blaðið - 24.08.2006, Blaðsíða 10

blaðið - 24.08.2006, Blaðsíða 10
10 I FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2006 blaAÍA Rússar greiða gamlar skuldir: Þrotabú Sovétríkjanna gert upp Aðeins átta árum eftir að Rússland varð nær gjaldþrota Hagnast á olíu og gasi Kúvending efnahagsins | Fólksfjöldi: ! 1 Sovétríkin: 293 milljónir (1991) I jJ Rússland: 143 milljónlr (2006) Stærð: I _ Sovétríkin: 22,402,200 km2 % Rússland: 17,075,400 km2 g Þjóðarframleiðsla á mann i fyrrum * Sovétlýðveldum fyrir utan Úsbekistan i íslenskum krónum. (árið 2004): 8 Armenía 326.600 1 Aserbadsjan 296.800 • Hvíta-Rússland 482.800 S Eistland: 1.015.300 Georgía 220.100 * Kasakstan 553.800 ' 1 Kirgisistan 120.700 s Lettland 816.500 Litbáen 887.500 1 Moldóvia 134.900 I | Rússland 695.800 I Tadsjikistan 78.100 1 H Túrkmenistan 404.100 -• Úkraina 447.300 2001 I 2002 4.7% 2003 7.3% 2004 7.2% 2005 6.4% Samkvæmt tölum frá Alþjóðabankanum I Washington D. C mældist hagvöxtur tæplega sex prósent i marsmánuði á þessu ári. Skuldirnar horfnar en minningarnar ekki Rússar minntust vaidaránstilraunar harð- línumanna i ágúst 1991 í Moskvu í fyrradagr. Endalok þeirrar tilraunar var síðasti naglinn i líkkistu Sovétrikjanna. Jrá Boris Jeltsín Tók við völdum: 10. júlí 1991 Lét af völdum: 31. desember 1999 Rússnesk stjórnvöld hafa lokið við að greiða upp erlendar skuldir Sovétrikj- anna sálugu á mánudag er þau milli- færðu tæplega 28 milljarða bandaríkja- dala, 1.960 íslenska milljarða, inn á reikning „Parísarklúbbsins" svokallaða - en það er óformlegur hópur nítján rík- ustu iðnríkja heims. Lokagreiðslan, sem er greidd fyrir gjalddaga, kemur aðeins átta árum eftir að rússneska ríkið ram- baði á barmi gjaldþrots og Alþjóðagjald- eyrissjóðurinn (IMF) þurfti að grípa til neyðarlánveitinga til þess að bjarga málunum. Að sögn talsmanns rússneska fjár- málaráðuneytisins er lokagreiðslan til marks um vaxandi efnahagsmátt Rússa og að lokagreiðslan muni styrkja áhrif þeirra á alþjóðavettvangi. Aðstoðarfjár- málaráðherra landsins, Sergei Storchak, sagði að rússnesk stjórnvöld væru reiðu- búin til að ganga til liðs við „Parísar- klúbbinn“ og lána fé til annarra ríkja. Lokagreiðslan þykir til marks um hversu griðarlega miklar breytingar hafa orðið á efnahagslegri stöðu Rúss- lands á skömmum tíma. Árið 1999 námu skuldir rússneska ríkisins um 96 prósent af þjóðarframleiðslunni en eftir lokagreiðslu á skuldum Sovétríkjanna Míkhaíl Gorbatsjov Tók við völdum: 11. mars 1985 Lét af völdum: 25. desember 1991 Vladimir Pútín: Tók við völdum: 31. desember 1999 er það hlutfall aðeins níu prósent. Hátt verð á alþjóðlegum orkumörkuðum undanfarin ár lykillinn umbreytingu rússneskra ríkisfjármála. Rússar eru stærstu útflytjendur heims á jarðgasi og næststærstu olíuútflytjendur heimsins. Þar sem að verð á þessum mörkuðum er í sögulegum hæðum græðir rússneska ríkið á tá og fingri þessa dagana. Gjald- eyrisforði Rússa er sá þriðji mesti í heimi og hagvöxtur mælist um sex prósent. Vladímír Pútín, forseti, hefur lagt mikla áherslu á aðhald í ríkisfjármálum og er afgangur af fjárlögum. En þrátt fyrir að rússneska ríkið sé auðugt um þessar mundir og að ný stétt auðmanna sé fyrirferðamikil í helstu borgum er fátækt í landinu mikil. Stjórnvöld hafa aukið fjárveitingar í stoðkerfi landsins og veitt auknu fé til félagsmála undan- farið og sett upp varasjóð til framtíðar sem nemur um 82 milljörðum banda- ríkjadala; 5.780 milljörðum fslenskra króna. Þrátt fyrir það telja margir sérfræðingar að sökum þess hve hagn- aður af orkuútflutningi er mikill um þessar mundir hafa stjórnvöld vanrækt að styrkja stoðir annarra atvinnuvega og hætt er við því að lendingin verði hörð ef að orku- verð á heimsmörkuðum taki að lækka. Er talið að slfkt gæti skapað pólitíska ólgu sem yrði stjórnvöldum illviðráðanleg sökum þeirrar brautar sem lýðræðisþróun í landinu hefur verið á í valdatíð Pútíns. Bæjarhátíð Mosfellsbæjar Dagana 25. - 27. ágúst 2006

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.