blaðið - 24.08.2006, Blaðsíða 1

blaðið - 24.08.2006, Blaðsíða 1
FRJALST, OHAÐ & OKEYPIS! ■ GOÐSOGN Joan Crawford var kvik- myndastjarna fram í fingur- góma og vissi hvað hún vildi | SfÐA 24 OG 25 ■ IPROTTIR íslandsmótið er betra en áður segir Logi Ólafsson en vill fjölga liöum í tólf | SlÐA 30 189. tölublaó 2. árgangur fimmtudagur 24. ágúst 2006 Beðið eftir strætó á Hlemmi Þrátt fyrir óánægju einhverra strætóbílstjóra með aðbúnaðinn hjá Strætó gefast ekki allir upp á að bíða. Þessi tvö virðast öllu vön og kvíða engu bs., erfiðleika fyrirtækisins að ráða vagnstjóra og kvartanir á þjónustunni þrátt fyrir óánægju einstakra bílstjóra. Áratugalangur yfirmokstur hersins á mengunarvöldum á Suðurnesjum: Herinn urðaði eitrið ■ Leifsstöð byggð á olíupytti ■ Svæðið mikið mengað ■ Herinn hreinsi eftir sig íslendingar í fangelsi: Með tvö kíló af kókaíni Hlynur Sigurðarson var hand- tekinn 9. júní í Brasilíu. Hann var með tvö kíló af kókaíni sem hann segist hafa fengið hjá ókunnum manni. Á sunnudag var annar íslend- ingur, Ingólfur R. Sigurz, hand- tekinn í Brasilíu, sá var með tólf kíló af hassi falin í hátalaraboxi. | SfÐA 6 Ómar Ragnarsson: Rukka ekki fyrir flugið „Ég rukka bara fyrir kostnaði og tek ekkert fyrir flugtíma,“ segir Ómar Ragnarsson, sjón- varpsmaður. Ómar hefur í sumar boðið fólki upp á útsýnisferðir í lofti og á láði yfir það svæði sem fer undir vatn þegar Kárahnjúka- stífla verður tekin í notkun. Þá hefur hann einnig boðið ráðherrum og fjölmiðlamönnum upp á svipaðar ferðir. I tilkynningu Flugmála- stjórnar kemur fram að aðeins þeir sem hafi flugrekstrarleyfi megi flytja farþega og vörur gegn gjaldi. Samkvæmt sömu tilkynn- ingu hefur Ómar ekki slíkt leyfi. „Það getur vel verið að þeim finnist þetta lykta af einhverju en það er allt byggt á misskilningi. Eg er með fimm bíla á svæðinu. Ég keyri með fólk og flyt hingað vistir og búnað. Ég tek ekkert fyrir flugið, eingöngu fyrir kostnaði. í raun er tap hjá mér, ég er búinn að eyða 800 þúsund krónum í þetta.“ I SlÐA 8 Eftir Trausta Hafsteinsson trausti@bladid.net „Ég hef mokað ofan á mengunarsvæði,” segir Jóhannes B. Halldórsson, þungavélamaður hjá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli. Eftir að Bandaríkjaher tilkynnti brottför sína hafa raddir orðið háværari um að herinn beri ábyrgð á því svæði sem hann hefur haft á Suð- urnesjum. Ósk um að svæðið verði rannsakað sérstaklega með tilliti til mengunar hefur verið lögð fram og Jóhannes telur ríka ástæðu vera til að hreinsa svæðið. „Það er efnismengun þarna, það er alveg ljóst. Ég hef grafið niður á olíu, stál, steypu og önnur efni. Járn hefur verið grafið og spennar hafa lekið. Frá mínum bæjardyrum séð eiga | Bandaríkjamenn að hreinsa upp allt Æ svæðið eins og það leggur sig. Þetta svæði er ónýtt og þeir eiga að brjóta þetta niður,” segir Jóhannes. „Það hefur ekkert verið gert í þessu þrátt fyrir að ég hafi oft bent á þetta við umhverfisdeild varnarliðsins. Það þýddi ekkert að gera athugasemdir útaf þessu því það var ekkert hlustað. Þetta á eftir að koma upp úr jarðveginum með tímanum.” „Ég er búinn að vinna þarna í þrjátíu ár og áður en umhverfisdeildin fór í þessi mál þá var PCB í öllum geymunum. Það er búið að fjar- Jóhannes B. Halldórsson lægja þá flesta ef ekki alla. Mitt starf fólst meðal annars í því að fjarlægja þessa geyma sem láku PCB ofan í jarð- veginn. Éf geymirinn lak þá tók ég hann bara í burtu en ekki var mokað upp efn- unum sem þar fóru í jarðveginn. Svona var þetta bara í þá daga.” „Undir nýju flugstöðinni er olíupyttur og slíkt er að finna á fleiri stöðum þarna. Á leiðinni suður í Hafnir er nýræktað svæði sem búið er að slétta út, þar undir er fullt af allskonar drasli,” segir Jóhannes B. Halldórsson. Sjá einnig síðu 4 Rússar: Greiddu skuldir Sovétríkjanna Rússnesk stjórnvöld hafa lokið við að greiða upp erlendar skuldir Sovétríkjanna sálugu. Á mánu- dag millifærðu þau tæplega 28 milljarða bandaríkjadala, 1.960 ísienska milljarða, inn á reikning „Parísarklúbbsins“ svokallaða, en það er óformlegur hópur nítján ríkustu iðnríkja heims. ■ FÓLK Hörð andspyrna Sigurður Harðarson, Siggi pönk, segir nýjan kafla hafinn í and- spyrnusögu (slendinga og sendir frá sér bók. | SfÐA 38 SfÐATO ■ VEÐUR Skýjað Úrkoma víða um land, helst þurrt á Vestfjörðum og norð- austanlands. Hæg breytileg átt. Hiti á bilinu 10-17 stig. | SlÐA 2 ■ VÍSINDI Óríon til tunglsins Geimfarið sem flytur menn til tunglsins í fyrsta sinn frá tímum Apollóáætlunarinnar ber nafnið Óríon. | SlÐA 32

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.