blaðið - 24.08.2006, Blaðsíða 16

blaðið - 24.08.2006, Blaðsíða 16
16 I ÁLIT FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2006 blaöiö blaðiö---- Útgáfufélag: Ár og dagurehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson Ritstjóri: Sigurjón M. Egilsson Fréttastjórar: Brynjólfur Þór Guðmundsson og Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Ritstjórnarfulltrúi: Janus Sigurjónsson Leifarnar fyrir dóm Það getur ekki verið hátt risið á saksóknaranum í Baugsmálinu eftir að hann varð að játa sig sigraðan með helsta kafla eigin ákæru, kafla sem dóm- stólar hafa ítrekað vísað á bug, en það tók saksóknarann alltof langan tíma að viðurkenna stöðu sína og gefast upp. Þegar hann gerði það loks varð hann samt að leggjast svo lágt að strá efasemdum um Jón Ásgeir Jóhannesson og hvort hann sé raunverulega sekur eða saklaus af þeirri ákæru sem saksókn- arinn er nú neyddur til að viðurkenna að hefur ekkert með refsilög að gera. Hið opinbera hefur rannsakað nóg í Baugsmálinu og hefur gert meira en gott þykir. Eftir alla þá fyrirhöfn og alla þá peninga sem varið hefur verið til málsins er það býsna snautlegt sem eftir stendur og verði saksóknaranum að góðu að berjast með leifarnar af Baugsmálinu í dómsölunum. Verst er að hann getur ekki útkljáð málið einn síns liðs, hann þarf sakborninga og það er verst fyrir þá að þurfa að taka lengur þátt í þessum ótrúlega farsa sem Baugsmálið er. Hvort Baugsmenn hafi tekið lán, flutt inn bíla eða sláttuvélar og svo fram- vegis er smámál miðað við þörfina á að rannsakað verði hvernig Baugsmálið varð eins stórt og raun ber vitni um og ekki síður hver aðdragandi málsins var og hvers vegna það fékk forgang á flest annað. Frá upphafi hafa fleiri en Baugsmenn fundið að málsmeðferðinni. Dómstólar hafa ítrekað smánað vinnu saksóknaranna beggja og það hlýtur að vera rannsóknarefni hversu lengi málinu var framhaldið, ekki síður en hvers vegna það upphófst. Það er alkunna að upphaf kærunnar á hendur Baugsmönnum er hjá fólki sem síðar hefur ekki komið formlega við sögu málsins. Annað er ómögulegt en að þeir sem hafa verið bornir sökum af hálfu hins opinbera geri allt sem þeir geta til að kanna hvað varð til þess að veik kæra eins manns leiddi til alls þess sem á eftir fylgdi. Það er þörf á að Baugsmálið verði þeim sem fara með hið mikla vald saksóknara minnisvarði um að valdinu fylgir alvara og því verður að beita af varúð og skynsemi. Rannsakendur hafa alla tíð brugðist illa við þegar þeir hafa verið sakaðir um að taka við tilskipunum um framgang Baugsmálsins, en margir hafa sakað lögregluna um að vera undirlægju í málinu. Það er þess vegna óskandi að lögreglan vilji sanna sakleysi sitt og taki þátt í að skýra hvers vegna málið varð að þeim óskapnaði sem raun hefur orðið á. Tilgátur um pólitísk afskipti af Baugsmálinu hafa alltaf verið uppi. Þær verða það þar til annað sannast, þannig er það. Ekki má gleymast að þá- verandi forsætisráðherra, Davíð Oddsson, svaraði á þann veg, þegar hann var spurður um hvort pólitík hafi haft áhrif á Baugsmálið, að ef svo væri myndu dómstólar einfaldlega vísa málinu frá. Það hafa þeir gert, ekkert er eftir nema bragðlausar leifar, sem eru nánast níð um þá sem hafa talað fyrir sök í málinu, fórnað ómældum peningum og krafti í mál sem nánast ekkert er og fjöldi manns hefur varað við þeim málalokum sem nú eru orðin að veruleika. Sigurjón M. Egilsson. