blaðið - 24.08.2006, Blaðsíða 12
12 I FRÉTTXR
FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2006 blaðiö
Lögreglan:
Sekt fyrir of
hægan akstur
Lögreglan í Reykjavík stöðv-
aði ökumann á Vesturlandsvegi
á mánudag fyrir of hægan
akstur. ökumaðurinn, sem var
með hjólhýsi í eftirdragi, ók
á töluvert minna en fimmtíu
kílómetra hraða og við það
myndaðist löng röð bíla og
skapaðist hættuástand að mati
lögreglunnar. Að sögn lögreglu
gerði ökumaðurinn ekkert til
að liðka fyrir umferðinni sem
á eftir honum kom, svo sem
með því að gefa öðrum bílum
merki um að komast framhjá
eða keyra til hliðar til að hleypa
þeim framhjá. Svona háttalag
i umferðinni getur kostað öku-
mann tíu þúsund krónur í sekt
og tvo punkta í ökuferilsskrá.
Allir létust í flugslysi:
Þjóðarsorg
í Úkraínu
mbl.is Vladimír Pútín Rússlands-
forseti lýsti yfir þjóðarsorg í
landinu í dag, fimmtudag.
Þjóðarsorg var í Úkrainu í
gær vegna þeirra 170 manna
sem týndu lífi þegar rússnesk
farþegavél brotlenti í landinu
ígær.
Vélin var að fljúga frá Anapa
við Svartahaf til St. Péturs-
borgar þegar hún brotlenti
nærri Donetsk í Úkraínu. Allir
um borð létust. Björgunarsveitir
á staðnum hafa nú fundið flug-
rita vélarinnar sem verður rann-
sakaður. Embættismenn telja
að slæmt veður eða eldur hafi
orsakað slysið. Flestir farþeg-
anna eru sagðir vera rússneskir,
þar á meðal 45 börn.
fyrir augum að notast við raforku
í stað olíu og gass,“ segir Ragnar.
Hann segir að slíkar breytingar
borgi sig á tiltölulega skömmum
tíma og stuðli að minni útblæstri
gróðurhúsalofttegunda.
„Norðurál hefur einnig styrkt
skógræktarfélög í landinu á und-
anförnum árum. Við höfum helst
styrkt félög á Vesturlandi, i okkar
heimahéraði. Þannig leggjum við
okkar lóð á vogarskálarnar í bar-
áttunni gegn útblæstri gróðurhúsa-
lofttegunda og til þess að skapa fal-
legra umhverfi,“ segir Ragnar.
Fyrsta kerið í álverinu var gang-
sett í júní 1998.1 umhverfisstefnu
Norðuráls segir að fyrirtækið ætli
sér að vera vakandi fyrir nýjum
tæknilegum úrlausnum hvað
varðar mengunarmál sem leitt
geta til þess að losun skaðlegra
efna frá fyrirtækinu minnki og
hagkvæmni i rekstri aukist. „Við
höfum náð að mirfhka hlutfall út-
blásturs gróðurhúsalofttegunda
frá álverinu á undanförnum árum
með tilliti til þeirrar framleiðslu-
aukningar sem orðið hefur,“ segir
Ragnar.
Eftir Atla ísleifsson
atlii@bladid.net
„Losun gróðurhúsalofttegunda af
völdum Norðuráls á Grundartanga
nemur um 365 þúsund tonnum,
eftir að framleiðslugetan hefur
náð 220 þúsund tonnum af áli á
ári síðar á þessu ári“ segir Ragnar
Guðmundsson, framkvæmdastjóri
fjármálasviðs Norðuráls í samtali
við Blaðið.
