ekki fyrir útsýnisflug
„Ég rukka bara fyrir kostnað í
kringum þetta og tek ekkert fyrir
flugtíma," segir Ómar Ragnars-
son, sjónvarpsmaður. Ómar hefur
í sumar boðið fólki upp á útsýnis-
ferðir f lofti og á láði yfir það svæði
sem fer undir vatn þegar Kára-
hnjúkastífla verður tekin í notkun.
Þá hefur hann einnig boðið ráð-
herrum og fjölmiðlamönnum upp á
svipaðar ferðir.
I sérstakri tilkynningu sem Flug-
málastjórn sendi frá sér f gær áréttar
stofnunin að aðeins þeir sem hafi til-
skilið flugrekstrarleyfi megi flytja
farþega og vörur gegn gjaldi. Þá
kemur fram að óheimilt sé að fara
með farþega í útsýnisflug á einkafl-
ugvél og taka gjald fyrir nema með
leyfi. Samkvæmt sömu tilkynningu
hefur Ómar ekki slíkt leyfi.
Ómar segir skiljanlegt að ferðir
sfnar kunni að valda misskilningi.
,Það getur vel verið að þeim finnist
þetta lykta af einhverju en það er
allt byggt á misskilningi. Ég er með
fimm bíla á svæðinu. Ég keyri með
fólk og flyt hingað vistir og búnað.
Ég tek ekkert fyrir flugtíma og rukka
eingöngu fyrir kostnaði. í raun er
stórkostlegt tap á þessu og ég er nú
þegar búinn að eyða 800 þúsund
krónum í þetta."