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Dreifing: íslandspóstur ýorr, Fultelduðu kjúklingabitarnir frá Matfugli á grillið, í ofninn eða á pönnuna. Með hverjum bakka fylgir Léttsósa frá Salathúsinu. - Á grillið i örfáar minútur og maturinn er til! JpL VJA..-TJÚ ET<P BiÍN/R m fíwkavæt)A bæjarútgfrðtjva, WfJKWA, SíMAtftí, G/ElW^RASórtKvÍMA í l-ÍRÍSFY C& ÆTLfl /W EitifáV/em -RÚV Halldór Baldursson teiknari er ífríi. Því eru endurbirtar teikningar hans. Stéttlaus grunnskóli er stærsta auðlindin Stærsti kostur grunnskólans okkar er að hann er stéttlaus og það eru ein mestu verðmæti okkar sem þjóðar. Búseta ræður inntöku barna í skóla, ekki efnahagur eða efnaleg staða foreldra. Nema þá hvað varðar val á búsetu i einstökum hverfum en sem betur fer blandast þetta bæri- lega að mestu. Börnin okkar standa við sömu ráslínu þegar skólaganga þeirra hefst. Stéttlaus grunnskóli er grund- völlur sanngjarns og góðs samfélags þar sem jöfnuður og virðing fyrir einstaklingum er undirstaðan; nor- ræna módelið að samfélagi manna. Þetta er og á að vera flagg og leiðar- ljós allra þeirra sem kenna sig við og berjast fyrir klassískum norrænum kratisma einsog hann gerist bestur. Vísir að vali eftir efnahag Vísi að vali inn í grunnskóla eftir fjárhagslegri getu foreldra er að finna í hugmyndum margra hægri- manna, svo sem menntamálaráð- herra landsins. Það er falið í fögru tali um valfrelsi og einkarekstur í grunnskólanum. Mikilvægt er að umræðan sé opin og að við áttum okkar á því hvað það er áríðandi að standa vörð um stéttlausan grunn- skóla og að villuljósin afvegaleiði ekki. Ég er viss um að einkareknir grunnskólar eru ágæt viðbót við skólaflóru okkar að skýrum skil- yrðum uppfylltum. Þau eru að ekki sé um að ræða hverfisskóla, skólinn mismuni nemendum ekki við inn- töku út af fötlun, skólinn sé grund- vallaður á tiltekinni hugmyndafræði og að ekki séu innheimt viðbótar- skólagjöld. Það sé samið við sveitar- félagið um fjármögnum skólans að fullu. Rétt einsog gert er með Hjalla- skólann i Garðabæ sem er grundvall- aður á slíkum samningi. Kjarni málsins er sá að við stöndum vörð um stéttleysi grunn- skólans og að einkarekstur í kerfinu verði ekki til þess að raska því með neinum hætti. Því er það grundvall- aratriði af minni hálfu að grunn- skólar innheimti ekki skólagjöld. f* á w i 1 §§1 Viðhctrf Björgvin G. Sigurðsson Til að bæta grunnskólann enn frekar á síðan að leggja niður sam- ræmd lokapróf og efla starfsnám innan skólans. Samræmdu prófin hafa fleiri galla en kosti og gegna því hlutverki helst að vera inntökupróf fyrir framhaldsskólana. Aðrar leiðir er hægt að fara til að þjóna því marki. Gallinn við prófin er sá að þau raða, flokka og búa til tapara eftir tíu ára skólagöngu. Þau hafa slæm áhrif á börnin. Þessvegna á að leggja þau af sem lokapróf úr grunnskólanum. Árangur og framlög Grunnskólinn okkar hefur batnað verulega eftir að hann var færður til sveitarfélaganna. Það hefur sannast að umhyggja þess stjórnvalds sem stendur íbúunum nær er til muna meiri fyrir skólastiginu heldur en ríkisins. Framlög til skólastigsins hafa