„Þegar álver hér á landi eru
borin saman við álver úti í
heimi sést að útblásturinn er
sex til átta sinnum minni en
mörg önnur álver sem verið er
að byggja í dag. Ástæða þessa
er að við íslendingar erum ekki
að nota jarðefnaeldsneyti til raf-
orkuframleiðslu, heldur orku
sem búin er til með vatnsafli og
jarðvarma.“
Fyrr á árinu var ákveðið að
flýta viðbótarstækkun Norður-
áls á Grundartanga, en stækk-
unin mun auka framleiðslu-
getu álversins úr 220 þúsund
tonnum af áli á ári í 260 þúsund
tonn. Gert er ráð fyrir að fram-
kvæmdum verði lokið síðla árs
2007. „Eftir þá stækkun má reikna
með að losunin verði orðin um 430
þúsund tonn á ári,“ segir Ragnar.
Að sögn Ragnars verður til
ákveðið magn af koltvísýringi
í framleiðsluferli fyrirtækis-
ins. „Við erum með fullkomið
framleiðslustýringarkerfi, en
þær lofttegundir sem myndast
í framleiðslunni fara í gegnum
Við erum
með fullkomið
framleiðslu-
stýringarkerfi
Ragnar Guðmunds-
aon, framkvæmda-
stjóri fjármálasviðs
Norðuráls
Alcoa með áhyggjur af mengun
I Blaðið mánudaginn 21. ágúst.
reykhreinsivirki, sem hreinsar
út flúor og fleiri óæskileg efni
sem við viljum ekki sleppa út í
andrúmsloftið," segir Ragnar og
bætir við að Norðurál beiti bestu
fáanlegu tækni innan þeirra
marka sem hagkvæmt er við
mengunarvarnir.
Ragnar segir að Norðurál hafi
unnið markvisst að bættri nýt-
ingu hráefna og raforku ásamt því
að takmarka úrgangsefni. „Við
höfum aukið stöðugleikann í
kerrekstrinum með því að lækka
svokallaða ristíðni og hlotið al-
þjóðlega viðurkenningu fyrir það.
Þá höfum við beint sjónum að há-
marksnýtingu á rafskautum og
raforku með mjög góðum árangri.
Loks má nefna að Norðurál hefur
fjárfest töluvert í breytingum
á búnaði í steypuskála með það
VoltarenEmulgel
Það er engin ástæða til að láta sér líða illa
á besta tima ársins.
Komdu og fáðu ráðgjöfhjá okkur.
VLyf&heilsa
Við hlustum!
Voltaren Emulgel® er notað sem staðbundin útvortis meðferð við vöðva- og liðverkjum. Lyfið má ekki bera á skrámur, opin sár eða á
exem, varist snertingu við augu og slímhúðir, notist einungis útvortis og má aldrei taka inn. Á meðgöngu skal ávalt leita ráða læknis
eða lyfjafræðings áður en lyfið er notað, þó skal það ekki notað á síðasta þriðjungi meðgöngu. Lítil hætta er á ofskömmtun vegna
útvortis notkunar lyfsins. Lesa skal vandlega leiðbeiningar á umbúðum og fylgiseðli. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá_
Innan við fjórir
lítrar á hundraðið
„Við komum aftur til Reykjavíkur
um hádegisbilið og þá voru um tíu
lítrar eftir á þessum 55 lítra tanki,“
segir Stefán Ásgrímsson, ritstjóri
FÍB blaðsins, en áheitahringferð til
styrktar Samtökum krabbameins-
sjúkra barna lauk í gær.
„Við höfðum nokkuð mikinn með-
vind stóran hluta ferðarinnar og
það hafði mikið að segja, en meðal-
eyðsla í túrnum var um 3,63 lítrar á
hundraðið. Það er ekki mikið með
tilliti til þess að þetta var frekar
stór og þungur bíll,“ en hópurinn
keyrði um á Skoda Octavíu með TDI
dísilvél.
Stefán hélt förinni áfram eftir að
hann kom til Reykjavíkur í gær og
ætlaði sér að keyra bílinn þar til
tankurinn yrði alveg tómur.
„Ég keyri norður Vesturlands-
veginn og reikna með að bíll-
inn stöðvist einhvers staðar á
Holtavörðuheiðinni."