blaðið - 24.08.2006, Side 4

blaðið - 24.08.2006, Side 4
4IFRÉTTIR FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2006 blaAið Brúðaraiafir OpiS laugardaga, í Kringlunni 10-18, Rauðarárstíg 11-14 Sjáumst í Galleríi Fold Rauðarárstíg 14-16, sími 551 0400 Kringlunni, sími 568 0400 ■ www.myndlist.is Ekki hlustað á Jóhannes Starfsmaður varnarliðsins segir ad ekkert hafi þýtt að gera athugasemdir við mengunina. Áratugalangur yfirmokstur varnarliðsms á mengunarvöldum: Akranes: Köttum úthýst Lítið getur komið í veg fyrir að kattahald verði framvegis bannað á Akranesi að mati Gísla S. Einarssonar, bæjarstjóra. Bæjarráð Akraness lagði i síð- ustu viku fram drög að hertum reglum um káttahald og fór fyrri umræða um málið fram í bæjar- stjórn síðastliðinn þriðjudag. Að sögn Gísla er það nánast formsatriði að ljúka því. „Allir bæjarfulltrúar samþykktu að vísa málinu áfram eftiriákvæða umræðu í bæjarstjórn. Eg á því ekki von á öðru en að þetta fari friðsamlega í gegn og með sam- þykki allra.“ Þjónusta dagforeldra: Flestir sáttir Mikill meirihluti foreldra er ánægður með þjónustu dagforeldra samkvæmt nýlegri könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Islands. Tæplega sex hundruð for- eldrar tóku þátt og ríflega níutíu prósent sögðust ánægðir með þjónustuna. Á móti taldi meiri- hluti svarenda ekki hafa verið úr nógu mörgum dagforeldrum að velja og rúmur þriðjungur þurfti að leita út fyrir hverfi sitt. Umferðarslys: Líðan óbreytt Líðan mannsins sem lenti í árekstri á laugardagsnóttinni er óbreytt. Hann er enn í öndunar- vél og á gjörgæslu. Maðurinn lenti í árekstri við aðra bifreið þegar ökumaður hennar keyrði á hest og kastað- ist á bifreið hans. 1 þeirri bifreið lést maður. Nýr nytjastofn við Island: Efast um veiði rækjunnar „Það er spurning hvort sandrækjan nái því magni að það borgi sig að veiða hana,” segir Árni Halldórsson, rekstr- arstjóri FISK Seafood á Grundarfirði. Sérfræðingar Hafrannsóknastofn- unar rannsaka nú nýja tegund rækju, sandrækju, sem greindist í fyrsta sinn hér við land í fyrra. Stofninn hefur vaxið hratt og náð töluverðri út- breiðslu við Vesturland og suðurströnd- ina. Rannsóknir eru á byrjunarstigi og ekki eru hafnar stofnmælingar hjá stofnuninni. „Þetta er smárækja og lítið verð sem fæst fyrir hana. Stofn- inn þarf að verða ansi stór því töluvert Nýjar tegundir nema land ðlVa 'r'f,-: •m I Blaðið í gær. Engin rækja Aðilar íraekjuvinnslu hafa áhyggjur af rækjustofninum. magn þarf að veiðast svo þetta borgi sig. Olían á skipin er orðin svo dýr og smárækja gefur ekki hátt meðalverð,” segir Árni. Óttar Ingvarsson, stjórnarformaður rækjuvinnslunnar Dögunar á Sauð- árkróki, segir að hér sé á ferðinni svo- kölluð norðursjávarrækja og að hann þekki vel til vinnslu hennar í Evrópu. „Miðað við útbreiðslu hennar á íslandi þá hef ég ekki trú á veiðum norðursjávarrækjunnar hér enda eru veiðarnar mest á Vestfjörðunum og á Norðurlandi. Reyndar er það svo að rækjan hefur verið lengst allra teg- unda skömmtuð með kvóta og í dag er staðan sú að rækjan er horfin. Öll inn- fjarðarmið eru lokuð og úthafsrækjan er nánast horfin,” segir Óttar. Kalifornía: Arnie hækkar lágmarkslaun Arnold Schwarzenegger, ríkis- stjóri Kaliforníu, hefur komist að samkomulagi við löggjafar- þingið í ríkinu um að hækka lægstu laun í átta dollara á tímann, eða upp í 560 íslenskar krónur. Hingað til mátti ekki borga verkamönnum í ríkinu minna en 472 krónur á tímann. Schwarzenegger, sem er repúblikani, hefur átt í deilum við þingið, þar sem demókratar eru í meirihluta, um frumvarp um lágmarkslaun. Hann beitti neitunvarvaldi á dögunum gegn frumvarpi sem hefði hækkað launin í 543 krónur. Samkomu- lag ríkisstjórans og þingsins felst í því að demókratar fengu í gegn að launin yrðu hækkuð meir en þeir óskuðu í fyrstu gegn.