aukist verulega og eru þau svo ríkuleg að vegna þeirra hafa fram- lög þjóðarinnar til menntamála auk- ist mikið. Framlög til framhaldsskólans eru á móti of lítil sem t.d. bitnar á verk- námi og starfsmenntun hverskonar sem er kostnaðarsamari menntun er bóknámið. Nú þegar tíu árgangar og yfir 44.000 þúsund skólabörn setjast á skólabekk er nauðsynlegt að fram fari umræða um kosti og galla grunnskólans. I samanburðarrann- sóknum á borð við Pisa-könnunina er árangur grunnskólans ekki eins og best verður á kosið. Stúlkurnar standa sig vel og betur en dreng- irnir. Sérstaklega hallar á drengi á landsbyggð og við þurfum að finna leiðir til að drengjunum líði betur í skólanum. Það er lykill að farsæld þeirra í framtiðinni og að þeir skili sér inn í framhaldsskólann og ljúki þaðan prófi. Til að ná betri árangri i skólanum þarf einnig að efla kennaramennt- unina einsog hugmyndir eru uppi um að gera i Kennaraháskóla Is- lands. Þær framsæknu hugmyndir Ólafs Proppé og félaga munu án efa skila okkur enn betri skóla innan nokkurra ára. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Klippt & skorið Nokkur umræða hefur að undanförnu spunnist um þá þjóðhyggju, sem ión Sigurðsson hefur boðað að verði leiðarljós sitt og Framsóknar tíðinni. Hann hefur svo út- skýrt nánar við hvað hann á með þessu nýja hugtaki í íslenskri stjórnmálafræði og sagt að þar byggi hann á gömlum grunni, sem engum eigi að koma á óvart en vísað á bug athugasemdum um að þar sé á ferðinni einhver grein þjóðernishyggju síðustu aldar, eins og sumir þóttust skilja hann. Þetta er svo sem allt satt og rétt hjá Jóni. Þetta eru gamlar hugmyndir og koma nazisma ekkert við. En þær eru nú samt frá Þýskalandi. Þessi þjóðernisrómantík hans Jóns ber nefnilega öll merki þess að vera sótt beint í smiðju til þýska heimspekingsins Johanns Gott- frieds Herder, sem fæddist árið 1744 í bænum Mohrungen í Austur-Prússlandi og kynntist t.d. Immanuel Kant á námsárum sínum í Kön- igsberg. Hugmyndir Herders snerust um að kasta ekki hinu þýska og þjóðlega fyrir frönsku upplýsinguna, sem þá flæddi yfir álfuna. Auö- vitað eigum við að halda f hið þjóðlega, en við verðum að vona að Jón vilji ekki stemma stigu viðupplýsingunni. að var athyglisvert í gær að lesa vel unnar fréttir og fréttaskýringu Við- skiptablaðsins á umbrotum á blaða- markaði í Danmörku, en þar í landi eru fslend- ingar sem kunnugt er að reyna að hasla sér völl með útgáfu fríblaðs með Fréttablaðið að fyrirmynd, en óljóst er á þessari stundu hverjir verði eigendur, þó talið sé víst að Dagsbrún og Baugur muni eiga að minnsta kosti helming. Óhætt er að segja að danskri blaðaútgefendur, sem sitja á fletum fyrir, hafa ekki tekið hinum íslensku aðkomumönnum fagnandi og hafa þeir brugðið á það ráð að gefa út eigin fríblöð á undan (slendingunum og hinna dönsku þjóna þeirra. En það er merkilegt að lesa það haft eftir Karli Pétri Jónssyni, aðstoðarmanni Gunnars Smára Egils- sonar, forstjóra Dagsbrúnar, að sér finnist erfitt að taka hin nýju fríblöð Dan- anna alvarlega sem keppinauta, að sínu viti sé þar um hreina skemmdarverkastarfsemi að ræða. Já. Jæja. Hver er nú óboðinn veisluspillir í teboði hjá hverjum? andres.magnusson@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.