blaðið - 24.08.2006, Blaðsíða 37

blaðið - 24.08.2006, Blaðsíða 37
blaðiö FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2006 37 KoU« Hvað er ástin á móti buffi með lauki. George Bernard Shaw Afmæhsborn dagsms JORGE LUIS BORGES RITHÖFUNDUR, 1899 AS BYATT RITHÖFUNDUR, 1936 kolbrun@bladid.net Opnun Reyk- holtskirkju hinnar eldri í Reykholti í Borgarfirði eru tvær kirkjur. Bak við þá nýju þar sem guðsþjónustur eru núna haldnar leynist önnur eldri og minni kirkja sem byggð var árið 1886. Sunnudaginn 27. ágúst nk. opnar Þjóðminjasafn íslands þessa fallegu gömlu timburkirkju fyrir almenningi og gefst tækifæri til að skoða hana að innan sem utan. Reykholts- kirkja hin eldri þarfnaðist við- gerða þegar hún komst í vörslu Þjóðminjasafnsins árið 2001. Síðan þá hafa á vegum safns- ins farið fram umfangsmiklar endurbætur á henni í samstarfi við Húsafriðunarnefnd ríkisins. Kirkjan hefur auk þess verið búin ýmsum viðeigandi kirkju- gripum. Einnig eru til sýnis fornminjar sem fundust undir kirkjugólfi og voru rannsakaðar á vegum Fornleifaverndar ríkisins. (tilefni opnunarinnar stendur Snorrastofa fyrir sérstakri dagskrá í Reykholti sem hefst kl. 14:00 með messu í nýju kirkj- unni. Kl. 15:00 verða veitingar í safnaðarsal kirkjunnar. Kl. 15:30 flytur Guðrún Sveinbjarnardóttir, stjórnandi fornleifarannsókn- anna í Reykholti, fyrirlestur um eldri kirkjur og segir frá minja- svæðinu sunnan megin í kirkju- garðinum. Áður stóðu kirkjurnar nokkru sunnar en gamla kirkjan nú og hefur Þjóðminjasafnið á undanförnum árum staðið fyrir fornleifarannsókn á þeim og kirkjugarðinum. Kl. 16:30 opnar svo Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður Reykholts- kirkju hina eldri formlega og við- staddur verður einnig Magnús Skúlason, forstöðumaður Húsa- friðunarnefndar. Metsölulistinn - íslenskar bækur 1. Ðönsk-ís! / fsl-dönsk oröabók Oröabókaútgáfan Döntk itlensk 2. Ensk-ísl / (sl-ensk orðabók Orðabókaútgáfan 3. Islensk-dönsk/ Dönsk-íslensk vasaorðab. Edda útgáfa 4. Lostin lceland Sigurgeir Sigurjónsson 5. Draumalandiö: Sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð AndriSnsrMagnason 6. Flugdrekahlauparinn - kilja Khaled Hosseini 7. Óvinafagnaður - kilja Ð'nar Kárason 8. Mýrin - kilja Arnaldur Indriöason 9. Dönsk-íslensk skólaorðabók Edda útgáfa 10. Réttritunarorðabók Námsgagnastofnun Listinn er gerður út frá sölu í bókabúöum Pennans Eymunds- sonar og Bókabúð Máls og menningar vikuna 15.08. - 22.08 -r- The War of the World Bókin er hafsjór af fróðleik um sögu tuttugustu aidarinnar. að er farið að teljast til tíðinda þegar gefin er út bók eftir skoska sagnfræðinginn Niall Ferguson. Þrátt fyr- ir að vera rétt rúmlega fertugur hefur Ferguson sent frá sér fjölda bóka síðustu tíu ár sem hafa vak- ið eftirtekt meðal leikmanna og fræðimanna. Þó að Ferguson leggi megináherslu á hagsögu kemur hann víða við i ritum sínum sem eru bæði fjölbreytt í efnistökum og fróðleg. Hann hræðist ekki að synda á móti straumnum og í mörgum bókum sínum rökstyður hann skoðanir sem eru ekki líkleg- ar til þess að falla í kramið hjá post- ulum hinnar pólitísku rétttrún- aðarkirkju samtímans. Framlag hans felst ekki síst í því að vekja upp frjóar umræður um gömul sannindi enda hefur hann verið óhræddur við að setja fram og rök- styðja umdeildar skoðanir. Niall Ferguson Framlag hans felst ekki síst íþvíað vekja upp frjóar um- ræöur um gömui