því að þeir féllu frá þeirri kröfu að lágmarkslaunin myndi hækka í takt við verðbólgu. ■ Mengunin látin liggja ■ Þýddi ekkert að gera athugasemdir ■ Hreinsun of kostnaðarsöm Eftir Trausta Hafsteinsson trausti@bladid.net „Það er mengun þarna víða. Ég hef sjálfur mokað ofan á mengunar- svæði,” segir Jóhannes B. Halldórs- son, þungavélamaður hjá varnarlið- inu á Keflavíkurflugvelli. Eftir að Bandaríkjaher tilkynnti snögglega brottför sína hafa raddir orðið háværari um að herinn beri ábyrgð á því svæði sem þarna er á Suð- urnesjum. Ósk um að svæðið verði rannsakað sérstaklega með tilliti til mengunar hefur verið lögð fram og Jóhannes telur ríka ástæðu vera til að hreinsa svæðið. „Það er efnismengun þarna, það er alveg ljóst. Ég hef grafið niður á olíu, stál, steypu og önnur efni. Þarna hefur mikið járn verið grafið og spennar hafa lekið. Frá mínum bæjar- dyrum séð eiga Bandaríkjamenn að .hreinsa upp allt svæðið eins og það leggur sig. Þetta svæði er ónýtt og þeir eiga að brjóta þetta niður,” segir Jóhannes. Mengun á Suðurnesjum Islenskir verktakar hafa ver- iö fengnir til að moka yfir mengunarvalda fyrir varnar- liöið á Keflavíkurflugvelli. „Það hefur ekkert verið gert í þessu þrátt fyrir að ég hafi oft bent á þetta við umhverfisdeild varnarliðsins. Það þýddi ekkert að gera athuga- semdir útaf þessu því það var ekkert hlustað. Þetta á eftir að koma upp úr jarðveginum með tímanum.” Mengunin látin liggja „Ég vil að það komi skýrt fram að herinn hefur verið góður vinnuveit- andi enda hef ég verið þarna í þrjátíu ár,” segir Jóhannes. Aðspurður segir hann reglurnar hjá hernum skýrar en telur jafn- framt að þessu hafi ekki verið sinnt þar sem engir peningar fengust til framkvæmdarinnar. „Fyrir tíu árum var stofnuð um- hverfisdeild hjá hernum og þá tóku þeir aðeins til hjá sér. Deildin veit af öllum mengunarsvæðunum þarna. Þar sem herir hafa verið hefur alltaf fylgt mengun. Ef það er hins vegar ekki til peningur fyrir verkefninu þá er ekkert framkvæmt, þá virðist þetta vera allt í lagi í þeirra huga. Mengunin var því bara látin liggja,” segir Jóhannes. „Það hafa verið fengnir íslenskir verktakar til að grafa þarna yfir stór svæði, viðkomandi hafa meira að segja hlotið viðurkenningar frá hernum fyrir vikið. Auðvitað á að moka þetta upp og setja þetta í við- urkennt urðunarferli. Keflvíkingar sjálfir drekka ekki vatnið sem er undir, það er sótt til Grindavíkur.” Svona var þetta bara í þá daga Áþeimtíuárumsemumhverf- JL isdeildin hefur starfað hefur ÆÉ' ástandið lagast á svæðinu og segir Jóhannes til dæmis PCB verið fjarlægt af geymum hersins. „Ég er búinn að vinna þarna í þrjátíu ár og áður en umhverfisdeildin fór í þessi mál þá var PCB i öllum geym- unum þarna. Það er búið að fjarlægja þá flesta ef ekki alla. Mitt starf fólst meðal annars í því að fjarlægja þessa geyma sem láku PCB ofan í jarðveginn. Ef að geymirinn lak þá tók ég hann bara í burtu en ekki var mokað upp efnunum sem þar fóru í jarðveginn. Svona var þetta bara í þá daga.” Jóhannes segir svæðin mörg þar sem mokað hefur verið yfir mengun- arvalda og yfirborð sléttað. Þannig hafi verið fyllt yfir með efnum og malbikað þar ofan á. „Undir nýju flugstöðinni er olíupyttur og « - - , . slíkt er að finna á fleiri stöðum þarna. Á leið- inni suður í Hafnir er nýræktað svæði sem búið er að slétta út, þar undir er fullt af allskonar d r a s 1 i, ” s e g i r Jóhannes. Mokaði yfir olíupytti og PCB mengaðan jarðveg

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.