blaðið - 24.08.2006, Blaðsíða 26
26
FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2006 blaðið
menntun
menntun@bladid.net
rr-Æjj*
Bfl I I I 1
I i I i I I I
■ ■ , T i" ■ I T.
Bekkjarkerfi eða áfangakerfi
„Bekkjarkerfi er í sex framhaldsskólum
á landinu en áfangakerfi í 28"
AN INTERNATIONAL
EDUCATION IN ICELAND
The International School offers a dynamic learning
enviroment for elementary school children in grades
K - 7 (aged 5 - 13) our emphasis is on international-
mindedness and positive discipline in a bilingual
enviroment. The school is located within Sjálands-
skóli, a new state-of-the-art school in Garðarbær.
For more information please visit our site at:
www. internationalschool. is
Skólinn er einkarekinn grunnskóli innan
Sjálandsskóla, sem býður upp á alþjóðlega
menntun fyrir börn á aldrinum 5-13 ára. Áhersla er
lögð á alþjóðlega vitund og jákvæðan aga í
tvítyngdu umhverfi. Sjá nánari upplýsingar á:
www. internationaischool. is
Góð með kjúklingi, svinakjöti, reyktum iaxi, graflaxi, sem
salatsósa og i kalt pastasalat hverskonar.
’3'- • VOGABÆR
Frábær köld með kjúklingi og lambakjöti og út á pizzuna.
Góð á saltkexið með rifsberjahlaupi og sem ídýfa.
Vinna framhaldsskólanema á höfuðborgarsvæðinu
Kyn og
aldur ásamt menntun for-
eldra hafa áhrif á vinnu með
skóla samkvæmt nýrri könnun
sem kennarar við þrjá framhalds-
skóla á höfuðborgarsvæðinu
gerðu á launavinnu nemenda
í skólunum. Könnunin leiddi í
ljós að stúlkur vinna mun frekar
með námi en piltar og eldri nem-
endur vinna fremur en þeir yngri.
Vinnan eykst jafnframt í samræmi
við hversu langt nemendur eru
komnir í námi.
P
Mótsagnakenndar niðurstöður
í niðurstöðum annarrar könn-
unar sem Rannsókn og greining
birti í fyrra segir að of mikil vinna
hafi neikvæð áhrif á námsárangur
framhaldsskólanema en vinna í
eina til níu klukkustundir á viku
virðist ekki tengjast námsárangri.
Niðurstöður könnunarinnar sem
birt var í vikunni sýnir mótsagna-
kenndar niðurstöður. Sá hópur
sem vinni mest stefni að því að
ljúka fleiri einingum en aðrir
nemendur. Þeir hafa síður fallið
í einhverri námsgrein á síðustu
önn, þeir luku fleiri einingum á
þeirri önn og voru með svipaðar
einkunnir.
Krafa um aukna vinnu
Ragnheiður Bóasdóttir, náms-
ráðgjafi við Fjölbrautaskólann
í Ármúla, segir að inn á borð til
hennar komi vandamál sem teng-
ist of mikilli vinnu nemenda. „Það
sem berst inn á borð til okkar eru
oft mál þar sem nemendur eru að
kikna undan því að þurfa að vinna
of mikið og byrja þar af leiðandi
að minnka við sig í náminu. Það er
gerð krafa um að þeir auki við sig
í vinnu og það sem ég hef í raun
verið ósáttust við er að mér finnst
ekki nógu vel farið með þessa nem-
endur af vinnuveitendum. Þeir
byrja kannski á því að taka þrjár
vaktir á viku en síðan er gerð krafa
um að þeir taki meira og meira ell-
egar verði þeir látnir fara,“ segir
Ragnheiður.
Haegt að gera þetta skynsamlega
Hún segir að vinna með skóla geti
einnig haft vissa kosti í för með sér
og geri nemendum meðal annars
kleift að eiga vasapening og sjá um
eigin útgjöld. „Það eru vissulega til
nemendur sem gera þetta mjög skyn-
samlega, vinna ekki of mikið og
leita sér ráðgjafar hjá námsráðgjafa
við að skipuleggja námið með vinn-
unni.“
Fjölbrautaskólinn í Ármúla er
áfangaskóli og segir Ragnheiður að
það auðveldi nemendum að taka
námið á sínum hraða. „Nemendur
hafa val um það að taka minna og
margir velja það einfaldlega að taka
stúdentspróf á lengri tíma
og vinna með.“
Minni þátttaka ífélagslífi
Könnunin leiðir einnig
í ljós að þeir nemendur
sem vinna mikið með
námi hafi minni tengsl
við skólaumhverfi sitt en
hinir. „Nemendur sem
vinna meira en 30 klst. á
mánuði taka minni þátt
í félagslífi skólans en aðr-
ir nemendur, þeir fara
seinna að sofa, þeir eru
meira fjarverandi
í skólanum og
þeir nota
minnitíma
til heima-
v i n n u , “
segir í niður
stöðumkönn
unarinnar.
E n n
fremur
s ý n i r
k ö n n -
unin að
nemend-
ur sem
eiga for-
eldra sem
hafa tekið
stúdentspróf
eða háskólapróf v i n n a
síður með námi en nemendur for-
eldra sem hafa mest lokið skyldu-
námi eða iðnnámi. Þessar niður-
stöður koma Ragnheiði ekki á
óvart og telur hún að hugsanlega
sé meiri virðing borin fyrir námi á
þeim heimilum. „Ef nemandinn er
á annað borð í stöðu til að stunda
námið sitt og hefur áhuga þá fær
hann hugsanlega meiri stuðning
til þess og hvatningu að gera það á
þeim hraða sem hann ræður við.“
Standa straum af neyslu
Mikil vinna framhaldsskóla-
nema helgast öðrum þræði af
neyslumynstri þeirra sem hefur
breyst mjög á undanförnum ár-
Undir þrýstingi vinnuveitenda
Framhaldsskólanemar eru oft undir
þrýstingi vinnuveitenda um að þeir
auki við sig vinnu. Það leiðir stund-
um til þess að margir þeirra minnka
við sig í námi.
um. Nemendur þurfa ekki aðeins
að standa straum af kostnaði við
skemmtanir heldur þurfa þeir
einnig að greiða fyrir símanotkun,
tölvubúnað og jafnvel rekstur bíls.
Þegar Ragnheiður er spurð hvort
félagslegur þrýstingur hafi áhrif á
neyslumynstrið segir hún að hann
«é vissulega til staðar en hún telji
þó ekki að nemendur séu undir
það miklum þrýstingi að þeir verði
að láta undan.
„Þetta hlýtur að snúast um það
að lokum hvað þau alast upp við.
Vinahópurinn er mjög sterkur í
öllu sem þau gera svo sem við val
á framhaldsskóla, lífsstíl og fleiru.
Þá þurfa þau bara enn frekar öfl-
ugan stuðning að heiman,“ segir
Ragnheiður Bóasdóttir að lokum.
Kyn og aldur
hefur áhrif