sannindi. Umdeildur fræðimaður 1 einni af sínum þekktustu bók- um, The Pity of War sem kom út árið 1998, ræðst hann gegn því sem hann kallar „tíu goðsögur um fyrri heimsstyrjöldina.” Bókin olli töluverðu fjaðrafoki á sínum tíma enda færir Ferguson rök fyr- ir því að líklega hefði það verið heiminum fyrir bestu ef breska heimsveldið hefði látið það stríð afskiptalaust. Þrátt fyrir að fleiri þekktir fræðimenn hafi sett fram svipaða skoðun gegnum tíðina hefur Ferguson orðið að skotspóni vegna hennar og segir það ef til vill meira en mörg orð um stöðu hans í fræðaheiminum. Fleiri hugmynd- ir Fergusons hafa farið fyrir brjóst- ið á fólki. I bókinni Empire, sem kom út árið 2003, ræðst Ferguson gegn þeirri neikvæðu ímynd sem breska heimsveldið hefur fengið á sig á síðari tímum og bendir á að í raun hafi tilvist þess gert meira gagn en ógagn. Bókin Colossus, sem kom út ári síðar, enduróm- ar þessar hugmyndir en að mati Fergusons er veldi Bandaríkjanna í dag sambærilegt því breska á 19. öldinni en vandamálið felst í því að Bandaríkjamenn eru ekki reiðu- búnir til þess að nota það veldi til góðra verka heimsbyggðinni í hag. Onnur helstu verk Fergusons eru The Cash Nexus og The House of Rothschild í þeim báðum felst mik- ilvægt framlag til skilnings á þró- un hins alþjóðlega hagkerfis. Hafsjór af fróðleik í nýjustu bók sinni, The War of the World: Twentieth-Century Conflict and Descent of the West, ræðst Ferguson ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Bókinni er ætlað að skýra hvers vegna tuttug- usta öldin var jafn blóðug og raun ber vitni. Ferguson hafnar hefð- bundnum skýringum sem benda á einstaka fyrirbæri eins og uppgang öfgastefnu og óstöðugt efnahags- kerfi heimsins. I stað þess fléttar hann ólíkum fyrirbrigðum saman og setur fram einfalda kenningu: strið og átök brjótast gjarnan út í meiriháttar hagsveiflum - hvort sem um er að ræða þenslu eða sam- drátt - og þegar slíkt ástand skap- ast á sama tíma og veldi stórvelda fer hnignandi er það líklegttil þess að leiða til stórstyrjalda. Bókin er hafsjór af fróðleik um sögu tuttugustu aldarinnar. Um- fjöllun Fergusons ber vott um helstu áhugamál hans, eins og sögu gyðinga í Evrópu og Rúss- landi og samspil hagkerfis og framþróunar sögunnar. Þrátt fyr- ir að margt í bókinni sé endurtek- ið efni úr fyrri bókum er hún vel þess virði að hún sé lesin og bein- línis ómissandi fyrir þá sem vilja fylgjast með erlendri umræðu um vandamál og ógnir samtímans. Bókin fæst í bókabúðum Pennans Eymundssonar og Bókabúð Máls og menningar. menningarmolinn Vesúvíus gýs Á þessum degi árið 79 gaus eldfjall- ið Vesúvíus með þeim afleiðingum að ítölsku borgirnar Pompei og Herc- ulaneum grófust undir öskulagi og aur. Þær voru aldrei endurreistar. Árið 1748 var byrjað að grafa Pompei upp. Þær minjar sem þar komu í ljós eru ómetanleg heimild um daglegt líf manna á þessum tíma. Um 20.000 manns bjuggu í Pompei, og í Herculaneum, sem var vinsæll ferðamannastaður ríka fólksins, voru um 5000 manns. Á há- degi 24. ágúst hóf Vesúvíus að gjósa. Flestir íbúar borganna flýðu en um 2000 manns urðu eftir í Pompei í von um að eldgosinu myndi senn Ijúka. Einhverjir urðu einnig eftir í Herculaneum. Þessir ógæfusömu íbúar brunnu til bana eða köfnuðu í gosinu. í dag er Pompei vinsæll ferða- mannastaður og ógleymanlegur öll- um sem þangað koma.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.